Morgunblaðið - 11.01.1921, Blaðsíða 3
M O RG UN B14 A f> (T»
3
■n og járnbrautarmálið hvað það snert-
ir, að alt verðlag er ennþá fráfælandi
Látt fvrir svo stórkoMtlegar frain-
kvæmdir. pess vegna viljum viS
einnig í fossamálunum marka stefnu
okkar með undirbúningi, se.m geti leitt
lii heppilegra framkvæmda þegar verð-
iag er lækkað og krngumstasður levfa.
L)g það má telja víst, að ef hepna-st
að hrinda af stað haganlegri fram-
kvæmd á fossavirkjan, þá verður að
því sá stuðningur fyrir framkvæmd
járnbrautarmáTsins, sem um munar.
Eg bvst við að sú spurning vakni
Ljá miirgum, hvort við hugsum til
fossaframkvæmda á laudssjoðs kostnað
þegar til kemur. pví svörum viö þannig,
að við viljum yfirleitt sem miii’St beita
iandssjóði fyrir slíkum framkvæmd-
Uffiu. Við aftökum alveg að láta lands-
sjóð fást við byggingu iðjuvera eða
iðjureksturs, sem þarf til að nota ork-
una. Það hefir ekkert ríki gert. Við
getum hugsað okkur að landssjóður
taki þátt í byggingu iðjuvereins s.jálfs
sem meðeigandi, t. d. í félagi við þá,
sem vildu taka orkuna til iðjurekst-
urs. Þó teijum við ekki vegna almenn-
ingshagsmuna neina nauðsyn á slíkri
þátt-töku landssjóðs, ef trygt er með
samningum verðlag á jþeirri raforku,
sem almenningur fær, og að öðru leyti
gerðir fullnægjandi samningar við eig-
anda. (sér’leVfisliafa) til varðveizlu á
hagsmunum ríkisins og almennings. En
við búumst við að landssjóður muni
verða, ásamt með hlutaðeigandi hér-
uoum, að taka einhvern þátt í kostn-
aði við veitutæki frá orkuverinu út
um bygðirnar fyrir raforku til al-
laenningsþarfa. '
Hugsjón fossamálsins er sú, að ein-
hverntíma í framtíðinni geti fólkið á
hverju einasta heimili þessa lands not-
ið ljóss og ils frá vatnsafli fossanna,
svo að því geti liðið vel hvernig sem
trost og stormar geysa úti fyrir. Með
því væri unninn meiri sigur á óblíðu
náttúrunnar én sögur fara af frá upji-
hafi íslands bygðar. Með því væri stig-
iS stærra spor í þá átt aS gera landiS
byggilegt, en nokkiu sinni fyr. Pyrir
sigri þeirrar hugsjónar viljum viS berj-
ast. Um stuSning í þeirri baráttu biSj-
um viS ySur, háttvirtu kjósendur.
E !. símfregni
ifá fréttaritara MorgonblaCsina
Khöfn 8. jan.
Baráttan gcgn berklaveikinni.
Aðstoðarformaður Pasteur-stofn-
"unarinnar, Calmette, sá sem fann
xtpp slöngueitur-seriímið, hefir látið
liavas-fréttastofu tilkvnna það, að
tiJraunir, sem hann hafi gert síðustu
34 mánuðina, virðist hafa borið
þann árangur,að takast. megi að gera
nautgripi ónæma fyrir berklum, með
því að sprauta í hálsæð þeirra 20
milligr. af kúaberklum ræktuðum í
samsuðu af glucprini og gulli.
Bretar og frar.
Frá London er simað, aöLloyd
Heorge hafi boðið de Valera íra-
forset.a að koma á fund sinn til
samninga. — Sinn-Feinar gruna
srjórnina um græsku; og hyggja að
þetta sé gildra, sem hún ætli að eins
að nota til þess að ná de Valera á
sitt vald.
Fjárhagur Austurríkis.
Frá Wien er símað, að húist sje
við algérðu fjárhagshruni ríkisins,
því að útgjöldin fari vaxandi.
Fiuidist hafa um 100 hellar fullir
af dýrustum fosforsúrum áburði,
og eru námur þessar taldar miljarða
króna virði.
Khöfn 9. jan.
Spa-samningarnir.
Frá Berlín er símað, að fulltrú-
av Þjóðverja hafi neitað að semja
v;ð Frakka um endurnýjiui kola-
samninganna, sem gerðir voru í Spa.
ller Banduríkjanna.
Frá Washington er símað, að her-
málanefnd öldungadeildarinnar geri
Tillögu um að minka landherinn svo
að hann verði að eins 159 þús.
manns.
Nikita. og Svdrtfelhngar.
NTkita Svartfellingakonungur
heldur eindregið fram rétti sínum
r'l konungdóms í Svartfjallalandi,
og hefir neitað að taka við eftirlaun
um þeim, sem stjórnin í Belgrad
veitti honum. Nikita var vikið frá
völdum 25. nóv. 1918 af þjóðfundi
Svartféllinga, sem samþykti sam-
eininguna við Jugo-Slavíu.
Nýr landsstjóri á Indlandi.
Frá London er símað, að Rading
lavarður, núverandi dómsmálaráð-
hérra Breta, sé skipaður landsstjóri
á Indlandi.
Gengi erlends gjaldeyris..
100 mörk þýzk........... . kr. '8.55
Sterlingspund..............— 21.88
Dollar.....................— 5.94
htoi n sin.
0t af misskilningi, sem komið
hefir fram lijá dagblöðunum hér
í bæ, skal það tekið fram, að engar
tilslakanir hafa verið gerðar frá
Reglugjörð mn sölu og úthlutun
hveitis og sykurs 25. okt. 1920, aðr-
ar en þessar:
1. siamkvæmt auglýsingu stjóm-
ariimar 29, des. f. á. þar sem úthlut-
unartímabilið er stytt úr 4 mánuð-
um í 3 mánuði. Var sú ráðstöfun
Lygð á því, að sykur lækkaði ni.jög í
verði og hveiti að nokkram mun,
•en rúgmjöl hins vegar hækkaði í
verði.
2. 1 öðru lagi varð það isamkomu-
lag milli stjómarinnar og bakiara-
félags bæjarins,að bakararnir mættu
selja hart brauð án seðia. Kökur
hefir laidrei verið ætlast til að yrði
seldar gegn seðlum.
Hve mikið hveiti bakarar fá til
bökunar af hörðu brauði eða svkri
til kökugerðar, er enn ósamið um
sbr. niðurlag 3. gr. reglugerðarinn-
ar.
Að öðru en því, sem hér er talið,
istanda ákvæði reglugerðarinnar ó-
breytt.
Það hefir valdið seðlaskrifstof-
unni miklum óþægindum, að bæj-
jarstjórnin hefir eigi auglýst hvar
bæjarmenn hefði aðgang að seðlum.
Vöruseðlaskrifsofian séndi hveiti-
og sykurseðla til hæjarstjórnarinn-
ar hér, fýrstu dagana af nóvember-
mánuði f. á. og síðan hefir 'hún
engin afskifti haft af 'þeim.
Aðfinningar þær, sem komið hafa
fram í blððunnm og hjá almenn-
ingí við úthlutun seðlanmai 'hér í
hænum er því seðlaskrifstofu lands-
stjórnarinnar með öllu óviðkomandi.
Leiðréttingu þessa bið jum vér yð-
ur að takia í heiðrað blað yðar.
Reykjavík 10. jan- 1920.
F.h. Vöruseðlaskrifstofu lands-
stjórnarinnar
Matth. Ólafsson.
Fra M Uisii mama
Buergi lægra!
Rjól, Brödr. Sraun,
Rulla,
Reyktóbak,
Reykjarpípur,
í heílösölu hjá
í .fyrradag Kéldu franibjóðendur A-
listans fund með kjósendum sínum
í Nýja Bíó. Var þar samansafnaður
svo mikill mannfjöldi að Stærsta hús
bæjarins hrökk ekki tii. IJrðu margir
frá að hverfa,
Ræður þeirra frandijóðendanna allrá
koma her í blaðinu næstu daga, og
geta því kjósendur sjálfir séð afstöðu
Iþeirra til þeirra mála. sem nú skifta
nestu máli í landinu og höfuðstaðnum.
Skal því ekkert roinst á þær, en aftur á
r.ióti drepið á ræður þeirra þriggja
’i.ianna annara, sem töluðu á fundinum.
Fyrstnr á'eftir frambjóðendiim tal-
aði Guðm. Björnsson landlæknir. Kvað
hnnn einsakt hve þessi 'þingmannsefni
htfðu verið kurteis og prúðmælt í garð
andstæðinga sinna. í ræðum þeirra
L.efði ekki verið lagt til þairra með einu
orði. Og aunað væri enn mérkilegta
við ræður þeirra, það hvað þeir væru
hófsamir í því að lofa kjósendum gulli
cg grænum skógum, eins og alt of oft
vildi hrenna við. Þeir hefðu allir meira
tg minna lient á þá iirðugleika sem
fiam undan væru, og væru ekki að gylta
framtíðina fyrir kjósendum, ef iþeir
kæmust á þing. Sérstaklega hefði ein
setning í ræðu Olafs Thors hvatt sig
til að mæla hér nokkur orð, sú, að lík-
lega vmrn örðugustu árn eftir, þó mörg
erfið væru liðin hjá. Þtítta vueri einnig
i&ín skoðun. Og þessvegna væri gagns-
lítið að vera að deila um flokka og
stjórnir á þessum og þessum tíma. Það
væri annað, sem kallaði að. Það væru
brýnustu þarfir lands og þjóðar á
hverju augnabliiki, það væri nútíminn,
og þær þrengingar, sem honum fylgdu,
strn yrði að gjalda Varhuga við. Og
tngir þeirra framhjóðenda, sem enn
hefðu komið fram, væru líklegir til
þess að taka traustum tökum á því sem
þ.yrfti að gera í auguablikinu, en ein-
pitt þeirr menn sem stæðu á A-listan-
nm.
Næstur talaði Sveinn Jónsson kaup-
rnaður. Kvað hann svo að orði, að ef
hann hefði átt að skipa stjórn lands-
ihs, þá myndi hann enga aðra hafa val-
ið en þá þrjá menn, sem A-listinn byði.
En hann hef&i breytt ráðherranöfnum,
einn yrði samgöngumálaráðherra, ann-
n bannmálaráðherra og þriðji sjávar-
útvegsráðherra. Gerðu menn góðan
róm að máli lia.ns.
Að lokum talaði Árni Pálsson bóka-
vörður. Hélt hann snjalla ræðu. Mintist.
á þingið og virðingarleysi það, sem nú
a tti sér stað um það meðal iþjóðarjnnar.
Og það af þeirri ástæðu að þingið hefði
tkki borið sjálft neina virðingu fyrir
sér. En af þessu leiddi, að 'þjóðin væri
búin að fá óbeit á öllum stjórnmálum,
allur stjórnmálaáhugi væri horfinn.
En af því stafaði hætta, En því ánægju-
legra væri að eiga nú völ á þeim mönn-
nin til þingsetu, sem engin minkun væri
R. P.
að senda iþangað, þar sem Væru fram-
bjóðendur á A-listanum. Fór hann
nokkrum orðum um þá þrjá. Benti á
h.na ágætu hæfileika Jóns Þorláksson-
ar. Sagði hanií hefði fyrstur manna
gefið sér trú á járnbraut austur í sveiit-
ir og þar með trú á alt landið. Kvað
hann Jón Þorláksson engan veifiskata
vera, géfur hans skýrar og kaldar og
skarpar og dugnaðurinn óvenjulegur.
Um E. H. Kvaran fór hann þeim orð-
i'm, að allir mundu vita, að þeir hefðu
ekki altaf staðið á sama meið í lands-
málum og stæðu e'kki enn. En |þó væri
sjer sönn ánægja að sjá hann á þingi.
Honurn þyrfti ekki að lýsa., þvi þann
inann þekti hvert mannsharii, einn
allra snjallasti ríthöf. þjpðín'inimr og
rcieð langa stjórnmáiaþátttöky að baki.
Og með tilliti til bannmálsins yrði
hann að geta þess, að hann væri sér
jitfn kærkominn á þing þrát’t fyrir
skoðanir hans á því rnáli. Því hann
lianu sagðist vilja skynsaman bann-
ii ann inn á þingið, en margt benti til
að þar hefði ekki verið mikið af þeim
áður. Um þriðjamaiminn á listanum
\æri minst að segja, hann ætti sjer
stvsta sögu að baki. En af ungirm
mölinum í þessum bæ, mundi ekki aðrir
i'. litlegri til að marka þar spor til frarn-
í.i.ra, dugnaður hans væri alkunnur og
rtsjón, og óeigingirni hans hefði meðal
aimars komið skýrt í ljós, þegar skip-
'v'S hefði verið sætum á A-lis'tann, þvi
l.ouum hefði staðið til boða miðsætið.
F,vað hann því ógiftusamlega til tak-
ast, et' þcssir menn næðu ekki kosningu.
Fundurinn fór hið hezta fram, ag
I yggjum vér að ekki hafi verið haldinn
þingmála- eða kjósendafundur hér í
Reykjavík, sem meira hefir kveðið að
eða kjósendui' farið énægðari af.
pessi kvikmynd hefir af skiljanlegum
ástæðum sætt meira umtali en nokkur
önnur mynd sem sýnd befir verið áður
hér á landi. pví efnið er íslenskt, og
það sem meira er um vert: kvikmyndin
er aS mestu leyti tekin hér á landi.
Efnið skal ekki rakið, því það mun
vera kunugt almenningi úr sögum Gunn-
ars Gunliarssonar. Meðferð efnisins er
aftur á móti aðalatriðið, og má segja
að hún hafi vel tekist, að þvi er fyrri
partinn snertir.
Ul imyndirnaar eru aðallega teknar á
pingvöllum, Revkholti, Hafnarfirði og
Keldum. Heimkynni Orlygs á Borg er
Reykholt, en Keldur eru það, sem í sög-
Leuí.
unni heitir á Hofi. Hafnarfjörður j er
kaupstaðurinn. peir sem bera uppi
fyrri part inyndarinnar eru Frederik
Jacobsen (Örlygur á Borg), Guðmund-
ur Thorsteinsson (Ormarr Orlygsson)
og Gunnar Sommerfeldt, og þó hvílir
nestur vandinn á Ormari. Frederik
Jacobsen hefir tekist að gera íslenzka
bændahöfðing.jann sérlega geðþekkan,
og er efamál hvort nokkrum útlendingi
hefði tekist betur að lifa sig inn í þann
anda, sem yfir myndinni á að ríkja.
Hið sama verður ekki sagt uin G.
Sommerfeldt. Prestnrinn hans er út-
lend „Teaterfigur“ fjarri allri raunveru.
Eðli Ormars. er margþreytilegt. Hann
nvarflar frá einu og í annað og fyrir
lionum eru torveldleikarnir til þess
eins að sigrast á þeim. pegar sigurinn
er unninn er viðfangsefnið búið fyrir
honum. G. Thorsteinsson tekst einkar
vel að sýna þennan mann og hann á
heiður skilið fyrir leik sinn í myndinni.
Honum tekst vonum framar að sýna
barn náttúrunnar, leikur hans í „Sögu
BorgarættarínnáP1 er fyrsta viðfangs-
efnið í listgreininni og hann hefir leyst
það svo vel a¥ hendi, að raun ber vitni
um, að hann gæti vænt sér mikilla. fram-
fara sem' kvikmyndaleikari. Víða var
unun að því að horfa á hann.
Hlutverk Rúnu leikur ungfrú I.
Spangsfeldt. Hún er þaulæfður leikari
og leysir hlutverkið prýðilega af hendi.
Frú Guðrún Indriðadóttir leikur lítið
hlutverk í þessum kafla myndarinnar
og fer vel með. Systir hennar, frú
Martha Indriðadóttir Kalmann hefir
einnig lítið hlutverk, sem þó verður
áhorfendum ógleymanlegt vegna góðrar
meðferðar. Og frú Stefanía leikur
skvgnu konuna gömlu, einkaathvarf
dönsku frúarinnar á Hofi. Innlenda
h.jálparliðið er upp og niður en þó má
segja að það hafi leyst hlutverk sitt vel
af hendi, þegar mest reið á, í kirkjunni
við dauða Örlygs.
Fyrri partur myndarinnar hefir tek-
ist svo vel að ánæg.julegt er að horfa á
hann. Og mun aðsóknin að myndinni
verða meiri heldur en dæmi hafa verið
til um nokkra kvikmynd er sýnd hefir
verið hér á landi.
DA6B0K
I. O. O. F. 1021119 S.t.f
□ Edda 59211117-1 a.'
Fyrirlestur um Færeyjar heldur
Wellejus ritstjóri í kveld í Iðnaðar-
mannahúsínu. Er þar mikils fróðleiks
cð vænta um nágranna okkar Færeyj-
inga og má gera ráð fyrir, að margir