Morgunblaðið - 06.01.1921, Síða 2

Morgunblaðið - 06.01.1921, Síða 2
I M0IKK7NBLAMÍ ■þeirra vestur að Þjórsárbrú Jó- haiDies Guðmundssbu ög kvaðst skipstjóri dáðst að því •KVemi’g liaim hafi komið öllum skipverjum yfir vötnin, sem voru flest nær ófær vegna vaxta og jakahlaupa, án þess að nokkurt óhapp kæmi fyr ir. Það hafi verið þrekvirki, sem enginn annar en íslendingur hefði getað gert og aðeins á íslenzkum hestum. Prá Þjórsárbrú komu skip- verjar hingað í bílum, allir heilir heilsu. Skipstjóri og stýrimaður á „Mag- da' ‘ eru báði ungir menn, framúr- skarandi dugiaaðariegir. Þeir hafa báðir verið 5 ár í ófriðnum, skip- stjórinn sem fyrirliði á tundur- spiíli öll árin. „Magda“ var aðeins 4 ■mánaða gamalt járnskip 750 smálestir' að stærð og hafði 180 hest afla vél. Aður en skipverjar fóru frá Strönd gáfu þeir skipsbjölluna til kirkju seín í ráði er að reisf verði að Langholti þar eystra. Á hún að hringja þákkiæti skipverja út til safnaðarins, þá er fólk g'engur tiil kirkjunnar. i ir. •ispsvQria- Stjórnin lætur undan. Fyrir fáum dögum voru ailar horfur á að bakarar mundu leggja niður vinnu með nýárinu. Og á ■mánudagin var svo langt komið, að óvíða var hægt að fá brauð í bæn- um. Var það hin nýja skömtun stjórnarinnar, sem olli þessu. ’Bak arar álitu sig órétti beitta með hveitiskömtuninni, og töldu, að bæði væri skamturinn, sem almenn- ingi væri ætlnður of lágur og enn fremur að hveiti það, er þeim væri ætlað til kökugerðar svo lítið, að ekki borgaði sig að baka þær. í reglugerð stjóruarimiar frá 25 okt. var svo fvrir mælt, að ein- staklingar fengju 2 kg. af hveiti á mánuði. Hveitiseðlum má svo skifta fyrir brauðseðil; þannig að fyrir Livern 400 gr. hveitiseðil fáist 500 gr. af brauði. Bn heilt fraœkbrauð vegur nál. 500 gr. Bakarar áttu að skila vikuiega brauðseð.lum fyrir 90% af því hveiti, sem þeir hefðu til að baka úr þá vikuna, en 10% átti að notast til kökugerðar sem seLjast raættu seðlalaust. i’il hveitibrauðs tálcBst eigi að eins franskbrauð, súr- brauð og siktibrauð, heldur einnig tvíbökur, kringlur, skonrok og ann að hart brauð, sem hveiti er notað í. Bakarar sneru sér til stjónarráðs ins með umkvartanir, en eigi báru þær neinn áraugur framan af- — Sömdu þeir einnig við bakarasveina um, að gera verkfall, ef stjórnin tæki það úrræði, að taka brauðgerð- airhúsin leígnajmámi um stundar- sákir. Voru fundir haldnir á nýárs- dag og annan nýársdag og samið •þar bréf til stjómarinnar og lýst yfir, að bakarar mundu ekki starfa framvegís. et! ekki fengjust titelak- anir á fyrirmælum reglugerðarinn- ar. Að vísu hafði stjórnin rýmkað nokkuð um, með auglýsingu sinni 29. f. m. um, að hveiti- og sykur- skamturinn yrði aukinn þannig,1 að seðlarnir sem í upphafi áttu að gilda í 4 mátíuði, skyidu að eins j ‘gilda þrjá mánuði, en bakarar iétu j sér ekki nægja það. Fór nefnd sú, í sem félag b.akara hafði kosið til | forustu í máiinu, á fund atvinnu- málaráðherrans á mánudaginn og hafði bréf félagsins meðferðis. En ráðherrann var ekki viðstaddur og ætlaði sendinefindin því að skilja. bréfið eftir á skrifstofunni, en skrif ari «á er varð fyrir svörum neitaði að taka á mótj því. Fóru þeir þá á fund forsætisráðherra og gat hann sem vonlegt var ekki gefið fulinað- arsvör, þar sem máiið heyrði undiir atvinnumálaskrifstofuna, en gaf þó sendinefndinni von um tilsla'kanir er hakarar mættu við una- Síðar um daginn kom svo svar atvinnumála- dei'ldarinnar, og var það á þá leið, að bakarar þyrftu ekki að svara seðlum nema fyrir það laveiti sem franskbrauð, sigtibrauð og súr- brauð væri bakað úr. Þessar tegund ir verða því eftirleiðis á seðlurn, en aðrar ekki. Ráðstöfunin er óskiljanieg. Ein- mitt þær brauðtegundirnar sem nauðsyniegastar eru eru skamtað- ar, en hinar óþarfari og þá einkum kökurnar, sem bæði þarf hveiti, sykur, mjólk og feiti til að firam- leiða, eru látnar alfrjáisar. Virðist •svo, sem skömtunin hætti að koma að tiiætiuðum notum, þegar hún takmarkar fraimieiðslu á nauðsyn- legustu vörutegundunum, en lætur hið óþarfasta afekiftalaust. Og svo j 'r mörg göt hafa nú verið nöguð á skömtunarreglugerðina sælu, að ei er eftir nema ræxni, sem best væri að hyrfi sem allra fyrst úr sögunni. NORDISK ULYKKESFORSIKRINOS A.S. af 1898. Slysatryggingar og Ferðavátryggingar. Aðalumboðsmaður fyrir Island: Gunnar Egilson Hafnarstræti 15. Tals. 608. Silfurbiýanlur funöinn á göium bæjarins Afgr. vísar á Síór síoía til leigu. Afgr. vísar á. Utanríkisráðherran danski Scave- nius hefir komið fram með þá til- lögu í þinginu að laun danskra sendiherra yrðu að hækka, að mikl- um mun. Taldi hann kjör sumra svo j bágborin, að þeir yrðu strax að fá I launahækkun annars væru þeir rnauðbeigðir til þess að segja upp starfanum og leita sér annara lífs- starfa. Jafnaðarmenn voru mjög á móti.þessu, töldu það óþiarfa einn og kváðu svo að orði, að þeir mundu ekki ganga hungraðir til rekkju á jólunum þó þeir fengju ekki iauna viðbót. En samþykt var samt í þing- inu að veita 300,000 krónur til launahækkunar á tímabilinu frá október til apríl. ifiia oa iOMlalaoi i ■ ■ ■ Símað hefir nýlega verið fra Was hington að fyrverandi formaður matvælanefndarinnar í Ameríku, Hoover, hafi Lagt tíl við hinn ný- kosna foseta, Harding, að Bandar ríkin gengju í þjóðbandalagið eftir vissar breytingar í lögum ])ess. Hoo- ver hafði ennfremur látið þess getið að ógemingur væri að stilla til frið- ar í Norðurálfunni, fyr en skaða- bætur þær, sem Þýzkalánd ætti að greiða, væru fastákveðnar og hafð- ar í samræmi við gjaldþol landsins. fæst hja VERSLUN ÓL. ÁMUNDASONAR. I. O. O. F. 102178%.—I. d Fundur í Versilunarmannafélagi Beykjavíkur 6. janúar 1921 kl. 9 e. h. Nýja Bíó hefir nú fengið nýja send- ing af Islandsmyndum Svenska Bio- graphtheatern og er byrjað að sýna iþær. Eru þar gullfallegar myndir frá pingvelli, Hvítá, Gullfossi og Vest- mannaieyjum. Einstakar í sinni röð eru fuglannyndirnar úr Vestmannaeyjum, og standa þær alls ekki að baki bestu dýralífsmyndum, sem sýndar hafa ver- ið hér nokkurntíma. Má eindregið ráða mönnum til að skoða þessar mynd þær eru úrvalsgóðar. Trúlofuð eru póra V. Jónsdóttir og Einár Guðmundsson bifreiðarstjóri, Spítalastíg 7. Saga Borgarættarinnar er nú komin hingað. Verður kvikmyndin sýnd á næstunni í Nýja Bíó. Karlakór K. F. XJ. M. endurtekur enn söngskemtun sína annað kvöld. — Mun mörguin það kærkomið, því að- sóknin var svo inikil í fyrri skiftin, að fjöldi fólks varð að hverfa frá. . Leikhúsið. Heimkoman var leikin í gærkveldi í fimta skifti fyrir fullu húsi. Hefir aðsóku verið ágæt að leikn- um, enda er liann þess fyllilega verður. íshúsin. ísfélagið ísbjörninn og ísfélagið við Eaxaflóa eru nú bæði að stækka íshús sín við Tjörnina, iþar sem þau undanfarna vetur hafa ekki get- að fullnægt þörfinni með íspantanir. Isbjöminn hefir látið byggja hús, sem tekur 1000—1100 smálestir af ís, en ísfélagið við Faxaflóa hús sem tekur um 700—800 smálestir. Hæstiréttur. Föstudaginn 7. þ. m. verður tekið fyrir málið: Hreppsnefnd Hvolhrepps gegn Sæmundi Oddssyni, Hjalta Jónssyni og skiftaráðandanum í R.angárvalllasýslu, f. li. dánarbús SveinS Arnasonar út af sölu jarðar- irinar Vestasta Moishvols. Jörð þessa seldi Hjalti Jónsson f. h. erfingja Ól- afs Magnússonar Sveini Árnasyni á- búanda jarðarinnar, 16. apríl 1918, fyrir 3000 kr., en Sveinn seldi hana aftur Sæmundi Oddssyni 25. maí s. á. fyrir saina verð. Hreppsnefnd Hvol- hrepps heldur því fram, áð salan til Sveins hafi að eins verið máilamyndar- sala og hafi Sæmundur vlerið hinn sanni kaupandi, og hafi Sveinn selt honum forkaupsrétt sinn, en með því Jíiafí forMaupsréttur hreppsins verið fyrir borð borinn. Eftir aukaréttar- dómi Rangárvallasýslu 28. febr. f. á. skvldu úrslit málsins vera komin undir synjimareiði Sæmundar Oddssonar. Björgunarskipið pór hefir nú los- að sig frá Grandagarðinum og byrjar n ú strandvarnirnar fyrír Suðurlandinu innan skamms. Es. Gullfoss fer héðan vestur og norður um lanð til útlanða á föstu- ðag 7. janúar kl. 10 árðegis. Flutningabif-eiðar fást leigðar, hvort sem er í tíma- eða »akkorðs«-vinnu, Allar upplýsingar gefur hr. verkstjóri Guðjón Arn- grímsson (sími 525). Hf. Kvelðúlfur. Uppboð þurkuðam saltfiski, svo serh þorski, smáfiski, ísu og ufsa verður halöið föstuðaginn 7, janúar kl. 1 e. háðegi í pakkhúsinu við Liverpool. Kartöflur góðar og óöýrar, fást í Heilöverzlun A. Guðmunðssonar. Dansleikur verður halðinn á Þrettánðakvöið í Hafnarfirði og hefst kl. 8 e. m. Veitingar fást á staðnum. í Gooð-Templarhúsinu (jósendafélag Reykjavíkur Funöur í Bárubúð fimtuðaginn 6. þ. m. kl. 81/* e. h. Umræðuefni: Kosningarnar. Nýjir félagar geta fengið skírteini við innganginn. STJÓRNIN. Peningaskápar. Fékk nú með »íslandi« nokkra Milners peningaskápa. F. Þ. J. Gunnarsson. Guðmundur Ásbjðrnsson Laugaveg 1. Sími 561 Landsins bezta úrval af IAMMALISTUM og RÖMMUM Myndir innrammaðar fljótt og vel. Hvergi einx ódýrt. KomiS og reyntít

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.