Morgunblaðið - 24.02.1920, Síða 3

Morgunblaðið - 24.02.1920, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Kálfskinn gallalaus, hert og órökuð, kaupa íyrst um smn 0 Fríðgeírsson & Skúíason. Bankastræti n. Sími 465. Nvkomin « sýnishorn af fjölbreyttum enskum vefnaðarvörum. 0. Friðgeirsson & Skúiason. Bankastræti 11. Sími 465 ^DanslaiRur. íþróttafélags Reykjavíkur verður haldinn í Iðnó laugardaginn 28. febrúar kl. 9 síðdegis. Aðgöngumiðar kosta 10 kr. fyrir parið og 6 kr. fyrir einstaka. Pélagsmenn þeir, sem ætla sérað taka þátt í dansleiknum, leggi miða inn í Bókaverzlun ísafoldar með árituðu nafni sínu fyrir mið- vikudagskvöld. Aðgöngumið verða síðan afhentir á sama stað á fimtu- dag. Hverjum félagsmanni er heimilt að taka með sér eiim gest, en verði rúm fyrir fleiri þátttakendur, geta félagsmenn fengið vitneskju um það er þeir sækja aðgöngumiða sína. Seld verður aðeins fyrirfram ákveðin tala aðgöngumiða, og ef ekki verður rúm fyrir alla umsækjendur ganga þeir fyrir, sem fyrst koma. FRAMKVÆMDANEFNDIN. BARNA8KÓLINN tekur aftur til ssarfa miðvikudag 25. febr. Morten Hansen. Siðprúður piltur getur fengið gott fæði á góðum stað. A. v. á. KONA óskast til að gera hrein 2 skrif- stofuherbergi. Uppl. á skrifstofu Rafveitu Reykjavíkur, Laufásveg 16. Siglingar til Gautaborgar Bjarni Jónsson frá Vogi bér fram frumvarp um það að ríkisstjórninni heimilist að verja af ríkisfé alt að 30000 kr. til þess að styrkjia beinar skipaferðir milli íslands og Gauta- borgar, gegn að minsta kosti jafn- miklum fjárstyrk frá sænska rík- inu, þar sem slíkar skipagöngur mundu auðveldia mjög sölu á þeim íslenzkum afurðum, er Svíar kaupa, svo sem síld, kjöti og ull. -------o------- ,Portland‘ sokkið. Þýzkur botnvörpungmr sigldi á skipið. kyrir nokkru seldu bræðurnir Proppé þilskipið „Portland“ til Færeyja. Var skipið afhent kaup- andanum í Stykkishólmi í fyrra manuði, cn iskipstjóri sigldi því hingað fyrir kaupandann. Fyrir hálfum mánuði lagöi skip- ið á istað héðan áleiðis til Þórshafn- ar. Á þeirri leið sigldi þýzkur botn- vörpungur á skipið Og sökk þag þegar, en það tókst að bjarga öll- nm skipverjum. Þeir voru allir Færeyingar og kom botnvörpung- unnn með skipbrotsmennina til Þórshafnar á laugardaginn. Kútter Portland var gamalt skip en traust. Það var 60 smiálestir að stærð. Isle/tzk myntslátta. Bjarni Jónsson frá Vogi ber fram frumvarp um það að ríkisstjórn- inni sé heimilt að setja á stofn sér- staka, íslenzka peningasláttu og verja til þess fé úr ríkissjóði, svo sem þörf er á, eða taka lán í því skyni. 1 greinargerð isegir svo: Um gengi myntar mun mestu ráða hlutfallið milli aðfluttrar og útf luttrar vöru. En þessu er ekki til að dreifia hjá oss, vegna þess að vér notum enn danska mynt, en gengi hennar í þeim löndum, er vér eigum mest skifti við, er lágt, eins og kunnugt er. Verzlunarjöfnuður hins íslenzka ríkis virðist, sam- kvæmt reynslu undanfarinna ára, vera mjög hagkvæmur, en hins veg- ar er alt öðru máli að gegna um Danmörku. Þar eru lilutföllin alt önnur í þessu efni en hér og iand- inu óhagstæðari. Er engu sýnna en að gengi 'hinnar dönsku myntar muni enn lækka að miklum mun, og það svo, lað oss muni geta af staðið hinn mesti fjárhagsvoði. Á þessiun byltinga- og breytingatím- um er eigi fyrir það að synja, að sá voði geti á skömmum tíma að oss steðjað, og því virðist brýn nauðsyn bera til, að ríkisstjónl- inni sé veitt heimiid sú, er frum- varp þetta fer fram á. En til þess er að sjálfsögðu ætlast, að stjórnin rannsaki hið allra bráðasta alt, er að þessu rnáli lýtur. Vilji stjórnin neyta heimildarinnar, leiðir það og af sjálfu isér, að hún lætur áður fram fara samninga þá við Noreg og Svíþjóð, sem 9. gr. dansk-ís- lenzkra sambandslaga gerir ráð fyrir. <z DA68ÓK => Edda 59202246% — 1. Heirn frá Ameríku kom tiíú með ís- landi Páll porvarðsson múrari ásamt konu og barni. Hefir hann dvali'S 6 ár vestra en hygst nú að setjast hér að fyrir fult og alt. Nidaros fór kl. 9 í gærmorgun beina leið til Færeyja og Ivaupmannahafnar. Farþegar voru þessir: A. Obenhaupt, H. Börsen, O. Johnsen, Árni Riis, E. Hemmert, Guðm. Hlíðdal, Carl Han- sen, S. Zetterlund, Gunnar Sehram, porleifur GunnarssOn, Elías Hólm, Ottó Bj. Arnar, Ýlling Steini Helgason, Jón Pórðarson, Robert Hansen og kona hans Finnbogi porvaldsson, Olav Hope, Kristín Thoroddsen, Jóhann porsteins- son kaupm. frá ísafirði og dóttir hans, Ólafur Jóhannesson konsúll og sonur hans. Síldarlcaup þingmanna. Á fundi neðri deildar alþingis í gær las forseti upp tilkynningu frá Stefáni Stefánssyni þingmanni, um það að þeir þihgmenn, er vildi afla kjördæmum sínum fóður- síldar, skyldi gefa sig fram við for- mann landbúnaðarnefndar. Gullmál íslandsbanka. Frá Jóni Dúa- syni hefir þinginu borist álit um það mál og var það álit lagt fram á lestrar- sal í gær. Samkomubannið upphafið. í dag er upphafið samkomubannið, sem fyrir- skipað var hér í bænum vegna spönsku veikinnar, eða ótta við hana. Sem betur fer mun mega telja áreiðanlegt, að veik- in hafi ekki borist til bæjarins og allir eru nú frískir, þeir sem einangraðir voru, eða að minsta kosti sýnt, að þeir hafa ekki inflúenzu. TJngfrú Kristín Thoroddsen hjúkrun- arkona var meðal farþega á Nidaros, og er liún á leið til Valparaiso í Chile. --------0-------- Gjafir til Samverjans Kaffigestir á bolludaginii 38,95. Jón Laxdal 100 kr. N. N. 10 kr. G. £ kr. Á. 5 kr. Kona 5 kr. Kaffigest- ir (úr vélskólanmn) 40 kr. Áheit (G. H. B.) 5 kr. G. E. 3 kr. Jóhann 15 kr. N. N. 10 kr. Afhent Vísir 15 kr. Jósep G. Elíasarson, Signý- arst. 20 kr. Kaffigestir 10 kr. Áheit 5 ltr. Kaffigestur 2 kr. K. P. 20 ’kr. Ónefndur 300 kr. Kaffigestir 5,50 kr., 2 kr. og 6 kr. D. Bernhöft 200 bolllur. Sig Gunnlaugss- 100 bollur. Frú Símonarson 35 bollur. Skjaldbreið 1000 bollur. C. Proppé ein tuuna saltkjöt. Kærar þakkir. 21. febrúar 1920 Har. Sigurðsson. Skipaskoðun. Eftirlit með skipum og bátum og öryggi þeirra. Eitt af hinu marga sem fylgir sjálfetæði íslands er að skipaskoð- un sú, er hér verður framvegis gerð sé svo nákvæm og fullkomin, að aðrar þjóðir viðurkenni hana, taki það gilt sem hér er gert á því sviði og geti ekki haft átyllu til að kref j- ast þess, að þau skip, sem hér hafa fengið skoðunarvottorð séu skoðuð erlendis, þótt þau eigi að flytja eem farþega 1—2 erlenda merin. Til þess að skoðun skipa geti hér farið fram að sið og nákvæmni annara þjóða er nú unnið að reglugerð til að fara eftir. Stjórnarráðið hefir skipað nefud manna til þess að vinna þetta verk og e.r því flýtt sem kostur er á. Nefnd þessa skipa: skólastjóri Páll Halldórsson, verkfræðingur Th. Krabbe, vélfræðingur Ólafur Sveinsson og ritari Fiskifélagsins Sveinbjörn Egilson.'Auk þess vinna að reglugerð jiessari, prófessorarnir Guðm. Finnbogason og Sigurður Nordal. Nokkrar breytingar við núgild- andi lög um skoðun skipa hefir nefndin sent alþingi og .eru þær breytingar í samræmi við þá reglu- gerð, sem unnið er að. Eitt nýmæli er þar, sem vert er að geta um, og er það yfirskoðun- armanns embættið. Nefndin hefir ályktað svo, að nauðsyn bæri hér til jafnt og í öðrum löndum, að einn j-firskoðunarmaður hefði um- sjón með gerðum og framkvæmd- um hinna annara skoðunarmanna landsins, að hann ferðaðist til eftir- lits og leiðbeininga til þeirra staða á landinu, þar sem skoðunarmenn væru skipaðir, og áleit að með þess- um hætti kæmist betra samræmi og samvinna á milli skoðunarmanna landsins. Skoðun skipa eftir reglugerð- : jnni verður dýr, þegar miðað er við gamla taxtann, en segjum að hún kostaði um 30,000 kr. á ári og að aðeins einum mótorbát af þeim 700, sem nú eru í landinu væri með góðri skoðun, bjargað frá að hverfa með allri áhöfn, þá er ábati en ekki halli það árið. Öllum þjóðum ber saman um það, að nákvæm skipaskoðun sé nauð- feynleg og rneira og meira er hert á eftirlitinu og alt miðar þetta að því, að tryggja betur líf og eignir manna. Á hvaða stigi stöndum við hér, þegar um öryggi á sjónum er að ræða? Hér er ekki svo langt komið, að lög séu til, sem banni mönnum að ferma svo báta sína, að eltki sé annað sýnilegt en að tjón bljótist af. Enginn hefir vald til að stöðva bát, sem svo er hlaðinn fólki, máske í langferð, að skipverjar hafi hvergi nærri það rúm á skipinu sem heimta má til þess að koma fyrir seglum eða vinna annað, er geri ferðina greiða og örugga, og þessir menn, sem standa fyrir slíku ferðalagi takast á hendur og hafa j ábyrgð á að fcoma vátrygðum vör- um og fólki því, er trúir þeim fyrir sér, áleiðis. Ættu því lög um sektir, sem um munaði, hið bráðasta að koma og ekki aðeins sekta þá, sem fara ofhlaðnir vörum eða fólki frá einhverri höfn, lieldur einnig þá, sem þannig koma annarstaðar að, svo að þeir sjái og finni, hvað það gildir, að tefla með líf og heilsu manna og það annað, sem þeim er trúað fyrir að flytja. Hleðslumerki á skip og lög sem banna að flytja nokkuð það á skipum eða bátum, sem eykur þá hættu, sem öllum sjó- ferðurn fylgja, verða að koma hér. Við lieyrum svo oft um slys á sjó og svo mörg heimili eru snortin af þeim sorgar viðburðum, að allir ættu að vera með tillögu þessari, en ekki móti, ekki aðeins fulltrúar Ný regnkápa til sölu með íækifærisverði A. v. á. Glitofnar ábreiður eða vil eg kaupa. Vilh. Finsen, ritstjóri. Nýkomið allskonar BLÓMSTURFRÆ og MATJURTAFRÆ Marie Hansen Sími 587. Bankastr. 14. Sími 587. BEGONIUHNÚÐAR ANIMANER RANUNKLER GLADIALES LILLIER í fl. litum, nýkomið í stóru úrvali. Marie Hansen Sími 587. Baukastr. 14. Sími 587. 2 Hús til söln á Siglufirði, laus til íbúðar 15. maí n. k. Mjög lágt verð ef sam- ið er strax við Sigfús Ormsson, Bjargarstíg 4, Hafnarfirði, eða kaupmann Sigurð Kristjánsson, Siglufirði. Til Hafnarfjarðar. fer mótorhjól. — Tekur farþega og flutning. — Slmi 586. Tytteber aðeins 40 aur. J/» kilo í verzlun Einars Árnasonar. þjóðarinnar á alþingi, heldur allir landsmenn. Við verðum nú sem sjálfetæð þjóð að vanda okkur meira en gert höfum, því framvegis munu aðrar þjóðir athuga betur gerðir okkar en áður og þær verða gagnrýndar. Allir verða að lúta því, hvort líkar betur eða ver, sem getur orðið tiL þess að setja okkur 4 bekk með öðr- um menningarþjóðum heimsins, þótt þjóðin sé fámenn. SpiiLing heimsstyrjaidarinnar hefir ekki náð hingað og enn erum við menn með lieilbrigða sál í hraustum iíkama. Sýnum okkur þannig. Reykjavík 11. febrúar 1920 Sveinbjöm Egilson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.