Morgunblaðið - 07.05.1921, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.1921, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Ritstjóri Vilh. Finsen Sími 500 — PrentsmiCjusími 48 AfgreiÍSsla í Lækjargbtu 2. Ritstjómarsíma: 498 og 499 Kemur út alla daga vkunar, aS mánu- d%um undanteknum. Rítstjórnarskrifstofan opin: Virka daga kl. 10—12. Helgidaga kl. 1—3. Auglýsingum er e k k i veitt mót- taka í prentsmiöjunni, en sé skilað á aígr. fyrir kl. 4 daginn fyrir útkomu þess blaðs, sem þær eiga að birtast í. Auglýsingar sem koma fyrir kl. 12, fá atS öllum jafnaði betri stað í blaðinu (á lesmálssíCum), en þær, sem síðar koma. Auglýsingaverð: Á fremstu síðu kr. 3,00 hver cm. dálksbreiddar; á öðrum stóðum kr. 1,50 em. Verð blaðsins er kr. 2,00 á mánuðL Afgreiðslan opin: Virka daga frá kl. 8—5. Helgidaga kL 8—12. NORDISK ULYKKESF ORSIKRINGS AS. af 1808. Slysatryggingar Ferðavátryggingar. ABalumboðsmaður fyrir íaland: Gunnar Egilson Hafnarstr»ti 15. Tala. 608. bygði pólitík sína á samvinnufé- lögunum. Samvinnufélagalögin eru nú af- greidd sem lög frá Alþingi og Tím- inn hefir unnið stóran sigur. Fyrir tilstilli blaðsins láta samvinnufélög in undirbúa frumvarpið og koma því á framfæri, sem þingmanna- frumvarpi. Á hálfum öðrum mán- uði frá því frumvarpið kom fyrir aimenningssjónir er það afgreitt frá Alþingi og fer nefndarlaust — á einni viku — í gegnum neðri deild. Það »r frumvarp sem er ruadirbúið af þeim félögum sem lögin eru um, og Tíminn er svo óskammfeilinn að bera það fram sem afsökun fyrir því, að málið fór nefndarlaust gegnum neðri deild, að frumvarpið hafi verið svo vel undir búið. Því verður ekki neitað, að það er alveg sérstakur undirbúningur: Lög um samvinnu- félög, undirbúin af samvinnufélög- unum sjálfum. Eg geri ráð fyrir að það séu ekki mörg löggjafar- þing, sem sætta sig við slíkan und- irbúning. Annars er það í fullu samræmi við aðra framkomu blaðsins, að það forðast að koma nálægt kjama málsins og afleiðingum laganna. Það virðist jafnvel að Tímanum standi beigur af Iþeim sigri sem hann thefir unnið, og er ekki ó- eðlilegt að svo fari fyrir honum, ei hann athugar nánar afleiðing- a) nar. Það sem Tíminn hefir lagi til þessa máls era slagorð ein og til- raunir til þess að villa monnum sýn í aðalatriðum málsins. Eitt dæmi af mörgum er hveraig blaðið snýst við ummælum aðalritara sænsku samvinnufélaganna, ^sem eg tilfærði í grein minni. Ekki eitt orð um ummæli mannsins, að eins orðaflóð 'um hver ágætismaður þetta sé, og óvænt upplýsing um, að Tíminn fari í smiðju til hans. Alt er þetta að vísu mjög fróðlegt, en kemur bara málinu ekkert við; eg tilgreindi ummæli mannsins einmitt af því að hann var sam- vinnumaður, og væri æskilegt að Tíminn tæki þau til athugunar. Tíminn hefir beint til mín þrem- ur fyrirspurnum út af grein minni og mun eg í þetta skifti svara fyr- irspurnum blaðsins, þar sem þær þó snerta að nokkru leyti aðalat- riði málsins; annars mun eg ekki eltast við slíkar fyrirspurnir með- an blaðið yfirleitt forðast að rök- r&ða málið. 1. Tíminn spyr hvort nokkuð aé því til fyrirstöðu að versiunar- ráðið komi því til leiðar, að kanp- menn skili viðskiftamönnum sín- jum „tekjuafgangi“ þeim, sem 1 verða kann um hver áramót, eins og kaupfélögin gera. Þá verði ekki lögð gjöld á gróða sem ekki er til. 2. Út af því, að eg í grein minni fullyrði, að skattfrelsi samvinnu- félaganna muni verða til þess, að kaupmannastéttin líði undir lok, spyr blaðið :Hvers vegna lifir kaup mannastétt góðu lífi t. d. í Dan- mörku og Englandi, þar sem sam- vinnufélög hafa starfað áratugum saman og búið við betri kjör í j skattamálum heldur en farið er ' fram á í samvinnufrumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi. 3. Loks spyr Tíminn: Hvers vegna ættu samvinnufélögin á ís- landi að þola ómótmælt óhagstæð- ! ari og ranglátari skattalöggjöf heldur en frændþjóðir okkar og nábúar? j Ad 1. Verslunarráðið er að sjálf- sögðu mjög fúst til að vinna að því að kaupmenn fái sömu aðstöðu og samvinnufélögin. Verslunarráð- ið vill gjarna fá aðstoð Tímans til þess að koma því í kring með lögum, að kaupmenn skili við- skiftamönnum sínum „tekjuaf- gangi“ iþeim er verða kann um hver áramót, en þeir verða þá líka að fá sömu réttindi og samvinnu- félögin, að mcga skila t a p i því, .sem kann að verða um hver ára- mót. Annars vil eg vinsamlega ráða spyrjandanum að lesa sam- vinnufélagalögin, og kynna ser, hvernig tekjuafgangi er „skilað“. Ad. 2 og 3. Annað hvort er spyrjandinn (hr. X) sérstaklega fáfróður í þessum efnum eða 6- venju óskammfeilinn. í Danmörku í eru „opin“ samvinnufélög (þ. e. i þau sem einnig versla við aðra en i félagsmenn) skattskyld af allri ! starfsemi sinni og hafa þannig engin sérréttindi og í þessum flokki er mikill hluti dönsku kaup félaganna. Með samvinnufélaga- lögunum er einmitt þessum félög- I um — sem samvinnumenn leggja j mest upp úr — veitt skattfrelsi, * og þar með alveg einstök sérstaða. Á Englandi hafa alls engin sam- vinnufélög sérstöðu í skattgreiðslu til sveitar- og bæjarfélaga. Með öðrum orðum sérréttindi samvinnu félaganna hér er miklu víðtækari en bæði í Danmörku og Englandi og er því furðulegt að nokkur skuli leyfa sér að spyrja jafn borginmannlega á svo sviknum grundvelli. Jafnvel þótt sérrétt- indi samvinnufélaganna séu miklu minni í Danmörku og Englandi heldur en hér, er þó sífelt að þrengja að kaupmannastéttinni í þessum löndum, og hvað mun þá hér, þar sem kaupmannastéttin er ung og hefir litla festu fengið. G. Ó. Tillaga hinna fjögra þingmanna úr peningamálanefnd, um að skora á stjórnina að leita sér traustsyfirlýs- ingar hjá Alþingi, var til umræðu í neðri deild í gær. Þess má geta, deild armönnum til maklegs lofs, að um- ræður urðu mjög stuttar. Eiríkur Einarsson hafði framsögu. Talcii hann tillöguna fram komna til verndar þingræðinu, sem nú væri í hættú statt. pingið gæti ekki starfað vegna óvissunnar um meöferö stjómar- innar á helztu málum. ForsœtisráSherra: Tillagan er einn liður í starfsemi stjómarandstæðinga, framhald af tilraunum þeirra til þess að koma stjóminni frá. pessi aðferð er þeir ætla að beita nú er keimlík framferöi 1. þm. Rangæinga, er hann flutti trausts- yfirlýsingu er hann greiddi sjálfur at- kvæöi á móti. Tvent er þaö, sem ástæöu gefur til stjómarskifta. Annað, að stjórnin fái vantraustsyfirlýsingu frá öllu þinginu og hitt að stjórnin sé á öndverðum meið viö meiri hluta þings- ins í mikilsverðum mólum. Hefi lýst því yfir, að stjórnin heimtaði að van- traustsyfirlýsing yrði borin undir báðar deildir ef fram kæmi. Hvað snertir skoðanamun milli þings og stjórnar,get jeg ekki kannast við að hann hafi orðið starfsemi þingsins til fyrirstöðu. Stjórn- in hefir borið fram ýms stórmál á þessu þingi og hefir enga ástæðu haft til þess að kvarta undan meðferðinni á þeim. Eitt stórmálið er óleyst enn: bankamál- ið, og gæti það enn ef til vill orðið á- greiningsefni milli þings og stjómar. Eg er ófáanlegur til þess, að láta stjóm- arandstæðinga segja mjer fyrir um það, hvenær eða hvort stjómin skuli leita trausts þingsins og getur stjómin því ekki tekið þessa tillögu til greina, á þann hátt sem flutningsmenn fara fram á, þó hún yrði samþykt. Réttara hefði verið að Ed. hefði einnig fengið að láta uppi álit sitt um þessa tillögu, úr því hún kom fram. — En með þessari tillögu er um meira en vantraust að ræða, sem se um það, hvort háttvirt deild vilji taka upp þann sið, sem að minni vitund er a.veg óþektur áður, að stjórnarandstæð- ingar, þá er þeir ekki hafa atkvæðamagn til þess að koma fram vantraustsyfir- 1 f.ingu á þinglegan hátt, geti hvenær sem er heimtað traustsyfirlýsingu til handa stjóminni, hjá þinginu. Vilji háttvirt deild samþykkja þennan sið, mun ráðuneytið biðja um lausn. pað vill hvorki láta andstæðinga sína skipa str fyrir á þennan hátt, né taka á móti grímuklæddum vantraustsyfirlýsingum. Jakob Möller mótmælti því að þingið hefði farið vel með allar tillögur stjóm- arinnar og nefndi tvær atkvæðagreiðsl- ur, sem gengið hefðu stjóminni á móti. Tillagan væri ekki vantraustyfirlýsing, tilefnið til hennar væri þaÖ að í pen- ingamálanefndum þingsins væri að eins 2 fylgjandi stjóminni en 6 beinir mót- stöðumenn. Nefndinni væri því þýðing- arlaust að halda áfram störfum ef stjómin sæti. pótti þingmanninum óvið- urkvæmilegt af stjóminni að neita að taka tillöguna til greina ef hún yrði samþykt. I Nokkur frekari orðaskifti urðu milli forsætisráðherra og Jak. Möller áður en gengið var til atbvæða. Var tillagan feld með 14 atkv. gegn 12 og sögðu þessir nei: B. H., E. þorg., : Hák. Kr., Jón Auðunn, Jún Sig., Jón Þorl., Magn. Guðm., M. J; Kr., |P. J., P. Ottesen, Sig. St., St. St.. j Sv. Ól., Þór. Jónsson. Ólafur Proppö var veikur. '■■arw'iMM— Jarðarför Þórarins Böðvarssonar verzlunarmanns, frá Seyð- isfirði, er ákveðin laugardaginn 7 þ m. kl. 1 og hefst með hús- kveðju á heimili hans Grettisgötu 20 C. Vandamenn og systkyni Innilegar þakkir öllum þeim er sýndu mér hluttekningu við fráfall Guðlaugs sonar míns. % Margrét Sæmundsdóttir Járngerðarstöðum í Grindavík. S. I. |. s. I. Knattspyrnumót Islands hefst 22. júni n. k. á íþróttavellinum. Kept verður um »Knatt- 8pyrnubikar íslands* gefin af Knattspyrnufél. »Framc áaamt 11 heiðurspeningum. Haudhafi er Knattspyrnufél. *Vikingur«. Þátttakendur g»fi sig fram fyrir 15. júní við stjórn Knattspyrnufél. „Fram(1. Er atkvæðagreiðslan sigur fyrir stjórnina og er nú tæplega að búast við því að andstæðingar hennar fari oftar á stúfana á þessu þingi. --------0-------- Frá Danmörku. (Fri sendiherra Dana hór). Verkamáladeilumar í Danmörku, Deilunum milli verkamanna og vinnuveitenda er nú í raun og veru lokið. „Soeial-Demokraten“ flytur 30. apríl langa grein um málið, og er fyrirsögnin: „Barátt- unni miklu er lokið. Vinnan kall- ar“. \ Radíumkaup Dana. Talið er að 1J4 mi'ljón kr. hafi safnast til radíumkaupa, við fjár- söfnun þá, er farið hefir fram um land alt. Hafa tveir læknar verið sendir til Englands til þess að kaupa radíum í London eða Man- chester. Grænlandshátíðin. í fyrradag (3. þ. m.) var haldin hátíðleg 200 ára minning þess, að Hans Egede kom til Grænlands og stofnaði nýlenduna Godthaab og fór fram guðsþjónusta í öllum kirkjum Grænlands í tilefni af þessu. I Frelsarakirkjunni í Krist- jánshöfn í Kaupmannahöfn var konungsfj ölskyldah og fulltrúar stjómar og þings við guðsþjón- ustugerð, og sama dag var afhjúp- að líkneski Hans Egede við Nikolaj kirkju, en þar var hann prestur er hann kom frá Græn- landi. Lyfjafræðingaverkfall í Danmörku Á sunnudaginn var hófst alment verkfall aðstoðarmanna í lyfjabúð- um, í þeim tilgangi að fá hærri laun. Lyfsalarnir ætla að reyna að annast vinnuna sjálfir fyrsta kastið. I Uppeldi bama. í júlí næstkomandi verður þing lialdið í Kaupmannahöfn til þess að ræða um alt viðvíkjandi upp- eldi barna. Verður þetta fjölmenn- asta þing, sem haldið hefir verið á( Norðurlöndum um þetta mál, og búist við að þátttakendur verði 5—600. -------0-------- ,0lt er sott sijiiir Ma'. Göfugir raenn gera kröfur til sjálfs sín, hinir til ann- ara. — Kungfutse. Þegar villimenn verða fyrir ó- happi, setja þeir alt á annan end- ann til þess að komast fyrir hver sé valdur að því. Bíði svertingja- kongur ósigur, eru minst tíu gaml- ar konur hrendar fyrir galdra. En auðvitað ekki konungurinn eða liðsforingjarnir. Þessi ósiður á sér djúpar rætur. Því óþroskaðri sem maðurinn er, því umhugaðra er honum að koma sökinni á aðra. Allir vilja verða hamingjusamir, en þeir ætlast til, að aðrir leggi þeiin lánið upp í hendumar. Þeir hugsa aldrei um, að það er undir þeim sjálfum komið. Þeir halda að gæfan verði keypt fyrir pen- inga, rétt eins og maður kaupir sér á fæturna. Þegar þeim finst (og það oft ekki að ástæðulausu) lífið vera lánlaust og armæðusamt, þá eiga aðrir sök á því. Þeir vilja láta mata sig eins og fuglsunga, og þurfa ekki annað en rétta haus- inn upp úr hreiðrinu og gapa. Það er heróp tíðarandans, að allir eigi tilkall til gæfunnar. Og það er skylda þeirra lánsömu að sjá um að allir verði það. Þessa kröfu gerir hinn heimski fjöldi til hins hyggna minnihluta. En hver er í raun og veru gæfumaður? Það er áreiðanlega gæfuvegur að vera iðjusamur, en minnist ekki á það við hinn lata. Segið heldur ekki drykkjumanninum, að það sé gæfu logra að vera hófsmaður. Hann er ekki alveg á því, Eða þeim sem grætt hefir fé óheiðarlega, en fær ekki notið þess? Það er til lítils að segja honum, að ráðvendni sé gæfuvegur. Nei,f það er auðveldara að heimta. Það er þess vegna að allar stjórnbyltingar til þessa dags hafa endað með andlegu gjaldþroti. Ein stéttin gerir kröfur til annarar. En fjöldinn gerir engar kröfur til síjálfs sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.