Morgunblaðið - 06.02.1920, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.02.1920, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ dýrara að fljúga með þeim. Þan j mundu því aðallega notuð til lang- íerða, en flugvélar til styttri ferða. Hami ktaðst búast við því, að London yrði innan skams að koma * • sér upp stórri flugvélastöð í miðri borginni. En þar sem þar væri ekk- ert rúm fyrir hana, yrði að bygg.ja ' ana yfir húsunum. Mönnum kynni nú að virðast það óviðfeldið og ó- þægilegt, að hafa slíkt risaþak yfir sér, en þar sem það yrði úr gleri, yrði það bara til skjóls fyrir húsin, sem undir væri, Því að þá kæmi aldrei dropi úr lofti á þau. Stórlánið sem á að bjarga heiminum. Eins og getið hefir verið í skeyt- um hér í blaðinu, fór brezki fjár- málamaðurinn Sir George Paish vestur um haf, til þess að reyna að stofníístórlán til viðreisnar Evrópu í erlendum blöðum er sagt frá því, að hann hafi verið sendur af tveim- ur enskum félögum, „Fight the Famine“ og „Yienna Emergency Fund“ og að hann 'ætli sér hvorki meira né minna en að raka saman 7000 miljónum Sterlingspunda. Ætlast hann til þess, að Banda- ríkin láni 3000 miljónir, Bretland 1000 miljónir, Frakkland, ítalía, Kína, Japan, Argentína og önnur lönd 3000 miljónir til samans. Þjóð- bandalagið á að ábyrgjast lán þessi Paish áætlar að 3000 milj. þurfi til þess að jafna hernaðarskuldir, 2000 milj. til þess að byrgja Ev- rópu að hráefnum og 2000 milj. til þess að endurreisa þau héruð, sem lögðust í auðn í stríðinu. Það er sagt að Ameríkumönnum hafi blöskrað þessi upphæð og að þeir treysti sér ekki til að 'lána Evrópu meira en 400 miljónir. Eigi að síður veitir Bandaríkjaiþingiið 200miljónir punda til þess að auka og efla verzlunarviðskifti Banda- ríkjanna við útlönd. HjónsskHRæðarmá! sem mikið er talað um. Samkvæmt þýzka blaðiuu „Nat- ionalzeitung“ þafattveir. synir Vil- hjálms, fyrverandi Þýzkálandskeis- ara, sótt um skilna'ð við konur sín- ar. Annar þeirra er Joachim prins. Joachim prins og kona hans. Hann kvæntist árið 1916 prinsess- unni af Anholt. Skömmu eftir brúð- kaupið særðist hann í orustu í Rúss- landi og lá lengi í sárum. Þau hjón- in eiga einn son, sem nú er á þriðja arinu. August Wilhelm prins og konahans Hinn keisarasonurinn er August Wilhelm prins. Hann er kvæntur Alexöndru Viktoríu, prinsessu af Slesvig Holsten Sönderborg Lyks- borg og eiga þau einn son, sem er 7 ára gamall. August Wilhelm hefir venjulega gengið undir nafninu „Civilprinsinn“ íÞýzkalandi,vegna þess að hann er liinn eini sonur keisarans, sem ekki er hermaður. Hann hefir lesið lögfræði. Michelsen rððherra talar um fjárhagshorfur og bann í Noregi. Blað nokkurt í Noregi hefir ný- lega útt tal við Mishelsen ráðherra um utanríkispólitík og fjárhags- iiorfur Norðmanna. Meðal annars kvað hann þá svo að orði: — Mér óar við f járhagshorfun- um og óttast það, að oss reki fvr eða síðar í stórvanda. Það er erfitt að segja hvort nokkuð er hægt að gera til þess að draga úr dýrtíð- mni og afleiðingum hennar. Þjóð- frömuðir í öllum löndum prédika það nú fyrir mönnum, að eina ráðið lil þess að afstýra þeim voða sem yfir vofir, sé það að vinna meira og spara meira. En enginn fer eftir þessari kenningu. Aldrei hefir ver- ið talað meira um nauðsynina á því að vinna og spara og aldrei hefir verið unnið meira en einmitt nú og aldrei hefir verið farið jafn gá- lauslega með peninga. Ríki og sveitir ganga þar á undan, með því að stofna skuldir í hugsunarleysi og bruðla með almannafé. Og bæði gróðabrallsmenn _og verkamenn fara að því dæmi með glöðu geði. Þetta hlýtur að enda með skelfingu. En meðarr þessu fer fram, skapast riýr öreigaflokkur úr miðlungs- íólki og þeim, sem lifa á föstum iaunum. Unf bannið sagði Michelsen þetta : — Eg tel það ógæfu fyrir landið að bannið komst á. Það mun tæp- iega verða til þess að efla hófsemi, en það verður miklu meira siðspill- andi heldur en frömuðir þess hafa gert sér í hugarlund. Það gerir ,okkur að lögbrotaþjóð. Ungir menn 'í bæjum og sveitum, menn sem ef til vill aldrei 'hafa drukkið fyr, hafa það nú fyrir sport að ná sér Hess an Bpyrjið nm verð. Miklar birtðir fyrirliggj’.ndi a( :tnga, margar teg. og breiddir. P nianir afgreiddar toeð litlum iy* vara utn ait hnd. Tekið á móti pöntunum af öHum t<*s. af striga, nliaroöllum, nýjum kola- og saltpok- :tn frá vetksmiðjum George Howa & Bro Daudee. Simi 642. Símnefni: Lander. L Antioirwií’ii, Umboðs & heildsah, Austurstr. 18 Síld og smokkur til beitu, frá íshúsinu „JÖKULL“ á ísafirði, er til sölu í íshúsunum hér, Herðubreið 0g Isbiminum. Rvík. 12. jan 1920 Sk. EinarssoÐ, Vesturg’ötu 14 B. ^TVINNA. D engor, daglegur og siðprúður, getur fengið atvinna við að bera út Morgunblaðið 1 Austurbæinn. Gott kaup. Komið á afgreiðslnna kl. 2—4 í dag. G.s. Isíand. Ferð skipsins hefir breyzc þannig, að það fer frá Kanpmannahöín 8. þ, m. nm Leith til Reykjavikur. Frá Reykjavík fer skipið til ísafjarðar, Akureyrar, Seyðisfjarðar og þaðan til útlanda. C. Zimsen. í brennivín, eða smygla því inn í landið. eða brugga það sjálfir. Og enn sem komið er gera þeir þetta meira að gamni sínu heklur en brennivínsins vegna. Réttlætistil- íinning þeirra segir þeim að bamnð s<- rangt.Og það er aðeins tímaspurs mál hve lengi yfirvöldin hafa hrein- ar h eiidur. En þegar svo er komið, að þau hafa ekki lengur hreinar hendur, þá er spillingin fullkomn- uð og þá Verður erfitt að koma í v$g fyrir það, að hún breiðist einn- ig út á öðrum sviðum. ---------o-------- Patrónur, hlaðnar, allar stærðir, • J Sðmuleiðis sérl. ódýrar. "Púður og Hvellhdttur fæst nú bjá Jes Zimsen. Skemtisleði (kani) til sölu. Bjarndýrsieldur fylgir. A. v. i. Loveland lávarður finnur AmeríRu. EFTIR C. N. og A. M. WILLIAMSON. 50 Skriftin gat verið bæði karlmanns og kvennmanns. Valur hikaði við eitt augna blik. Svo reif hann bréfið upp. Á mið- anum stóð: „Vinur Sidneys Cremer vill gjama fá að tala viö yður“. Herbergi eitt var tiltekið í húsinu. Loveland rétti blaðið til Binnys, sem gekk þama fram hjá rétt í þessu. Hann las það, blístraði og sagði: — Þar fauk siðasta hálmstráið. — pví þá það? — Getið þér ekki skilið, að það er einhver, sem hefir gert höfundinum að- vart. pér vitið, að við erum leikritsþjóf ar. — En hvað getum við gert? — Ekkert, sagði Binny hóstandi. Það liggur há sekt við. Loveland hló. — Eg óska Cremer til hamjngju! — pað er nú gott alt saman. En hann getur sett okkur í ljóta klípu fyrir þetta athæfi, þó eg sé því ókunnugur. En það er víst, að fjandinn er á hælunum á okkur. Eg í'æri ekki á fund þessa manns scm skrifar yður. Látið þér hann koma til okkar á gistihúsið — ef hann verður þá ekki búinn að sjá, að það er lítiö á okkur að græða. — Kann ske að hann sé búinn að láta fógregluna klóf'esta þetta litla sem við cigum á gistihúsinu. pað kemur auðvit- :>ð ekki svo hart niður á mér, því ekkert á eg þar, en þið eigið þó eitthvað þar. Og þið eigið ekki of mikið, þó þið msis- ið það ekki. Nei, það er réttast, að eg bíti í súra eplið og tali við manninn l.ér. Ef til vill veröur hann mildari en við búumst við, þegar Iiann fær aðheyra hvernig ástatt er fyrir okkur. — pað getur verið, sagði Binny. En þaö er bæði synd og skömm að láta yður fara einan og standa sem skotspónn þessa aðskotadýrs. Loveland hló. — Eg hefi fyr veriö skotspónn. Eg þurka máliö af mér og bið svo náungann að miða rétt og vera fljótur. — Eg skyldi fara með yður, ef eg væri ekki svona veill, sagði Binny hóst- andi. — Látið þér hin yita hvað er á seiði, sagöi Valur, þau geta ef til vill búið sig eitthvaö undir áhlaupið. prem mínútum síðar var Loveland kominn að dyrunum á hinu tiltekna herbergi. Hann opnaði dymar og stóð augliti til auglitis við Lesley Dearmer, sem stóð þar alein. — Dearmer, stamaði hann. — Gordon, býst eg viö, sagði hún fremur kuldalega. Hún var í gráum kjól, sem haim haf'ði mikið dáðst að á skipinu. En hvað hún var yndisleg, með þessi blíðlegu, hreinu augu og löngu, mjúku augnahár! Hann rétti ósjálfrátt hendina fram, en hún sá það að líkindum ekki, svo hönd hans féll máttlaus niður. — Eg notaði nafnið. Eg — hélt, að það væri betra, sagði hann hikandi og revndi til að tapa ekki sínum gamla svip og framkomu. — Já, það er sjálfsagt betra, svaraði hún. — Það er eitt nafn mitt, hélt hann áfram. Eg heiti svo sem fleiri en einu fomafni. — Nú, heitið þér svona mörgum? — Skírnarvottar-------- — Blöðin saka yður um að vera yðar eigin skírnarvottur. — Saka blööin mig um? Hvað eigið þér við ? — pað hljótið þér að vita. Eg sagði yður, að eg mundi lesa um yður, en eg bjóst við, að það yrði alt annað. En við skulum ekki tala um það nú------ — En við verðum að tala um það. Eitt augnablik var hann hinn fyrver- andi skipandi Loveland. ■— Við veröum að tala um þaö. Eg óska þess að fá að vita við hvað þér eigið. — pað getur beöiö enn. Annars var erindið að spyrja yður, hvað þ é r álit- uð. Þó eg væri búin að lesa blöðin, þá varð eg forviöa að finna yður hér. Eg kem hér í umboöi vinar míns, Sidneys Cremers. Frænka mín og Sidney, sem býr nokkrar mílur héðan, sá auglýsingu um það, að leika ætti „Bob greifa“ og simaöi til mín. pér vitið, að enginn hef- ir leyfi til að sýna leikritið án leyfis höfundarins. — Já, það veit eg, svaraði Loveland i hryggu skapi. En það stafaði ekki af því, að hann vissi að leikfélagið hafði rænt leikritinu. pað stafaði af gmnin- um um það, að eitthvert náið samband væri milli Leslev og Cremers, líklega að hún væri trúlof uð honum. Það hafði honum aldrei komið til Iiugar, að Lesley gæti verið lofuð. Hún hafði auðvitað aldrei sagt neitt um það. En honum fanst framkoma hennar á þá leið,aðhúnmundi ekki eiga framtíð sína cin. Ilvað sem var um það, þóttist hann sitnnfærður um það, að hún tilheyrði honuni ekki. Og þar á ofan bættist það, að hafa nú svikið þann mann, sem hún ætlaði að giftast. Var nokkur hörmung eftir, sem Loveland greifi var ekki bú- inn að þola og reyna? — pér játið að þér vissuö það, og þó létuð þér sýna leikritið og lékuð í því sjálfur? — pað gerði eg. En — Hann hikaði. Átti hann að reyna að afsaka sig, kasta af sér ábyrgðinni? Eða mundi henni virðast það ragmannlegt? — En — hvað? Þér skiljiö víst, að eg er neydd til að gefa vini mínum ein- hverja skýringu? — Vini yðar? hrópaði Loveland og r.isti valdið yfir sjálfum sér. pér ætlið að giftast honum? ■:— Ridney Cremer? — Já, þér neitið því ekki. Hún hló hæðnishlátur. — pví ætti eg að neita því — við ySurf Hafið þér r.okkurn rétt til að krefja mig um uup- lýsingar um sjálfa mig, hr. Gordon? — Eg veit að eg hefi engan rétt til þess, sagði hann, fyrirgefið mér. Hon- ran fanst hún vera að minna sig á það, með því að kalla hann Gordon, að for- tíðin og alt sem áður átti sér stað á milli þeirra, ætti að gleymast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.