Morgunblaðið - 11.03.1921, Síða 4
4
MORGUNBLAÐID
pá hófst þriðji þáttur sennu þeirrar,
sem staöið hefir um landhelgisgæsluna
undanfarna daga og töluðu Bjarni Jóns
son, forsætisráðherra, Hákon í Haga,
Gunnar SigurSsson, forsætisráðherra,
Magnús Jónsson, Pétur Ottesen og Jón
porláksson. Urðu umræður hinar snörp-
ustu og þóttu ráðherramir bíta vask-
lega frá sér, „eftir atvikum“. Útdrátt-
ur af umræðum þessum öllum kemur
í blaðinu á morgun.
ÐAGBOK
I. O. 0. F. 1023118y2—0.
Ujálparstöð ,JAknar“ fyrir berkla-
veika i Sambandshúsinu er opin:
Mánudaga .. kl. 11—12 árd.
priðjudaga .. — 5—6 síðd.
Miðvikudaga —- 3—4 síðd.
Föstudaga .. — 5—6 síðd.
Laugardaga .. — 3—4 síðd.
Sameiginlegur fundur Septímu og
Reykjavíkurdeildar Guðspekisfélagsins
í kvöld. — Áríðandi fundarefni.
Verslunarmannafélagið Merkúr held-
ur hina árlegu dansskemtun sína á laug-
ardagskvöldið í Iðnó. Búast má við
góðri skemtun eins og fyr á dansleikum
þess félags.
Vegna söngskemtunar Benedikts Árna
sonar í kvöld í nýja Bíó kl. iy2 byrjar
sýning þar kl. 9 (en ekki 8y2 eins og
vant er).
Dansleikur íþróttafélagsins hefst kl.
9 í kvöld. Húsinu mun verða lokað frá
klukkan 9y2—101^ og ættu menn því
að koma stundvíslega, en ekki eins og
tíðkast hér venjulega að dansgestir
koma ekki fyr en löngu eftir að dans-
leikurinn hefst.
TJm sólskinslækningar flytur Gunnl.
Claessen fyrirlestur í Nýja Bíó á sunnu-
daginn kl. 3. Verða skuggamyndir með
fyrirlestrinum. Br hann fluttur að til-
hlutun Bandalags kvenna og gengur
ágóðinn af honum til berklahælisbygg-
ingar á Norðurlandi.
Aðsókn var ágæt að síðari skemtun
Bandalags kvenna í fyrrakvöld. Leggur
félagið fram mikla fyrirhöfn til þess
að afla berklahælisbyggingunni fjár.
Og hafa bæjarbúar brugðist vel við
þessari f jársöfnun eins og vænta mátti.
Mentaskólinn. Nýlega hefir verið
samþykt á fundi skólamanna tillaga þess
efnis, að Mentaskólinn skuli verða ó-
skiftur lærðiskóli. Var þar feld tillaga
um að fresta aðgerðum þingsins í mál-
inu í þetta sinn. — Umræður og skrif
um þetta mál hafa verið mikil, og er
þeim sennilega ekki lokið enn.
Villemoes kom með kol frá Englandi
í gærmorgun. Skipið kom með póst.
ísland kom til Færeyja í gærmorgun
og fer þaðan væntanlega í kvöld.
Klukkubaujan af Akureyjarrifi slitn-
aði upp í norðanrokinu fyrir rúmri
viku og rak hana suður á Vatnsleysu-
strönd. Var hún sótt þangað í gær og
bíður nú aðgerðar á steinbryggjunni.
Fyrirlestur þann, sem Rudolph Kin-
sky stúdent frá Vín ætlaði að halda fyr-
ir nokkru, um ástandið í Austurríki,
ætlar hann að halda annað kveld, í
Nýja Bíó.
Handvagn
Notaður handvagn óskast til
kaups. Tilboð merkt »Vagn«
rneð tilteknu veiði sendist Mbl.
Kyndarar.
Allir þeir sem eru vanir kynd-
arar eru vinsamlega beðnir að
mœta í Bárunni uppi í kvöld kl.
8.
Herbergi
án hiisgagna óskast til leigu
Tilboð með ieiguupphæð sendist
Morgunbl merkt: Herbergi án
hú8gagna.
Fyrirlestur
með skuggamyndum, nm srlHkln-Iæknini »»• flytur Gnnnl. I
C'aeneo, læknir, á sunnudaginn 13. þ. m. kl. 3 í Nýja Bíó að I
tilhlutun Bandalags kvenna, til ágóða fyrir berklahæli á n&rður-
landi.
Aðgöngumiðar seldir á laugardag í bókaverzlun ísafoldar
Ársæls Árnasonar og á sunnudaginn i Nýja Bíó og kosta 2 krónur
Vinnan lækkarl Varan lækkari
SEROS Ðlautsápa
Kostar nú aöeins kr. 2,05 kilo. Fæstíflestum verzlunum
í Reykjavík.
Aðalútsala hjá Sigurjóni.
Frú Stefanía Guðmundsdóttir.
er altaf að leika meðal íslendinga
vestra. Hefir áður verið getið um þær
ágætu viðtökur, sem hún fekk þar, og
ummæli blaðanna um leik hennar í
„Kinnarhvolssystrum' ‘. Auk þess sem
það leikrit var sýnt í Winnipeg var það
sýnt víðsvegar í íslendingabygðum. í
byrjun síðasta mánaðar byrjaði frúin
að sýna tvo smáleiki, „Malarakonan í
Marly“ og „Gleðilegt surnar" eftir Guð-
mund Guðmundsson skáld og næsti leik-
urinn sem tekinn verður er „ímyndunar-
veikin' ‘ eftir Moliere.
porrablót
hélt félagið ,,Helgi magri“ í vetur eins
og venja hefirverið undanfarin ár. Var
þar á boðstólum hangiket og harðfisk-
ur og annað ramíslenskt góðgæti. Ágóð-
ann af samkomunni ætlaði félagið að
gefa til s.júkrahússins ú Akureyri.
I Torfnesiandið.
fæst í
IHlAii HDIGS
Sími 228.
Hi Binar léreftstuskur ávalt keyptar
hæsta verði í ísafoldarprentsmiðju h.í
Stærsta og besta síldarsöltunarstöðin á ísafirði er til sölu
fyrir hálfvirði.
Eignin liggur þétt við kaupstaðinn og auk þesa sem hún
er hentug til hverekonar starfrækslu hlýtur hún stöðugt að hækka
i verði og er því hér um sérstakt tækifærískaup að ræða et *am-
ð er tyrir 20. þ m.
Isafirði 6. marz 1921
Sigurjón Jónsson.
Iðlil
vil eg kaupa
Uilh. Finsen ritsljóri.
Islands Adressebog 1921
er kömin út og fæst hjá bóksölum og á afgreiðslu
Morgunblaðsins.
Bókin er ómissanði öllum kaupsýslumönnnum.
Hreinar léreftstuskur ávalt keyptar
hæsta verði í ísafoldarprentsmiðju h.f.
c3asf aó avglýsa i cfflorgunBlaéinu.
— 18 —
en haim stakk þessu kunnáttuleysi bak við eyrað og hélt
áfram.
„Hvað þarf eg að læra lengi til þess að komast á há-
■skólann f' spurði hann.
Hún brosti hughreystandi, því henni þótti vænt urn,
að hann skyldi hafa löngun til þess að afla sér fræðslu.
„Ja, það er komið undir því hvað mikið þér hafið lært.
pér hafið aldrei gengið í latínuskóla? — Nei, auðvitað
ekkí. En genguð þér í gegnurn allan alþýðuskólann f
„Eg átti tvö ár eftir, þegar eg hætti“, svaraði hann.
,En mér var alt af hrósað í skólanum“.
I bræði sinni yfir því að hafa gortað af sér, greip hann
svo fast í stólbríkumar, að hann sveið í finguma. 1 sama
vetfangi varð hann þess var, að kona kom inn í stofuna.
Hann sf* að unga stúlkan stóð upp, og gekk smáum en
hröðufn skrefum til móts við hana. Pær kystust og héldu
hvor utan um aðra er þær nálguðust hann. petta hlaut að
vera móðir hennar, hugsaði hann. Hún var há og Ijós-
hærð kona, grannvaxin, tiguleg og fríð. Klæðaburður henn-
ar var eins og við mátti búast í svona húsi, og honum fanst
gaman að athuga hve sniðið á kjólnum var smekklegt. Hún
og klæðnaður hennar minti hann á konumar í leikhúsinu.
Svo mintist hann þess, að hann hafði séð svona hefðar-
konur hverfa inn í leikhúsin í London, þegar hann stóð
fyrir utan dyrnar og lögregluþjónar voru að bægja honurn
frá, út í rigningarúðann fyrir utan seglhlífina. Svo bmgðu
hugsanir hans sér á Grand Hótel í Yokohama og síðan
komu þúsundir af myndum frá bænum og höfninni í
Yokohama, örar eins og eldingar. En hann varði sig þessari
töfrasjá, því í meðvitund hans var kominn grunur um, að
heimurinn ætlaði nú að gera kröfur til sín, sem ómögu-
legt væri að komast undan. Hann vissi að hann mátti til
— 19 —
að standa upp til þess að láta kynna sig frúnni og gerði
það með miklum erfiðismunum. parna stóð hann, í buxum
með hnépoka á báðum skáJmum, handleggirnir löfðu nið-
ur og hann beit á vörina albúinn að mæta þeirri þolrann,
sem í vændum var.
II. k a p í t u 1 i.
Gangan úr dagstofunni inn í borðstofuna var eins og
vondur draumur. Stundum fanst honum ómögulegt að kom-
ast áfram, svo oft rak hann í tærnar eða reikaði út á hlið.
En að lokum komst hann að borðinu og var settur beint
í móti h e n n i. Honum stóð stuggur af öllum þeim ósköp-
um, sem á borðinu var af hnífum og göflum. Hann greindi
í þeim mergð af ókendum litum og hann starði á þá eins
og bergnuminn, þangað til leiftrið af þeim varð að bak-
tjaldi, sem fjöldi mynda úr hásetaklefanum festist á, þar
sem hann og stallbræður hans voru að eta saltað nautkjöt
með sjálfskeiðingum eða hámuðu í sig þykkum baunum
með döluðum járnskeiðum. Hánn fann beinlínis þef af
úldnu nautakjöti, og í eyrum hans hljómaði smjattið í
þeim, sem voru að eta, glamrið í diskunum og nöldrið í
Skotunum. Hann horfði á þá meðan þeir voru að matast,
og komst að þeirri niðurstöðu, að þeir ætu eins og svín.
Jæja, hann skyldi svei mér gæta sín og gera ekki nein
afglöp. Hann ætlaði stöðugt að hafa gát á því.
Hann litaðist um við borðið. Á móti honum sat Nor-
man bróðir Arthurs. peir voru bræður hennar, hugsaði
hami með sér og honum fanst sér vera svo ósegjanlega
blýtt til þeirra. En hvað því þótti vænt hverju um annað,
2*
— 20 —
í
,"llu þessu fólki! Enn sá liann fyrir augum sér myndina
af móður heilnar, hvernig þær höfðu heilsast með kossi,
og hvernig þær leiddust þegár þa*r komu til hans. 1 hans
umheimi létu foreldrar og börn aldrei bera á svona til-
finningum hvers til unnars. petta var opinberun úr hinu
húleita lít'i, sem lifað var í helminum, er var fyrir ofan
þann, er hann hafði útt héima í. pa‘ð var hið fegursta er
hann hafði enn séð nf þeim litla forsmekk sein hann hafði
fengið af nýja heiminmn. Hafði það mikil áhrif á hann og
h.jarta hans var þrungið af samúð og viðkvæmni. Alla
æfi s'na hafði hann þyrst í kærleikann. Bðli hans krafðist
i stúðar. pað var krafa sem var gróin inn í uppistöðuna
i honum. Samt hafði hann orðið að vera án þessa og við
það varð hqnn harðgeð.ja. Hann hafði ekki vitað að hann
þarfnaðist ástríki. Hann vissi það ekki heldur nú. Hann
feá að eins ytri merki ástúðarinnar, og þau höfðu djúp
áhrif á hann, eins og hann hefði séð eitthvað fagurt, göf-
ugt og mikilfenglegt.
Honum þótti vænt um að húsbóndinn skyldi ekki vera
við pað var nógu mikil áreynsla að kynnast henni, móður
hennar og Norman bróður bennar. Hann jiekti Artfaur dá-
lítið fyrir. Hann var viss um, að faðirinn hefði riðið hon-
um að fullu, og fanst að hann hefði aldrei verið í öðrum
eins þraddómi og nú. Versta púlsvinna var barnaleikur hjá
þessu. Smáir svitadropa spruttu á enni hans og skyrtan var
löðrandi, því hann þurfti að gera svo margt, sem honum var
ótamt, í einu. Hann neyddist til að borða alt öðruvísi
en hann hafði nokkumtíma gert áður, að handleika furðu-
legustu áhöld, stelast til þess að líta á aðra til þess að sjá
hvernig hann ætti að fara að sjálfur, verða fyrir ótal áhrif-
um, sem hann þurfti að gagnrýna og flokka í meðvitund
sinni, hann gat ekki hjá því komist að finna til sárrar þrár