Morgunblaðið - 10.08.1920, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.08.1920, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þakpappi 3 tegnndir ágætis þakpappi fæst hjá E. Hafberg. Langarveg 12. r»rmrrrrrirrr»iTTr 9 P. W. Jacobsen & S8n Timburverzlun Stofnuö 1829 KBUjMitnnaHfn C, Carl-Lamdigkd*. Simnefni: Granfarn, New Zebra Code. Salnr tlmbur I stwri og smarri sendingum frá KaupmannahSfn Einnig hella sklpsfarma fri SvfþJðl. Aft gefnn tílefni skal tekið fram, að yðr höfnm engan ferða-amboðimann á Íilandi. BifljlS um tilbofl.---------A8 eins heildsala. ími Verzlunin Kaupangur. JÚ Verðlag á skófatnaði d •o 03 cj iKAUPANGIer: u S ** *w 03 c3 Handa karlmðnnnm parið kr. 21,00—6o,oo S •o — kvenmönnnm — — 10,00—24,00 •M cð M OD — börnnm — — 5,85—24,00 •4N •o u Skóhlífar, kvenna — — 8,50 M s o do. karla — — n,S° o3 TJ Alt vönduð vara. •O S 03 O > Enn sem fyr mun bezt vera að verzla í Eanpangi. Sími 244. Ef verkfæri o. fl. er metið 20 kr., sem er hið minsta, og önnur ferð kaupahjúanna kostuð, sem venja er, þá má telja það 44 kr. Og sé fþessu bætt við 2336 kr., þá fær maður út 2400 kr. Nú er hver út- (heyshestur að jafnaði 160—165 pd., segjum 165 pd., og þá alt heyið 33,000 pd. — Framleiðslukostnað- urinn á þessu heyi verður þá hér um hil 7i/2 aur á pundið. En hvað kostar flutningurinn á heyinu ofan úr sveit? Það kostaði í fyrra ofan úr Borgarfirði 2y2 aur til 3 aura- Nú kostar það meira; veit eigi hve mikið. Ef flutningskostnaður er metinn eins og hann var i fyrra- sumar víða úr Borgarfirði, þá væri hæfilegt að meta framleiðsluverð heysins 10 aura pundið. En svo verður hver og einn að hafa eitt- hvað fyrir snúð sinn og snældu, fyrir alla fyrirhöfn og áhættu. Þetta metur hver á sinn hátt. Bónd- inn, sem ætlar sér að lifa af þessu, þarf að meta þetta meira en lausa- maðurinn. Ef bóndinn á sjálfur engið, er talsverður munur. Tel eg þó ofdýrt selt ef 'heyið fer fram úr 14 aurum hvert pund, nema sér- staklega standi é- S. Þ. Dagbök. Veðrið í gær: Vestmannaeyjar logn, hiti 8.4 Reykjavík S gola, hiti 7.7 ísafjörður logn, hiti 9.0 Akureyri logn, hiti 9.3 Grímsstaðir logn, hiti 10.0 Seyðisfjörður logn, hiti 9.7 Þórshöfn NA kul, hiti 10.3 Loftvægislægð fyrir vestan land, loftvog stígandi; stilt veður og útlit fyrir hæga suðlæga átt á Suðurlandi. Norðlæga á Norðurlandi. SAGA TÖKUBARNSINB. Hann langaði til að tala við hana, en hvemig átti hann að byrja, nema grípa til venjulegra orðatiltækja ? Alt í einu hóf Matthildur máls: — Eg veit, að þér hugsið ekki svona, mælti hún og ieit á hann stórum augum sínum, sem geisluðu af samúð. — Vitið þér það ? .. .. endurtók ábótinn og honum hlýnaði um hjarta- ræturnar við hið fagra og treystandi augnatiliit. — Já, eg veit það, því eg hefi heyrt yður tala um meðaumkvun. Eg gleymi því aldrei. Hún talaði með svo miklum inniieik, að þessum manni, sem hafði haldið að hann væri aleinn í hóp fólks, gem væri honum óvinveitt, fór alt í einu að líða betur. Hann horfði á hana og virtiat hún vera barn ennþá. Hafði hún getað skilið hann? Hvað þekti hún lífið? — Eg hefi máske ekki skilið alt til fulls, hélt Matthildur áfram, eins og hún læsi hugsanir hans. Eg hafði aldrei heyrt neitt því líkt, og þó fanst mér ekkert af því, sem þér sögðuð, vera nýtt fyrir mér. Mér hefir fundist eg vera óhamingjusöm síðan, í hvert skifti sem eg hefi hugsað um þetta. — Óhamingjusöm? .. .. og af hverju ? — Af því að mér finst, að við mund- um vera alt öðru vísi en við erum, ef við værum kristin í raun og veru. — Þá hafið þér skilið mig rétt, mælti Hardouin ábóti. Dora og Haraldur Sigurðsson efna til hljómleika í Nýja Bíó í kvöld. Þau eru nú á förum aftur til útlanda og þykir oss líklegt að margir verði til þess að kveðja þessa farfugla í kvöld. Kvikmyndir frá sameiningarhátíða- höldunum í Suður-Jótlandi verða sýnd- ar í Gamla Bio í kvöld, aukreitis. Eru þær myndir vel teknar og skemtilegar. Nýja Bíó biður þess getið, að sýning fari þar fram kL 9 í kvöld, (en ekki kl. 81/,, svo sem venja er), vegna bljóm- 'leika Haraldar og Doru Sigurðsson, sem byrja kl. 7l/>. Axel Tulinius framkvæmdastjóri er nú við laxveiði uppi á Borgarfirði. —o— Botnía kom hingað í gær eftir há- degi. Meðal farþega voru: Lambertsen stórkaupm., Elías Holm veitingamaður og kona hans og nokkrir fleiri. Um 400 hestar voru sendir héðan með Gullfossi í gær til Danmerkur. Gullfoss fór héðan í gærkvöldi. Með- al farþega voru: Sveinn Björnsson og Eggert Ciaessen hæstaréttarmálaflutn- ingsmenn, Ami Riis skipstjóri og frú hans og börn, Halldór Eiríksson heild- sali, Lárus Jóhannesson eand. juris., Júl. Jóhannesson klæðúkeri, Sigurjón Pétursson kaupm. og frú hans, ungfrú Anna Jóhannesdóttir (bæjarfógeta), frú Milly Sigurðsson, Haraldur og Walter Sigurðsson, Sig. Sigurðsson, forseti Búnaðarfélagsins, ungfrú Sigr. Eiríkss, frú Sigríður Jónsdóttir og 2 dætur, og Tómas Tómasson ölgerðar- m'aður. Til Vestmannaeyja fóru m. a. 15 knattspymumenn. Lögjafnaðamefndiji befir nú lokið störfum isínum, Vlar isíðasti fundur hennar haldinn í gær. Dönsku nefnd- armennirnir halda heim á leið með Botníu. Frú de Préal, sem hafði séð Matt- hildi og hinn „'hættulega* ‘ sessunaut hennar tala saman, gaf merki til að standa upp frá borðum. Varð að tæma fleiri glös en eitt í skyndi, og mörgum smekknæmum vínþekkjara fanst frúnni liggja óþarflega mikið á; hr. Bousquet hleypti brúnum, en lét þó sem ekkert væri, iþegar hann komst að ástæðunni fvrir þessari einkennilegu ráðstöfun. — Jæja, mælti hann, það er víst bezt að hafa það svo, þó að mér virð- ist svo, sem þessi veslings maður muni fremur fæla ungar stúlkur frá sér en laða þær að ,sér. — Matthildur er ekki eins og aðrar ungar stúlkur, hún er svo undarleg. — Það er satt. Við megum til með að reyna að vitka hana dálítið og það sem fyrst. pað virtist svo, sem Bousquet áliti ekkert hægara. — Það verður að gera henni skiljan- ■legt, að fyrsta skylda hennar er að haga sér samkvæmt vilja þeirrar konu, sem húji á alla sína gæfu að þakka. Veit hún eiginlega, hversu mikið gott hún á yður upp að inna? » — Hún veit að hún er ekki dóttir mín. Mig grunar að hún hafi einhverja meðvitund um fyrstu bernskudaga sína. — pað verður að sýna henni skorin- ort fram á þetta alt. Ef hún er ekki þakklát við yður fyrir, að hafa sýnt henni það göfuglyndi, sem hún átti engan rétt á, þá er hún vanþakklát að eðlisfari. — Við tölum saman síðar, mælti frú Hitt ot? þettn. yínarbömin. í apríl s. I. var búið að koma fyrir utanlands yfir 52 þúsund munaðnrlausum börnum frá Vín, en samtals eru þau talin 300 þúsund. Páfinn hefir safnað samtals 50 milj. krónum ti! allskonar líknarstarfsemi og m. a. gefið mikið af því til austur- rísku barnanna. * Fyrsta rafmagnsbrautin. fór í gegnum St. Gotthard-göngin 1. júlí síðastliðinn. * ! Vavuidoff, einn frægasti tenor-söngvari Rússa á síðari árum, er nýlega látinn í Ark- angelsk. Einkennilegt. Fæðingarskýrslur frá Prag, fyrir fyrri helming þessa árs, sýna, að þar hafa fasðst þrisvar sinnum fleiri svein- böm en meyböm á þessum tíma. i Laun danskra þingmanna. Kaupgjaldi dönsku þingmannanna hefir nýlega verið breytt þannig, að þeir fá árslaun í stað dagpeninga. En það einkennilega við ákvasði laganna er það, að þingmenn, sem búa 20 kíló- metra eða meira frá Kaupmannahöfn, fá 1800 krónum hærri árslaun, eða um 8000 kr. á ári, en hinir um 6200 kr. „Fyns Venstreblad" isegir að allmargir þingmenn séu nú að hugsa um að flytja til Roskilde, Hilleröd eða Efelsingör. pá fái þeir launaviðbótina — og geti þar að auki ekið ókeypis með jám- brautinni til Kaupmannahafnar. Kola- og eimámur hafa nýlega fundist skamt frá Lubeck. Taka 'þær yfir 32.000 ekra svæði, að því er „Lokalanzeiger“ segir. V de Préal; eg haga mér í einu og öllu eftir yðar vi'lja. Þegar Matthildur hafði helt kaff- inu á bollana, færði hún sig nær hin- um nýja vini sínum, sem sat einn við borð, er bækur og tímarit lágu á. Þeg- ar hann kom auga á hana, lagði hann blaðið frá sér og beið þees að hún yrti á hann. Hún hikaði við sem snöggvast og mælti svo: — pað er ýmíslegt, sem mér þætti gaman að spyrja yður um. Mér finst, að ef nökkur maður gæti komið mér til að þykja vænt um trúbrögðin, þá væmð það þér. — Þykir yður þá ekki vænt um þau ? — Nei, mér stendur alveg á sama um .. . . Mér þykir meira gaman að málfræði en kverinu. — Finst yður þá ekkert til um gleði- boðskaparkenninguna ? — Þegar eg var bam, þótti mér gaman að sögunum í nýja testamentinu. Mér fanst eg ’þekkja Jesú-myndina; eg sá fátæk, veik ungbörn í kringum hann. En þetta hefir engin áhrif á mig nú orðið. pað heyrir fortíðinni til, og hana getum við ekki endurlífgað. — Þar komið þér að kjarna málsins. Við verðum að endurlífga liðna tím- ann .. . . láta Krist verða lifandi á ný . . .. láta þann tíma koma aftur, er guðdómlegt hreinlyndi iklæddist mannlegu holdi, til að starfa á meðal vor. Það gætum við öll, ef við aðeins tryðum á guð. Matthildut varð hissa og endurtók setninguna: — Ef við aðeins tryðum á guð ? En frú de Préal, sem var hrædd við þessa samræðu, hafði flýtt sér til þeirra sem mest hún máttL — Matthildur, barnið mitt! Frú de Frémont situr þarna alein; þú hefir ekki yrt á hana ennþá. Síðan snéri hún sér að Hardonin ábóta með uppgerðu kurteisisfasi og mælti: — pessi unga telpa misbrúkar alúð yðar, herra ábóti! Maður kann sér ekki hóf í samkvæmum á hennar aldrL — Hvað er 'hún gömul? spurði hann og horfði á eftir Matthildi. Og þegar frú de Préal hafði svarað honum, endurtók hann: „Sextán ára!“ eins og það væri honnm undrunarefni, að nokkur manneskja gæti verið 16 ára. Matthildur varð þess brátt vör, að frú de Frémont, sem sat og dottaði, vildi lang helzt sitja ein og melta mat- inn sinn í næði í hægindastólnum. Hún stritaðist þó við að reyna að leggja nokkrar af þeim spurningum, sem gamlar konur hafa á takteinum við unglinga, fyrir Matthildi, án þess að hugsa hið minsta um, hverju svarað yrði. Hvort henni þætti garnan að vera í sveitinni? Hvort henni þætti gaman að lesa lia kur. Hvort hún léki mikið á hl.jóðfa'ri. Matthildur var utan við sig og augu hennar hvörfluðu ósjálf- rátt i hornið, sem hún hafði yfirgefið, og var henni engin ósk í huga önnur en sú, að heyra fleira úr þeirri átt, og fá að skil.ja, hvað ábótinn hafði átt við. En ekki átti það að verða henni til geðs, því nokkrum mínútum seinna var hann horfinn. Hann kom heim óánægður og óróleg- ur. Hann hafði altaf álitið, að starfs- svið prestanna væri hjá hinum fálækn og sorgbitnu, eða í einmanafegu vinnu- herbergi, en ekki í skrautlegum sölum, þar sem menn skiftust á marklausum orðum, eða við krásum hlaðin borð, þar sem svo virtist, sem hent væn gaman að neyðinni, sem honum tókst ekki að draga úr. Nú hafði hann brot- ið meginreglu sína, en það skyldi hann aldrei gera oftar. Hvaða árangur var þomim að þessum stundum, sem hann hafði slökt niðuT frá vinnu sinni? Leynd gremja í garð sumra, ssm hann hafði hitt þar, mögnuð óánægja við sjálfan sig, af því að hann hafði ekki talað í tíma og eins og tala átti. HanB kveikti á lampanum og tók sér bók 1 hönd, en hann hafði í svip ekki lönguB til neins og gat ekki haldið hugannn1 í skefjnm, því hann hvarflaði sífc^ þangað, sem hann hafði verið fyrir stundarkorni. Svo lokaði hann bókinn1 lagði aftur augun og lét sig dreyn19' Yinnustofa hans með samliggjan<k svefnherbergi og svolitlum gangi fy1-11" framan var alt húsnæðið sem ha1111 hafði, og voru húsgögnin mjög fát®^ 'leg; ekki nokkur hlutur sem talis^ gat til óhófs eða þæginda. — Aleinn! .. .. hvíslaði ábotiDn’ altaf aleinn! Hér eins og annarsta^ar' Skömmu síðar var barið að J.vrUin' Það var kona dyravarðarins. — Herra ábóti. Aumingja skósroiö ís b'iriii* urinn er hérna niðri og segir a0 ! sé að deyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.