Morgunblaðið - 04.09.1920, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.09.1920, Qupperneq 3
MOBGUNBLAÐIÐ 3 nú lítiS eitt hærrí til jafnaðar en húii var fyrir 1—2 öldum, og sama er að segja um fleiri menningar- þjóðir. i'á er heilsufarið, sem læknirinn talar mikið um. Eg er nú ekki læknisfróður eða neinn sjúkdóma- fræðingur, en samt leyfi eg, mér að athuga lítið eitt þessa kenningu dr. Kellogs, eins og hún kemiiir fram í Skími, því Steingr. gengur framhjá ýmsu sem nefna mætti, og gerir mannhnignunarkenningu doktorsins vafasama- Hann talar um hin mörgu van- heilu börn í skólunum. Það er eigi iangt síðan farið var að rannsaka heilsufar barna í skólum eða í þús- andatali. Það vantar þar því allan aanianlburð á fyrri tíma og nútíma heilsufiari bama. En hitt vita menn, að áður dóu í öllum löndum miklu fleiri nýfædd börn, og reyndar fram að 12 ára aldri, en nú deyja. Nú er haldið lífinu í fleiri börnum heilsulinum, sem áður hefðu dáið. Harnadauðinn í gamla daga var einskonar kynbætur, því alt það veiklaðasta féll í valinn áður en það tímgaðist. Þetta hefir aftur þau á.hrif, að fflannsæfin lengist þegar meðaltal er tekið af lífsaldri ungra og gam- alla. Það þykir nú framför í því, að mannsæfin lengist og ótvírætt a^erki um heilbrigðari lifnaðar- hffitti manna o. s. frv. , En svo segir dr. Kellog, að öld- ungum fækki, þ. e. að minna sé uú erf áður var af gömlum mönnum. þessu svo farið, þá er það bein afleiðing af því, að barnadauðinn er nú minni en áður. Nú komast t>eir á fullorðins aldur og lifa má- ske 30—60 ár, sem mundu hafa dá- ^ð ungir. ef læknum hefði eigi f.jölgag 0g hreinlæti þjóðanma auk- ist. E>| það eru mér vitanlega engar ahyggilegar skýrslur til hjá þjóð- uuum um hlutfallið milli öldunga °8 manna á öðrum ialdri fyrrum og ná. Menn hafa á öllum ölduni orðið ’uismunandi gamlir. Móeses telnr ár meðal ellialdur, og sama sho<5vui kemur fram hjá Arstoteles, svo ótal mörgum rithöfundum a yuisnm öldum. Aðeins stöku menn ilafa náð og ná enn 100 ára aldri Uokkuð þar yfir- Fyrir stríðið lifði í Þýzkalandi 1 maður 100 ára og 'þar yfir af hverjum 700.000 mianna; á írlandi 1 af hverjum rúmurn 70000, hjá Búlgurum 1 af hverjum 1030. Þá voru 436 mexm yfir 106 ára gamlir hjá Serbum, þar af 290 frá 106—115 6ra, en 125 menn voru 115—135 ára og 3 menn frá 135—140 ara að aldn. En dæmi eru til þess, að í Englandi hafa menn orðið eldri en þetta, t. d. þrír á nokkrum öldum 150—160 ára, og sagt er að einn hafi orðið 170 ára, og einn á að hafa lifað í 185 ár. Má trúa þessu! — Talið or víst, að stöku Kínverjar hafi náð líkum aldri. Þar í landi verða til- tölulega margir menn mjög gamlir. Fyr á tímum gengu 6 ári hverju „kynjasóttir“. Þá voru mjög tíðar: krefðusótt, hóiusótt, bloðsott og „pestin“. Þá var iíka kólera al- gengari en hún nú er í heiminum. Og hvað var t. d. „taksóttin“, sem fór hér stundum yfir bæ frá bæ, sveit úr sveit, um heila iandsfjórð- unga 1 Það var smitandi sýki, sem kom með útlendum skipum- — Er ekki þessi sótt, ásamt mörgum öðr- um, horfin úr löndunum? Nefna mætti ýmsa þekta sjúk- dóma, sem tíðari voru áður en nú eru 'þeir, t. d- taugaveiki, holds- veiki, sullaveiki o. s. frv. Fólkið hrundi niður unnvörpum í sumum þessum sóttum, endsa var bnann- fjölgun lítil og oftast engin hjá flestum þjóðum öldum saman- — Gömlu sóttirnar sumar virðast að mestu horfnar úr heimmum, og aðr- ar, sem enn eru til, minna drepandi en þær voru áður. En svo eru sérstaklega fjórir sjúkdómar, sem dr. Kellog byggir mikið á í ályktunum sínum. Það er: berklaveiki, geðveiki, krabbamein og tannsýki. Hann heldur því fram, að þessir sjúkdómar hafi verið sjaldgæfari í gamla daga, og þykir öllum það trúlegt. Berklaveikin er nú að réna aftur í ýmsum lönd- um, en hinar sóttimar þrjár eru enn í vexti. En þess má vænta í framtíðinni, að vísindunum takist að komast fyrir upptök þessalra sjúkdóma og draga úr þeim eða uppræta þá máske. — Það er engu líkara en að þegar suiuiar manu- kynssóttirnar dvína eða hverfa, 'þá komi aðrar í þerra stað. — Margt er ótrúlegra en þetta. Náttúran lætur líklega aldrei manninn ráða yfir sér að öllu leyti. Ef hann tekur frá henni einn þjón- inn, þá skapar hún nýjan þjón eða þjóna til þess að framkvæma vilja hennar. Hver fær t. d. skilið þá ^annreynd, >að þegar t. d. mikið deyr af karlmönnum í stríðum eða af slysum, þá fæðast fleiri pilthöm en vanalega, og óvanalegar margar fæðingar eru á eftir miklum mann- dauða af stórsóttum. — Og sama kvað eiga sér stað eftir mikinn skepnufellir. Svo var það t. d. eftir Móðuharðindin miklu. Þá vom all- ar skepnur sem lifðu, óvenju frjó- samar. Því er alment haldið fram, að sjúkdómar séu nú tíðari á möniium og óhreysti manna meiri en áður var. En gæta ber þess, að mann- fólkið er margfalt fleira en áður var, svo sjúkdómstilfellin verða því margfalt fleiri nú. Nú eru fleiri læknar, — áður fáir og sumstaðar engir. — Þessvegma leitar fólk til þeirra meira en áður. Þá höfðu fáir af heilsufari mauua að segja. Eng- ar ábyggilegar skýrslur um fyrri tíma sjúkdóma eða hreystimun eru til- — Sem bending um manndauð- ann fyr á tímum og uú má nefna dæmi, sem kunnugt er og ábyggi- legt. Það er um manndauða í London. Árin 1670—1679 dóu þar úr öllum sjúkdónium 80 iaf hverju 1000 að meðaltali á hverju ári; 1746—1755 35,5 af Í000; 1844— 1855 24,9 af 1000, en 1884 20 af 1000, og nú er þessi tala orðin lægri. En svona er þessu farið í öllum mentuðum löndum meira og minna, að miklu færri deyja nú en áður hlutfallslega hvert ár. Þeir Steingr. Matthíasson og dr. Kellog gera mikið úr því, hvað kon- ur geldist, mjólki minna nú en áð- ur, og geti því eigi haft bðrn á brjóstum. Þetta á nú að vera eitt af hnigntu*armerkjum hvíta mann- < flokksins. En hvað vita menn um nythæð kvexma fyr á tímum ? Það hefir víst altaf svo til gengið, að sumar konur lögðu böru á brjóst en aðrar eigi, t. d. þær sem lítil mjólk var í eða eigi vildu eða máttu binda sig of mjög við bam- ið. — Og ætli það hafi eigi getað valdið dauða margra ungbarna fyr á tímum, að þau fengu eigi nógu mikla mjólk úr brjóstum móður- innar ? En sé því svo farið, að meira beri á mjólkurleysi í brjóstum kvenna nú en áður, þá má ætla að það stafi af því, að kvennfólkið lifir óeðlilegu lífi og að konur em víða að hverfa frá eðli sínu, hætta að vilja vera það, sem náttúran hefir æt’Iað þeim að vera. Þetta er mönnunum sjálfrátt. Náttúran á enga sök á því. Sama er að segja nm geðveikina, ef það er rétt sem dr. Kellog heldur, að hún stafi einkum af vaxandi áfengi|snautn og umsvifamiklu áhyggjulífi i fjár- málum. Þegar áfengið verður að mestu gert útlægt úr heiminum eða nautn þess minkar, og fj*árgróða- sóttin dvínar af heilbrigðari sam- vinnu í atvinnumálum milli þjóð- anna og stéttanna, þá minkar geð- veikin að líkindum. Þó getur hún lengi haldist við og jafnvel magn- ast, þar sem miklar trúarofstækis- og dultrúaröldur geisa sem farsótt- ir um löndin. Að mannkynið sé í þann veginn að klekja út kynlausum verum, er heilaspuni og staðhæfing út í blá- inn. Þótt þeir, sem þessu halda fram, vitni til vixmubýflugnanna, sem eru kynlausar verur, þá er fyrst og fremst ósannað enn af hverju það stafar, og í öðru lagi litlar líkur til þess, að maðurixxn hlýði sama lögmáli og skordýrin. Þessi trú maxma á úrkynjun mannanna á uppruna sixm til Dar- wins-keimingarinnar, sem nú er minna móðins en áður var. Hvað vita menn um það t. d., hvort mað- uriim hafi í upphafi haft 13 rifbein hvoru megin eins og apadýrin, eða 12, eins og maðurixm hefir núí Og hvað geta menn fullyrt um það, að þegar fram líði stundir, hverfi úr manninum 11. og 12 rifbeinið 1 Ef það ber við, að barn fæðist nokkuð loðið, þá hrópa Darwins- sinnar upp og segja: „Sjáið eftir- mynd frummannsins, sem var kaf- loðinn og klifraði í trjánum.” En þegar 2 böm fæðast alveg sam- vaxin, sitt með hverri blóðrás, eða dýrshöfuð er á nýfæddu barni, eða kvenngetnaðarfæri á piltbami, þá þegja Darwinssinnar, því ólíklegt þykir þeim að frummaður hafi nokkru sinni verið þannig á sig kominn. Mér finnas^ litlar líkur fyrir því, að hvíti mannflokkurinn sé yfir- P AKKARORÐ. Börnin okkar áttu því láni að fagna nú í sumar, að fá að dvelja í bústað þeim, er Oddfellowar hafa utbúið handa fátækum bömum. Fengu börnin okkar að anda að sér hressandi sveitaloftinu og njóta ná- kvæmrar umhyggju í öllum grein- * 1 iim. Bera þau það með sér, að frá- 's bærlega vel hefir verið farið með þau og hefir þeim og okkur með ' þessu kærleiksverki verið veitt mikil i hjálp. Flytjum við hinum göfugu hjálpendum, og þá einnig for- ’ stöðukonunni og öllu starfsfólki i sumarheimilisins, okkar alúðar- ^ íylstu þakkir. Foreldrar og affstandendur barnanna. }; 3 leitt á úrkynjunar- eða hnignunar- | skeiði, og sízt af öllu að það sé f réttmætt að segja, að heimurimn | fari versnandi. Eg trúi á hið gagn- % stæða. Við mennimir getum verið vissir um það, að náttúran hefir ) vakandi auga og hönd í bagga með j* öllum framförum og aðalfram- ? kvæmdum þjóðanna, sem að ein- | hverju leyti koma í bága við é- | kvörðun hennar eða eðlileg lífs- lög- — Þegar minst varir tekur | hún í taumana og kollvarpiar öllu | því, sem bygt er á óheilbrigðum, ónáttúrlegum grundvelli. — Augu 4 mannanna opnast og þeir rífa þá | niður margra alda menningar- •< hrófatildur, en byggja upp annað betra, náttúrunni geðfeldara eða mönnunum sjálfum heilnæmara. c a Þ ? | ' 4 — > t i Kol í Andesfjöllum. Kolanámur hafa nýlega fundist í Alra Pampa, í héraðinu Tueuman í Andesfjöllum. Hérað iþetta heyrir til : Argentínn. 1 Kólera í Korea. í Suður-Korea hefir kólera nýlega | gert vart við sig. Höfðu 3100 sjúkdóms- tilfelli komið fyrir skömmu fyrir miðj- an síðasta mánuði Sykurframleiðsla Bandaríkjanna. er áætluð 2007 miljón ensk pnnd á yfir- standandi ári. TÖKUBAJBNSIN8. 'lakob, sem henni þótti sjálfri svo Vi®nt um. / I ” hthi Idur sagði ekki neitt. Undar- '*ar tilfinningar fyltu lijarta henuar ^ þrýsti sjálfri sér til að grafa dm Uðna tíma. Hún þekti þessa rödd, f..' a augnaráð, hún fann til sömu til- "Uiigar 0g höfðu fylt hug hennar í ííiskn tj ' . * stnddi sig viö Marjn, iil þess aÖ lal'n (;kk|. E •Jnko}( en,ð Matthildur i 'S er Jakoh Mareeau, endurtok Ule® titrandi rödd, og þér, þér . Matthildur Oliver, Matthildur Uúi' ^*1’ Sem uuni svo heitt, þegar vai lítii Elísa Lebeau sagði u'er, ax , . Per væruð sú sama, en mér tað ^ ° °m°gulegt .... og þo var tun ‘ • Vil jið þér taka í hönd &ður eu eg fer? sór thÍldur hafði aftur iiáð valdi yfir br°;« með tári a vorum. **** Jak°b iiiig, banSV° hed'' vnr svo góður við ’ Setu Sat með mig á kvöldin rin í augunum og hann, sem nit! ^ a Kvuium 8 tnan það, man það alt sam- Og svo lét hún uudan ómótstæðilegri inuri rödd og kastaði sér í faðm Jak- obs. Hann þrýsti henni eitt augnablik að brjósti sér, svo slepti hann henni úr örmum sér, sneri sér við og sagði: — Farvel! Svo hvarf hann út í inyrkrið. petta var í júnímánuöi árið 1870. Með því er líka sagt, þvílíkar þráutir og þjáningar hann bar í skauti sínu. Hann leið þó hægt og hægt með allar síaar örlagaþrungnu breytingar sínar fávíslegu sjónhverfiugar. í ágústmán- uði, er Frakkar biðu lægra hlut og sjálf borgin París var í hættu, var frú de Préal hugsandi um, hvað hún ætti að gera. Átti hún að fara suður á bóg- inn eða eitthvað annað? Átti hún að sitja kyr á búgarði sínum eða hraða sór til Parísar og eiga það á hættu, að þola þar umsátur, sem yrði þó aldrei fnllkomið umsátur? Bréf frá baróuess- unni kom henni til að ákveða sig til þess að fara til Parísar. En frú de Chabrand lýsti því hátíðlega yfir, að b.ún vildi hvorki missa af lækni sínum eða leggja niður siði sína. Hún tók sér því fremur létt allar byltingar tímanna. „Minsta kosti safna eg mér nógnm- iriatarbirgðum,“ skrifaði hún, „og eg ræð þér til að gera slíkt hið sama. lyrirhyggja, jafnvel þó hún fari of luigt, er aldrei of mikil. Trúið þér mér og fylgið því, sem eg ræð tíl.“ Frúin fylgdi þessum ráðum og kom ci! Parísar fyrst í september. Matthild- nri fékk hjartslátt, þegar hún sá aftur þennan risavaxna bæ, sem þá leit út fyrir að vera í umsátri. Hún gerði sér ekjri ljósL. hvað biði hennar þama. En hún var ánægð yfir því, að eiga heima í hjarta síns aðþrengda föðurlands, hún bar að eins þá þrá í brjósti, að fé að líða með því og fyrir það. Btrax daginn eftir að hún kom þang- að, fór hún til Elísu, og lét frúna eina nm að afla sér matar. Geðshræringin og gleðin var svo mikil hjá Elísu, að angu hennar geisluðu, svo Matthildur tók ekki strax eftir því, hvað sjúkleik- urínn hafði vaxið. En hún komst brátt að raun um það. Elísa dró andann títt cg hún var svo veik, að það leið nær þri yfir liana af geðshræringunni. Matt- h.ldur kældi enni hennar með köldu vatni og settist síðan við hlið heunar vitj borðið, en þaðan voru nú horfin öll (blóm, öll merki um starfsemi. Matt- hildur bað hana að tala sem minst, en því gat Elísa ekki hlýtt. — pér komið til Parísar, þegar allir eru að fara burtu þaðan. — Já, guði sé lof, við verðum hér, svaraði Matthildur. Eg veit ekki hvað eg hefði gert, ef móðir mín hefði ákveðið eitthvað annað. Eg er svo ánægð, svo ánægð yfir því, að vera hjá yður, Elísa! Elísa svaraði þessu að eins með brosi. Hún var líka ánægð, hún þreyttist aldrei á að horfa á þessa mynd æsku og fegurðar, sem hún sá í Matthildi. Hún tók eftir því, að tár hruudi niður á hönd sína, af augum Matthildar. Hún spurði því blíðlega: — Hvers vegna grátið þér í dag? — Vegna þess, að eg sé að þér hafið þjáðst mikið. — Ónei, eg hefi ekki þjáðst mikið. Dálítil óþægindi fyrir brjóstinu, svefn- leysi, hiti og þorsti, það er alt og sumt, eg hefi engar þrautir .... — En þetta hlýtur að vera sársauki, voðalegur sársauki! — pað eru bara smámunir, einkum nú síðan kólnaði og andrúmsloftið varð svalara. — Pegar eg hugsa um, að þér hafið legið hér alt sumarið, meðan eg hefi — — Matthildur þagnaði. Hún gat varla hugsað til mismunarins. En Elísa hugsaði ekkert um það. Hún sagði bara: — Já, það er víst fallegt þarna úti, Jakob hefir sagt mér það : akrar, skóg- ar, skuggasælir stígar milli trjánna, og yfir þessu öllu hinu bjarti, ótakmarkaði himin .... ; pegar Matthildur lieyrði nafn Jakobs geisluðu augu hennar og hún blóðroðn- aði: — Eg hefi séð hann. pað hefir hann auðvitað sagt yður. — Hann hefir sagt mér, að eg hafi ekki haft á röngu aö standa, og líka, að Matthildur de Préal sé jafn góð og Matthildur Oliver. Annað hefir hann ekki sagt mér. Eg veit ekki einu sinni, hvort hann hefir talað við yðnr. Matthildur svaraði ekki strax. Henni fanst hún standa enn á veginum milli trjánna og heyra orðin: „Eg er Jakob Mareeau." — Hann hefir talað við mig einu sinni, sagði hún að lokum, að eins einu sinni. f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.