Morgunblaðið - 22.02.1920, Blaðsíða 1
7J
7. árg., 99. tbl.
Sunnudag 22 febrúar 1920
IsRfoldarprentsmiðla
,Ksmur engum viB‘,
JlPlitó-SSilÍ
AS IT IS
AS IT SEEMS
Overland 4 með , Three Pohtt Cantilever -fjöðrum
kemst dfram á ölhmi vegnm
Þér búist við vondnm vegi, eftir útlitinu að dæma.
Og margir vegir voru ófærir þangað til Overland 4 kom
til sögunnar.
Overland 4 breytir ekki veginum, en með henni e r
fengin breyting á því, hvernig hægt er að komast áfram.
Hún veitir yður þægindi í staðinn fyrir óþægindi. Hún
líður mjúklega áfram í stað þess að hnykkjast og skrykkj-
ast til.
Með viðskeytingu „Three Point Cantilever“ fjaðr-
anna með 130 þm. millibili (3,3 m.) verður bifreiðin stöð-
ug á öllum vegum eins og bifreiðar sem langt hafa milli
hjólöxla, Þrátt fyrir það hefir Overland 4 alla kosti
liinna léttu bifreiða, er sparneytin og lipur í meðferð, þar
sem ekki eru nema 100 þuml. milli hjólöxla.
Hér er náð hámarkinu í ökuþægindum og stórmikil
takmörkun á sliti, sem gerir bifreiðar endingarlitlar. Hin-
ar nýju fjaðrir hlífa öllum hlutum bifreiðarinnar og
verður því viðhaldskostnaður sama sem enginn.
Hringar bifreiðanna endast margfalt vegna þess að
þeim er hlíft við snöggum höggum. Og vegna þess að bif-
reiðin er létt, er hún spör á olíu og benzín.
XJtbúnaður Overland 4 er hinn fullkomnasti, alt frá
Auto-Lite „Starter“ og ljósaútbiinaði að lausum hringum.
Komið og sjáið þessa ágætu bifreið.
Allar upplýsingar viðvíhjandi þessum ágœtu bifreiðum
gefur einkasali vor á íslandi
J. Þorsteinsson,
Laugavegi 31 & Vatnsstíg 3, Beykjavík.
Símnefni: Möbel. Símar: 64, 464 og 864.
The JOHN N. WILLYS EXPORT CORPORATION,
165 Broadway, New York, U. S. A.
Jarðarför konunnar minnar, Guðriínar Ólafsdóttur, fer fram
miðvikudaginn 2$. þ. m. frá heimili okkar, Bræðraborgarstlg 8.
Húskveðjan byrjar k!. 1 e. h.
HJalti Tónsson.
1 Alþýðubl. 20. þ. m. ritar Héðinn
'Valdimarsspn, skrifstofustjóri Lands
verzlunarinnar grein undir fyrir-
sögninni: „Það kenmr engum við“.
Minnist hann þar á aðfinslur „Vís-
is“ og „Morgmiblaðsins“ iit af
rekstri Landsverzlunarinnar og við
urkennir, að það sé réttmætt hlut-
verk blaðanna að gagnrýna hann,
sem og aðrar opinberar gerðir.
„En“, spyr greinarhöf., „hversvegna
sæta þeir einstaklingar sem gera
skissur, ekki ákúrum“. Og minnist
liann í því sambandi sérstaklega á
síldarsölumálið og kjötsölumálið,
Sc-m bakað liefir landinu margra
miljóna króna tjón að þessu
sinni. Vill hann láta eitt ganga
yfir alla, hvort heldur eru einstakl-
ingar, bæjarfélög eða stjórnin. Og
lofar þessu að síðustu, fyrir hönd
Alþýðuflokksins: „Alþýðuflokkur-
inn mun jafnan telja skyidu sína, að
hafa eftirlit með atvinnurekstri
„einstaklinga“ sem lalidsins.Þaðmál
kemur öllum við“.
Það er nú svo. Stefnan sem kemur
fram í þessari grein Héðins er í raun
og veru hrein sameignarstefna.
Eftir hans kenningu gildir einu,
hvort maður tapar eigin eigni sinni
eða annara, sem hann er settur yfir.
En illa getur þesSi kenning sam-
rýmst þeirri skoðun á persónulegu
frelsi, sem ráðandi er í heiminum.
Og jafnvel leyfilegt að efast um, að
þeir hinir sömu, sem halda henni
fram mundu álíta það réttmætt, að
‘ farið yrði að beita þeirri kenningu
\ið þá. Mundi Héðni t. d. ekki finn-
, f;st það óþörf tiltektarsemi, ef farið
væri að finna að því i blöðunum, að
hann hefði beðið eignatjón á kola
í verzlun eða síldarútgerð ? Eða hann
!væri víttur opinberlega fyrir það,
að hafa varið eignum sínum til hluta
bréfakaupa í félagi, sem tapaði af
) viðráðanlegum orsökum eða óvið-
ráðanlegum. Manni verður á, að
' lialda þetta, þegar þess er minst, að
sUmum aðstandendum Landsverzl
unarinnar virðist stundum finnast,
nð rekstur hennar sé hafin yfir gagn
rýni almennings.
Meðan eignarréttur einstaklinga
jer viðurkendur, hlýtur að verða
1 gorður greinarmunur á því, livort
það er einstakra manna fé, eða al-
mennings, sem farið er með. Maður,
sem rekur atvinnufyrirtæki er hann
á sjálfur, tapar eigin eign sinni en
ekki annara ef illa gengur. í hlutafé-
lögum ber stjórnin ábyrgð gagnvart
hluthöfum og þegar um þjóðarfyr-
irtæki er að ræða, verða stjórnend-
urnir að svara til sakar gagnvart
öllum almenningi. Einmitt þetta at-
nði, að stjórnendur opinberra fjrrir-
tækja fara með annara eignir, er að-
almismunur kaupmannaverzlunar-
innar og verzlunar sem rekin er á
landsins ábyrgð eða kaupfélaga. Og
hvað hefir t. d. stjórn Landsverzl-
unarinna sér til afsökunar fyrir öll-
um sínum skakkaföllum annað en
það að hún sé að fara með annara
fé og þori þessvegna ekki, að eiga
mikið á hættu. Hún hefir jafnvel
borið þetta fram til réttlætingar sér,
þar sem það hefir alls ekki átt við,
t. d. í kolamálinu nýja.
Óskiljanlegt er það, og kemur úr
hörðustu átt, að Héðinn finnur Mbl.
það til forát.tu, að það hafi verið
hljótt um kjötsölu Sláturfélagsins.
E þetta er ekki rétt, og mun „vara-
formaður“ félagsins geta sannfært
hann um það.
Greinarhöf. kemst að þeirri niður-
stöðu, að kaupmenn og útgerðar-
menn hafi eyðilagt síldarútveginn
með bralli. En hann minnist ekki á
livað landsstjómin hefir gert til
þess, að ráða niðurlögum þess at-
vinnuvfegar. Eftir að útgerðarmenn
voru farnir að ráða til sín fólk og
liöfðu afráðið í hve stórum stíl þeir
stunduðu veiðina, og eftir að ver-
tíðin var byrjuð, sendi Alþingi þeim
atvinnuveg illar sendingar, sem ollu
því, að ekki veitti af liáu verði. Og
etgi var í haust fyrirsjáanlegt, það
Það er líkast kosningabeitu, er
verðhrun sem síðar kom á daginn.
greinarhöf. vill kenna útgerðarmönn
um um húsnæðisleysið í Reykjavík.
Þá mætti eins vel um kenna Lands
verzluninni t. d. og öllum þeim at-
vinnurekstri öðrum, sem lánsfé verð-
ur að nota.
Það sem greinarhöf. segir um at-
vinnuvegina í heild sinni, er lægt
að fallast á. Þeir eru „samfeld heild,
sem við verðum að sjá um að séu í
sem beztu lagi, ef almenningi á að
líða vel“.
En hitt atriðið, að útgerðarmenn
hafi eyðilagt síldarútveginn með
heimskulegu gróðrabralli mótmalir
sér sjálft. Og eftir þeirri reynsbt,
sem fengist hefir á hinu opinbera,
sem atvinnurekanda væri tæplega
hægt að búast við betri árangri, þ >
landsstjórnin færi að láta stunda
síldveiðar, jafnvel þótt það fyrir-
tæki væri látið njóta skattfrelsis og
hiíft við þeim álögum sem nú hvíla
á útveginum.
Stjórnin.
Hún var ómynduð í gær. Þing-
menn gáfu Jóni Magnússyni for-
sætisráðherra frest til ákveðinnar
stundar í gær til þess að kveða upp
með það hverja hann vildi hafa í
stjórnina með sér. Tilnefndi hann
þá Magnús Guðmundsson og Magn-
ús Kristjánsson, en stjóm, sem
þessir menn eru báðir í, mun ékki
geta fundið náð fyrir augum þings-
ins.
1 dag mun að líkindum verða
skorið úr því hvort núverandi for-
sætisráðherra tekst að mynda
síjórn eða ekki.
Inflúenzan
í Vestmanueyjum.
Þaðan var oss * símað í gær að
annar hvor maður væri sjúkur af
ioflúenzu. Hiin er væg og enginn e'r
hættulega veikur. Bjóst heimildar-
maður vor í Eyjunum við því, að
liálfum mánuði liðnum mundi veik-
i.ini að mestu loldð. Þá hefðu senni-
lega allir tekið veikina.
Að eins 10 vélbátar komist á sjó
í fyrradag. Bíða Vestmanneyingar.
mikið tjón að því að bátarnir ekki
komast á sjó, því afli er ágætur úti
íyrir.
-------0------
Mannsiát
Sú fregn hefir borist hingað frá
Kaupmannahöfn, að þar hafi látist
úr inflúenzu frú Theodora Peter-
sen, dóttir Gísla Lárussonar kaupm.
í Vestmannaeyjum, ung kona, að
eins 33 ára aðaldri. Hún var gift
Ósvald Petersen, dönskum manni,
sem er eigandi að stórri sögunar-
mylnu í Idalio í Ameríku. Höfðu
þau hjónin dvalið vestra í 11 ár, en
voru nú komin til Kaupmannahafn-
ar á leið hingað, er frúin veiktist af
inflúenzu.
Frú Theodora var, að sögn kunn-
ugra, göfug kona, framúrskarandi
frið og gáfuð vel. Fjöldi vina í Vest-
mannaeyjum og víðar harma lát
hennar.
Þau hjónin áttu tvær dætur efni-
legar.
————O---------
Frá Alþingi.
Enginn fundur var í efri deild í
gær, en 11 mál voru á dagskrá hjá
neðri deild. Fyrstu málin þrjú.
stjómarskráin, kosningalagabreyt-
ingin og hreppstjóralaunin, voru
samþ. við 3. umræðu og vísað til
efri deildar. Frv. um eftirlit með
útlendingum hafði verið breytt lít-
ið eitt í nefnd og félst deildin á þær
breytingar og vísaði málinu til 3.
umræðu.
Þá var til umræðu stimpilgjaldið
nýja. Pétur Ot\esen hefir komið
fram með breytingartillögur við
það, á þá leið að salt og kol skuli
leýst undan gjaldinu en annars
\ erði það 20% af VAkonar glingri
og skartvörum- Brey 'artillögur
þessar komu ekki til umr„ ’ í gær
og gekk málið til 3. umræðu ;ns
og það lá fyrir. Frv. um löggild-
ingu verzlunarstaðar í Valþjófs-
dal, var vísað umræðulaust til 3.
umræðu.
í hinum málunum var fyrsta nm-
ræða og gengu þau öll deilulaust
til annarar umræðu. Flutningsmenn
báðu um það hver á eftir öðrum að
málunum yrði ekki vísað til nefnd-
ar svo þau tefðist eigi og jafnvel
dagaði uppi í þinginu, en þó slapp
ekkert þeirra nefndarlaust til 2.
umræðu nema frv. Sveins Björns-
sonar um breyting á tilskipun um
sáttanefndir. Frumvörpum Einars
<