Morgunblaðið - 22.01.1920, Blaðsíða 1
7. árg., 63 tbl.
FimtudajE; 22 janúar 1920
ínaíoldttriJwstismidi
GÁMLA BIO
VI, kafli (6 þættir)
sýndur i kvöid kl. 8 og 9*/s.
Gætið þess! að fylgja æfintýri
L'bettys og engu úr að sleppa.
í heildsölu til kaupmanna og
kaupfélaga:
NBTJAGRN og FISKILlNUR, all-
ar algengar tegundir, frá Linifi-
cio e Canapificio Nazionale, Mil-
ano, C. Castellini & Co., Milano,
Commissionaria Lino e Canape,
Milano, er' væntanlegt innan
skamrns. Þar eð örlítið er eftir
óselt, eru kaupendur beðnir að
■g-era pantanir sínur liið allra
fyrsta.
G. EIRÍKSS, Reykjavík.
Einkasali a íslandi.
Bins og mörgum mun kunnngt
vera, eru veittar 16 þús. krónur á
f járlögum fyrir árin 1920 og 1921
til verzlunarskóla. Þar af fara 7000
krónur til Samvinnuskólans 'svo-
nefnda og 9000 ltr. til verzlunar-
skólans sem haldið liefir verið hér
uppi um nokknr ár. Allir eru nú
orðið sammála um það, að þeir
menn, er ætla sér að fást við verzl-
un þurfi sérmentunar í þeim grein-
um, er þann atvinnuveg varða eink-
um. Og fjárveitingarvaldið viður-
kennir þetta með því að styrkja
skóla þessa með fjárframlögum úr
iandssjóði.
í neðri deild alþingas 1919 kom
fram frumvarp til 'laga um stofnun
landsverzlunarskóla. — Frumvarp
"þetta bar meiri hluti fjárveitinga-
nefndar fram, og var Matthías
Ólafsson framsögumaður. Frum-
varpið fann eigi náð fyrir augum
meiri hluta. deildarinnar að þessu
sinni. En málið er væntanlega ekki
dautt fyrir því. Málið er sem sé
gott mál, en góð m'ál deyja ekki
þótt þau gangi ekki fram við fyrstu
tilraun.
Eins og áður var sagt, eru skól-
ar þessir nú tveir. Ástæður fyrir því
sð hafa þá tvo væri réttmætar ef
sitt hvað væri kent og þyrfti að
kenna í hvorum. En svo er ekki.
í báðum þessum skólum eru kend
sömu tungumálin: Íslenzka, danska
-enska og þýzka. Þar skilur því
ekki.
Hver sem við verzlun fæst, þarf
að kunna bókhald, reikning og við-
skiftareikningagerð, þar á meðal á-
lagsreikning. Þessar greinir eru
kendar í báðum skólunum, eins og
vitanlega á'að vera í hverjum verzl
unarskóla.
Þá er venja að veita tilsögn í
almennustu atriðum þjóðmegunar-
fræðinnar (Nationalökonomi) í
verzlunarskólum. Og það er -líka
gert í þeim skólum, sem hér greinir
Ennfremur er sjálfsagt að veita
tilsögn í verzlunarrétti eða verzl-
unarlöggjöf ess lands, er verzlunar-
skólinn starfar í. Það hefir jafnan
verið gert í verzlunarskólanum í
Reykjavík. Ef það er eigi gert í
Samvinnuskólanum, þá er það
vöntun, sem hlyti að verða bætt.
Vélritun og skrift hefir og verið
kend í Verzlunarskólanum, en
hvort þær gremir eru kendar í Sam
vinnuskólanum, er -eigi 'kunnugt.
Það er þó auðsætt, að þær þarf einn
ig að kenna í verzlunarskóla.
Ein grein er kend í Samvinnu-
skólanum, sem telja má sérstaka
í þeim skóla, og köiluð er samvinnu
félagssktpur. Það sýnist heppilegt
að sem flestir, og þá eigi sízt þeir,
sem ætla sér að fást við verzlun
og viðskiftastarfsemi, fái kynni af
þessum félagsskap, á hvaða grund-
velli sem samvinnufélög eru reist,
hvernig þau starfa, hvernig félags-
skapurinn hefir reynst o. s. frv.
Nú er það haft eftir einum manni
sem skriðið hefir inn á samvinnu-
félagsskapinn íslenzka og hvorki
er- lialdinn vitur né sannorður, að
nemendum Verzlunarskóláns í
Reykjavík sé innrætt óbeit á sam-
vinnufélagss'kapnum. Þetta er vit-
anlega alskostar órétt. En ef .það
væri satt, þá ætti samvinnumenn
að taka þeirri hugmynd fegins
hendi, að stofnaður væri allsherjar
lí.ndsverzlunarskóli. Þar með ætti
að vera fyrir því séð, að þessi fé-
lagsskapur nyti sannmælis í hví-
vetna. En meðan Verzlunarskólinn
er undir yfirráðum einstakra
manna, er torveldara að hafa gát
á slíku.
Af annari ástæðu mætti ætla, að
samvinnumenn tæki tveim höndum
sameiningu þessara skóla í einn.
í verzunarskólanum er samvinnu-
félagsskapur ekki sérstök náms-
grein. Nemendur þaðan fá því ef
til vill ekki þau kynni af þeirri
stefnu, sem samvmnumenn hljóta
að óska að sem flestir f'ái. Ef skól-
inn er einn og haldið uppi ein-
göngu af landsfé og undir stjóm
landsins, þá er emsætt, að setja
má upp það, að allir nemendur
hans eigi kost á að fá kynni af þess-
um félagsskap. Það væri því auð-
sær gróði fyrir samvinnufélags-
skapinn að þessu leyti, auk annars,
ef skólunum væri steypt saman í
allsherjar landsverzlunarskóla. Ef
skólinn er einn, þá fengi ekki að-
eins og þeir, sem nú eða síðar sæktl
Samvinnuskólann, þekkingu á sam.
vinnufélagsskáp, heldur einnig þeir
er sækti VerzlunarsJkólann nú eða
síðar, svo að allir verzlunarnemár
fengi eða ætti kost á að fá þekkingu
á þeirri grein. Og væntanlega er
það eins með það málefni sem önn-
ur góð mál, að því er gróði að sem
flestir fái rétta hugmynd um það.
Þá eru væntanlega flestir sam-
mála um það, að hægra og ódýr-
ara sé að fá góða kenslukrafta og
kensluáhöld handa einum skóla en
tveimur. Húsaleiga, hitUn og lýs-
iug verður líka tiltölulega ódýi-ari
í einum skóla en tveimur. Og lík-
lcga hefir enginn maður með heil-
brigðri skynsemi á móti því, ef
nokkurt fé yrði sparað, enda sé
jafn vel eða betur séð fyrir að öðru
leyti. En ekki er vafi á því, að svo
yrði hér.
Reyndar er ennþá eitt ótalið.
Það er eitt af inntökuskilyrðunum
í Samvinnuskólann. I þann skóla
geta menn ekki fengíð jnntöku,
nema þeir hafi samvinnu-hugarfar.
Er þetta að líkindum eini skólinn,
þar sem berum orðum er krafist
ákveðins hugarfars af nemanda.
Annarsstaðar er skilyrðum hagað
þannig, að sá, sem í skólann geng-
ur, skuli hafa óflekkað mannorð,
hafa náð ákveðnu aldursmarki og
þekkingu, sem nánar er til tekið.
Menn hafa ekki þókst getað heimt-
að ákveðið hugarfar framar en
ráða mætti af líkum eftir aldri,
þroska og þekkingu viðkomanda.
Og skólakennarar eru eins og aðr-
ir menn að því leyti sem þeim þyk-
ir sér torvelt að rannsáka hjörtu og
nýru þeirra sem þeir taka innís'kóla
sína. Það er ókunnugt, hvaða að-
ferð eða mæli forstöðumaður Sam-
vinnuskólans hefir til þess að stað-
reyna það, hversu farið er um sam-
vinnu-hugarfar hvers þeirra, sem
inn í þann skóla ganga og um leið
og þeir ganga í hánn.
En varla verður unt að gera á-
kveðið hugarfar, fram yfir það sem
ráða má af því, hvernig nýsveinar
fullnægja inntökuskilyrðum, að
inntökuskilyrði í ríkisskóla. Ríkið
vantar tæki til þess að „rannsaka
hjörtun og nýrun“. Og þótt það
kynni að geta fengið þau tæ'ki hjá
forstöðumanni Samvinnuskólans,
sem hann hefir til þess, þá er eigi
vist, að þau þættu áreiðanleg. Hug-
armælir hans kynni að þykja eitt-
hvað misvísandi.
Þess vegna mundi verða áð
sleppa þessu inntökuskilyrði. En
það er varla gerandi ráð fyrir því,
að Samvinnumenn geri svo mikið
úr þessu skilyrði, að þeir standi
þess vegna á móti stofnun lands-
verzlunarskóla.
Fjðrráð
við
islenzkar bókmentir
Fjörráð við íslenzkar bókmentir
eru hverjum manni aucfséð í síðustu
vinnulauuahækkun prentara.
Sú krafa kann að hafa verið rétt-
mæt út í yztu æsar. En þeirri kröfu
fylgja fjörráðin — óbeinlínis.
Áður en þessi síðasta vinnulauna
hækkun prentara komst á, var
bókautgáfa öll orðin svo dýr, að
það var þrekvirki að koma bók út.
Og þó hún kæmist út, var undir
hælinn lagt að hún yrði ekki öll-
uin þorra íslenzkra lesenda of þung
ur baggi að Ivfta.
En nú hefir enn grátt bæzt ofan
á svart. Ef bækur fara enn að verða
eigi ail-lítið dýrari en síðusta ár,
sem lilýtur að verða bein afleiðing
vinnulaunahækkunarinnar, þá er
ekki ósennilegt að margur fari að
kippa að sér hendinni með bóka-
kaup, þó lestrarfús sé.
Þetta er gott dæmi þess, hve ein
fámenn stétt getur haft víðtæk á-*
hrif þegar hún sameinast. Samtaka
kröfur prentara, til þess að bæta
kjör þeirra verða til þess að stífla
að miklum mun þann farveginn,
sem okkur er skyldast og hamingju
drýgst að halda sem greiðustum og
hreinústum.
Vera kann að bókaútgefendur
hafi, ivi'ita kosti íyrst um sinn,
bolmagn til að koma út bókum á
markaðíi n. En hver kaupir? Og
hve lengi varir bókaútgáfa þar sem
ekkert eða lítið er keypt?
Lestrarfýsn íslendinga er auðvit-
að ódrepandi. Og enn getur verið
að hún standist allar eldraunir.
Þetta er mikið alvörumál.
Bókaútgáfa er oss lífsnauðsyn.
Þjóðin íþarfnast andlegs gróðurs
úr sínum jarðvegi. Hún grær við
það fastara við sitt, bæði fornt og
nýtt. Og þeir kraftar, ungir og
gamlir, sem auka bókmentir vorar,
þeir falla í dá, missa vængjamagn
sitt og hverfa til fulls, sé þeim
ekki vegurinn opinn út til almenn-
ings.
Hér eru því hömlur á tvo vegu.
Annarsvegar á því að fullnægja
eðlilegri og hei'lbrigðri þörf þjóðar-
innar. En hins vegar hömlur á því,
að þeir kraftar fái notið sín, sem
borið hafia þjóð vorri 'lífsveig og
andleglbsvölun.
En það eru fleiri fjörráð, sem
nefna má við bókmentir vorar. Á
hinu leitinu standa þau, sem inn-
flutningur „reifaranna“ orsakar.
Þau eru ekki ný og þau eru ekki
eins fljótvirk eins og þau, sem fyr
eru talin. En þau magnast altaf.
Jafnframt vaxandi lestrarþörf
þjóðarinnar hafa bókaverzlanir séð
sér leik á borði með því að flytja
inn í landið allan óhroða, sem
fengist hefir fyrir lítið verð og gef-
ið er út í tugum þúsunda erlendis,
handa múgnum að gleipa í sig.
Bókabúðir vorar eru fullar af er
’lendum bókum, sem enginn þekkir
höfundana að. Það er ekki hugsað
um að velja úr þá höfunda, sem ein-
hvers þykja verðir. Alt er tekið.
En listnæmi íslenzkra lesenda
blæðir fyrir. Að síðustu verður
þjoðin ekki megnug þess að meta
eða hafa not af bókum, hvort sem
eru innlendar eða xitlendar, senn
eitthvert lífs eða listagildi hafa.
Bókaverzlanir hafa þunga synd á
samvizkunni í þessu efni.Hér má á-
reiðanlega segja með réttu, að „op-
ingáttarstefna“ hafi ráðið fram-
komunni, því öllu hefir verið hleypt
skilyrðislaust og hugsunarlaust inn
í landið. Bóksalar hafa ekki gert
NÝJA BÍÓ
Þjóin vaknar
Sjónl. í 8 þáttum.
Einhver hin allra tilkomu-
mesta kvikmynd, sem nokkru
sinni hefir verið tekin.
Engin mynd hefir fengíð
annað eins hrós og þessi. Öll
dönsku blöðin keptust við að
hæla henni þegar hún var sýnd
í Danmörk.
18.000 menn leika í
þessari mynd.
Sýning byrjar í kvcld kl. 8‘/a
og verður myndin sýnd öll
í einu lagi.
Hljómleikar meðan á
sýningu stendur.
Pantaðir aðg.miðar afhentir i
Nýja Bió frá kl. 6—8, eftir
þann tima seldir öðrum.
Nýkomið:
ESTEY heimsfrægu piano, flygel
ao SI2J9A 'oeretd ipnepdsgpBÍ's So
hið sama og áður og hljóðfærin
hafa veraldar-nafn og reynslu
baki sér, enda munu þau hljóð-
færi, sem hér eru á boðstólu ii
með lægra verði, ekki jafnast viö
ESTEY að endingu, smíði og
ytra frágangi. — Til sýnis hjá
G. EIRIKSS, Reykjavík
Emkasali á íslandi.
sér neitt meira far um að ná í verk
viðurkendra og frægra höfunda
frekar en aumustu miðlungsmanna
og þar fyrir neðan. Og þó er sú ein
skylda þeirra. Bóksalar hafa meiri
skyldur við þjóðfélag sitt, en al-
ment er álitið. Uppfylli þeir þær
geta þeir ýerið þörfustu menn þjóð-
arinnar,. En þeir eru vargar í véum
*ef þeim eru ekki þær skyldur ljósar
Og hér virðist mikið á skorta að
svo sé.
Ef bóksalar færu öðruvísi að.
g'ætu þeir verið annar mikilsverðuv
aðilji til þess að skapa og efla heii-
brigt. bókmentalíf í landinu. Þeir
gætu vanið smekk lesendanna,