Morgunblaðið - 25.01.1921, Side 3
MORGUNBLAf»f«
inum, að fást við skýringu og
könnun á »fjölbreyttasta manni
þessar fjölbreyttu aldar«.
En höfundurinn gerir meira
en skýra Snorra, verk bans og
starfsaðferðir Hann skýrir líka
íslenzka sagnaritun yfirleitt á
þessum tíraum, stefnur hennar
og áhrif þau, sem hún varð fyrir
og hafði. Er sá kaflinn einhver
merkilegasti í allri bókinni. Sézt
á honum meðal annars, hve höf-
undinum er sýnt um að fá les-
endur til að hugsa með sér.
Mundu menn ekki fara erindis-
leysu, þó sá kaflinn væri lesinn
tvisvar eða þrisvar.
En þó er síðasti kaflinn, »Yflr-
lit«, beztur. Þar getur höfundur
sveigt mest frá visindunum og
helgað listinni einni frásögnina.
Er sá kafli djúphugsaður og
anildarlega skrifaður. Manni
dettur í hug, er maður les hann,
það sem stepdur á einum stað í
bókinni: »í höndum sumra höf-
unda tekur alt á sig Ijóma.* —
Ekki væri undarlegt, þó islenzk
alþýða tæki þessari bók tveim
höndum. Hún skýrir svo ná-
kvæmlega þann manninn, sem
mörgum gáfuðum alþýðumanni
hefir verið tíðbugsað um. Og
þeim, eem Snorri hefir verið eins
og lokuð bók, gefst nú tækifæri
til að kynnast honum, og um
leið að heyra gný af byltingum
merkilegasta tímabils þjóðarinnar.
J. B.
**> ' %: 5^
í fyrradag kl. 2% héldu frambjóð-
eudur A-listans fund í Nýja Bíó og
^oru þangað allir boðnir og velkomnir,
^ftir því sem rúm leyfði. Voru bekkir
aflir setnir og fjöldi manns stóð, svo
gera má ráð fyrir að um 600 manns
háfi verið samankomnir á fundi þess-
ttill.
framkomu andstæðingablaðauna, eink-
um Vísis, gegn þeim frambjóðendum,
og gerði samanburð á stefnum lista
þeirra, sem fram hafa komið undir
kosningarnar. En Ólafur Thors talaði
um fjarhagsastandið í landinu, hvers
vegna fjárkreppan væri fram komin og
horfurnar í framtíðinni. Varð hann
að takmarka mjög mál sitt, vegna þess
að fundartími var mjög takmarkaður,
og þrír fylgismenn B-listans, sem á
fundinum voru, þeir Ingimar Jónsson,
Héðinn Valdimarsson og Ólafur Prið-
riksson höfðu beðið um orðið. Var
tími þeirra mjög takmarkaður og mátti
því búast við, að það yrði kjarngott,
sem þeir segðu. Talaði Ingimar um
landsverslun, en Héðinn lagði spuming
ar fyrir áheyrendur. Ólafur talaði um
alt og ekkert og lék samtímis. Svöruðu
Jón Þorláksson og Ólafur Thors þeim
og fórust þeim síðarnefnda svo orð,
að í þetta skifti hefði farið sem endra-
nær, er (þeir töluðu Ingimar, Héðinn
og Ó. F., að svara þyrfti þeim Ingimar
og Héðni, en Ólafi þyrfti aldrei að
svara. Gaf Ólafur Héðni góð svör og
gild og fóru B-in jþrjú mjö halloka á
fundinum. En C-in þögðu.
I Laugarnesi héldu frambjóðendur
enn fremur fund í fyrradag og segist
framb.jóðendum A-listans svo frá, að
ánægjulegt hafi verið að sitja hann,
og dáðst að jþeim áhuga og eftirtekt,
sem fundarmenn hafi sýnt.
Að kveldi sama dags var kvennafund
ur haldinn í Báruhúsinu að tilhlutun
Kvenréttindafélagsins og töluðu þar all
ir frambjóðendur. Báru undirtektir
fundarins undir mál A-listaframbjóð-
endanna þess vott, að Iistinn á drjúgt
fylgi hjá kvenkjósendum í bænum. —
Á fundi B-listans á laugardagskvöldið
var var einnig talað úr flokki frambjóð
enda A-listans og gerður að ágætur
rómur.
Fundir þessir hafa sýnt það Ijós-
iega, að A-listinn á víða hauk í horni,
hjá andstæðingaflokkunum. Fylgi
hans er alstaða nema hjá mönnum,
sem hafa einkunnarorðin: „Eg er ekki
kominn hingað til þess að látast sann-
f ærast' ‘.
Jón Þorláksson talaði fyrstur og
mintist á afstöðu A-listans til þing-
Qokka og stjórnarinnar. Sýndi hann
fram á, að óviturlegt væri að lofa þv'í
fyrir fram að berjast fyrir falli stjórn-
arinnar, eins og flokkum væri nú hátt-
að á alþingi. Þingið * væri í rauninni
skipað fjórum flokkum og af þeim
hefði að eins einn verið í beinni and-
stöðu við stjórnina á síðasta þingi, sem
sé flokkur Sigurðar Eggerz. En ekki
ttmndu þeir frambjóðendur A-listans
vera fúsir að lyfta honum npp í ráð-
herraaessinn. Alt hlyti að verða undir
því komis hvernig málum iskipaðist
þegar á þing kæmi, og hvað snerti af-
stöðu þeirra frambjóðendanna, þá yrði
hún, eins og áður hefði verið tekið
fram, undir því komin, hvort sam-
vinnu yrði auðið við stjórnina í þeirra
áhugamálum. Þá talaði hann um ein-
akunarstefnuna og frumvörp þau, sem
stjórnin mun ætla sér að leggja- fyrir
komanda alþingi. Taldi hann frum-
vörp þessi ekki framkomin fyrir neina
brýna nanðsyn og stefnan væri var-
hugaverð. Skýrði hann málið með Ijós-
ttm dæmum úr reynslu annara þjóða og
benti á ýmsa galla, m. a. að það væri
algild regla að vörur þær, sem einka-
sala væri á, væri jafnan verri en aðrar
°g verðið hærra. Frjáls samkepni og
frjáls verslun væri sú stefna, sem af-
farasælust væri í viðskiftamálum.
Varð enginn til að hrekja þessi um-
hiæli.
Einar H. Kvaran mintist m. a. á
Heimilisiðnaðarfélagið sýndi um
síðastliðna helgi muni þá, sem
unnir hafa verið á námsskeiði
félagsins nú í vetur. Var unnið
í 6 vikur, 12 stundir á viku 10
nemendur tóku þátt í námsskeið-
inu.
A sýningunni, sem haldin var
í Búnaðarfélagshúsinu voru marg
ir eigulegir munir, og furða hve
miklu nemendurnir höfðu komið
í verk á ekki lengri tíma. Flest-
ir voru hlutirnir úr basti og tág-
um, svo sem mottur og mynda-
rammar, körfur smáar og stórar,
að ógleymdum bastskónum, sem
allir vildu eiga. Nokkuð var og
unnið úr hrosshári, t. d. gólf-
tnotta, afarsterk að sjá, og má
óhætt fullyrða að þar er íslenzkt
efm, sem úr má vinna marga
nothæfa hluti, og getur það stund-
um komið í stað bastsins, svo
sem í mottur, skó og fléttur í
ýmiskonar hluti. — Þar voru og
allmargar burstategundir og var
hrosshár í flestum þeirra.
Nokkuð var af inniskóm, bæði
úr klæði (með selskinnssólum),
flaueli og striga og loks voru
spjaldofin bönd og er vel farið
að reynt er að halda uppi svo
göfugri og gamalli iðn. Kennari
i spjaldvefnaðinum var frú Guð-
rún Þorláksiióttir. Hverfisgötu 86,
en hinar námsgreinarnar allar
kendi frú Herdís Jakobsdóttir,
Lindargötu 20
Félagið hafði langað til að
koma á nárasskeiði í vefnaði, en
sökum húsnæðisvandraiðanna hér
í böfuðstaðnum, sér það sér ekki
fært að koraa því á að sinni, en
greiða vill það fyrir þeim, sem
eiga vefstól heima fyrir, en hafa
ekki tök á þvi að afla sér efnis
eða ýmsra áhalda, er þurfa við
uppsetning á vef o fl. Félagið
pantar og fyrir þá er óska þess
efni og áböld til heimilisiðnaðar.
MI Nttri.
Þó tvö ár séu liðin síðan frið-
ur komst á, virðist lítið rakna úr
vandræðum þeim sem þjóðirnar
hafa bakað sér með styrjöldinni.
Hungurfréttir berast sí og æ frá
þeim þjóðunum, sem undir urðu
í viðureigninni og á það einkum
við um Austurríki. I Þýskalandi
er ekki talið að menn svelti, en
samanburður sá, sem birtur er á
myndinni sýnir þó, að ólíkt er að
lifa í Þýzkalandi nú eða það var
fyrir striðið. Sést þar vikuskamt-
urinn sem kemur á hvern ein
stakling af feitmeti, brauði eggj-
um, sykri og mjólk Og þó eiga
sumar matvörur, sem Þjóðverjar
fá nú, ekki nema nafnið sameig-
inlegt með þe m, sem voru fyrir
stríðið. Feitmetið er blandað
vatni, og brauðið með hrati í.
191 3. 1920
Gewuhe 3ks
M &
oko. Kartc jg|
Á þessari mynd sjást þær mat-
vörur, sem skamturinn hefir ver-
ið aukinn af, síðan fyrir stríðið.
En sú aukning er svo lítill, að
þegar myndirnar eru bornar sam-
an sést það Ijóslega, að almenn-
ingur fær hvorki eius mikla né
góða fæðu eins og áður, og að
margur maðurinn er því enn í
hálfsvelti í landinu.
Nefnd situr nú á rökstólum til
þess að athuga mentamál vor
og koma fram með tillögur til
breytinga á þeim. — Þegar frétt-
ist um skipun nefndar þessarar,
bjuggust menn við því, að tekið
yrði að ræða mentamái vor með
áhuga í blöðunum, en sárlitið
hefir enn sézt ritað um málin
síðan, og er það ekki vel farið,
því of seint er að koma fram
með tillögur síuar þegar nefndm
hefir lokið störfum. Það er ekki
nema eðlilegt að nefndarmenn
irnir segi við þá, sem eitthvað
hafa til brunns að bera i málurn
þessum, líkt og gömlu prestarnir
sögðu forðum við hátíðlegt tæki-
færi: »Segi menn til í tíma«.
Það er engum efa undirorpið,
að mentamálin eru þau mál
þjóðarinnar, sem viðtækasta þýð-
ingu hafa fyrir þjóðlífið á kom-
andi tið. Þau snerta alla karla
og konur, æðri sem lægri, eldri
sem yngri. Það hlýtur því ávalt
að skifta miklu, að skipulag
þeirra sé hagkvæmt og hæfi vel
því menningarstigi, sem þjóðin
lifir á, en bendi jafnan áfram á
brautinni til meiri þroska. Að
visu getur enginn búist við því,
að hið ytra skipulag málanna
getí bætt úr innri göllum sem á
þeim eru, nó veitt li.fi og fjöri í
raálin. Nei, slíkar endurbætur
verða að spretta innan að úr sál-
arlífi þeirra manna, sem með
framkvæmd málanna fara. Skipu
lagið getur aldrel orðið annað en
andlausar umbúðir. En eins og
það skiftir miklu fyrir líf vort
og heilsu, að klæðnaður vor sé
hollur og laglegur, eíns skiftir
það miklu fyrir viðgang fræðslu-
málanna, að löggjöfin sé hag-
kvæm, hefti ekki eðlilegan vöxt
og þroska, heldur efli hann og
bendi í réttar áttir. Það er þvi
mjög þýðingarmikið hlutverk,
sem mentamálanefndinni er falið
að inna af hendi, bæði af því,
að tillögur nefndarinnar munu
móta mjög afgreiðslu málanna frá
þinginu, og af því, að búast má
við, að þjóðin búi nm langt skeið
að því fyrirkomulagi, sem nú
verður tekið; enda eru tíðar
breytingar á þessum mikilvægu
málum óhollar fyrir þjóðlífið.
Af þessari ástæðu hef eg tekið
pennan til þess að koma fram
með nokkrar athugasemdir og
og bendingar.
Megingallinn. Síðan fræðslu-
lögin komu í gildi, hafa árlega
heyrst ýmsar raddir um það,
hve afarmiklir gallar séu á
fræðslufyrirkomulaginu, sérstak-
lega að því er barnafræðsluna
snertir og hinn almenna menta-
skóla. Hefir hlífðarlaust verið
borið i brestina, og einnig stund-
um bent á leiðir til breytinga,
þótt mjög vafasamt sé hvort þær
yrðu til bóta, eða hvort þær yrðu
framkvæmanlegar vegna kostn-
aðar. Vil eg t. d. nefna heima-
W*
—— ............ ■-■■■•- ■ ' -#>«» .
vistarskóla í sveitum handa börn-
um En það hygg eg, að marg-
ir þeir, sem hæst hafa talað i
þessu efni, hafi ekki gert sér ítar-
lega grein fyrir því, í hverju
megingalliun á fræðslumálum vor-
um er fólginn. Að rniiini liyggju
er hann ekki fólginn i ýmsum
smá misfellum, sem á ytra skip-
ulagi fræðamálanna kunna
að vera, heldur í því, hve
mikil einstrengingsáherzla, er og
hefir verið, lögð á að þroska að
eius einn þátt sálarlíl'sins o:
þekkinguna. Það virðist svo, að
menn hafi gleymt því að niestu,
bæði við löggjafarstarfið og fram-
kvæmd málanna, að sálarlíf vort
er þripætt, ef eg má kveða svo
að orði. — Það er samþætt af
þekkingu. tilfinningu og vilja.
Hugsjónarmarkmiðið, sem vór
stefnum að, er að verða sannir
meun, og með uppeldinu og fræðsl-
unni erum vér að beina æsku-
manninum á brautina að þessu
markmiði, og hjálpa honum á-
fram á henní. — Er það nú eðli-
legt að vel gangi að nálgast
þetta markmið, ef vér vanrækj-
um að efla tvo þætti sálarlifsins
tilfinninguna og viljanD. Þekk-
ingin er að vísu þýðingarmikil í
llfsbaráttu vorri, en einhlýt er
er hún ekki til þess að vér get-
um orð ð góðir menn. Það er
engu síður áríðandi að glæða
tilfinninguna fyrir því fagra'
sanna og góða og hvetja viljann
til starfa og stiíðs. Guð hefir
ekki gleymt að gefa þessum
þáttum sálarlífs vors viðfangs-
efni. Er ekki fegurðin hver-
vetna letruð fyrir augum vorum,
jafnt i fiostrósura vetrarins og
hinu fagra blómskrúði sumars-
ins, og hvaða gæði lífsins öðl-
umst vér án þess að vilja þau?
Inn á þessa braut þurfum vér
að komast með fræðslumál vor.
Vér þurfura að kosta kapps um
að þroska alla þætti sáiarlífsins
i sem beztu samræmi.
Frh.
Málaferli standa nú yfir í Berlín út
af útgáfu þriðja bindis af „endurminn-
ingum“ er Bismarck hefir látið eftir
sig. Eru tvö fyrstu bindin komin út
fyrir löngu, en í þriðja bindinu ern
ýms bréf frá Vilhjálmi þýzkalands-
keisara, sem hönum þykja ekki hentug
til birtingar. Hefir hann því fengið
yfirréttinn í Wiirtenberg til að banna
útgáfu ritsins, en sá réttur getur ekki
a‘ð lögum bannað útgáfuna annarstaðar
en í því fylki. pess vegna hefir málið
komist fyrir landsréttinn í Berlín og
þar er það nú á döfinni.
Málsvari keisarans heldur því fram,
að bréfin frá Vilhjálmi II verði ekki
birt nema með leyfi hans sjálfs, og að
það sé hann, sem á útgáfuréttinn að
þeim en ekki Bismarck. Aftur á móti
heldur málafœrslumaður forlagsins því
fram, að bréfin séu ekki rituð með
hendi keisarans, nema að eins nafnið
undir þeim, og því hafi bvéfin verið
tvíniælalaus eign Bismarcks, og engiim
geti bannað erfingjum hans að birta
þau.
Er úrslita dómsins beöið með hinni
mestu eftirvæntingu, því búist er við,
að efni bréfanna kasti skugga á keis-
arann.
--------—0.--------r--.