Morgunblaðið - 22.02.1920, Blaðsíða 2
2
MOSGUNBLAÐIi)
Þorgilssonar um lögreglusamþyktir
utan kaupstaðanna og sérstakt
læknishérað í Kjós, var báðum vís-
að til allsherjarnefndar. Frumvarp
Bjarna frá Vogi um útrýming fjár-
kláða gekk til landbúnaðarnefndar
og frv. Magnúsar Kristjánssonar
um kenslu í mótorfræði var vísað
til sjávarútvegsnefndar.
Nýtt frumvarp
•um breytingu á bifraiðalögunum
ber Guðjón Guðlaugsson fram og er
þar svo fyrirmælt að enginn megi
stýra fólksflutningabifreið nema
bann sé fullra 20 ára að aldri og
hafi ökuskýrteini frá lögreglustjóra
Þingsályktunartillögu
bera þeir fram Magnús Pétursson
og Hákon Kristófersson um það að
skora á stjórnina að láta rannsaka
innsiglinguna á Bjarnarfjörð hinn
Erl. símfregnir.
(Frá fréttaritara Msrgunbiatsins)
Khöfn 20. febr.
Kolanámur ítala.
Frá Rómaborg kemur sú fregn,
að námuverkamenn hafi gert upp-
reist og tekið í sínar hendur for-
stöðu námanna.
Hemaðarglæpirnir.
Frá Berlín er símað að opinberi
ákærandinn hafi lýst yfir því, að
hernaðarglæpamálin mundu standa
yfir í mörg ár og hafa mikinn kostn
að í för með sér. Óútkljáð mál
hver borgi brúsann.
Steinolían.
Nægar birgðir, en hátt verð.
Þar sem alt útlit er fyrir, að kol
komi lítil eða engin til bæjarins á
þessum vetri og móbirgðir bæj-
arins muni ekki nærri endast til
notkunar heimila í vetur, verður
steinolían þrautalending bæjarbúa,
ekki að eins til suðu heldur einnig
til hitunar. Og sem betur fer munu
vera nógar birgðir fyrirliggjandi
eða væntanlegar, svo olíuleysi þarf
ekki að kvíða.
Mbl. hefir spurst fyrir um það hjá
forstjóra Steinolíufélagsins hve
miklar olíubirgðirnar væru.
— Olíubirgðir þær, sem til eru í
landi hjá okkur eru ekki teljandi.
Síðustu dagana höfum vér selt kynst
ur öll af olíu. Fólk hefir birgt sig
eitir megni vegna þess, að allir vissu
að olía mundi hækka í verði.
— Hve mikið kom af olíu með
Lilleborg ?
— Um 9 þúsund tunnur. Og eftir
3 vikur til mánuð kemur annað
steinolíuskip.
— Hve dýr verður olían, sem nú
er nýkomin?
— Við getum ekki sagt um það
enn þá, en hún hækkar að mun. Doll-
arinn er svo hár.
Gnnnar Egilson
H a fn ar h tr æti 15.
Sjó-
Striðs-
Brnna-
Líf-
Slysa-
Tais'mi 608. Símnefni: Shipbroker.
syðra í Strandasýslu og hafnarstað
við Kaldrananes. Ennfremur að
láta rannsaka siglingaleið frá Flat-
ey til Hagabótar á Barðaströnd.
Næsti þingfundur
í neðri deild verður kl. 1 á morgun.
Þá kemur til umræðu þingmanna-
fjölgunin í Reykjavík, eftirlit með
útlendingum, aðfl.bann skartvöru
og glysvarnings, gullmál íslands-
banka og nýja bankafrumvarpið.
Einkennileg
bardagaaðferð.
Jafnaðarmennirnir eru í minni
hluta í bæjarstjórn Reykjavíkur;
þeir eru 6 af 16. Gremst Ólafi Frið-
rikssyni það svo, að hann í Alþýðu-
blaðinu í dag ritar ofsafengna
grein um, að meira en þriðjungur
bæjarfulltrúanna hafi með ofbeldi
verið sviftur atkvæðisrétti um
nefndarkosningar og fer mörgum
óvirðulegum orðum um meiri hluta
bæjarstjórnar, af því að hann leyfði
ekki minni hlutanum að ráða kosn-
ingu í nefndir bæjarstjórnarinnar.
Vildu jafnaðarmennirnir láta
skipa nefndir með hlutfallskosn-
ingu og Ólafur Friðriksson kallar
það ofbeldi, að ekki var fallist á
þau tilmæli, en það sýnir sig hér
sem oftar, að sá „háttvirti“ bæjar-
fulltrúi reynir að villa mönnum
sýn og skýrir vísvitandi rangt frá
málavöxtum. „Vísvitandi“ af því
að ekki má gera ráð fyrir að bæj-
arfulltrúinn og „pólitískur leið-
togi“ alþýðunnar sé svo illa að sér,
að hann viti ekki að bæjarstjórnar-
tilskipunin fyrirskipar að atkvæða-
f jöldi skuli ávalt ráða við atkvæða-
greiðslu í bæjarstjórninni, en hlut-
kesti ef atkvæði verða jöfn við
kosningar, og að fundarsköp bæj-
arstjómarinnar, sem eru staðfest af
Stjórnarráðinu,fyrirskipa hið sama.
Það hefði því verið hreint og beint
lagabrot ef bæjarstjórnin hefði við-
haft aðra aðferð en hina venju-
legu við nefndarkosningu.
Ásakanir Ólafs um ofbeldi af
hálfu borgarstjóra og þeirra bæjar-
fulltrúa, sem ekki fylgja Ólafi að
málum, eru því út í hött, en sjálfur
gerir hann sig sekan um tilraun til
að beita ofbeldi og verður fram-
koma hans líkust illviljuðum rudda-
skap, eða þá aulahætti.
Annars er það einkennilegt, að
Ólafur skuli ekki í Alþýðublaðinu
fcirta nöfn þeirra bæjarfulltrúa,
sem voru kosnir í hinar einstöku
nefndir, en það er vitanlega til þess
að hálda lesendum Alþýðublaðsins
í þeirri trú, að svonefndir jafnað-
armenn hafi ekki fengið sæti í
nefndum þeim, sem hafa til með-
ferðar helztu velferðarmál bæjar-
félagsins, en samkvæmt því sem
„Vísir“ skýrir frá í dag, hafa þeir
sæti í flestum nefndum, t, d. fjár-
hagsnefnd, byggingarnefnd, hafn-
arnefnd, brunamálanefnd, raf-
magnsnefnd, fátækranefnd, vega-
nefnd, sóttvarnamefnd o. s. frv.
Sýnir það brjóstheiiindi Ólafs Frið-
rikssonar, að þráttf fyrir þetta seg-
ir hann, að meiri 'hlutinn í bæjar-
stjórninni hafi notað vald sitt til
þess að „útiloka heilar stéttir í
bænum frá nokkrum áhrifum á
bæjarmál.“ — Það eru auðsjáan-
lega vísvitandi ósannindi og blekk-
ing, sem getur verið gott æsinga-
meðal á meðan nokkur maður legg-
ur trúnað á firrur Ólafs Friðriks-
sonar.
20. febr. 1920.
-n.
NB. Alþýðublaðið hefir í gær
birt nefndaskipanir bæjarstjórnar á
4. síðu.
Ritstj.
Bríðabirgðaspitali
I Barnaskólanum.
Loforð um 1,300,000 kr
hlutafé
Tnflúenzunefnd bæjarstjórnar-
innar hefir pantað 100 rúm hjá
trésmiðum hér í bæ til þess að vera
við því búin að hjúkra fólki, ef in-
flúenzan skyldi koma. Því miður
er helzt útlit til þess að eigi fáist
smíðuð svo mörg rúm, vegna þess
að timburskortur er í bænum. En
helmingurinn ætti að fást.
í gær voru tvær kenslusitofur
barnaskólans teknar til umráða
fyrir farsóttanefndina og var rúm-
um uppbúnum að öllu leyti komið
þar fyrir. Komi inflúenzan er því
þegar í stað hægt að taka við sjúk-
lingum.
Þá hefir nefndin og trygt sér
læknir, ráðsmann og matreiðslu-
konu til bráðabirgðaspítalans í
Barnaskólanum.
Læknar telja nú víst að engin in-
flúenza sé komin hingað í bæinn og
munu þá að líkindum verða leyfðar
opinberar samkomur þegar í byrj-
un vikunnar.
Um borð í steinolíuskipinu reynd-
ust nokkrir menn að hafa dálitla
hitasótt. Er að vísu langt frá því
að það þurfi að stafa af inflúenzu,
en yfirvöldunum hefir þó þótt
tryggara að halda skipinu í sótt-
kví í nokkra daga enn.
Rafmagnsstöðm.
Um 30 manns viniia' nú inni við
Elliðaár að undirbúningi rafmagns-
stöðvarinnar. Miðar vinnunni vel
áfram eftir atvikum og ekki von-
laust um að hún, ef ekkert sérstakt
kemur fyrir því til hindrunar, verði
fullger í byrjun næsta árs.
Útboðin um „túrbínur“ stöðvar-
innar hafa þegar verið send til út-
landa. Og nú með „Niðarós“ í
lcvöld verður sent útboð til 20 verk-
smiðja á Norðurlöndum um alla raf-
magnshluti stöðvarinnar. Fer Guðm.
verkfræðingur Hlíðdal utan með
Nidaros á morgun til þess að eiga
tal við verksmiðjurnarf og gefa
ýmsar frekari upplýsingar.
Þrír þingmenn í nd., þeir Sv.
Björnsson, Ólafur Proppé og Sig.
Stefánsson, flytja frv. um heimild
fyrir landsstjórnina til að veita ýms
hiunnindi fyrirhuguðum nýjum
banka í Reykjavík. Er þar með kom-
ið fram í dagsbirtuna ýmislegt við-
víkjandi nýja bankaijum, sem svo
mikið hefir verið rætt um meðal
manna hér í bæ.
I framkvæmdanefnd fyrir liluta-
félaginu, sem bankann ætlar að
stofna eru þeir Eggert Claessen, Ein-
ar Arnórsson, Aug. Flvgenring, G.
Kr. Guðmundsson, Hjalti Jónsson,
Jón Laxdal og Magnús Einarson.
I Um hlunnindi bankanum tilhanda
jsegir í frumvarpinu:
| Ef viðurkenning eða viðskiftabók
I fyrir inniáni eða fyrir sparisjóðsinnlagi
I glatast, getur stjórn bankans stefnt til
sín handhafa nieð sex mánaða fyrir-
vara, en birta skal innköllun þrisvar
snmfleytt í Lögbirtingablaðinu. Gefi
enginn sig fram áður en fyrirvarinn er
liðinn, getur bankinn greitt þeim
manni upphæðina, sem fengið hefir
viðui'kenningunaeða viðskif tabókina, án
þess að nokkur annar, sem viðurkenn-
ingin eða viðskiftabókin kann að hafa
verið afsöluð, geti gert kröfu á hendur
bankanum.
rpé það, sem lagt hefir verið í bank-
í ann, ásamt vöxtum þess, er undanþegið
kyrsetningi og lögluildi.
Bankinn hefir sem handveðshafi rétt
til þess að í^elja sjálfur veðið við opin-
bert uppboð, en að öðru leyti samkvæmt
! reglum þeim, sem settar eru í lögum
. um veð 4. nóv. 1887, 1. gr.
j Bankanum heimilast samkvæmt 4. gr.
j iaga um sparisjóði, nr. 44, 3. nóv. 1915,
! að reka sparisjóðsstörf.
j Baiikinn er undanþeginn öllum opin-
berum gjöldum og sköttum, liverju
nafni sem nefnast, þar á meðal til rík-
issjóðs og sveitarsjóða eða annara
I stofnana.
Bækur bankans, ávísanir, skuldbind-
mgar, sem útgefast af bankanum og
í nafni hans, svo og skuldbindingar,
sem veita bankanum handveðsrétt, hlut-
abréf bankans og framsöl þeirra, skulu
undanþegin stimpilgjaldi.
Hlunnindin ná einnig til útbúa þeirra,
sem bankinn kann að setja á stofn.
Hér fer á eftir greinargerð flutn-
ingsmanna fyrir þessu stórþýðingar-
mikla frumvarpi.
Greinargerð.
í frumvarpi þessu er farið fram a
það, að banka þeim, sem hlutafélag eitt
l.ér hefir í hyggu að stofna, verði veitt
sömu hlunnindi, sem þejr bankar hafa,
'er nú eru hér fyrir, Landsbankinn ogís-
j landsbanki, auðvitað að seðiaútgáfu-
réttinum undanskildum.
I Þau hlunnindi, að mega innkalla
| handhafa viðurkenninga éða viðskifta
j bóka (1. gr. a.), að inneignir skulu und-
anþegnar-kyrsetningu og löghaldi (1.
, gr. b.), að bankinn hafi rétt til að selja
sjálfur handveð sín (1- gr. c.) og
;,o bankinn megi reka sparisjóðsstarf-
semi samkvæmt 4. gr. laga nr. 44, 3
jnóv. 1915 (1. gr. d.) verður naumast
| tuiið nokkur útlát að veita. Um-síðasta 1
atriðið (1. gr. d.) má geta þess að eigi
æíti það aö vera hætia að veita spari-
sfóðsréttíhdin, því að stofnun með því
hlutafó og öðru starfsfé, sem hún fær
væntanlega, ætti síst að vera ótryggari
en spariijóðir eru alment. Undanþága
undarf skattskyldu (1. gr. e.) og stipil-
gjaldi (1. gr. f.) kynni í fljó|u bragði
að mega telja nokkur útlát. En þegar
þess er gætt að Islandsbanki hefir nú
þessi hlunnindi, enda þótt hann sé ein-
stakramanna eign, og Landsbankinn,
þá virðist engu vera fórnað, þótt þessi
hlunnindi séu veitt, því að þótt þessir
bankar réðu yfir þvi fjármagni, sem
hinn fyrirhugaði nýi banki fær til um-
ráða, þá mundu þeir hvorki gjalda af
því skatta né stimpilgjald. Og auð-
vitað mundi nýjum banka verða torvelt,
ef eigi ómögulegt, að starfa við hlið-
ir.a á hinum bönkunum, sem. auk seðla-
útgáfuréttarius, njóta fulls skattfrelsis,
c-f hann fengi eigi þessi hlunnindi.
Framkvæmdarnefndin skýrir frá, að
þegar séu fengin loforð innanlands um
1 milj. 300 þús. kr. af hlutafé bankans
En þar að auki er í ráði, að almenn
opinber hlutafjársöfnun verði látin
fara fram, og að hlutir verði svo lágir
hafðir, að öllum almenningi verði kleift
að gerast hluthafar. Enn fremur er
þegar fengið 'loforð fyrir útlendri hlut-
töku bæði með lánsfé og hlutafé, en til
þess er ætlast, að útlent hlutafé verði
aidrei meira en svo, að innlendir hlut-
hafar geti jafnan haft meiri hluta at-
kvæða á aðalfundum, og þar með ráðið
stjórn og framkvæmdum bankans.
Enn fremur telur framkvæmdanefnd
félagsins þess kost a'ð ganga að því
skilyrði, að hlunnindin samkvæmt 1.
gr. yi'ðu fyrst um sinn aðeins veitt svo
iengi sem forréttindi Islandsbanka
standa, þau er honum voru veitt sam-
kvæmt tögum nr. 11, 7. júní 1902, með
auglýsingu nr. 48, 25. nóv. 1903.
pað getur væntanlega ekki orkað
tvímælis, að þörf sé hér á nýrri banka-
stofnun. Að vísu eykst ekki starfsfé
í landinu, þótt landsmenn sjálfir leggi
fé til bankastofnunar. En hagræðing
þess getur orðið önnur en nú er og
gagn af því þess vegna meira. En auk
þess hefir hin fyrirhugaða bankastofn-
un fengið, senf fyr er sagt loforð um
hluttöku erlends fjármagns, sem notað
yrði hér til framkvæmda í landinu, en
eigi mundi annars vera fáanlegt. Með
þeim hætti eykst beinlínis starfsfé í
landinu. Og það skiftir mjög miklu
máli, svo framarlega sem það er álitiö,
að starfsfé vantd hér og að útlent
starfsfé sé þiggjandi afarkostalaust,
enda ráði innlendir menn, hvernig því
er stjórnað.
Eng’um blandast hugur um það,
að þörfin fyrir þriðja bankann hér í
Reykjavík, er stór-mikil. í raun og
veru hefði hann átt að vera komin
fyrir löngu, og væri það vafalaust
ef eigi hefði ófriðarástandið haml-
að þeim framkvæmdum, eins og svo
mörgu öðru.
Því miður inunu lítil líkindi tii
þess að frumvarpið verði að lögum
á þessu þingi- En að ýmsu leyti er
það • þýðingarmikið að það skuli
hafa komið fram nú.