Morgunblaðið - 03.03.1920, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
handa bormimim, en nú eru til.
En vér þörfnumst aðeins góðra
bóka. Það er ekki nóg, að á káp-
imni standi barnasögnr. Bömin
þurfa að vilja lesa þær. Og það er
lieldur ekki nóg. Börnineigaaðhafa
gagn af því að lesa þær. Það er
jReiri vandi en margur hyggur, að
skrifa fyrir böm og unglinga. Og
óskandi er, að rithöfundar vorir
taki upp bezta pennan sinn er þeir
fara að skrifa fyrir ungu kynslóð-
ina, og gerðu það sem fyrst.
Nú um nokkur ár hefir Lestrar-
félag kvenna haft barnalesstofu í
sambandi við bókasafn sitt. En,
því miður, hefir ekki^verið hægt
nð gera hana svo úr garði sem æski-
legt væri. Húsrúm alt of lítið og
iillur viðbúnaður síður en skyldi.
Yér höfum þó aflað oss meiri hluta
islenzkra barnabóka, en ekki séð
oss fært að kaupa nema eitt eintak
af hverri. En nauðsynlegt er, að
til séu allmörg eintök af flestum
þeirra, er tekinn væri samlestur eða
eitthvað lánað burt af bókunum,
sem oft vill verða til fastra félaga
safnsins.Þá höfum vér ogekkigetað
lánað börnunum, sem komið hafa á
stofuna,-bækur heim til sín, sem
ekki áttu móður eða nákominn
ættingja í Lestrarfélaginu. Fyrri
úrin var stofan opin á hverjum degi
2 stundir í senn, en er dýrtíðin
skall á, gátum vér ekki haft. hana
opna nema annan hvern dag, og er
það alt of lítið. Barnalesstofan þarf
að vera opin hvern dag nokkrar
stundir í senn. Hún þarf að vera
| björt, rúmgóð og aðlaðandi. Yér
þurfum bókavörð, sem hefir hin
réttu tök á unga fólkinu. Reykja-
vík þarf að eignast stað eða staði
íyrir bömin, sem keppa við götuna
og reyfarana á kvikmyndahvisun-
um. Reykjavík ]varf að fara að
hugsa meir um æskulýðinn en hún
hefi? gert til þessa.Hvað helzt skuli
gera, má auðvitað deila um, því á
mörgu ríður mikið. En hver sú leið-
in, er næði því marki að glæða hið
góða og fagra í barnslundinni og
vekja hana til æðri viðleitni, hún
er vissulega sú allra nauðsynleg-
asta. Og vonandi gæti lesstofa
barna orðið einn ekki ómerkilegur
liður í þessu starfi.
Charlotta.
Eftir
G. S. RICHMOND
Hún in^tti til me'ð að brosa því
læknirinn rak upp skellihlátur.
— Eg held að eg skilji tilfinningar
yðar, sagði hann og leit á sundurtætt-
an kjúklinginn. Eg mundi ráða yður
til aS lima hann allan sundur og mat-
reiða hann þannig.
— Eg ætla aö steikja hann. Hann á
að fyllast rne'S þessu þarna, og hún
benti á fat fult af einhverju samsafni,
sem hún var búin að hræra.
— Eg skil það, en eg er eki alveg
óhræddur um a'ð eitthvað kunni a'ð fara
út úr skrokknum á meðan þér steikið
hann. pér hafið ..... Hann hætti
snögglega.
— Eg hefi líka skori'ð hann sundur
hér og þar. Eg verð aldrei góð mat-
reiðslukona, og kæri mig heldur ekki
um það, sagði Charlotta og hóf mikla
atlögu að kjúklingnum.
— pað skuluð þér ekki segja. Skerið
þér dálltið lengra niður — svona, þetta
er ágætt. Ef þér á annað borð hafið
lært að beit,a_ hnífnum, þá mun yður
ekki finnast mikið til um að skera einn
Vjúkling upp. En það er ekki að ör-
1 hsrbergi
óskast til leigu fyrir. regliuyiman
pilt frá 14. maí eða strax.
Tilboð merkt „G. Ó. G.“ leggist
inn á afgr. Morgunblaðsins. sem
fyrst.
BIN STOFA
ásamt eldhúsi, helzt með sérinn-
gangi, óskast leigt 14. maí. Tilboð
merkt „L. M. B.“ leggist inn á afgr
þessa blaðs fyrir 10. þessa'mánaðar.
Lestrarfélag kvenna hefir starfað
hér í bæ nærfelt nín ár. Það á
stærsta og bezta bókasafnið, ef frá
eru talin söfnin, sem eingöngu eru
til sérstakra nota, eða eiga að vera
það, svo sem Landsbókasafnið og
bókasöfn Mentaskólans og Háskól-
ans o. fl. — Markmið Lestrarfélags
kvenna er það, að veita sem flestum
konum þessa bæjar, og þá um leið
heimilum margra þeirra, kost á að
ná sér í góðar hækur fyrir lítið
\erð. Sam'hliða þessu vildi og fé-
lagið leitast við að laða að sér börn,
sem hvergi hafa aðgang að bókum.
Þetta er því mál, sem allmjög varð-
ar Reykjavíkurbæ. Bæjarstjórnin
hefir og lagt þann skilning á mál-
ið, og kunnum vér henni þökk fyrir
þær 200 krónur, er Irún hefir lagt
okkur til styrktar. En 200 krónur
n á skamt nú í dýrtíðinni, og væri
vel, að sá styrkur urði hækkaður
að miklum mun. Hefði Lestrarfé-
lagið stóru meir úr að spila, en það
hefir nú á ári hverju, þá myndi það
laga margt og hæta, sem ,nú er í
mplum sökum fjárskorts. Nefni eg
aðalatriðin: 1. aukin hókakaup, því
eftirspurn bóka er mikil og fer
stöðugt vaxandi. 2. Fastur bóka-
vörður. Til þessa hafa félagskonur
annast bókavörzluna og barnales-
stofuna, og hefir það sína kosti, en
þó fleiri ókosti, er safnið fer að
stækka. 3. Bætt húsakynni, og er
það sérstaklega nauðsynlegt vegna
barnanna.
Þetta o. fl. langar Lestrarfélagið
að gera, svo að hér væri verkefni
fyrir einhvern íslenzkan Carnegie. i
vænta um þa'S, a'ð þér getið búið til góð-
an mat, því þér viljið þó vera dugleg
stúlka.
Charlotta Iagði hnífinn frá sér, náði
í fat, og fylti það af vatni og rétti síð-
an lækninum án þess að segja eitt orð.
Hann leit glaðlega á hana, þakkaði kurt
eislega fyrir og fár burt ineð þaö.
pegar hann kom ni'ður aftur, stó'ð
grannvaxna stúlkan með rauðu svunt-
una og bei ö eftir honum. # pegar hún
leit á hann, tók hann eftir hinni ein-
kennilegu zigeunalegu fegurS hennar,
sem hann hafði oft áður veitt athygli
þessar tvær vikur er hann hafði stundað
Selíu. pað var fegurð, sem hann þóttist
viss um, að hún hefði engan grun um.
Charlotta kunni illa við blakt hörund
sitt og svarta, hrokkna hárið, og hún
leit svo á, að rauðleitu kinnarnar væri
alt annað en ákjósanlegar fyrir ungar
stúlkur. Hún dáðist oft að hinum bjarta
yndisleik Selíu og fanst hún taka sér
mikið fram.
— ChurchiII læknir, sagði hún um
leið og hann kom á móti henni með
hattinn í hendinni, eg var ókurteis við
yður áðan — eg iðrast eftir því.
Hún rétti honum hendina. Læknir-
inn tok í hana. Charlotta leit niður fyrir
sig, svo hún sá ekki hve hann horfði
með mikilli samúð á hana.
áfryggingarfjelðin
Skandsnayia - BaStica - Katorsa!
31 'sa.íaf je ssmtals 43 mlllíóni? kpóna.
ÍBkBds-deildia
Trolle & Eothe h.f., JReykjavík.
Allskoaar a|ó- og siriðsvátryggingar A skipnm eg vðrum
gegn lægstu iðgjöldum.
Ofaarvef»d fjelðg hafa afhent Islandshanka I Reykjavlk til geymslu
hálfa millión krónnr,
sem tryggingaríje fyrir skaðabótagreiðslum. Fljót og góð skaðabótagreiðsla.
ÖU tjón verða gerð upp hjer á staðnum og fjelðg þesffl hafa varnarþiag hjer.
B AN KAMEBMifíLl: Islaxdshanki.
Det kgl. oktr. Sðassurance - Kompagni
teknr að sér allskonar 8jÓvátl?yggingar.
Aðalnmbsðsmaður fyrir ísland:
feert Glaessea, hœstaréttarmálaflutningsmaðiir.
Jarðarfðr ekkjafrú Johanne Carol ne Thomsen fer fram fimtu-
daginn 5. marz næstk. og hefst með húskveðju frá heimili okkar,
Vesturgðtu 39, kl. 1 e. h.
Juliane Árnason. Jón Átnason.
Drengur.
Dnglegur drengur getur fengið atvinnu við að bera út Morgunblað-
ið í Vesturbæinn.
Skrifstofustaða.
16—18 ára unglingur, vel skrifandi og reiknandi, getur nú þegar fengið
stöðu á stærri skrifstofu hér i bænum.
Tilboð merkt, 348 sendist afgreiðslu þessa blaðs.
— HugsiS þér ekki meira um það,
sagði hann með sinni lágu, hreinu rödd.
pér megið ekki álíta, a'ð eg viti ekki
hva'S það hefir í för með sér fyrir herð-
ai ungrar stúlku, að bera áhyggjur
þessa stóra heimilis. En mér finst, að
þér ættuð að vita, að eg — að þau eru
öll mjög ánægð með dugnað yðar og
ákafa. Eg hefi séð morgunverð systur
yðar oft, og hann var fullkomleikinn
sjálfur.
— Eg brendi brauðið hennar í morg-
un og eggið var harðsoðið. Lanse segir
að kaffið sé að verða betra, en-----eg
er svo döpur í dag, eg get e£ til vill
lært eitthvað með tímanum-------
Hún snéri sér í skyndi undan. Lækn-
irinn fylgdi henni eftir nokkur skref.
— Heyriö þér, Charlotta, hvað hafið
þér oft komið út úr húsínu síðan systir
j ðar slasaðist ?
— Ekki í eitt skifti, nema á kvöldin,
þegar eg hefi lokiö við húsverkin, þá
stelst eg út og hleyp hringinn í kringum
húsið. Eg verð að hlaupa af mér rykið,
þér skiljið það ef til vill ekki"?
— Jú, það geri eg. En munduö þér
vilja gera eitt fyrir mig, ef eg bið yöur
nógu vel um það?
Charlotta leit hikandi á hann. — Ef
það er að ganga út nú, þá held eg að
eg hafi ekki tíma til þess.
Læknirinn leit á klukkuna. — Hún er
hálf ellefu. Átti þessi kjúklingur að
vera í morgunver'ðinn ?
— Nei, í kvöldmat eða miðdegis-
verð, eg veit ekki. Eg byrjaöi á honum,
því eg vissi ekki hvað eg yrði lengi að
íast viö hann. Hún bi-osti að sjálfri sér.
— Og þér vilduð ekki spyija systur
yðar til ráða?
— Eg ætlaöi að koma henni á óvart.
— Nú er eg sannfæröur um eitt,
sagði Churchill læknir alvarlegur, ef þér
gengjuð snöggvast svo sem að gömlu
brúnni og hingaö aftur, þá inunduð þér
hafa nógan tíma til þess aö matreiða
kjúklinginn. Og, það sem mestu skiftir,
þegar þér komið aftur, þá rnunu allir
iirðugleikar vera afskaplega litlir í aug-
um yöar. Ef þér geri'ð þetta, þá eru'ð
þér góð stúlka. Eg verð á /krifstofunni
minni alla næstu klukkustund, og skyldi
koma hér upp eldur, skal eg flýta mér
hingað og slökkva. Og þyrfti þess með,
þá get eg gjarnan brugði'ð mér inn í
eldhúsið og gætt að því, að eldurinn
drepist ekki.
— pað er ekki nauösynlegt.
— Ætlið þér þá að fara?
— Ef til vill, til þess að geðiast yður.
Og munið það, að þér megið ekki
strita svona látlaust. Gangið þér út eina
kiukkustund á degi hverjum. Heimsækið
Ný regnkápa.
til sölu með tækifærisverði
A. v. á.
HREINAR LJEREFTSTUSKTJB
kírapir hæsta v«r©i /
fsafoldarprentsmifSja,
Laukur
góður og ódýr í heildsölu hji
A. Guðmundssoii.
Bankastr 9. Simi 282.
Nýkomið:
strigi og maskínupappír
í vetslun
Daniels Halldórssonar.
Nýkomið:
kítti, bronce, aluminium
og gull
í verzlun
Daniels Halldórssonar.
Undirritaður tekur að sér við-
gerð á prímusum og prímushaus-
um.
Jóhann Jónsson,
Goodtemplarahúsinu í Hafnarfirði.
Stúlka eða telpa óskast til léttra
verka. Gettu: fpngiðjplsögn í hann-
yrðum.
Kristín Sigurðardóttir
Laugaveg 37.
2—3 herbergi og eldhús
óskar fjölskylda eftir að fá frá 14.
maí eða fyr.
Tilboð merkt „G. G.“ leggist inn.
á afgr. Morgunblaðsins sem fyrst.
vinstúlkur yðar en farið ekki að iðka
þunglyndi á tvítugsaldri.
— Eg er nú eldri, sagði Charlotta
um leið og hann gekk niÖur tröppum-
ar. Hann snéri sér viS dálítið forviða.
— En eg vil ekki segja yður neitt á-
kveðið am það, sagði hún aftur og lok-
aði dyrunum.
pegar læknirinn kom heim í húsið,
sem hann bjó í, gekk hann beina leið
út í eldhúsið. Há, mögur og hvasseygð
kona með vingjarnlegan munn hnoðaði
þar brauð af hinum mesta dugnaði.
— Frú Fjeld, eg vildi að þér lituð inn
í húsið þarna fyrir handan á morgun —
hann benti á hús Bircks, — þér getið
fengið eitthvað að láni.
Frú Féld leit á hann þannig, að ekki
var urn að villast, að hún hélt að hann
væri genginn af vitinu. — Eg ’ að fá
lánað ? Eruð þér — læknir — alveg —
— Nei, eg er með réttu ráði, sagði
læknirinn brosandi. — Eg veit, að þaö
er þvert ofan í ásetning yðar, en þér
gætuð slept öllum reglum núna í þetta
skifti, ef þér gætuð unnið gott verk
með því. Hlauptu þangað og fáðu lán-
aðan einn bolla af sykri og komdu þér
i kunningsskap við íbúana.
— Vi'ð alla? Eða ungu stúlkuna með
hrokkna hárið ? Hún kærir sig víst ekki
um að þekkja mig.