Morgunblaðið - 24.04.1921, Side 2

Morgunblaðið - 24.04.1921, Side 2
íSOKOUWÖltAiH*.! 13.3. fiausteen heiiduErslun, Reykjavík. Fsf^It^liggjarsdl s Cabburys-Caeao Handsápur Niðursuðuvörur Búðingsefni Eggjaefni Leirvörur Kústar Olíuföt Ennfremur Te I’vottasápur Kryddvörur Bökunarefni Stívelsi Isenkram-vörur Penslar Teppi. Vefnaðarvörur i mikSu úrvali o. fl. o. fl. Eg undirritaður leyfi mér hér með að ílyt'jii hjartanlegitt þákkir iriítiar hinu góða fólki á Tsáfirði, seim bæSi með rausnarlegri peningagjöf og ýmsri annari hjáip auðsýndu iduttekningu og samúð Guðbjörgu sál systur minni bíeði meðan hún lá þar á sjúkraihús- inu og eins við jarðarför liennar, og hið eg guð að launa fójki þessu þenn- an kærleika þess við hina látnu. Víganesi í Arneshreppi 7. ntars 1921 . Eiríkur Guðmundsson í nýútkomnu Iðunnarhefti stendur i ritdómi um Paustþýðingu Bjarna Jónssonar frá Vogi: „Og þá veit eg„ að Bjarni lætur ekki þá kórvillu henda sig, sem hent hefir þýzkn- dócentinn okkar hér, í formálanum fyrir Paust, I, bls. LI, þar sem hanu segir: „En Sorgin, sú fjórða, skríð- ur gegnum sbráargatið' ‘ o. s. frv. Þettg er jafn-herfilegur misskilning- ttr á málinu og á sjálfu skáldritinu. pýzka orðið „Sorge“ þýðir ýmist „áhyggja“ eða „kvíði“, eins og líka lijarni hefir þýtt það réttilega í Faust I, l.jóðlínu 644; og það er áhyggjan, eu. ekki sorgin, sem blindar Faust sv», að hann getur farið að telja sér trú um, að hann muni ná takmarki sínu“ o. s. frv. Ritstj. Iðunnar fer hér vísvitandi tneð rangt mál, er hann segir að hér sé að ræða um misskilning á má!- ittu og á sjálfu skáldritinu, þar eð við fyrir alllöngu síðan töluðumst við um þetta atriði og ágreiningurinn var að eins um, hvort íslenzka orðið Sorg gæti haft eða hefði merkingu þá, er felst í þýzka orðintt Sorge. Eg skal gjarna fræða hann nánar ura þptta. Orðið sorg er sameiginlegt f\TÍr allar germanskar tungur og táknar upprunalega einmitt áhyggju, sbr. t. d. Cleasby-Vigfusson, Icel- Engl. Dictionary bls. 578: sorg: sorrow, care, bereavement; the original sense is care (frummerkingin er áhyggja). Frummerking þessi hefir breyst í flestum germönskum málum og táknar nú venjulega harm, harm við ástvinamissi eða þ. h., en hefir þó haldist í íslenzku fram á þenna dag. I fornmálinu má finna mörg dæmi hinnar upprunalegu merkingar, sbr. t. d örlög sín viti engi maðr fyrir, þeim er sorgalausastr sefi (Hávamál 56), sorg etr hjarta (Hávamál 121), mín- ar eru sorgirnar þungar sem blý (gam- alt viðkvæði úr Sturlungu). í nýís- lenzku helzt frummerkingin einnig í NORDISE HVSFOSSIKRINGS A.s. AF 1897. Líf tryggingar. Aðalumboðsmaður fyrir ícland: Grimnar Egilson Hafnarstræti 15. Ta!s. 608. orðum eins og bugsorg, búksorg og í íslenzkum nútíðarskáldskap er Sorg- íji konu, er verður oft á vegi manna. í munarheiini skáldanna verða jafn- vel hugarkóndir manna að lifandi Verum, shr. Sólhvörf Schillers: Mór lifði alt í munar heimi, aldin og ástrósir og eimur bylg.ju — og líkt og Gleði, Von og' aðrar bug- arkendir er Sorgin alltíö í íslenzkum skáldskap. Goethe hugsar sór „Sorge“ líkii í konugorvi og því var eðlilegast að nota stallsysturina Sorg í íslenzk- um skáldskap, en ekki Áhyggju, sem vaj'la jrnm lcoma fyrir í konugervi í íslenzkum skáklskap. Á dönsku þýðir Sorg oft áhyggja; Konráð Gíslason | þýðir Sorg m. a.: umhyggja, áhyggja (Dönsk orðabók bls. 447) og Jónas J ónasson gerir slikt Irið sama: a- hygg.ja, uinhýggja, hannur — (Dönsk orðabók bls. 447), enda þarf ekki ann- að en að benda Iðunnarritstjóranum á orðatiltæki eins og: Dy smaa Sorger taler, nieu den store Sorg tier. Danska orðið Sorg í algengari merk- ingunni heitir að réttu lagi a íslenzku harrnur (sbr. harmleikur), þó að hinu verði ekki neitað, að í nútíðarmáli íslenzku mun sorg — harmur vera venjulegri merkingin. Loks skal bent á, að Iðunnarritstjórinn sjálfur segir í riti sínu um tilfinningalífið (Árbók Iiáskólans 1918, bls. 55): Sorgin — Ilún er hámark hrygðarinnar, en á öðrum stað stendur þessi setniug (bls. 31): „þykisl maður aftur á hinn bóg- inn vita, að manni sé alveg fyrir- munað að ná takmarki löngunar sinn. ar, eða ef maður er sviftur ein'hverju því, sem maður hefir mætur á, og geti rnaður sjálfur ekkert við þetta ráðið, þá fyllist maður sorg og söknuði i yfir því, sem mist er eða manni hefir ekki tekist að höndla“. (Fyrirsögn kaflans: Von og kvíði, vonbrigði og vonleysi). Af þessu ætti að vera ljóst, að eg notaði Sorg í æfiágripi Goethes af ráðnum hug og í samræmi við ís- lenzka málvenju og að kórvilluað- dróttun Iðunnarritstjórans hefir orðið ti! af þekkingarskorti hans á íslenzkri tungu, gáleysi, illvilja eða einhverj- nm „samsettum hugðum' ‘. Alexander Jóhanneason. i skeytum hefir verið sagt nokkuð frá tilraunum Karls, fyrrum keirara Austurríkismanna og konungs Ung- ver.ja, til ]?ess að ná aftur völdum í Ungverjalaudi. pótti tvísýnt um tíma, hvort Iionum mundi ekki takast að kornu f'ram vilja sínum, því mikill hluti hersins var honum fylgjandi og kaþólska klerkastéttin sömuleiðis. Var cVestur hluti Ungver jalands í uppnámi um uokkurt skeið, og má telja vist, að -ef Ungvcrjar' hefðu verið látnir sjálfráðir um málið, þá væri Karl nú kominn á konungsstól í Budapest. En fyrir erlenda íhlutun varð ekkert af þessu. Páskaleiðangur konungsins varð fýluferð og nú er hann kominn til Sviss aftur, og þykir þar verri gest- ur efti'r en áður. Er jafnvel talið Hklegt, a'ð hann muni nota sér boð Spánarkonungs og fara til hans. Talið er víst, að þessi tilraun kon- ungsins til ríkistöku i Ungverjalandi, sé orðin fyrir áeggjan vina hans þar, einkuin þó tveggja rnanna, Lehar of- ursta, sem er gamall vopiiafélagi kon- ungsins og Mikes bisknps og greifa. Tóku þesiiir merin honum opiium örm- um, er hann kom til Ungverjaiands. Einn áhrifamesti stjórnmáiamaður Ungverja, Andrassy greifi, tók lika málstað konungsins, og varð hann for- sætisráðherra meðan á stímaörakinu stóð. Þá þykir ekki neinn vafi á ]m. að ríkisstjórinn, Horthy, hafi hvatt Ivonunginn til þessa tiltækis, enda \ar hanh fús á að afsala sér sölduih í heridnr hans. pannig virðisi- enginn þrándur hafa verið í götn KsrL upp í konungssessinn, frá þegnuni rikis- ins. Enn fremur er talið víso. að Karl hafi þótst viss um fylgi Frakka, því hann hafði fengið áskorun mn nð ■leita nftur konungstignar frá ka- þólsku klerkastéttinni í Frakkt 'i og háttsottur maður innan frönsku stjómarinnar hafði heitið honum fylgi sínu, og talið honum trú um, að hún mundi láta málið afskifta- laust. Aðalmótstaðan kom líka úr annari átt, nefnilega frá hinu svo nefnda „litla þríveldasambandi“. Einn hinn færasti stjórnmálamaður Tjekkosló- vakíu, dr. Benes, sýndi fram á, að ef konungsstjórn kæmist á aftur í Ung- verjalandi, þá mundisennilega verða endnrskoðaður friðarsamningur banda- manna við Ungverja (Trianon-samn- ingurinn) og jafnvel að Ungverjaland og Austurrí.ki mundu þá sameinast á ný, eins og áður var, og mundi þá cinnig fara fram endurskoðun á samn. ingunum við Airsturríkismenn (St. German-samiringurinrr). En af þessn mirndi litla þríveldasamhandinu safa hætta, bæði Tjekkoslóvakíu, Jugoslav- íu og Rúmeníu, því að þau hefðu feng ið iiind sitt frá Aústurríkismönnum og Ungverjum. Hih tvii fyrstnefndn lýstu því þess vegna strax yfir við Ungverja, að þau álitu það rrægilegt tilefni til ófriðar, ef Habsborgarætt - irr kæmist á ný til valda í Ungverja- landi. Síðar tókn Rúmenar í sama sfrenginn, og enn fremur Italir. Og bandamenn hafa lýst yfir því, að þeir mótmæli ríkistöfeunni. Við þerta heykt ist. uppgjafakonungurinn og lagðis' veikui’. Dvaldi hann nokkra daga eftir þetta í þorpinu Steinamanger á. landa- mærum Ungverjalands og fór síðan til Sviss. Hafði ferS hanu orðið hio æ f i Hty rlitéga-:t u. A lerðirrni íil TTng- verjálnnds var hann klæddur sem ensk ur liðsforingi og hafði falsað vegá- bréf. Vissu ekki rrema fáir menn hvað um var að vóra, fyr en lranii kom til Budapest á sjálfan páskamorguninn. En á bakaleiðinni fylgdi honum lög- reglulið og liðsforingjar úr her banda- maniia, og var sterk gæsla höfð 'á hónum. Þegar Karl konungur sá, að von- laust væri um að hann kænrist til valda., gerði hann þá miðlunartillögn, að hanri bauðst til að afsala sér kon- ungdómi í hendur Ottó prins, sonar síns. En því var ekki tekið. Hefir konungurinn nú um orð, að bíða betra færis síðar. Hann kveðst vera lögleg- ur konungur landsins, og muni helda rétti sínrtm til streytu, en kveðst hafa látið rrndan í þetta sinn, vegna hags- nruna lands og þjóðar. Æfintýrinu er nú lokið aS sinni, en hver veit nema kongi skjóti upp aftur von bráðar. Nýlega hafa borist skeyti um það hingað, að stjórnin ungverska hafi, eftir að Karl kon- ungur var farilin, lýst yfir þeirri skoð- un sinni, að Karl konungur væri lög- mætur drotnari landsins. Og hver veit nema honum takist að komast að samningum við nágranna sína í Tjekko slóvakíu og Jugoslavíu. Kirkjuhljómleikarnip. Næstkomandi þriðjudag heldur Páll Isólfsson enn kirkjuhljómleika í Dóm- kirkjunni. Hafa þeir nú verið haldnir fimm sinnum og ávalt við ágæta að- sókn. Þegar þess er gætt, að kirkjan tekur miklu fleiri áheyrendur en sam- komuhúsin hér í bænum, er auðsætt, að hljómleikar þessir hafa náð óvenju [ góðum tökum á fólki. Er það vel far- I ið, að Reykvíkingar hafa kunnað að meta. gagnsemi þá og unað, sem góð sönglist veitir. Hljómleikarnir næstu verðp. haldn- ir til ágóða fyrir landsspítalasjóð ís- lands. Ætti það ekki að draga úr að- sókninni, að fólki veitist það tvent í einu, að lilusta á góða meðferð frægra tónsmíða og styðjn þjóðnýt nraniiúðar- fyrirtæki. Verðru- huidsspítalasjóðnum því yomtndi góður styrkur að þessari aðstoð Páls ísólfssonar og fólksins, Mem starfar að hljómleikununr með hontim. Kirkjan mun verða alsetin nú eins og áðrrr. DA6B0K □ EDDA 59214257-1 ; -Bið '. f.'.==F.. af R.'. M.'. j [I fl P H 1924258 (■ II. U. I. Stvd 1024259—1 Kóræfing annað kvöld. kl.. 9. I). ! i Knattí'pyrnníelagið Víkingur. Aðal- fundur í dag kl. 2 í Bárunni uppi lijá í 3. og 4. flokkr. — Fjölmenrrið. Trúlofun sína opinberuðu á sumar- daginn fyrsta ungfrú pórtrnn Jóns- dóttir á Hótel Island og Einar Guð- • bjartsson Irá Arnarfirði. Uamla Bíó sýnir' þessa dagana mjög áhrifamikla, mynd, „Raúða hanskann“ Sést þar hvert.atriðið öðru undarlegra: j Eru þar ruörg' öfl að verka, sem | ludda áhuga áhorfandans óskiftum frá | byrjun til enda. Sálarrannsóknarfélag íslands held- i ! ur fmrd á miðvikudaginn næstkomandi ]'k). 8l/2 í Iðnó. pórðrir læknir Sveins- i son flytur erindi. Samkomu heldur O. J. Olserr í kvöld kl. 7 í I ngólfsstræti 21B. Uniræðu- éfni: Friður á jörðu. Fylla kom í fyrradag inn hiugað, og hafði ekkert „veitt“. Skemtun barnadagsins í Iðnó vaf endurtokin í gærkveldi. Hefir verið «v<> mikil aðsókn að þeim skemtuu- um, að hún verður enn halditr í kveld. Fjáxlögin voru til annaiar umræðu í ga'i' á löngum fundi. Verður sagt írá. afdrifum þeirra í næsta blaði. Verðlagsnefndin sáluð. Lögbirtinga- ’tdaðið síðasta tilkynnir, að reglugerð ‘28. sept. 192(1 sé úr gildi feld, og er verðlagsnðfndin samtímis lögð niður. Þorlákur Björnsson verslunarmaður er orðinn l'nlltrúi heildsöluverslunar- innar H. Benediktsson & Co. Heiðursmerki. Oddur C. Thoraren- nen konsúli, fyrrum lyfsali á Akur- eyri, hefir verið sæmdur riddara- krossi St. Ólafsorðunriar norsku, 1. tlokks. Fyrirlestur um Jón biskup Ogmunds son ætlar dr. Jón Hélgasön biskup að Iralda í dag kl. 3 í Nýja Bíó fyrir Al'þýðuí'ræðslu Stúdentafélágsins. —■ Vorn í gær li'ðnar á'tta aldir frá dauða þess merka biskups, cr fyrstur sát á biskuþsstóli í Norðiendingafjórð- urrgi. Þái’f éigi að efa að erindi þetta verður fróðlegt mjög og vel flutt og verður áreiðanlega vissara að hafa fyrra fallið á því að ná sé í aðgöngu- miða. Gesta er von hingað til bæjarins í júuílok næstkomandi. Kemur þá hingað eimskipið „Empress of India“ frá Englandi með um fimm hundruð farþega, og dvelur hér í nokkra daga. Verður margt merkra manna með skipinu. — Ensk ferðainannaskip hafa eigi koruið hingað síðan 1914. -©-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.