Morgunblaðið - 15.05.1921, Page 2

Morgunblaðið - 15.05.1921, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Ritstjóri Vilh. Finsen Sími 500 — PrentsmiSjusími 48 AfgreitSsla í Lsekjargötu 2. RitBtjómarsíma.- 498 og 499 Kemur út alla daga vkunar, a?S mánu- dögurn undautekuum. Rítetjórnarskrifstofan opin: Virka daga kl. 10—12. Helgidaga kl. 1—3. Auglýsingum er e k k i veitt mót- taka i prentsmiðjunni, en sé skilað á afjgr. fyrir kl. 4 daginn fyrir útkomu þess blaðs, sem þær eiga að birtast í. Auglýsingar sem koma fyrir kl. 12, fá að öllmn jafnaði betri stað i blaðinu (á lesmálssíðum), en þær, sem síðar koma. Auglýsingaverð: Á fremstu siðu kr. 3,00 hver cm. dálksbreiddar; á öðrum stöðum kr. 1,50 em. Verð blaðsins er kr. 2,00 á mánuði. Afgreiðslan opin: Virka daga frá kl. 8—6. I Helgidaga kl. 8—12. tapið, vœri varasjóður hennar auð- vitað þeirri upphæð lægri, en mundi þó hafa numið samkvæmt reikning- unum í árslok 1919 kr. 646881,94. Niðurstaðan af verslunarrekstr- inum 1920 er sú, að varasjóðurinn lækkar um kr. 347566,44, og er sú upphæð þá reikningslegur halli á rekstrinum það ár. Orsökin er sú, að verslunin átti miklar birgðir af kolum í árslok 1920, og var ákveðið að færa verð á þeim niður úr 300 kr. í 200 kr. tonnið frá áramótum, en þessi verðlækkun vörubirgðanua er tekin inn á reikninginn fyrir 1920, og nemur hún kr. 818594,56. Þar upp í kemur svo viðskiftahagn- aður ársins 1920, sem stafar að toluverðu leyti frá gróða á gengi dollara. Viðvíkjandi horfum fyrir af- komu verslunarinnar yfirstand.uidi ár, verður að geta þess, að snemma á árinu var söluverð kolanna enn fært niður úr 200 kr. í 140 kr. fyrir tonnið og hlýtur það tap, sem af þessu stafar, að rýra mjög útkom- una á þessu ári, jafnvel svo, að rekstrarhalli komi fram á ársreikn- ingnum og varasjóðurinn minki eitthvað þess vegna. Til frekari glöggvunar um það, hvernig högum verslunarinnar er nú háttað, er hér birtur útdráttur úr efnahagsreikningi hennar 31. des- ember 1920. E i g n i r: Fasteignir............... 142141,93 Ýms áhöld................. 13219,20 Vörubirgðir............. 2279271,09 Inneignir í bönkum .. 1370684,46 Skuldir inn. viðskiftam. 764914,64 Skuldir útbúa versl. .. 562496,65 Víxlar................... 831585,56 Peningar í sjóði . . . . 915848,97 INTERNATIONALE ASSURANCE-COMPAGNI Höfuðstóll 10 miljónir. Sjó- og stríðsvátryggingar Aðalumboðsmaður: Gunnar Egilson Ilafnarstræti 15. Talsíni 608. anna, er nál. 160.000 kr.* í vöru- leifum, og nál. 400.000 kr. í úti- standandi skuldum hjá viðskifta- vinum útbúanna. Útistandandi skuldir verslunar- inuar hafa því verið alls um síð- astliðin áramót: Samkv. 5, eignalið 764914,64 : Iljá útbúunum 399467,19 ■ VíxiLskuldir 831585,56 Nokkrar duglegar s t ú I k u r geta fengið atvinnu nú þegar. Unplýsingar gefur Guðmundur Þórdarson Gretrisgötu 28. Samtals kr. 6880162,50 S k u 1 d i r: Inneign innl. viðsk.m. 28903,21 Inneign útl. viðskiftam. 1950450,04 Inneign ríkissjóðs 2941754,01 Fymingarsjóður 23649,12 ólokin viðskifti 100000,00 Varasjóður 1835406,12 Samtals 6880162,50 Af vörubirgðunum eru kr. 1.463.266,44 í kolum og koksi, hitt í öðnim vönim. Af 6. eignalið, skuldum útbú- Samtals kr. 1995967,39 Nefndin hefir haft til athugun- ar skrár yfir þessar útistandandi skuldir allflestar, og telur meiri hl. að gera verði ráð fyrir ein- hverri rýrnun á þeim, sem ekki er tiltökumál, þar sem um svo mikla veltu er að ræða og svo þröngt sem nú er í ári, og er ekki unt að segja fyrirfram, hve mikil sú rýmun kann að verða, en ekki er Jsjáanlegt, að hún þurfi að verða mjög veruleg. i Að öllu athuguðu telur meiri . hlutinn óhætt að áætla, að vara- ‘ sjóður verslunarinnar muni verða um næstu áramót full 1 milj. kr., ; ef fyrirtækinu verður þá lokið, og ; er það nokkru minna en sú upp- hæð, sem ríkissjóður greiðir versl- uninni til þess að standast hið fyrra tap á kolum og salti. I Því fer mjög fjarri, að nefndin vilji álasa ríkisstjóminni eða stjórn landsverslunarinnar fyrir það, að liafa ekki gert þessa ófrið- ‘ arráðstöfun að gróðafyrirtæki. — Meiri hluti nefndarinnar vil'l ekki heldur fara út í neinn samanburð á aðstöðu landsverslunar og frjálsr ar verslunar, (“n einungis benda á, ‘ að auk þeirrar aðstoðar, sem rík- issjóður veitir fyrirtækinu með j greiðslu kola- og salt-tapsins, þá hefir verslunin haft mjög hag- kvæm afnot af skipastól landsins og stuðst við takmarkanir á inn- , flutningi á vissum vörutegundum til annara, og þetta alt á þeim tím- um, er innflutningur á vöram gat . tæpast gefið tap. | pegar gera skal tillögur og taka ; ákvarðanir um framtíð þessa versl- j unarrekstrar ríkisins, virðist oss fyrst verða að líta á það, að aldrei mundi hafa verið til hans stofnað, ! ef ekki hefðu gerst þeir viðburðir ! í heiminum, sem komu meiri trufl- j un á a'lt viðskiftalíf en dæmi era til áður. Er þá einkum átt við það, að alls konar hömlur lögðust á verslun og siglingar, og það svo, að stjórnir ófriðarþjóðanna heimt- uðu afskifti viðkomandi ríkis- stjórna um út- og innflutning, og varð þetta þess valdandi og bein- línis orsök þess, að til landsversl- unar var gripið. Það hefir þó eflaust vakað jafnt fyrir þingi sem þjóð, að liér væri að eins um bráðabirgðaráðstöfun að ræða, sem afnema bæri, þegar alt kæmist á réttan kjöl að ófriðn- um loknum. Má í þessu sambandi benda á útflutningsnefndina, sem í raun réttri eigi var annað en landsversl- un með afurðir landsmanna, og að ráði allra aðstandenda var afnum- in þegar í ófriðarlokin. Landsverslunin aftur á móti, sem eingöngir hefir haft með inn- flutning nauðsynja að gera, hefir nú starfað á þriðja ár eftir ófrið- arlok, en ýmsar ástæðnr hafa verið þess valdandi, að eigi hefir þótt tiltækilegt að leggja hana niður tii þessa tíma. Aðalstarf nefndarinnar í þessu máli hefir því verið að íhuga, hvort eigi væru nú komnir þeir tímar, að ríkissjóður gæti slept fram af sér þeirri miklu ábyrgð, er óumflýjanlega hlýtur að fylgja svo áhættumiklum verslunarrekstri sem hér hefir verið .um að ræða, og hvort kaupmenn og kaupfé- lög mundu nú ekki geta tekið til fulls við innflutningi nauðsynja, sem eðlilegast og sjálfsagðast er, að verslunarstéttin hafi með hönd- um. Um þetta aðálatriði hefir meiri hlutinn komist að þeirri niður- stöðu, að áhættulaust miuii vera fyrir eðlilega innflutninga til lands ins, þótt nú þegar verði létt af ríkissjóðnum þeirri óeðlilegu á- byrgð, er innflutningur á nauð- synjum landsmanna óumflýjanlega hefir í för með sér með lækkandi verðlagi, og fer þá aðalinnihald framanritaðrar tillögu í þessa átt. Á hinn bóginn liggur það í aug- um uppi, að jafn umsvifamiklu verslunarfyrirtæki og Landsvei*sl- unin er, er eigi hægt að lúka á einum degi eða tiltölulega skömm- um tíma, enda talsverðar vöru- birgðir fyrirliggjandi, sem ráð- stafa þarf, og skuldir útistand- andi, sem eigi verða krafðar með dagsfresti. Með tilliti til þessa hefir nefnd- in eigi viljað ákveða né einskorða niðurlagning verslunarinnar, en meiri hluti nefndarinnar leggur það til, að yíirstandandi ár verði notað til þess að selja fyrirliggj- andi vörubirgðir, sem nú eru að eins: kol, hveiti, rúgmjöl, hafra- mjöl og sykur, og að versliuiin ráðist eigi í frekari innkaup á þessum eða öðrum vöram, nema hvað sjálfsagt er, að við núver- andi kolabirgðir verði svo bætt, að þær verði seljanlegar án mik- illar rýmunar, og að þeim 150 smá lestum af sykri, sem verslunin hefir þegar keypt í Danmörku, en ókomnar era til landsins enn, verði bætt við og seldar. Þá telur og meiri hluti nefndarinar rétt og sjálfsagt, að stjómin hafi vakandi auga á steinolíuversluninni og grípi þar inn í með ríkisrekstri, ef nauðsyn krefur. Rekstur verslunarinnar á þessum grundvelli leiðir að sjálfsögðu til þess, að sölu birgðanna og inn- Ný rafijósastöö til sölu. Nýja rafljósastöö, hæfilega stóra fyrir kauptún sem hefði alt að 60—75 hús, höfum við fyrirliggjanði. og get- um afgreitt með viku fyrirvara. Lýsing stöðvarinnar: Dynamo, 6'/s kilowatt, 220 volta, sérstaklega vandaður. Rafgey mir, 90 amper-tímar, 19800 watt timar (sama stærð og 180 amper-tíma raeð 110 volt). Mæliborð með öllum nauðsynlegum tækjum. Olíumótor 12 hestafla. Alt annað efni til uppsetningar slíkrar Btöðvar höfum við fyrirliggjandi, svo sem úti* og innivír, lampa o. fl Við höfum duglega.og vana menn til að setja upp slikar vélar og tæki. Borgunarskilmálar: Við myndum fúsir að gefa rýmilega borgunarskilmála. Leitið upplýsinga til okkar sem fyrst. VirðingarfylBt. Bf. RafmagnsfÉl. Biti 5 tsjós. Laugaveg 20B. Reykjavik. Sími 830. Laugardaga verður skrifstofum okkar i sumar lokað kl. 12 á h. Viðskiftafélagið. Þórður Sveinsson & Co. heimtu skulda verði lokið fyrir næstu áramót, svo að stjórn lands- verslunarinnar þá geti haft endau- leg reikningsskil tilhúin og að næsta þing taki þá endanlega á- kvörðun um slit eða f'-amhald verslunarinnar. Alþingi, 29. apríl 1921. Jón porláksson, form. Pétnr Ottesen. Ólafur Proppé, frsm. meiri hl. -0- Leiðrétting. Það er ranghermi í Morgunblað- ; inu í gær, að forseti neðri deildar | hafi „rekið mig út úr deildinni“, j enda fer sú frásögn blaðsins þvert j ofan í yfirlýsingu forseta í fund- arlokin. ; Þessi léiðrétting óskast tekin í ! næsta tölublað Morgunbláðsiiis. I Alþingi 13. maí 1921. Sigurður Stefánsson. hniiMniisiM. I>að era nú liðin 21 ár siðan sjóður sá, er frú Herdís Benedictsen gaf land inu, til minningar um sig og Ingileifi dóttur sína, var afhcntur landshöfð- ingja til umráða og ávöxtunar, til þess að á sínum tíma væri reistur fyrir hann kvennaskóli fyrir Vestur- land. Sjóður þessi var í byrjun 42.300 krónur. pví hefir nú nokkrum sinnum ver- ið hreyft í blöðum og tímaritum, hvar þessi fyrirhugaði skóli ætti að vera, og hefir það oftast orðið nið- urstaðan á skoðunuin þessum, að hann yrði reistur á Flatey, enda hefir mönn um alment hér í Flateyjarhreppi á- valt fundist, að ekki gæti amiað kom- ið til mála, en að hann verði bygður hér, á æskustöðvum gefendanna. Enda segir eldra fólk hér, að því hafi verið kunnugt um, að það hafi verið heit- asta ósk þeirra tur Herdísar og Ingi- leifar sál., þótt farist hafi fyrir að geta þess í arfleiðsluskránni. Hér var hún borin og barnfædd. Hér dvaldi hún raestan hluta æfi sinnar. Hér átti hún flesta vini. Hér hefir hún lifað helstu gleðistundir lífs síns, og hér hefir hún líka felt flest sorgartár yfir missi bama sinna og manns síns. Við þessa sveit voru endurminningar hennar fastast tengdar. Og hér í Flat- ey er jarðsettur maður hennar og 11 börn. Þótt ekki væri nú annað en það, sem mælti með því að skólinn verði settur hér þegar til kemur, þá finst mér það nærri því nægar ástæður. pví það mun vera eins dæmi í sögu okkar, að slíkur liarraur sé kveðinn að einni móður, að fylgja 11 börnum sínum til grafar í sama grafreit. Að eignast 14 börn og fá ekki að sjá nema eitt af þeiru lióp ná fullorðins aldri og missa það svo í blóma lífs- ins. — En dásamlegast er að bún skyldi geta borið slíka ofraun. Það sýnir bvaða. feikna þreki hún hefir verið gædd. Eg vil nú skjóta því undir dóm allra þeirra, sem bera hlýjan hug til hinnar framliðnu heiðurskonu, hvort þeim finnist ekki best til fallið, og best við eigandi, að þessi minnisvarði sé reistur á æsknstöðvum hennar, og þar sem þar að auki er, að Flatey er hvað samgöngur og staðhætti snert- ir, best til þess fallin, af þeim stöð- um sem komið hafa til tals í þessu tilliti. Nú er komin svo mikil hreyfing á þetta skólamál, að Flateyingar geta ekki setið þar þegjand ihjá, því að þeim finst, að þeir hafi öðrum frem- ur tillögurétt um það mál. 8ú fregn hefir nú borist hingað fyr- ir nokkru, að Magnús á Staðarfelli væri búinn að gefa ríkinu eignarjörð sína Staðarfellið, með öllum húsum og mannvirkjum, til skólajarðar fyrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.