Morgunblaðið - 21.04.1920, Side 2

Morgunblaðið - 21.04.1920, Side 2
2 MORGTJNBLAÐIÐ Um Olafíu Jóhaprasdótfur ritar norska blaðið Verdens Gang langa grein nýlega og lætur fylgja mynd hennar. Lofar blaðið nijög starfsemi hennar í Kristjaníu, en þar hefir Ólafía, svo sem kunnugt er, dvalið í 26 ár og unnið að því að hjálpa fátækum afvegaleiddum stúlkum. í nokkur imdanfarin ár hefir hún stjórnað stóru heimili, þar sem slíkum stúlkum er komið fyrir. Ungfrú Ólafía er nú sem stendur í London. Fór hún þangað sem full- trúi norska Hvítabandsins á alsherj arfund. Segir blaðið, að Ólafía sé að hugsa um að bregða sér til ís- iands, er hún hefir lokið erindi sínu : Bretlandi, en bætir við : „Vér von- um að ln;n komi aftur • til Krist- janíu.‘ ‘ t Otti Guðmunrissoí? skipasmiður. Það sorglega slys bar við í gær- morgun, að Otti skipasmiður Guð- mundsson hrapaði niður af smíða- palli, þar sem hann var að vinnu á bátasmíðastöð sinni, og beið bana — Var fallið ekki nema rúm rnannhæð, en Otti heit. hefir komið niður á höfuðið og voru allmikil meiðsli að sjá á honum, einkum hjá öðru gagnauganu. Var hcknis vitj- að samstundis, en hann fékk ekki við ráðið og andaðist Otti eftir 2 klukkustundir. Otti heit. var fæddur í Engey 24. .^an. 1860 og ólst þar upp. Fyrir 30 árum fluttist 'hann hingað til bæjar- ins' og hefir stundað hér ckipasmíði. Hafði hann virðing allra, er kynt- nst honum og var hinn nýtasti mað- ur. Ilann var kvæntur Helgu Jóns- dóttur og lifir hún mann sinn og 6 börn þeirra hjóna: Pétur og Krist- inn skipasmiðir, Guðiún gift Kristni Péturssyni blikksmið, Margrét, Laufey og Guðríður. Saga ,Borgarættarinaar‘. Kvikmynd sú, er hér var verið að taka í sumar, hefir nú verið sýnd kvikmyndamiðlurum og ýmsum Öðrum í verksmiðju Nordisk Films Co. í fríhöfninni í Kaupmannahöfn. Er nú lokið við að taka myndina, en textarnir voru ekki komnir í hana er hún var sýnd, og ýmislegt smávegis er enn ógert við hana, svo að ekki er búist við að hún verði sýnd fyr en í haust- Stendur þá til að sýna hana með mikilli viíðhöfn. Verða eingöjngu íslenzk lög leikin undir meðan myndin verður sýnd. o. s. frv. Myndin er talin munu verða fyrsta flokks kvikmynd og búist við mikilli sölu á henni- Þykir leik- urinn hafa tekist vel, og þykir ekki minna koma til íslenzku leikaranna en hinna útlendu, þó þetta sé þeirra fyrsti leikur í kvikmynd. íslenzku konurnar þrjár þykja setja svip á myndina, og er einkum við brugðið, B.ð frú Marta Indriðadóttir sé ágæt. Þ.ykir sumum leikur hennar bezti ÍTORDISK ULYKKESFORSIKRINGS A.S af 1SS8. Slysatrvggingar og Ferðavátryggingar. A.ðaIumboðsmaður fyrir ísland: Gunnar Egilson Hafnarstræti 15. Tals. 608. leikurinn í'allri myndinni. Og frú Stefanía Guðmundsdóttir þykir sömuleiðis ágæt. Guðmundi Thorsteinsson þykir hafa tekist misjafnlega með hið vandasama og stóra hlutverk Orm- ars Örlygssonar. Þykir hann of daufur á köflum. En í sUmum mynd nnum er hann talinn ágætur. Myndinni er helzt fundið það til íoráttu, að hún sé of langdregin. En sumir kaflarnir þykji svo prýð- ■sgóðir, að talið er að þeir vegi fyllilega upp á móti því. sem miður hefir tekist, og að myndin muni fara sigurför um heiminn og verða með beztu myndunum, sem Nordisk Films Co. hefir tekið. Dagbök. Messað á sumardaginn fyrsta í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði kl. 1 e. h. sr. 01. Ólafsson, og í Fríkirkjunni í Reykja vík'kl. 6 e. h. sr. Ól. Ól. Jeanne d’Arc, myndin sem Nýja Bíó sýnir nú, fær einróma lof allra og er aðsókn að henni svo mikil, að aðgöngu- miðar að sýningdhni í gærkvöldi seld- ust nær aliir í fyrradag. Má af því marka, hve mikið þykir til Iiennar koina. Bændaför. Búnaðarsamband Suður- iands heUr í hyggju að gangast fyrir því, að sunnlenzkir bændur bregði sér kvnnisför norður í land í sumar, alla leið til Jökulsár á Fjöllum, og fari suð- ur Sprengisand. Ráðgert er, að lagt sé C stað 13. júní. -— Fyrir nokkrum ár- um fóru norðlenzk-ir hændur kynnisför hingað suður. Geta s'líkar ferðir orðið til mikils gagns fyrir bændur, því að jafnan má mikið læraf því að enda þótt búskaparlag sé víðast með líku sniði á iandinu, þá er þó víða tekið að brydda á nýbreytni, sem er til bóta. Þórólfur kom inn í morgun með mik- inn afla. Hafði um hálft annað hundrað tunnur lifrar. Víðavangshlaup verður héð á morg- i n, svo sem venja hefir verið undan- farin ár, á sumardaginn fyrsta. Verða þátttakendur óvenju margir í þetta skifti, um eða yfir 20. Eirm flokkur verður úr glímufélaginu Armann, ann- ar úr Kjósinni og hinn þriðji úr jþróttafélagi Reykjavíkur. Þróttur kemur út á morgun og flytnr inargar góðar greinar. I þessu blaði er oyrjun á sundkenslubók og verða í lsenni margar myndir. Fiskurinn úr Mary Johnson var seld- ur á uppboði í gær. Voru það eigi nema 50—60 körfur. Kennaraprófi luku sex uemendur í fvrradag: Guðrún Jónsdóttir, Hallgrím ur Jónsson, Ingimar Jóhancesson, Jón- as Guðmundsson, Jónas Jósteinsson og' Siidarfimnur af norskri gerð, tómar og með salti, getum við útvegað .iú þegar. Væntanlegir kanpendur geri svo vel og tali við okkur í dag eða á morgun. brður Suainsson & 60 Aðalstræti 8. Stmar 701 og 801. Vor og sumifhaPar eru komnir í stóru úrvali bæði fyrir börn og fullorðna. Munið að fal- legur hattur er kærkomnasta sumarg’jöfin. Ennfremur mjög miidar birgðir af ekta Panamahöttum af öllum stærðum. Hattabúöírs, Laufásveg’ 5. Srgurður Sigurðssoti. Prófið var haft í Iðnskólanum, vegna þess að Kennara- skólinn var tekinn til sóttkvíunar. Hljómleikar Jónasar Tómassonar frá ísafirði verða endurteknir í síðasta :.imi á morgun. Rennur allur ágóðinn tíl Landsspítalasjóðsins. Próf standa nú yfir í Verzlunarskól- í.num. Við skátaprófið í fyrrakvöld fékk einn skátanna verðlaun fyrir að hafa snfnað og þurkað 150 teg. íslenzkra blóma. Heitir sá Þórður pórðarson og ■> ar frágangur hans á blómunum aðdá- cnlegur. Ljósá!far og Svartálfar. í þjóðtrúnni okkar er hvað eftir r.nnað talað um ljósálfa og svart- álfa. Þjóðtrúin íslenzka hefir skap- að marga dásamlega söguna um þessar tvenskonar verur. Þjóðsög- unum mætti ef til vill skifta í breina flokka: ljósálfa- og svart- álfasögur. Sumir hafa ef til vill haldið, og halda enn, að allar slíkar sagnir bafi verið hugarburður ímyndunar- ríkrar alþýðu, sprottinn af sorg bennar og gleði á mismunandi tím- nm. Hvað sem um það er, þ?„ eru ljós- álfar og svartálfar til enn hér á landi, ganga ljósum logum, fylla .sveitir og bæi, breiða Ijós og skugga kringum sig, búa þjóðinni ýmist nótt eða dag. Þessar verur ern alstaðar á sveimi. Skýrastir eru svartálfamir í stjórnmálum landsin^, þessir skuggavaldar, sem hylja samau kjarna góðra mála í svartnættinu sem fylgir þeim; því þeir eru stöð- ugt í myrkrinu, koma aldrei fram á yfirborðið, seyða og galdra bak við fylkingar þeirra, sem ganga fram í dagsljósið, og villa þeim sýn, slá rykj í augu þe;rn. Þeim fylgir enginn hávaði eða barátta, þeir vinna alt í þokunni. Þeir lifa á því, að gera villugjarni á vegum íslenzkra stjórnmálamanna, teyma þá út í gljúfur og gjár. Þetta er svartálfasiður. Og við höfum átt þá nokkra og eigum enn ýmsa, sem leika sínar svartálfalistir og vilja ljósið feigt. Og þessir kumpánar eru víðar. Þeir eru alstaðar þar, sem eitthvert myrkur er á ferðinni, þar sem nótt- in ríkir yfir athöfnum og hugum manna, þar sem enginn þorir að vinna í ljósinu. Og það er víða. God RlaYeriBSiR i jpf Herold og Cornelms Sang- album. Balmelodier 1919— 20. Paderewsky Aibum. Dussek Album. Beethovens Sonater. Studenterforening- éns Sangbog, Melodier fra alle Lande. Danmarks Me- lodier. Moderne Balal’bum nr. 3. Röde Mölle Balmélo- dier. Hvor har du været i Nat. Sikke han kan: Hono- 'lulTu. Missisippi Trot o. m. fl- Musik for Alle, Hefte 9—10. Ilver Mands Eje, Hefte 1—5- Beztu og’ódýrustu SUMAEGJAFIE eru NÓTUR. HLJÓÐFÆPAKÚSIÐ | við Laugavegsapótekið. | í trúmálunum, uppeldinu, skól- unum, heimilunum. í hinu opiubera Hfi. Víðast er eitthvað af myrkri. Og þar eru alt af svartálfar. Þar er akur þeirra og uppskera- En land vort er ekki Ijósálfa- laust. Jafnvel í stjórnmálnm eru þeir sýnilegir. Þeir sem vilja landið bjart af fegurð og list, af trú og trausti á það og íbúa þess, þeir, sem sjá dag í hverju góðu máli, dags- brún í hverri ættjarSarhugsun, geisla í hverjn orði, sem brýnir íyrir mönnum skyldurnar við land og þjóð. En aldrei hefir ísland átt annan eins ljósálf eins og Jón Sig- urðsson. Meðan þing keraur saman á íslandi og sjálfstæðishvöt er lif- andi í brjóstum íbúa þess. þá Ijóm- ar af þessum bjarta ljósálfi ís- ienzkra stjórnmála- Og Ijósálfarnir koma víðar við. Þeir drepa á dyr þar, sem hjart’ er yfir mannshugunum. Þeir kveikja trú á framgang góðra verka, þeir henda upp í ljósið. Þeir bregða Ijóma yfir björtustu hugsjónir þjóðarinnar. Þeir eru alt af að herj- ast við svartálfana- Meðan verið var að berjast fyrir sjálfsforræði þessarar þjóðar, voru skýr og glögg afskifti svartálfa og Ijósálfa af því máli. Þeir höfðu auð- vitað nöfn. Og þau nö?n munast enn. Þeir, sem vildu frelsi lands vors og sjálfstjórn, viðurkenda af öllum heimi, þeir voru ljcssins álf- ar. En þeir sem altaf voru með und- andrátt og tvídrægni, mótbárur og blekkingar, þeir voru þessu landi örgustu svartálfar. Menn muna nöfnin. Einhvern tíma á ef til vill íslenzka þjóðin eftir að yrkja sínar þjóðsögur um þessa stjórnmála- svartálfa og óvini þeirra, sem hörð- ust fyrir landið. Þær sögur verða engu ómerkari en hinar gömlu þjóðsögur. Ljósálfar og svartálfar sviftast nú uin yfirráðin í þjóðlífi voru. Þeir hafa ef til vill aldrei háð harðari baráttu. Og svartálfar þessarar þjóðar hafa aldrei komið eins ber- Iega í ljós. Þeir eru alt af að verða ósvífnari og hættulegri. En þó er starfsaðferðin sú sama ogt verið hefir: vinna „bak við tjöldin“, aiika inyrkrið, starfa fyrir aftan fylkingarnar, blása í þokuna, svo hún leggist yfir málin áður en kom- ist verður til botns að 'kjarna þeirra. Það er gamla sagan. Það eru gömlu svartálfalistirnar, sem leiknar hafa verið áður. En menn eru orðnir glöggari á þessa skuggavalda. Menn eru farn- ir að þekkja fingraför þeirra. Þess vegna er það spá góðra manna, að enn sigri ljósálfarnir, enn beri þeir birtu yfir þetta land og þessa þjóð. Argus. MinRÍRgarorB eftir Bj-irna Guðbjarnarson. Hann druknaði á leið suður til Voga, mánudaginn 29. marz og með bonum systursonur lians, ungling's- piltur, Guðbjarni Bjarnason. Bjarni Guðbjarnason var fædd- ur á Kúludalsá í Inuri-Akraness- ’hreppi 1. nóvcinber 1873. Um 12 ára gamall fluttist ’hanii með for- eldrum sínum í Ytri-Akranesshrepp og dvaldi lmnn hjá þeim og lét þau ujótaJvrafta sinna og orku með frá- éærri snild og' umhyggjusemi, svo lengi sem þau lifðu. Eftir að faðir hans dó fullra 80 ára, og Bjarni var svo lengi búinn að ala önn fyrir honum, hafði hann ekki lengur yndi í sínu bygðarlagi og fluttist þá til Reykjavíkur fyr- ir tæpum þrem árum. Haun giftist Guðrúnu Sigurðardóttur ekkju Guðmundar sál. Diðrikssonar og voru þau hjón mörgum að góðu kunn. Með fráfalli Bjarna Guðbjarna- sonar er þungur harmur búirni ærið mörgum, þó að sjálfsögðu mestur eftirlifandi ekkju hans, sem áður befir orðið fyrir þeirri þungu sorg að vera svift aleigu sinni, elskuð- um manni og einkasyni. Bjarni bar höfuð og herðar yfir flesta samtiðarmenn sína að at- gerfi, mannkostum og siðprýði. Grandvarleiki hans í orðum og at- ferli var öllum til sannrar fyrir- myndar, er til hans þektu. Hann byrjaði að vera formaður innan tvítugs og .var sjómenskan Hfsstarf hans- Enda kom það brátt í ljós að hann var því starfi vaxinn. Var hann með réttu altaf talinn einn af hepnustu og dúglegustu íormönnum á Akranesi og er þar þó margt góðra drengja. Á þeim stutta tíma sem við nut- um krafta hans hér í Reykjavik, flutti hann miklu meiri afla á land hér en nokkur formaður hefir áður gert með samskonar farartækjum. Bjarni var þrekmaður mikill og sparaði ekki afl sitt til að létta und- ir með þeim, sem voru minni mátt- ar. Aldrei hrást stilling hans og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.