Morgunblaðið - 24.01.1920, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
Aðalfundur
Styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunarnianna, sem frestað var 12. þ. m.,
verður haldinn mánudaginn 9. febrúar næstk. kl. 8V2 e. h. í Iðnó uppi.
IJppástungur um lagabreytingar eru til sýnis hjá ritara sjóðsins,
Jes Zimsen og féhirði, Einari Ámasyni.
t
Reykjavík 23. janúar 1920.
STJÓRN SJÓÐSINS.
Bæjarstjórnarkosning.
Kosning 6 bæjarfulltrúa fer fram laugardag 31. janúar 1920 í
barnaskólahúsinu og verður kjörfundur settur kl. 10 árdegis.
Kjörskrá liggur frammi á kkrifstofu bæjargjaldkera til 2*f. þ. m.
og skulu kærur afhendast á s’krifstofu borgarstjóra í síðasta lagi þann
dag.
Listar með nöfnum þeirra manna, sem stungið er upp á ti'l full-
trúa, skal afhenda borgarstjóra ekki síðar en kl. 12 á hádegi 29. þ. m.
Borgarstjórinn í Reykjavik 22. janúar 1920.
K. Zimsen.
Ji.f Tfrnljófsson & Jónsson
Slmi 384.
Tryggvagata 13.
í heildsölu:
Agætia gerpölver i 5 kg. dósum, einnig i bréfum.
Verðið óvanalega lágt.
CARL SÆMUNDSEN & Co.
Símar: 379 og 557.
Hafa fyrir iggjaadt i heildsölu mikið úrval af mjög fallegum og vel völdum
þýzRum leiRföngum,
er komu nú með e.s. Island,
7 Til
íslenzkra listamanna.
Listvinafélagið hefir ákveðið að næsta álmenn íslenzk listasýning
eskuli haldin vorið 1921, og mun verða nánar tilkynt um sýninguna
síðar.
Sýningarnefndin.
ur manni ósj'álfrátt á að spyrja:
Hvers vegna var maðurinn annars
að fara ferðina, úr því hann hafði
eklti tíma til að lofa kjósendum að .
heyra til sín? Eða var hann ein-;
göngu sendur norður til þess að i
bera á sýsluenda 2 blöð af Tíman- j
um með æruleysisskömmum um
keppinaut sinn og geysilofi um
sjálfan sig? Má vel vera að Vigfús
hafi ekki getað verið á fundum
vegna anna. En hví var hann þá —
sem sagt — að koma? Og úr því
hann lét hafa sig til þess að bjóða
sig hér fram, þá áttu kjósendur
rétt á að fá að heyra til hans á
fundum. Minna mátti ekki af hon-
um heimta. Annars er þessi norð-
urför \_igfúsar alleinkennileg og
þess verð að lienni yrði haldið á
lofti. Þltð var líkara að hann væri j
flóttamaður en frambjóðandi til
alþingis, fór mest yfir fjöll og hafði
tal af fáum, að minsta kosti í norð-1
urparti sýslunnar. Ymsir merkir
menn hér báðu hann mjög og lögðu
að honum að bíða örfáa daga og
mæta með Magnúsi á fundi, en Vig-
fús var ófáanlegur til þess, bar því
mest við þá, að hann þyrði e'kki að
vera, með hesta sína fyrir norðan
Trékyllisheiði, ef ófærð og snjóa
kynni að gera skyndilega, en þá
var honum boðinn maður til þess að
fara þegar með hestana inn yfir
heiði, en það var sama, Vigfús vildi
ekkí bíða, þó eigi væri um lengri
cu tveggja eða þriggja dag bið að
ræða; það héldu honum engin bönd
þegar hann var búiim að skila af
sér Tímanum. Erindinu virtist þá
að hafa verið lokið. Og léttvæg er
sú ástæða að hann hafi ekki getað
verið á fundunum vegna þess að
hann hafi verið búinn að boða fun.d
í Bæ í Hrúafirði ákveðinn dag, því
þeim fundi ,var ofur auðvel’t að
fresta með stuttum fyrirvara þar
sem eru þrjér símastöðvar í Bæjar-
hreppi. Og sem dæmi þess hve
Magnús læknir var kurteis við Vig-
fús má geta þess, að þegar Magn-
ús fór á fundinn í Árnesi bauð hann
Vigfúsi far með sér fram og aftur
endurgjaldslaust á mótorbát. En
ekkert dugði. Vigfús var jafn ófá-
anlegur sem íyr til að 'láta sjá sig
á fundi. Eg hygg nú að það sé lít-
ill vafi á því, að Magnús læknir
'hafi komið miklu drengilegar og
kurteislegar fram gegn Vigfúsj en
hanu gegn Maguúsi. Magnús sýnir
Vigfúsi kurteisi og velvild í orði
og verki, en Vigfús lauinar út um
sýsluna blaði með æruleysis áburði
á keppinaut sinn. Dæmi nú allir
heiðvirðir menn um aðferð þeirra
hvors um sig, og segi hvor þeirra
hafi komið heiðarlegar fram gagn-
vart öðrum. Og tvímælis orkar fram
boð Vigfúsar og norðurferð , um
þann heiður sem Vigfús eigi skilið
fyrir það, nerna í augum Tímarit-
stjórans. Af þeim heiðri er Vigfús
ekki öfundsverður. Að láta hafa sig
til annars eins óþverraverks og að
bera níð út um képpinaut sinn, er
fyrst og fremst í mesta máta ósam-
boðið þeim manni, sem gerir kröfu"
til að verða kosinn til alþingis
þjóðarinnar, í öðru lagi ber það
vott um heldur lítinn siðgæðis-
þroska mannsins, og loks sýnir það
ósjálfstæði hans að láta hafa sig til
annars eins. Vigfúsi hefði áreiðan-
iega verið sæmra, og heiður hans
hefði engan hnekki beðið, ef hann
hefði setið kyr heima, og líklega
hefði hann þá fengið eitthvað fleiri
atkvæði við kosninguna, því fram-
koma hans fældi ýmsa frá að kjósa
hann, sam annars hefðu méske gert
það. Og eftir alla framkomu hans
gagnvart Magnúsi Péturssyni var
það ekki imdarlegt þó hann kynok-
aði sér við að mæta á opinberum
fundi frammi fyrir keppinaut sín-
um, sem hann hafði reynt óbein-
línis til að svívirða, og fjölda kjós-
enda, og sýnir það að maðurinn er
ek.ki — sém betur fer —gersneidd-
ur allri sómati'Ifinningu.
Þessi síðasta árás Tíinans á Magn
ús læknir spillir í engu .áliti hans
hjá sýslubúum, tit þess er hann
þeim of kunnur að mannkostum og
hæfileikum. En hún er einn nýr llð-
ur í þeirri árásar og rógs'keðju, sem
Tíminn reynir að vefja utan um
Magnús Pétursson og fleiri mæta
og góða menn, og eflaust einn af
hyrningarsteinum þeim, sem Tím-
aritstjórinn byggir siðfræðiskerfi
sitt á.
Þnð er annars leiðinlegt að sam-
vinnustefnan, sem eflaust getur
Skrifborð
óskast til leign 11 vors eða til kaups
A. *. á.
orðið til mikilla þjóðþrifa og é
mikil ítök í hugum fjölda margra
rnætra og góðra manna þessa lands,
skuli hafa verið svo óheppin að
lenda í höndum Tímamannanna,
því eins og þeir nú stefna verða
þeir til stómkaða fyrir þessa góðu
stefnu, því þeir gera f jölda manna
henni fráhverfa með öfgum sínum
og árásum á einstaka menn og með
því að vilja gera hana að pólitiskri
stefnu, sem hún á ekkert skilt við
og getur aldrei átt.
Strandamaður.
hermOour
er tii, s5lu ásamt öllum veiðsrfíeratn, se n bonam fyhia, eða án þeirra.
Bitontn fylgja mikil og nýleg veiðarfæri svo sem: mik;ð af uppsettúm
fiskilíoum, s Idarner, trossur, snmpunót o. fl.
Lysthafendur sendi tilboð sín, um kaup á bátnum, með veiðaifær-
um eða áo þeirra, til or dirritaðs fyrlr 28. J>. m.
Reykjavik 22. janútr 1920.
Pótiir J Thorsteinssoo,
Hafnarstræt; 15.
3 mótorbáfar
---
30—40 ton á stærfl
i| ágatul standl, [ttl sölu með tækifærisverðl, ef kaupin geta
farlð fram nú|þegar.
Upplýsingar daglega kl. 4Va—6V* siðdegis á skrifstofum
.
vorum. ]
H.f. Kveídúlfur.
Frá bæjarsimanum
24. jan. 1920.
Nýir '.alsímanotendur við miðstöð B.
899 Adventistar, S. D , Ingólfsstræti 21 B.
846 Eirikur Bjarnason, járnsm., Tjarnargötu 11.
915 K. Einarsson & Bjömsson, heildsalar, Áusturstræti 1.
498 Morgunblaðið, iitstjórnin
1002 Pétur Ottesen, kaupm., Be.gstaðasir. 33.
95 5 Skúli Skúlaso i, blaðamaður, Bergstaðastr. 9.
801 Viðskiftalélagið.
Þar eð hinar mörgu hringingar á miðstöðina (200—300 á dag,
mest frá börnum) til að spyrja um klukkima, seinka afgreiðslunni, þá
verður slíkum fyrirspurnum ekki svarað framvegis milli kl. 10 og 20.
Ef að notendur ’hafa um eitthvað að spyrja eða yfir einhverju að kæra
eru þeir beðnir að biðju um „Varðstjórann“.
Erl. símfregnir,
(Frá fréttaritara Morgunblaíaina).
Khöfn 22. jan.
Bandamenn að liuast.
Frá London er símað að banda-
menn sé að hugsa um að taka upp
aftur fullkomiu verzlunarviðskifti
við Rússland og krefjast þess eins
i staðinn, að Bolzhevikkar hafi sig
hæga.
Frá París er símað að hersveitir
hafi verið sendar gegn framsókn
Bolzhevikka í Kákasus.
DA6BÓK
Reykjavík logn, hiti 0,5
Isafjör’öur V sn. vindur, hiti 2,0
Akureyri S kul, hiti -f- 1,0
SeðisfjörSur logn, hiti 1,2
Grímsstaðir S st. gola, hiti -f- 6,5
Vestmannaeyjar NV kaldi, hiti 4,2
Trúlofuð eru nýlega í Kaupmanna-
höfn ungfrú Hanna Guðmundsdóttir og
fullmektugur Viggó Jeusen.
Messað á morgun í dómkirkjmini kl.
11 síra Bjami Jónsson, kl. 5 S. Á.
Gíslason cand. teol.
Clemenceau
hefir látið af fprmensku friðari-
ráðstefnunnar.
Messað á morgun í fríkirkjunni £
Reykjavík kl. 2 síðd. síra Ólafur Ólafs-
son, kl. 5 síðd. síra Haraldur Níelsson.
Óspektir í frlandi.
Frá Dublin er símað, að Red-
mond lögreglustjóri hafi verið skot
inn
Það er búist við því, að French
lávarður, undirkonungur írlands,
muni fara frá.
Messað í Hafnarf jarðarkirkju á morg
im kl. 1. Fermingarböfn mæti ti! spum-
i-’iga.
Samkoma verður haldin í „Salem“ í
Hafnarfirði á morgun klukkan hálf
fjögur síðd. par talar herra Guömund-
iu' Pálsson um „hi'ð þýðingarmikla skil-
yrði eiIífSartakmarksins“, og ættí fólk
að nota tækifærið nú, tíl aS heyra og