Morgunblaðið - 23.01.1921, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 23.01.1921, Qupperneq 3
MOBOtTNfeLAÐFB ukl. — Uu», 1U20. Tiðin í haust og framan af vetr- innm var, eins og menn muna, óvenjulega hlý. Þetta sést einnig Ijóslega, þegar hitamælingar, sem gerðar voru hér í Reykjavik mánuð ina október, nóvember og desember 1919 eru bornar saman við hitamæl- ingar á sama tima frá árunum 1880 —1910. En öll þessi ár, að undan- teknu árinu 1905 hafa verið gerðar reglulegar hitamælingar hér i Reykj i- vik. Hlýjustu októbermánuðirnir á þessu timabili bafa verið: 1920 meðalhiti 7,6° 1908 — 7,2° 1882 — 6,9° 1898 - 6,i# 1902 — 6,o° Önnur ár kaldari i október. Síðastliðinn október hefir þvi verið hlýjasti októbermánuðurinn, er hit- inn hefir verið mældur hér i Reyk- javik, og 3,7° fyrir ofan meðallag; þvi að meðal hitinn i október er 5.9° Nóvember þessi árin: hefir verið hlýjastnr 1902 meðalhiti 3,5° . 1920 — 3,0° 1881 — 2,7° 1891 — 2,6° 1901 — 2,3° Nóvember 1920 hefir þvi verið næst hlýjasti nóvembermánuðurinn og r,9° fyrir ofan meðallag, þar sem meðalhitinn 1 nóvember telst að vera i,i°. Desember hefir verið hlýjastur Jressi árin: 1907 meðalhiti 1,7° >1890 0^1903 — i,3° 1902 — 1,2° 19200^1896 — 1,0° Á árabilinu 1880—1910 hefir desember verið 4 árin hlýjari en 1920, en þó hefir meðalhitinn i des.f 1920 verið 2,o# fyrir ofan með- alhita, sem er -f- i,o#. Ef reiknaður er út meðalhitinn fyrir þessa þ?já mánuði (okt. nóv. des.) i einu, þá kemur út, að þetta þriggja mánaða tímabil hefir verið hlýjast: 1920 meðalhiti 3,9° 1902 — 3,6° 1908 — 2,<)0 Öonur ár hefir meðalhitinn þenn- an árstima verið 2,3° og þaðan af minni. Þ. Þorlcesson. Nýlega er hafinn leiðangur til suður heimskautalanda og eru það Bretar sem gera hann út. Eru ferða- langarnir nýfarnir frá Port Stanley i Falklandseyjum með hvalveiðaskipi, sem á að flytja þá til Wedell-flóa á Suðurskautsmeginlandins. Foringi þessarar ferðar er John L. Cope og var hann læknir i siðasta leiðangri Ernest Shackleton. Verða þeir fimm saman, þar á meðal jarðfræðingur. Og kvikmyndavélar hafa þeir með sér til þess að taka myndir af þvi sem þeir sjá merkilegast. Gera þeir ráð fyrir að komast á land við Wedell-flóa i þessum mánuði og þaðan verða rannsóknarferðir farnar. Það er ekki tilgangur þessa leið- angurs að komast til suðurheimskauts- ins, heldur að rannsaka ýms land- svæði þar syðra, sem enginn maður hefir augumj litið áður. Búast þeir við að verða 18 mánuði í þessum leiðangri, en þá er svo ráð fyrir gert, að sent verði skip, með alls- konar útbdnaði, m. a. flaevélum til að sekja þá. Með þvi skipi leggur nýr leiðangur á stað soður og er gert ráð fyrir að hann verði fimm ár i ferðinni. Auk þessa hefir hinn frægi land- könnuður Sh ckleton ráðgert að fara í ferð norður i höf og leggja á stað næsta sumar. En nákvæm áætlun yrir þá ferð er ekki lögð enn. Verða þeir með honum í þvi ferðalagi mennirnir sem hér hafa verið und- anfarið, Worsley kommandör og Steenhouse skipsijóri. LEiHtiúsifljJafnarfipfli. Pað er ilt að eiga heirna í litlum bæ. J litlum bæjum eru þriingar götur, lé- leg híbýli og lágt til lofts í hugum mannanna. Um litla bæi líður örsjaldan bjarmi af hressandi hugsunum. par eru fáir griöastaöir góðum bókum. I litlum bæjum éru mennirnir því einatt a'S minka. Fyrii' því er jafnan ástæöa til aö geta, þess, og gleðjast yfir því, þá er einhverjir gerast til þess aö brjóta ís- inn, og sýna mönnum það sem þeir hafa gott af aö sjá, og segja þeim það sem þeir þurfa aö heyra. petta hafa að minni hyggju nokkrir ötulir menn gert, meö því aö leika hér leikritið „Almanna rómur“ eftir Stein Sigurösson. Höf. er Hafnfirðingur, hefir búið hér um noltkur ár. Hefir hann áöur fengist við leiksmíö, og í hitteöfyrra var leikiö eftir hann hér leikritið „Afltaugar kær- !eikans“, einkennilegur ogramíslenzkur leikur, er sýndi viöureign hins gamla og nýja tíma. Og nú kemur „Almannarómur". Höf. hefir leitast við að sýna, hve voldugt afl almannarómur sé; hversu ómögulegt er að forðast vald hans. — Hins vegar sýnir það bjartsýni höf. og trú á hið góða í manneðlinu, að hann lætur að lokum sannleikann sigra, og almenningsálitið skipa sér undir merki hans. pað eru einkum tvær persónur, sem standa manni skýrar fyrir augum, eftir að hafa horft á leikinn. Dr. Hansen, hinn vitri góðgjarni maður, sem stendur eins og klettur úr hafinu, hafinn yfir alla dagdóma og dægurþras, — og póra vatnskerling, ef til vill alveg einstæð persóna í öllu því, sem ritað hefir verið á íslenzku. Hún er slúðrið, klætt holdi og blóði. Finst sjálfri hún vera orðvar- asta manneskja undir sólunni, en spúir þó eitri og ólyf jan í alt og alla. pykist aldrei mega staðar nema fyrir önnnm, en hangir þó öllum stundum og slúðrar. F.n leikurinn er fyrst og fremst skop- leikur, og fyndni höf. er öllum kunn, er séð hafa „Afltaugar kærleikans“. pað ber líka æði mikið á henni í þess- um leik og hnútur þær, er hann lætur sumar persónur sínar rétta himun og þessum ofur hógværlega, eru ekki svikn- ar. Og háðið er gott til þess að hreinsa til — í litlum bæ. XJm meðferð einstakra hlutverka er það að segja, að hún má yfirleitt heita góð. Dr. Hansen er vel leikinn af hr. urkkfá etaoinh etaoin shrdlu æyp fm Jóni B. Péturssyni. Sigrún fóstnrdóttir ir hans, ung stúlka, er ef til vill helsti daufgerð og blælítil (ungfrú puríður Vigfúsdóttir. Jafet næturvörður (hr. Jón Einarsson) og Halla kona hans (frú Marín Jónsdóttir) eru og vel leik- in, einkuin Halla. Og ekki má gleyma póru. Hún er ágætlega leikin af frú Guðrúnu Ein- arsdóttur. Tómas (Jakob A. Sigurðsson) og Gunnar stúdent (hr. Gísli Sigurgeirs- son) voru einnig allvel leiknir. Einkum var það sýnilegt um hinn síðari, að hann hafði lagt alúð við hlutverk sitt. l’m hinn (hr. Jak. A. Sigurðsson) er það að segja, að gjaman hefði mátt kenna meiri karlmensku í leik bans. —1 pá er enn að geta porláks, sonar nætur- varðarins (hr. Kristján Sigurðsson). Er það grannvitur uuglingur, hávær Og gasprari mikill og segir margt smell- ið þó. Ekki er hann sneiddur allri greind og gerist að lokum drengur góður. Bæði hðf. óg þeir menn, sem gengist hafa fyrir leik þessum eiga þakkir skildar fyrir starf sitt. pað er hressandi að kóma í leikhúsið í Hafnarfirði, þótt lítið sé. Leikhúsgestur. Erl. símfregnir frá fréttaritara MorgunblaSsins Khöfn 21. jan. Skaðabótagreiðslur Þjóðverja til Bandamanna. .. Parísarblaðið Matin skýrir svo frá, að sérfræðingar bandamanna krefjist þess, að Þýzkaland greiði þrjá mil- jarða marka í gulli og vörum á næstu 5 árum. — Þegar Þýzkaland hefir samþykt þá kröfu fær það fyrst að vita alla upphæð skaðabótanna. sem það á að greiða. Til mála hefir komið að bandamenn veiti Þjóðverjum þær íviln- anir, að krefjast ekki þeirra kaup- skipa sem þeir eiga enn eftir að lá'ta af hendi, en þau hera samtals 300,000 smálestir. DAGB0K □ Edds 392112s6*/a = 7 ' Madame Dubarry heitir xuynd sem Gamla Bio ætlar að sýna í dag og næstu daga. Var mynd þessi sýnd í þrjá mán- uði í Kaupmannahöfn. Aðalhlutverkið leikur hin fræga leikkona Pola Negri, sem állir muna eftir síðan Carmen var sýnd. Allir sem sán Carmen hljóta að mnna hve snildarlega Pola Negrn léysti hlntverk sitt af hendi, enda er hún orð- in fræg um allan heim fyrir fegurð sína og leiklist. Má búast við mjög mik- illi aðsókn að þessari mynd því þetta mun vera með bestu myndum sem hér hafa sést. Sterling fór 20. (þ. m. frá Khöfn til Leith og þaðan austur og norðnr um land hingað til Reykjavíkur. Tek- ur skipið þingmenn utan af landi í þess ari ferð. Jafnaðarmaður svokallaður þykkist yfir því, í Alþbl. nýlega að Morgun- hlaðið telur það „miður kvenlegt“ að kalla ,lýgi!“ fram 'í ræður manna, og telur kvenfólkið smánað með þessn, og ætlar að snna ölln upp í kosningabeitu fyrir B-listann. En líklega verða þær fremur fáar konurnar, sem vilja bíta á öngulinn sem vott nm reiði sína yfir þeirri smánun að orðbragðið skyldi ekki vera talið kvenlegt! Gtillfoss fór frá Seyðisfirði í fyrra- kvöld fullfermdnr áleiðis til Leith og Khafnar. Lagarfoss. kom í fyrrakvöld til New York. Borg fór í gær frá Vestmannaeyjum hingað til Reykjavíkur. Villemoes fer hinn 25. þ. m. frá Khöfn hingað til Reykjavíkur. Keiuur skipið við 1 Englandi. II iienlasam l Hn. Sigurður Jóliannesson skipstjóri 136 kr. Sig. Ó. Lárusson sóknarprestnr 400 kr. Sig. Kristmundsson sjómaður 100 kr. Skiili Skúlason skipstjóri 160 kr. Soffía Sigurðsson ekkjufrú 160 kr. Stefán Jónsson skólastjóri 300 kr. Stefán Kristjánsson smiður 140 kr. Sveinb.jörn Bjamason skipstjóri 100 kr. Sveinn Brýnjólfsson stýrimaðnr 175 kr. Sæm. Halldórsson kanpmaður 4.300 kr. Tómas Bjarnason sjómaönr 120 ki. Tang & Riis verzlun 9.800 kr. Valdi- mar Jóhannesson verkamaður 140 kr. Valgrímur Signrðsson póstm. 100 kr. W. Th. Möller póstafgreiðslum. 260 kr. porsteinn Brynjólfsson frá Fagradal 100 kr. porvarður Einarsson verkstjÓTÍ 130 kr. Hér eru talin útsvör er nema 100 kr. Útsvörin alls rúm 38 þtis. krónur. — Gjaldendur alls um 230. Þ]óðmenja8afnið danska er í húsnæðisvandræðum, þvi viðauk- ar þeir sem safninu áskotnast ár lega eru svo rnrfclir, að húsnæði þess, sem áður var mjög gott er nú að þrotum komið Var nefnd manna skipuð árið 1917 til þess að gera tillögur um nýja safn- byggingu og befir hún nú skilað áliti sinu. É'r þar lágt til, að »Ka8tellet« i Kaupmannah verði endurbætt og gert úr því Þjóð- menjasafnshús. — Myndin sýnir hina nýju safnbyggingu, eins og verkfræðingar nefndarinnar hafa gert ráð fyrir að hún verði. -----O----- I Stlllsllli í desember 1920. Agúst pórarinsson verzlstj. 750 kr. ( Árni P. Jónsson kaupm. 420 kr. Ámi Snæbjörnsson kaupm. 325 kr. Andrés Grímúlfsson frá Hrappsey 175 kr. Ant- t on Christensen lyfsali 2200 kr. Breiða- fjarðarbáturinn h.f. 800 kr. Ebeneser Sivertsen snikkari 200 kr. Eggert Egg- ertsson óðalsbóndi 260 kr. Einar J6- hannsson skipstj. 175 kr. Einar Vigfús- son bakari 200 kr. Gísli Gíslason skipstj. 125 kr. Guðm. Guðmundsson héraðs- Bpuninnjcorti. Eins og menn muna, brann stór hluti af horginni Cork á írlandi í fyrra mán- uði. Hafa ýmsar skoðanir verið uppi á teningnum um það, hverjir væro valdir að brunanum. Stjómarheriun ! hefir fullyrt, að eldnrinn hafi komið upp af völdum Sinn-feina, en þeir halda því aftur á móti fram, að það hafi verið gert í hefndarskyni af hálfn enskra yfirvalda. En alt til þessa hefir ekkert sannast um það, hvernig eldur- inn hefir komið upp. Sagt er í erlendum blöðum, að Cork líkist nú hæjnm í Norður-Frakklandi í styrjöldinni. Alstaðar megi líta rjúk- andi rústir og hranin hús. — 300 byggf- ingar bruniju og 1200 manns urðu hú»- viltir. Skaðinn er metinn um 7—11 miljónir sterlingspunda. Fjöldi vá- tryggingarfélaga, sem þessi hús höfðn verið vátrygð í, em sögð gjaldþrota. Og sagðar em mjög slæmar horfnr & því, að vátryggingarfélög fáist til að sinna brunatryggingum í frlandi, meö- | an ekki er fullkomlega stilt til friðar ; þar . —-------O--------- læknir 1000 kr. Guðm. Gnðmundsson frá Gvendareyjum 275 kr. Guðm. Jóhanns- son verkamaður 130 kr. Guðm. Jóns- son kaupfélagsstj. 100 kr. Guðrún Bjiimsdóttir ekkjnfrú 100 kr. Gunnar R. Halldórsson fnlltrúi 300 kr. Hannes Jónsson dýralæknir 675 kr. Hannes Stefánsson skipstjóri 150 kr. Hjortnr Ógmundsson íshússtj. 115 kr. íshúsfélag Stykkishólms 200 kr. ísleifur Jónsson frá Dagverðamesi 200 kr. Jónína Jóns- dóttir ekkjufrú 260 kr. Jón G. Eyjólfs- son frá Ögri 200 kr. Jón Guðmundsson veitingam. 250 kr. Jón Magnússon hafnsögumaður 150 kr. Jón Skúlason skipstj. 200 kr. Jósef H. Jónsson bókb. 115 kr. Kaupfélag Verkamanna 1500 kr. Kristján Magnússon frá Fögruhlíð 150 kr. Kristmann Jóhannsson skipstj. 175 kr. Kveldúlfur h.f. íshúsið 200 kr. Magnús Magnússon kaupmaður 280 kr. Níels J. Breiðfjörð óðalsbóndi 225 kr. Oddg. Jóhannsson bókhaldari 100 kr. Oddnr Valentínusson skipstjóri 175 kr. Ólafur Jóhannsson frá Ólafsey 400 kr. Ólafur Jónsson vitavörður frá Elliðaey 400 kr. Ólafur M. Sigurðsson snikkari 225 kr. Páll V. Bjamason sýslum. 850 kr. Pétnr Ó. Lárasson bókhaldari 275 kr. Rannv. Jónsdóttir kaupkona 1000' kr. Rögnvaldur Lárasson skipasmiður I 180 kr. Siggeir Bjömson skipstjóri 100 ! kr. Sigurður Ágústsson bókh. 250 kr. Hisloli i iaidL Eins og getið hefir verið nm hér í blaðinu, stendur til að stofnaðnr verði háskóli á Jótlandi. Hefir nefnd manna verið falið að nndir búa allar framkvæmdir í málinu. Einstaka rödd í Danmörku hefir bent á, að fjárhagur landsins væri ekki á þá lund nú, að tiltækilegt vari að leggja út í þannkostnað, sem fylgdi háskólastofnun. En aftur balda aðrir því fram, og það nafn- knnnir háskólamenn, að háskóli á Jotlandi væri ekki einungis æskileg- u_, heldur og nauðsynlegur. Á meðal jóskra meðlima þessarar nefndar, ríkir mjög mikill áhugi á því að hrynda þessu máli áfram hið fyrsta. Þó telja sum dönsku blöðin, að sú eining muni fara út um þúfur, þegar farið verður að ákveða hvar háskólinn skuli standa. Enn þá hefir ekkert verið nm það itttt af alvöru. Á þeim fundum, sem nefndin hefir haldið, hafa umræður aðallega snúist um fjárhagshlið málsins. ------«----- —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.