Morgunblaðið - 28.01.1920, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.01.1920, Qupperneq 4
4 MORGUNBLABIÐ Tuxham mótorar Fyrir báta og skip, einnig land-motoi a með 1 — 2 — 3 og 4 cylin- dere; stærð 7 til 240 hestöfl. Tvixham rafmagnsmótorar' ljósamötorar) stærð 4—140 hestöfl, með viðtengdnm dynamo á steyptum járnstalli. Tuxham færanlegir landmótarar (uppsettir á 'þar til gerðnm járnvögnum fjórhjóluð- um) eru hentugir við ýmsa landvinriu og til affermingar á skipum,sem ekki hafa gufu- eða mótorspil. Tuxham mótorar eru: endingarbezt ir, eyða minstu, auðveldastir og ábyggilegastir allra mótora. Tuxham mótorar eru viðurkendir af Öllum sem hafa reynt þá, að vera hinir heztu, sem enn þá hafa komið til íslands, enda hefir mikið meira komið hingað af þeim nú i*pi> á síðkastið, heldur en öllum öðr- um mótortegundum til samans, og það eitt ætti að nægja til þess að sanna yfirburði þeirra fram yfir aðra mótora. Leitið upplýsinga um Tuxliam mótorinn hjá okkur og þeim, sem hafa notað hann. Umbóðsmenn út um land óskast hið fyrsta. Aðalumboð fyrir Island:] Haraldur Böðvarsson & Co. h f. Reykjavik. Skrifstofa Suðnrgata 4. Simi 59. Simnefni Export Pósthólf 373. Overland-bifroið model 90, sem ný, til sölu nú þegar. Upplýsingar í verzlan Jóns J >ns- sonar frá Vaðnesi. Simi 228. Ef þér viljið fá góðan bíl af þessari tegund, þá komið i dag — á morgun getur það verið of seint. „Barreff'4 er óefað sú fullkomnasta og einfaldasta reikningsvél sem hægt er að fl Sýnishorn fyrirliggjandi. fí.f. Tírníjólsstm & Jónsson, Tiyggvagata 13. Simi 384. <z DA6BÓK =J Reykjavík logn, hiti -4- 8.8 Ísafjörður n. kaldi, hiti -4- 6,7 x. kureyri n.n.v. andvari, hiti -4- 6,3 Seyðisfjörður n.v. kul, hiti -4- 10,0 Grímsstaðir logn, hiti -4- 10,5 Vestmannaevjar logn, hiti -4- 3,0 Þórshöfn s. kaldi, hiti 3,0. Töluvert af heilagfiski barst til bæj- arins í gærmorgun. Fengu þó færri en vildu bita af þeim ágæta mat. Nidaros, aukaskip Sameinaðafélags- ins, fer frá Kaumannahöfn 3. febrúar. Gullfoss kom í gær frá útlöndum. Farþegar voru Sveinn Björnsson hæsta- ráttarmálaflutningsmaSur, Jakob Möll- er ritstj., J. Fenger stórkaupm., frú Margrét Zoega, frú Jaeobsen, Courmont konsúll, Friðbj. ASalsteinsson loft- skeytastöðvarstj. o. fl. Skemdirnar á Undine. Skemdir þær, sem orðið hafa á skipinu við strand þess cru svo miklar, að ekki eru tiltök a‘ð þa'ð ’haldi áfram til Dýrafjarðar. Hafði kaf- ari fundið glufu svo stóra, að nauðsyn- leg er viðgerð. En hún kvað vera fram- kvæmanleg hér. Saltið kvað eitthvað hafa skemst í einni lestinni. Fermingarbörn síra Jóhanns Por- kelssonar komi í kirkjuna fimtudag kl. 5 og fermingarbörn síra Bjarna Jóns- sonar föstudag kl. 5. Danskur þingmaður látinn. Fyrir rúmxtm mánuði lézt einn af helztu jafnaðarmönnum Dana, Sig- vald Olsen, þjóðþingsmaður. Hann var fæddur 185Aeg faðir hans var skóari. Eftir fermingu átti dreng- urinn að læra járnsmíði og byrjaði á því, en slasaðist og varð að hætta. Gerðist hann þá vindlagerðaimað- ur og dvaldi um hríð í Þýzkalandi. Sigvald Olsen. Kyntist hann þar skrifum Lasálles og gerðist jafnaðarmaður. Þegar hann kom aftur heim til Danmerk- ur, safnaði hann öllum starfsbræðr- um éiínum í tóbaksverksmiðjum í félag og hann var einn af aðal- mönnunum í því, að stofna jafnað- armannaflokkinn í Danmörku. A þing var hann kosinn í Kaupmanna höfn 1895 og hélt því sæti til dauða- dags. Hann var einn af frumkvöðl- um þess, að verkamenn stofnuðu sitt fyrsta samvinnufélag, „Félags- brauðgerðina“, og hann var for- stjóri verkamanna-ölgerðarhússins „Stjemen“, sem nú er orðið mjög arðsamt fyrirtæki. Ekki þótti Sigvald Olsen neinn þingskörungur; enda var honum rajög stirt um mál. En hann var manna samvizkusamastur og hrein- lyndastur og hafði því mikið álit á sér, bæði innan jafnaðarmanna- flokksins og utan hans. Austurriki hjálpað. Matvæli til aprílloka. Með samningum við yfirráð bandamanna fékk Renner, ríkis- kanzlari í Austurríki, því til vegar komið seint í desember, að banda- menn lofuðu að hjálpa Austurríki, fyrst með því, að senda þangað 30,000 smálestir af komi, sem lágu í Triest, og ennfremur með því, að gera það að skilyrði fyrir 'lánveit- ingu til Jugo-Slava, að þeir sendi mjatvælli tií Austurríkis. Er talið, að þetta verði nóg til þess, að fæða A usturríkismenn fram til apríl- loka, ’hvað sem þá tekur við. Þá gerðu og bandamenn tilslakanir frá friðarsamningunum í St. Germain, þannig, að þeir gefa Jausar ýmsar austurríkskar eignir, sem stjórnin getur nú sett að veði fyrir nýjum lánum. -------00----- Þýzka blaðið „LokaIanzeiger“ kemur nýlega fram með þá uppá- stungu, að skattskylda alla útlend- inga í Þýzkalandi, viðskiftarekend- ur líka, ef þeir dvelja lengur en viku í landinu. Og skatturinn á ekki að vera neitt smáræði, eftir uppástungu blaðsins, 10—20 mörk á dag. Blaðið hyggur, að um ein mi'ljón útlendinga sé í Þýzkalandi altaf til .jafnaðar, og því telst svo til, að þó það verði ekki nema helmingur þeirra, sem greiðir skatt, þá muni ríkissjóður þó fá 5'miljón- ir rnarka á dag, eða rúmlega 1% miljarð á ári. i ,Todd’ chock wrilor, er ómissandi fyrir alla þá sem nota tjekkávlsanir. Sýnishorn fyrirliggjandi. H.f. Arnljótsson & Jónsson Trvggvagata 13. Sími 384. Tilkynning frá H.f. „Isaga“, Rauðarárstig. Fiskidufl mefi blinkljósi hefir verið lagt út til sýnis vestantil á höfn- inni. — Er það ómissandi áhald fyrir alla trawla'a, mótorskip og önnnr fiskiskip. Upplýsingsr á skiifstofu h.f. »Isaga«, sími 166. Sælgætið Alþýðublaðið hirtir fyrir nokkru grein eina, sem það hefir snapað upp úr „Thc Times Weekly“ og er nýárskveðja Bolsivika, jafn skríls- leg og æsingaþrungin og alt annað, sem frá Bolsivikum kemur. Blaðið nefnir greinina „Móður í Bolsivikum“ og finst auðsjáanlega eins mikið til um hana og hún væri guðleg opinberun. Alt skrílshróp og hyltingaæsingar þessara blóðþyrstu m.anna, Bolsivikanna, er hið mesta sælgæti þessa blaðs. Það hampar hátt á iofti hverri fregn af gerðum þeirra, eins og þær væru hin dýrð- legustu mannúðarverk. En þessi nýárskveðja Bolsivika, sem þeir sendu út frá loftskeyta- stöðinni í Moskva, er auðvitað ekk- ert annað en sigurfögnuður yfir nnnimi ‘hermdarverkum og nýjar hótanir um framhald þeirra. Þeir hylla þarna í þessari kveðju með tryllingsfögnuði, heimsbýltinguna, sðm mannkyninu gervöllu er nú að blæða fyrir, og á eftir að blæða enn um ófyrirsjáanlegan tíniíf. Þeir spá, að þeir muni ná völdum meðal allra stærstu menningarþjóðanna. Þeir segja, að hið síðasta ár bafi verið sigurár fyrir verkalýðinn. En þeir geta ekki um, bvað mörg mannslíf þeir hafi á samvizkunni, hvað mikil hafi verið rán þeirra og spellvirki, og hve grimd þeirra og villidýrs- háttur hefir s'ett mikinn blett á alt mannkynið. Þeir segja alla herfor- ingja keisarasinna horfna úr sög- unni fyrir þnngum höggum rauða hersins. En þeir láta þess ekki getið að þeir liafa breytt keisaradæminu í sannkallað helvíti. Þó margt væri að á RúSsIandi meðan það var keis- aradæmi, þá var þar ekki önnur eins kúgun, hörmung og hlóðug manndráp, eins og Bolsivikar hafa, gróðursett þar. Nú er það suudur- limað, ósjálfbjarga ríki, sem getur ekki hrist af sér þessa drottinsvik- ara, Bolsivikana. Hótanir og nýjar ógnanir frá þeirra hendi vrðist því ekki vera nein gleðifregn. En Alþýðubl. tek- ur alt slíkt tvcimur böndum og hef- ir lengi gert. Bolsivikaógnir og stefnuskrá þeirra hefir alt af verið því mesta sælgæti. Skúfasilkiö margeftirspnrða nýkomið I verzlnn Guðai. Olsen. Notið NJÁLSTÖFLUR við hósta og hæsi. Kafflstell, Súkkulaðistell og ýmsar fleiri glervðrnr. Nýkomið I verzlnn Olafs Amundasonar, Langaveg 24. MATSVEINN. Vanur matsveinn óskar cftir góðri atvinnu nú þegar, helzt á trollara. A. v. á. Hermannakirkj ugarðar. Eftir styrjöldina má hér og þar sjá, þar sem orustur voru háðar, ný myndaða kirkjngarða. Þar eru grafnir hermenn þúsundum saman. Stærsti kirkjugarðurinn er í Frakklandi í héraðinu Romagne. Þar eru 'grafnir yfir 21,500 ame- rískir hermenn. Og svo mikil er aðsókn þangað af Ameríkumönn- um til þess að sjá grafir ástvina sinna, að þar hefir verið hygt gisti- bús, og hefir ameríska deild„Rauða krossins“ útbúið það með húsgögn- um og öðrum þægindum. Næst stærsti kirkjugarðurinn er hjá Thiaucourt, þar eru 4200 graf- ir. Hinir hafa þetta 3500 og 2500 grafir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.