Morgunblaðið - 16.01.1920, Page 2

Morgunblaðið - 16.01.1920, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ atfcAtfc Ato.J, iiU ní/s ttt* XORGUNBLAÐIÐ Rititjóri: Vilh. Fídmh. Stjónunálaritstjóri: Einar Arnórsson. Mitstjóm og afgreiðal* í Lækjargötn 2. Sími 600. — Prentsmiðjnsími 48. Kemnr út alla daga viknnnar, að mánndögnm nndanteknnm. Bitstjómarskrifstofan opin: Virka daga kL 10—12. Helgidaga kl. 1—3. Afgreiðslan opin: Virka daga kl. 8—8. i Helgidaga kl. 8—12. Angiýaingum sé skilað annaðhvort á afgreiðsinna eða í ísafoidarprent- amiðjn fyrir kL 5 daginn fyrir útkomn þess blaðs, sem þsr eiga að birtast í. Anglýsingar, sem koma fyrir kL 12, fá að öllnm jfanaði betri stað í blaðinn (ú lesmálssíðnm), en þœr sem síðar koma. Anglýsingaverð: Á fremstn síðn kr. B.00 hver cm. dálkabreiddar; á öðnm fíðnm kr. 1.00 em, Verð blaðsins er kr. L60 á mánnði. höfð og íim kvöldið varð hann að ’koma fyrir Thornp. Upplýstist það þá, að hann hafði notað stöðn sína sem stjórnarformaður firmans, til þess að reka gTÓðabrall í skjóli firmans og sknldaði því nú milj'ón krónur. Hann kvaðst ekk- ert þekkja til leynisamningsins við Albrechtsen, en það lét Thorup sér ékki nægja og fór engu vægilegar með 'hinn sænska stéttarbróður sinn en aðra. Og er Johanason sór við „dómaraæru sína“, að hann vissí ekkert nm þetta, sagði Thorup hlátt áfram að hann færi með lygi! Var svo JohanssoU ‘hneptur í varðhald, og er hann sá, að hverju fór, féll honum allur ketill í eld og harst illa af. Enda er það hvergi nærri skemtilegt fyrir dómara, að láta hneppa sig í fangelsi fyrir f jár- svik. Jomgner var 'líka hneptur í varðhald, en Jaeobsen fram- kvæmdastjóra var slept vegna þess, hvað hann er ungur — að eins 21 árs. Mál þetta hefir að sjálfsögðn vakið mikið umtal í Danmörk og virðist sumum sem Thorup hafi komið nokknð hrottalega fram í íþví. Meðal þeirra, sem hafa harð- lega vítt Thorup fyrir þetta, er August Goll dómari í Nordre Birk ög fyrverandi lögreglustjóri í Ar- ósum. August Goll. Ámælir hann Thorup fyrir fram- !komu hans sem dómara við Johans- son og segir að hann haldi enn fast við hið gamla réttarfar, sem ætti að vera kveðið niður og dautt, síðan hið mannúðlegra réttarfar gekk í igildi í Dnmörk hinn 1. októher síð- astliðinn. --------o-------- Forsikringsaktieselskabet ... T R E K R O N E R Brunatryggingar. Að alumh osmaðnr: Gunnar Egilson, Hafnarstræti 15. Talsími 608 og 479 (heima). U A ©1B&W Edda 592012061/2 — 1- Lögreglan veiðir. I gær sendi Sigur- jón Pétursson kaupmaður mann út nm götur bæjarins, klæddan í sjóföt, sem á eru málaðar auglýsingár. Hefir Sig- urjón haft þessa a'ðfer‘5 í nokkra vetur til þess að auglýsa sjóklæði sín, og he£- ir það gengið ágætlega. En í gær brá svo við, að lögreglan tók sjóklæða- manninn fastan. Mun hún sennilega hafa litiö svo á, að hann væri dulbúinn, en það er bannað í lögreglusamþykt- inni að ganga um bæinn í dnlarklæö- um. En þar er átt við þá menn, sem villa á sér heimildir. pessi maður vilti síður en svo á sér heimildir. Hann var auglýsingaberi frá Sigurjóni og hans verk var einmitt þa‘S, að sýna sig víöast sem slíkan. Fundur í Guöspekisfélaginu föstnd. 16. þ. m. kl. 8i/2 síöd. Brezkur botnvörpungur kom hingaö í gærdag. Sextugsafmæli á Guðmundur Jakobs- son hafnarvörður í dag. Nokkuð af fiski kom hingað í gær og gerðist þegar þröng mikil niðri á fisk^ sölutorginu. Var svo þröngt, að ekki komst nema hjehningurinn að og urðu margir að fara heim tómhentir eftir langa bið, því að fiskinn þraut löngu áðru en eftirspurninni yrði fullnægt. Bsajarstjórnarfundur var haldinn í gærkvöldi. Meðal annars, sem þar var til umræðu, var málið út af fisksölu- skúmum, sem reistur hefir verið við geymsluhús Höepfners-verzlunar. Nýjar þingkosningar? Miklar líkur eru taldar til þess, að ógilt verði kosn- ing Jakobs Möllers, og fara þá nýjar þingkosningar fram hér í Reykjavík seint í febrúar. Við kosningu Sveins Bjömssonar verður sennilega ekki hróflað, þar sem hann fékk svo yfir- gnæfandi meiri hluta atkvæða, að það getur engu breyttumkosninguhansþótt nokkrir menn, sem ekki áttu kosning- arrétt, hafi kosið. Ljósmæðrataxti. Prá nýári er lögboð- inn taxti ljósmæðra sem hér segir: Minsta þóknun fyrir að taka á móti bami kr. 7,00 og kr. 2,50 fyrir hvern dag, sem ljósmóðirin dvelur hjá sæng- urkonunni, nema þann dag, sem bamið fæðist, og kr. 1,00 fyrir hverja vitjun í kaupstað eða kauptúni, þar sem ljós- móðirin býr. Húsaleigunefnd hefir sótt um dýrtíð- amppbót á launum sínum. Fisksala. Botnvörpungamir Jón for- seti, Ethel, Vínland hafa nýskeð selt afla sinn í Englandi, Jón forseti fyrir 3400 pund, Ethel fyrir 2720 pund og Vínland fyrir 4500 pund. Skipstjórarnir Guðm. Sigurðsson (fyr. skipstj. á Frances Hyde), Jón Ámason á Heimaskaga, Halldór por- Blá matrosafet á drengi, af öllum stærðum, nýkomin i Brauns Verzlun, Aðalstræti 9. Sfúíka sem kann á ritvél, getur fengið góða atvinnn nú þegar. Tilboð merkt RITVÉL, sendist litstjóra þessa blaðs, sem fyrst. Kvöldskemtun verður haldin í Báruhúsinu annað kvöld (laugard. 17. þ. m.) kl. 81/2 síðd. Til ágóða fyrir fátækan berklaveikan mann hér í bæ. “TIl skemtunar veiður: 1. Alþm. Bjarni Jónsson frá Vogi: Fyrirlestnr. 2. Hr. Þórarinn Cfuðrnundsson fiðlnleikari: Orkester. 3. Frú Stefanía Gnðmundsdóttir: Upplestnr. 4. Ungfrú Þuríður Sigurðardóttir: Syngur nýjar gamanvísur. Aðgöngumiðar seldir í Bárunni í dag (laugard.) kl. 10—5 og við innganginn. Skemtið sjálfum yður vel og gerið bágstöddum gott. Þetta verðnr bezta og síðasta almenna skemtun vetrarins. Dans á eftir. — Húsið opnað kl. 8. steinsson og porsteinn porsteinsson eru nú allir á leið til Englands með botn- vörpungunum Ymi og Gylfa. Fór Jón Áraason með skipshöfn með sér til þess að sækja nýjan botnvörpung. Hinir munu hafa farið í þeim erindagerðum aí líta eftir smíði botnvörpimga eða fá ný skip. Mackensen kemur til Berlin. Síðan vopnahlé var samið og Mackensen hershöfðingi varð að gefast npþ með a'llan her sinn á Balkan, hafa Bretar haft hann í haldi suður í Saloniki, þangað til nú fyrir skemstu, að þeir gáfu hann lausan og Ieyfðu honum að hverfa heim til Þýzkalands. — Macken- sen er nú kominn á láttræðisaldur, en meðan hann hafði herstjórnina á hendi, mátti eigi sjá að ©11 i sak- aði hann. En á þessu eina ári, sem hánn hefir verið fangi Breta, hefir hann elzt mjög mikið. — Myndin hér að ofan sýnir komu hans til Anhalter Bahnhof í Berlín. Kom þangað múgur og margmenni til þess að fagna hinum aldraða hers- höfðingja, er kemur heim hvítur fyrir hærum. Mackensen ber öll æðstu heiðursmerki hins fyrver- andi keisararíkis, svo sem j'árn- krossinn stóra, „Pour la merite“ og hinar gullnu einkennisfestar. Á höfðinu hefir hann hina einkenni- legu bjarnarskinnshúfu „Dauða- riddaranna‘ ‘. / Þýzkaland, Pegar Bethmann-Hollveg, He’lf- ferich, Hindenburg og Ludendorff var s’tefnt fyrir rannsóknarnefnd- ina í lok nóvembermánaðar s. 1. til þess að rannsakast skyldi ábyrgð þeirra á upptökum ófriðarins, þá komu þessir gömlu fultrúar þýzka stórveldisins þannig fram, eins og meðlimir rannsóknarnefndarinnar væri hinir seku en þeir ekki. Og þessi framkoma þeirra studdist aug ljóslega við það að skoðanir þýzku þjóðarinnar eru að breytast þeim í vil. Vörn þeirra var aðallega falin1 1 því að sýna »ð framkoma Þýzka- lands gagnvrt Rússlandi hefði adít- af stuðst við meiri hluta þingsins,. og því bæru þeir enga ábyrgð >á henni. Og sömuleiðis hefði þing og stjórn samþykt kafbátahernaðinn, sem átti að ríða Englandi að fullu. Stjórnmálamennirnir kendu þjóð- inni nm alt saman, en herstjómin kendi aftur á móti istjórnmála- mönnunum um, þar sem þeir hefðu fengið hernum það óframkvæman- lega hlutverk í hendur að berjast við allan heiminn, <án þess þó að fá þeim þá hjálp, sem til þess hefði þurft. Stjórnmálamennirnir hafa nú reynt, ekki einungis að neita allri þátt-töku sinni í framkvæmd unum, heldur og jafnframt að reyna að draga fjöður yfir alt sam- an með því, að gerst dómarar í sjál'fs sín sök. Þjóðin er aftur á móti sárgröm yfir því, að sjá farið með uppáhaldshetjur sínar eins og einhverja óþekka skóladrengi og það af undirmönnum þeirra. pað er því, eins og nú standa sakir, jarðvegur fyrir einskonar aftur- halds-sameiningn í Þýzkalandi, jafn framt því, að stjórnarfl'okkarnir eru ósáttir. Þetta er kjarninn í þeirri byltingu, sem átti <sér stað í Pýzkalandi undir áramótin. Höfuðástæðan til ósamlyndisins innan stjórnarinnar liggur á atvinn umálasviðinu. Það hefir nú um lang an tíma verið unnið að lagafrum- varpi um atkvæðisrétt verkamanna innan ýmissa atvinnugreina og stóriðnaðar. Einkum er það 34. gr. í lagafrumvarpinu sem miklum vafningum veldur. Samkvæymt henni áttu verkamenn rétt á að hafa 2 menn í stjórn hv ers fyrirtækis og iðnaðarreksturs. Sömuleiðis áttu öll at vinnufyrirtæki, sem höfðu 50 verkamenn í þjónustu sinni, að ’leggja fram sundurliðaðan ársreikn ing og ennfremur áttu verkamenn að fá mikla hlutdeild í ráðningu og uppsögn verkamanna. „Demokrat- ar‘ ‘ eru á móti simdurliðuðum árs- reikning. Sumir flokkar móti hlut- töku verkamanna í ráðningu og uppsögn, en frjálslyndi flokkurinn, sein áður studdi jafnaðarmanna- frumvörpin, villl ekkert með það liafa að verkamenn hafi þátt-töku í stjórn og fyrirkomulagi. Þó hafði er síðast fréttist einhver miðlunar- vegur átt sér stað, sem ekki var ólíklegt að yrði gengið inn á. par að auki kom þama til greina, í ó- sættinni, utanríkismálin, og sérstak lega sú krafa bandamanna að Þjóð- verjar skiluðu 400.000 tonns af ýmsum hafnarvirkjum, sem sést hefir í erlendum skeytum. En nú hafa þeir fengið það lækkað niður í 300.000, mest vegna þess, að Þjóð- verjum tókst að sýna bandamönn- um fram á, að slík krafa, gerði þeim enn örðugra fyrir en áður að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.