Morgunblaðið - 13.05.1921, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Bitstjóri Vilh. Finsen
Sími 500 — Prentsmi'S.jusími 48
AfgreiSsla í Ijækjargótu 2.
Ritstjómareíma.- 498 og 499
Kemur út alla daga vkunar, að mánu-
dögum undanteknum.
Ritstjórnarekrifstofan opin:
Virka daga kl. 10—12.
Helgidaga kl. 1—3.
Auglýsingum er e k k i veitt mót-
tafca í prentsmiðjunni, en sé skilað á
aígr. fyrir kl. 4 daginn fyrir útkomu
þess blaðs, sem þær eiga að birtnst í.
Auglýsingar sem koma fyrir kl. 12, fá
atS öllum jafnaði betri stað í blaðinu
(á lesmálssíðum), en þaer, sem síðar
koma. •
Auglýsingaverð: Á frenistu síðu kr.
3,00 hver cm. dálksbreiddar; á öðrum
stöðum kr. 1,50 cm.
Verð blaðsins er kr. 2,00 á mánuði.
Afgreiðslan opin:
Virka daga frá kl. 8—5.
Ilelgidaga ld. 8—12.
erfiðleikar illir nokkuð viðureign-
ar, að mál þetta hefir ekki fyr
fram komið.
II.
Þess vildi eg biðja þingmeim, nð
þeir láti sér ekki til hugar koma að
hætta að styðja listamenn. Þar er
sá kostnaður, sem ekki verður nið-
ur sleppt, án ósóma fyrir íslenzka
menningu. pað er enn fremur
óhæfa, að lækka styrkinn til Guð-
tnundar Bárðarsonar. Miklu frem-
ur ætti að hækka hann, og legg
eg til að honum séu veittar 3000
kr. Það er lítilræði, þegar þess er
gætt, hversu mikið gagn vísinda-
menn gera þjóðfélagi. Þó að
ekki væri annað, þá er sú
aukning greindarinnar sem af
etarfi þeirra leiðir. Bn 4 því er oss
hin mesta þörf, að greindin eflist.
Bkkert miðar til að efla þjóð-
arheill eins og almenn aukning
greindarinnar. Að vísu getur það
orðið og hefir oft orðið einstakl-
ingnum til hiunar mestu bölvunar,
að verja til þess lífi sínu mest að
reyna til að efla greind sína. Að
vísu getur svo farið, og hefir oft
svo farið, að það starf sé verst
launað, sem mestrar er þakkar fyr-
ir vert. Að vísu er það stárf í þjóð-
félagi, sem ekki verður án verið,
nema ver eigi að fara, starf vitkar-
ans, verst þegið og síst þakkað.
En þetta má þó engan villa. Þetta
kemur einmitt af því að aukning
greindarinnar hefir verið of lítil,
af því að nautska er þar til móts,
sem greind skyldi.
Eg ætla að benda á lítið dæmi
þess, hve mikið gott gæti leitt af
almennri aukning greindarinnar.
Hugsum oss að greind væri komin
á það stig, að öllum væri það
kappsmál, að matreiða ekki öðru-
vísi en.með hreinum höndum, mat-
ast ekki öðruvísi en með hreinum
höndum, eða að minsta kosti fing-
urgómum, svo að nefnt sé það sem
auðveldara er að veita sér. Öll sú
illa tegund af rotnun, sem kölluð
er taugaveiki, væri þá úr sögunni,
og með hexmi mikið af þraut og
þjáning og manndauða. Og mætti
um slíkt mikið rita og til mikils
gagns, ef vel væri þegið.
Bn svo eg víki aftur að Guð-
mundi Bárðarsyni, þá er íslenzkri
bændastétt svo mikill sómi að slík-
um manni, að það er ólíklegt að
nokkur sé sá greindur maður í
þeirri stétt, sem ekki vilji veita
NORDI8E
CJVSPORSIKRINGS A.« AP 1897
Líf tryggingar.
Áðalumboðsmaður fyrir Island:
Gunnar Egilson
Hafnarstræti 15. Tais. 608.
Blikktunnun
í tréhylki, eru til sölu mjög
ódýrt.
Liýsistuniiu verksmiðja
Arna Ellingsens
Kristjan88Uiid. Norge.
Símnefni Blikkellingsen.
honum fylgi að svo réttu máli,
sem hér er upp borið.
Pá vil eg enn biðja þess, að
menn veiti vini mínum Páli Er-
lingssyni ekki minna fé en það sem
hann fer fram á. Eg hefi rökstutt
þá tillögu áður, og skal að eins
bæta því við, að það mundi bera
vott um óheillavænlegan skort á
þjóðrækni, að vilja ekki veita þeim
manni maklega viðurkenningu í
ellinni, sem eins vel er ættaður
og bróðir Þorsteins Erlingssonar.
III.
Eitt er það mál, sem hin mesta
nauðsyn er á að minnast, þó að
lítið hafi orðið umtal um. Það þarf
að senda menn til Nioregs, til þess
að rannsaka hvað enn lifir af nor-
rænu máli þar í landi. Þetta er
íslenzk þjóðarskylda. Tungumáls-
vandræði Norðmanna eru svo al-
varleg, að til stórhnekkis er þess-
ari merkilegu þjóð, sem oss er
skyldust allra. Og þau vandræði
eru altaf að aukast. Og án íslenskr-
ar hjálpar, verða þar ekki fundin
jiau ráð sem duga. En Norðmenu
eru svo vel kumiandi til vegagerð-
ar, og annara mannvirkja sem hér
er hin mesta þörf á, að þeim verð-
ur auðvelt að launa vel þann
mikla greiða, sem þeim væri gerð-
ur með því að leysa tungumáls-
vandræði þeirra. Og því meir sem
þar auðnaðist að taka upp vináttu
með frændsemi, því betra væri.
IV.
Hér er nú gott lið málfræðinga til
slíkra ferða sem fara þarf tilNoregs
En þó ætla eg einungis einn að
nefna, magister Jakob Jóhannes-
eon Smára, eftirtektarverðan gáfu-
mann. Og ekki er mér á því nein
launung, hvers vegna eg nefni
hann einan, þó að fleiri góðra
manna væri að geta. Mér virðist
það bera vott um svo farsælar gáf-
ur, að hafa eins og Smári, orðið
fyrstur til að reyna vekja eftir-
tekt á hinni fyrstu tilraun til ís-
lenzkrar heimspeki, sem gerð hefir
verið. Og norrænnar. pví að nor-
ræn heimspeki var áður ekki til.
Gyðingdómi hafa menn hlítt, og
öðru því sem ófullnægjandi var,
og ekki vitað, að vér á Norður-
löndum verðum að hafa andlega
forustu fyrir mannkyni jarðar
vorrar.
Eg finn Smára það ekki til for-
áttu, að hann hefir ekki í ritgerð
sinni um Nýal tekið það fram,
sem náttúrufræðing hefði fremur
þurft til að minnast á. En það vil
eg, að þeir sem vit hafa og dreng-
skap til að styðja minn málstað
sjái, að eg tek eftir því, og fái
að finna hvort það er einskisvert,
að þeirra sé til góðs getið í mín-
um greinum. pess manns lof er
best, sem af mannþekkingu ritar
og sanngirni, og þaim vilja hefir,
að sigra þannig, að hann haldi
ekki öðru fram en því sem rétt
er. Ef einhver sýnir fram á það
sem rangt kynni að vera í máli
mínu, þá er sá með mér. En á
móti mér er sá, og að vísu mjög
alvarlega, sem segir að það sé
rangt sem er rétt.
Meira.
Helgi Pjeturss.
-----0----
Fná Danmörku.
Vöruverð í Danmörku.
tíamkvæmt „Nationaltidende“
var vísitala heildsöluverðs í Dan-
mörku fyrir apríl mánuð 257, en.
270 í lok mars. Vöruverð er nú
3<3c/o lægra en í nóvember 1920.
Umsjón fiskiveiðanna bresku.
Breska skipið „Herebell“ mun
koma til Esbjerg í júlímánuði og
fara þaðan til Reykjavíkur. Á skip
inu verður umsjónarmaður fiski-
veiða Breta.
Radíum-sjóðurinn.
Samkvæmt dönskum blöðum
mun sendiherra Dana í Prag ásamt
hinum nafnkunna. radíum-sérfræð-
ingi, prófessor Fischer, leita um
kaup á radíum viff stjórn Cezco-
slovaka. Samskotin til radíum-
kaupa í Danmörku hafa mi náð
1% miljón kr.
Skattar í Danmörku.
Samkvæmt nýbirtri hagskýrslu
yfir tekjuskatta í Danmörku fjár-
hagsárið 1920—21, eru skylduskatt
ar helmingi hærri en fyrra ár, og
eignaskattur hefir aukist 3% sinn-
um, en hlntafjárskattur 6 sinnum.
Pessi tekjuliækkun er aðallega því
að þakka, að skattarnir hafa mjög
verið hækkaðir, og enn fremur því,
að dönsk fjáraflafyrirtæki, sem
starfa erlendis, eru nú skattskyld.
Tekjuskattur og eignaskattur mun
til saman nema næsta ár 336 milj.
kr., en í fyrra voru það 234 milj.
króna
Danskur rúgur til íslands.
Samkvæmt „Socialdemokraten“
hefir sendiherra íslands í Kaup-
maimahöfn farið fram á það, að
sendur yrði danskur rúgur til ís-
'lands, og hefir fjárhagsnefnd rík-
isþingsins veitt samþykki sitt til
þess að send yrðu 3000 tonn á 40
kr. 100 kíló.
„Ingolf" og „Hejmdal“.
Berlingske Tidende segir frá, að
17. maí leggi skonnortan Ingolf
og herskipið Hejmdal úr höfn. —
Bæði skipin verða þó nálægt
ströndum Danmerkur, þar til um
miðjan júní. Þá fer Ingolf til Græn
lands og verður í Godthaab þegar
konungur kemur þangað. En Hejm
dal verður í flotafylgd kouungs
til íslands.
-------0-----—
noregur og spánn,
Tollhækkunin & norska salt-
fiskinnm.
í Noregi er nú vart meira um
annað talað, en tollhernað þann,
sem Spánverjar hafa hafið á hend-
Hús og byggingaHóðir
selur Jónas H. Jónsson, Bárunni (útbyggingin). Sími 327.
Ahersla lögð á hagfeld viðskifti beggja aðilja.
□I=3IE==1E=1E
ANGELA
Skáldsögun* „Angela eftir Georgie Sheldon, sem birtist neöan-
mils i Morgnnblaðinu 1916, er nú verið að prenta og kemur bókin
út nm mánaðarinótin. Sagan verður yfir 500 bls. þéttsettar, með
úgætum frágangi, en kostar þó aðeins kr. 6,85 fyrir áskrifendur (bók-
söluverð er 8 krónur), sem er belmingi lægra verð en á öðrum bókum,
sem út koma um þessar mundir.
Sagan er einhver allra besta ástarsaga, sem til er á islensku, eins
og þeir muna, sem lásu hana i Morganblaðinn.
Gjörið bvo vel að senda pantanir yðar sem fyrst, annaðhvort á
afgreiðslu Morgunblaðsins eða i Box 382, Reykjavik.
Utanáskrift:
„Angela
P. O. Box 382,
Reykjavik.
«c
PÖNTUNABSE9IL*
Gjörið svo vel að senda mér . eint.
af „Angela“, er borgist við móttöku.
Nafn
Heimili
3BC
3IE=1E
ur Norðmönnum út af banninu
nor.ska, enda varðar málið miklu.
Söluvara Norðmanna til Spánar er
sáltfiskur og söluvara Spánverja
til Noregs er vín.
Spánverjar halda því fram, að
Norðmenn hafi brotið verslunar-
samninga við sig, með því að lög-
leiða bannið. Þó hefðu þeir sætt
sig við þetta meðan á ófriðnum
stóð og litið á bannið eins og
hverja aðra ófriðarráðstöfun, sem
falla nnmdi úr gildi að loknu stríð-
inu. Kröfðust þeir því þess, áður
en til endnrnýjunar samninganna
kom, að Norðmenn feldu bannið
úr gildi, hvað spönsk vín snerti.
Stjórninni reyndist ómögulegt að
fá þingið til þessa, en beiddist
þess, að tollurinn á fiski mætti
haldast óbreyttur áfram. En því
neituðu Spánverjar.
Kunnugir menn segja, að Spán-
verjar hafi lengi búið sig undir
að hækka tollinn. Og áhrifin hafa
komið fljótt fram. Spönsk versl-
unarhús afturkölluðu pantanir sín-
ar símleiðis, norsku fiskkaupmenn-
irnir hættu að kaupa fisk á miðri
vetrarvertíðinni, svo sjómenn gcta
eklri selt afla sinn, og áttu þeir við
þröngan kost að búa áður, svo að
þetta verður þeim til fulikomins
niðurdreps. Kveða Norðmenn svo
að orði, að tollhækkunin sé eyði-
legging fyrir næststærsta atvinnu-
veg þjóðarinnar. Síðustu árin hnfa
Spánverjar keypt meira en helir-
inginn af öllum saltfiski, sem Norð
menn hafa flutt út. Það tekui
langan tíma að ná markaði a nýj-
um stöðum. Þá er enn á það að
líta, að líklegt þykir að Portú-
gal feti í fótspor Spánar og hækki
einnig tollinn og jafnvel einnig
ítalir.
Atburðir þessir hafa orðið til
þess að efla mmjög mótstöðuna
gegn banninu. Pví þaðan etafa
þessi vandræði. En hannmenn hafa
verið fremur hljóðir um málið. —
Hafa þeir gert þá tillögu, að ríkið
borgi þessa tollhækkun og styrki
á þann hátt útveginn, en það hefir
mætt megnri mótspyrnu. Þá hefir
enn fremur komið til mála að
leggja innflutningstoll á vörur frá
Spáni, en eigi hefir það verið gert
enn.
Verður fróðlegt að fylgjast með
gangi þessa máls, ekki síst fyrir
þá sök, að endurskoðun verslun-
arsamnings íslendinga og Dana
Mahogm-grammófónn með c.
,40 ágætum plötum til sölu nú
þegar með tækifæriaverði. Uppl.
á Bergstaðastr. 51.
við Spánverja stendur fyrir dyr-
um.
-----0------
lagore í Danmörku.
Nú fullyrða dönsk blöð, að
indverska skáldið Tagore sé vænt-
anlegt til Danmerkur innau
skamms. Er það haft eftir forleggj
ara þeim, sem hefir gefið út bæk-
ur Tagore, sem þýddar hafa verið
á dönsku. Er búist við skáldinu
frá Lundúnum. En þó ber fregn-
unum ekki saman um það. Segja
sænsk blöð, að hami muni fyrst
koma til Stokkhólms og fara það-
an til Danmerkur.
En hvaðan sem hann kann að
koma til Kaupmannahafnar, er
hafinn undirbúningur til þess að
veita honum konunglegar móttök-
ur þar. Eiga að fara fram í sam-
bandi við komu hans fyrirlestrar
og hátíðahöid.
-0
í til efni af síldveiðiírumvarpi
því, sem nú er komið fram á Al-
þingi, hefir eitt norska blaðið skrif
að á þessa leið:
Efni þessa lagafrumvarps er svo
ofstækisfult og óvirðulegt fyrir
réttmæta atvinnu norskra borgara,
að samþykt þessi gengi næst ,casus
belli'. ísland er, hvað utanríkismál
snertir, hluti af Danmörku, svo
að í þessu efni verður þá stríðið
milli Dana og Norðmanna. Ef mál-
ið næði framgangi og samþyktum,
Og við mundum þurfa að gjalda
líku líkt, sem vonandi er að ekki
komi til, þá verðum við, eftir eðli
málsins, að snúa hefndinni gegn
allri verslun Dana, en ekki gegn
einokunarrétti íslands. Með það
fyrir augum er atvinnustríð frá
íslands hálfu ekki svo ægilegt fyr-
ir Noreg. En sennilega mun semj-
ast um þetta í friði og spekt.
--------0------—