Morgunblaðið - 13.05.1921, Síða 4
MOuG'i:\BL AÐIÐ
yertíðaii'lok,
krossmessa oi- hvitasunna
eru í þessari viku og því þarf
margt að kaupa —
Fatnað, Regnkágiur, Síiki-
svuntur, Fiúneil, Slifsi,
Blússur, kjólaefni og margt
og margt annað er þið fáið best
og ódýrast í verzlun
Árna Eirikssonar
Austurstræti 6.
0. S. n. mótarhjól
vil eg selja. Verð 2500 kr. rljólið selst að eins gegu fullri
greiðslu við móttöku þess
Verzlunin
Breiöablik
Simi 168.
Sími 168.
Hefir á boðstólum fyrir hvíta-
sunnu alt til bökunar.
x
<u
'£
ro
O
<s>
i—
3
lO
Perur
Ananas
Apricots
Kirsiber
Plommur
Bláber
Eggjaplómur
Jarðarber.
Kökur og kex
Sultutau
Marmelade Orange
Tomata heila
Súpur í kraft
Grænar baunir
Picles
Sardínur í olíu og
Lauk [tomat
Salat olíu
Búðingur í dósum o. m. m. fl.
Reynið og sannfœrist,
bestu og ódýrustu kaupin
werða í Breiðabliki. — Vör-
ur sendar heim.
Munið ávalt að versla í
BREIÐ ABLIKI.
Sólrík stofa með húsgögnum til
leigu frá 14. mai á Bergst.str. 51.
boftur SuðmundssDn
Sanitas.
Talsími 190.
der er indarbejdet hos Köbmændene, söges af konkurreneedygtig
köbenhavrisk Orossist til mod god Provision at sælge forskellige
Toiletartikler. Henvendelse med alle Oplysninger til:
Lauritz Andersen, Havnegade II Köbe,nhavn K.
Laxveiði.
Tilboð um laxveiði i Elliðaánum í sumar trá 1. júní
til 31. ágúst senðist borgarstjóra fyrir 17. þessa mánaðar
kl. 4 síððegis.
Skilmálar til sýnis á skrifstofu borgarstjóra.
Borgarstjórinn i Reykjavik 10. mai 1921.
K. Zimsen.
Fyrst um sinn
verður lokað fyrir vatnsleiðslur bæjarins,
nema í Skólavörðuholtinu innan Laugavegs
og Þingholtsstrætis, frá kl. 9—11 á morgnana.
Reykjavík 12. maí 1921.
BæjaruErkfræðingurinn.
Kaupið Morguoblaöjð.
-.ríS09P'
Vér munum framvegis öðru hverju birta vott-
orð sem oss berast um GLAXO-mjólkina, til þess að
sýna almenningi hvernig hún reynist þeim sem van-
ist hafa á að nota hana. Hér birtist eitt slíkt vottorð:
»Háttvirtu herrar. — Konau mín hefir beðið
»mig að tjá yður hve fegin hún hafi verið er
»þér tókuð að flytja hingað GLAXO-mjólkina.
»A Englandi hafði hún vanist henni um langt
»skeið og þó sérstaklega s m ljósmóðir og
»hjúkrunarkona notað hana handa börnum og
»sjúklingum. Að vísu hefir hún ekki þurft á
»henni að halda á þann hátt hér, en þar á
»móti notað hana til almennra heimilisþarfa og
»sjálf um eitt skeið lifað aðallega á henni, þeg-
»ar hún vegna lasleika varla mátti neyta ann-
»arar fæðu, jafnvel ekki venjulegrar mjólkur
»nemaaf skornum skamti. Þykist húnvarlaum
»of geta mælt með þurmjólk þessari.
Virðingarfylst
Snæbjörn Jónsson
Rvík l0/5 ’21-
}
M
¥
1
S;
I
■
S
$
m
1
i
M
<■<-]
I
fl
PEningaskápar
Nokkrir peningaskápar til sölu.
O. Johnson & Kaaben.
Bíll til sölu.
Lítið notaður Chevrolet-bíll til sölu nú þegar.
Ol. Johnson.
8 stúlkur
óskast í vinnu til Seyðisfjarðar. Þurfa að fara með
Sterling næst. Upplýsingar hjá
Hjalta Jónssyni framkvæmöastj,
— 99 —
borgun fyrir vikuvinnu. ÞaS var meiri fúlga en hann
hafði nokkru sinni átt í einu. Hann var gersamlega ráð-
þrota, hvernig hann ætti að fara að eyða öllum þess-
um peningum. Hann hafði fundið gullnámu. Hann ráð-
gerði að kaupa meiri föt, gerast áskrifandi að tímarit-
um og kaupa ýmsar handbækur, sem hann var nú neydd-
ur til að leita að á söfnum, þegar hann þurfti að
nota þær.
Hann sendi handritspakkann með pósti til Jouth
Companion, og seinni hluta laugardagsins, þegar hann
hafði lokið við uppkast að grein um perlu-kafara, fór
hann og heimsótti Ruth. Hann hafði símað áður, svo
hún tók sjálf á móti honum. Forna bylgjan af íturmensku
cg heilbrigði streymdi um hana af persónu hans og
Lunaði hana. Það var eins og hún ílæddi yfir í líkama
hennar og- fossaði um æðamar eins og glóandi eldur-
avo hún titraði ósjálfrátt við þetta aukna afl. Hann
roðnaði ofurlítið, þegar hann tók í hönd hennar og
horfði í bláu augun. En sólbruninn á andliti hans eftir
átta mánaða dvöl í hitabeltinu dró úr roðanum, þótt
þessi sólbruni hlífði ekki hálsinum á honum fyrir rauð-
um röndum undan hálslíninu. Hún tók eftir þessum
rauðu röndum og brosti að þeim, en brosið hvarf, þegar
hún leit á fötin hans. Þau voru alveg mátuleg á hann,
cg það leit út fyrir að hann væri orðinn grennri og
beinvaxnari. Þar að auki hafði hann skift um höfuð-
fat og var nú með mjúkan flókahatt. Hún mundi ekki
eftir, að hafa verið svo únægð fyrri. Þessi breyting
sem var orðin á honum hlaut að vera hennar verk. Qg
hún var hreykin af því, og ásetti sér að umskapa hann
enn meira.
En mesta breytingin, sem fram hafði farið á honum,
7*
— 100 —
og sem hún var ánægðust með, var nú samt sem áður
sú hve hann hafði breytt um málfæri og orð. Það var ekki
að eins, að hann talaði réttara, heldur talaði hann með
meiri léttleik í hugsuninni, og hann var auðugri að
orðum. Það var ekki nema þegar hann varð sérlega hrif-
mn og ákafur, að bar á sjómannstalinu og þá um leið,
að bann slepti endingum orða. En fyrir utan þennan
léttleik liugsunarinnar, varð hún vör við sama fimleik-
ann í málinu, og gladdi það hana mjög. Þar kom fram
bæfileiki hans til glettni og spaugs, sem hafði* aflað
honum svo margra vina meðal félaga hans, en hann
hafði ekki getað neitt þess hæfileika fyr í samtali við
hana, því að hann skorti hæfileg orð. Hann fór að hafa
það einhvernveginn á tilfinningunni, að hann væri ekki
algerlega óviðkomandi persóna.
Hann sagði Ruth frá starfi sínu, og að hann hefði
ásett sér að hafa ofan af fyrir sér með því að skrifa
og læra meira. En liann varð fyrir miklum vonbrigðum,
því honum virtist hún ekki fallast á þetta og meira
að segja vera því mótfallin.
„Sjóið þér til“, sagði hún hreinskilnislega, ,rithöf-
undarstarfsemi verður að vera eins og hvert annað verk.
Eg veit auðvitað lítið um það, en eg nota almenn skyn-
samleg rök. Maður getur ekki haft von um að verða
duglegur járnsmiður og góður nema maður hafi lært
starfið í 3 ár eða jafnvel 5. Rithöfundum er nú borgað
betur en járnsmiðum, svo það eru vitanlega fleiri sem
langa til að skrifa — sem reyna til að skrifa“.
„Ef til vill. En get eg þá ekki verið svo af guði gerð-
ur, að eg hafi sérstaka hæfileika til að skrifa?“ spurði
hann og var ánægðnr með sjálfum sér, hve vel honum
hafði tekist að segja þetta. Og á sama augnabliki var
— 101 —
eins og risi upp í huga hans mynd af öllu umhverfinu
þáma ásamt fleiri atburðum úr lífi hans, atburðum sem
voru ljótir og dýrslegir. Þessi mynd reis upp á auga-
bragði án þess að rjúfa samræðuna eða trufla hugsanir
hans. Hann sá sjálfan sig og þessa fögru, yndislegu
ungu stúlku, sá sjálfan sig sitja frammi fyrir henni
og tala við hana á fögru máli í stofu innan um bækur
og myndir, og yfir allri myndinni hvíldi geislaljómi,
en utan við hana í skugganum risu upp aðrar mótstæð-
tr myndir. Hann heyrði enn bergmálið af rödd sinni,
þegar hún svaraði::
„En liversu góða hæfileika, sem einhver hefir til
þess að verða smiður, þá hefi eg aldrei heyrt um neinn,
sem ekki þurfti fyrst að læra
„Hvað ráðleggið þér mér þá?“ spurði hann. „En
gleymið þér ekki, að eg hefi hæfileika til þess að skrifa.
Eg get ekki skýrt það fyrir yður. En eg veit, að þeir
búa í mér“.
„Þó verðið þér að læra af kappi“ svaraði hún, og
það hvort sem þér verðið rithöfundur eða ekki. Ment-
un er nauðsynleg, hvaða lífsstarf sem þér veljið yíSur,
og sú rnentun má ekki vera lítil eða af handahófi. Þér
verðið fyrst að búa yður undir háskólanám“.
„Já“ — sagði hann, en hún tók óðara fram í fyrir
bonum, eins og henni hefði skyndilega dottið eitthvað í
bug. „Vitanlega getið þér haldið áfram með skriftir
yðar“.
„Eg vari lika neyddur til þess“, sagði hann svip-
þungur.
„Hvers vegna f ‘ sagði hún og horfði á hann.
„Ef eg ekki skrifa, getur ekkert orðið af háskóla-
námi. Eg verð að vinna mér fyrir fæði, fötum og bókum“