Morgunblaðið - 29.06.1921, Side 4
MdRGUNBLADIÐ
Til drotningarinnar
Æðapdúnj selskliiRi ©g lambskinn
kaupir
frá bóndakonu.
}ón Laxðal.
I. Kveðja.
Velkomin sért' á vora strönd,
sem voldugri hefir skoðað lönd.
Sko! tignarleg er hún móðir mín,
og margt á hún til í fórum sín.
í Heklu og Kötlu á hún eld,
sem ei mun sýndur þér — eg held —
þó það sé hin mesta sjón að sjá,
er samt þessi stóri galli á;
að fáum við það skin að skoða,
er skelfing á ferð, og alt i voða.
Þá bráðnar jökull og brennur land
og breytist ræktuð jörð í sand.
í fossunum geymir hún afiið alt,
á þá, mín drotning, líkt skalt.
Því fossinn leikur svásan söng
á silfurhörpu í klettaþröng
um liðna frægð og forna neyð
og framtíðina á sigurleið.
Hann kveður líka um æsku og ást;
um ósk og von, er stundum brást,
gleði’ er að skoða fagran foss
og fá í staðinn úðakoss
og sjá á flúðum við fætur hans
flyssandi öldur stíga dans.
í dölum geymir hún skart og skraut,
skínandi fríð er hver ein laut.
Þar skógurinn vex, og fuglafjöl
flögrandi syngur morgna og kvöld,
og blómin sprefta’ í brekkum víða,
blágresis-klasar mest þar prýða,
eyrar-rós, blóðrót, fjólan fríð,
með fegurð sinni þær skreyta hlið.
Svo vex þar reyr, sem ilmar æ
og allir girnast á hverjum bæ. *
Hann það hið besta ilmgras er,
sem íslenskar konur veija sér.
Niðri’ undir hárri hamrabrún
þar hefir bóndinn ræktað tún.
Á blettinum kringum bæjinn hans
blómin gullfögur mynda krans.
Af sóley og fíflum sést þar mest,
svo koma þau er skreyta best:
Hrafnaklukka og Baldursbrá,
og brosandi smárar til og frá.
Þar vex svo einnig blómið blá
, með blöðin fín og krónu smá;
það gefur lofuð manni mey
til minnis, það heitir: Gleym mér ei.
Læki og vötn hún líka á,
þar lax og silung veiða má;
þar spegla fjöll sinn feikna búk
með fannaslæðu yfir jökul hnjúk.
Hóla’ og blómskrýddar brekkur má
brosandi þar á höfði sjá.
Álftirnar synda og syngja þar
Sér og mönnum til ununar.
svo himneskt er þeirra Ijóð og lag
um lífið, og heiðan sumardag,
að öldurnar hvísla upp við sand:
ó, hvað er fagurt þetta land!
Svo bið eg ættlands blómin mín
brosandi' að fagna komu þín.
Skrúðanum græna, skógur minn,
skrýðstu nú fljótt í þetta sinn!
Vættir landsins, þið vitið best,
að vandi er að fagna tignum gest:
Látið drotningu sjálfa sjá,
að sólklæðum brosi landið á. —
Vér þökkum sýndan sóma þann,
að sækja heim okkar frónska rann. —
Þér sé auðna, ástúð lotning,
Þú íslands tignarháa drotning!
II. Ðeltis-þúla.
Já, svona lítur ísland út,
sýnast þér ekki falleg fjöllin?
Á fjöllunum uppi byggja tröllin;
þar eru háir huldusteinar,
og hamrar, er byggja dverga sveinar,
þeir- árshring hverjan eru þar
alt af að smíða gersemar.
Nú dvergajöfur sjálfur segir,
hann sitji við á hverjum degi
og ætli’ að setja saman band,
sem að þér gefi jökul-land.
Það kvað nú gert af góðu efni;
þess gæðin helstu’ er best eg nefni.
Áf œðstu þrá hins unga manns,
af fyrstu ást hins fremsta svanna,
af frelsis hugsjón bestu manna,
af sákleysi hins blíða barns,
af móðurást og móðuHrygð,
því mesta hnossi í alheimsbygð.
Ef stjörnur skinu skært á kvöldin,
þá skreyttu þeir með því beltisskjöldinn.
Þannig var myndað mittisband,
sem minna skal þig á gamalt land.
M i n n i
hinna konunglegu gesta
Eftir Hannes S. Blöndal.
Sungið við borðhald í Iðnó 26. júní 1921.
Foldin íss og elda,
yndisfríðra grunda,
landið tignartinda,
tærra strauma og blárra
faðminn móti göfgum gestum breiðir,
gljúfrafoss úr hörpustrengjum seíðir
gleðitóna djarfa, dýra, skæra,
dögling8hjónum beztu óskir færa.
Kvikir leika lækir,
ljóðakveðju góða
láta kveðna kátir
konungs ungu sonum.
Við þeim brosa blítt í sumarskrúða
bygðir Njáls og Gunnars hugumprúða,
Óskum vér þeim finnist »fögur hlíðin*,
fullvel líki bergkastalaamíðin.
Heillakveðju hyllir
hollustu með fullri
kynBtór konungmenni
Kjartansgrund af hjarta.
Eflist trú og trygð við meiri kynning;
traustust er og bezt sú ferðaminning.
Lands vors guð þau leiði í bygðum vorum,
láti blessun fylgja þeirra sporum. #
Búsáhaldasýningin.
Miðvikudag 29. júní verður sýnt:
Kl. 10—12 Vinna með dráttarvél
— 5— 6 Skurðgröftur með sprengiefni
— 7 Kvikmyndir í Nýja Bíó (Vinna
með þúfnasléttunarvél. Ýms
bústörf á Jámtalandi í Svíþjóð.
Notkun haglendis í Svíþjóð).
Hanskabúðin
Austurstræti 5.
Nýkomið miklar byrgðir af sokk*
um karla og kvenna silki og ull.
Sportsokkar drengja og fullorðna.
Spánarfiskur.
Vil kaupa ca. 1000 skippunö spánarfisk af þessa árs
framleiðslu. — Fiskurinn má vera V& verkaður. — Semja
ber nú þegar.
13. Benjamínsson.
Priser som ffor Krigen.
Denne elegante Box eller Chewre-
aux Herrestovle 25 Kr. Dame-
stovler samme Slags 20 Kr.
Moderne brune Damesko 20
Kr. Drenge- og Pigestovler 15
Kr., alt garanteret prima
Læder. Sorte og Kulörte Dameströmper, alle Farver I Kr.
25 0. Herresokker I Kr. Sendes portofrit, naar Be-
l«bet inðsenöes samtiðig með Orðren. Senð Afriðs af Foðen
ðirekte til Skotojsfabriken, Ferd. Griin, Norrebrogade
49, Kobenhavn N.
P. □. cJacobsEn S.Sön
Timbnrverslun. Stofnuð 1829
Kaupmanaahöfn C, Símnefui: Granfuru
Carl-Lundsgade New Zebia Code
Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Khöfn.
Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð.
Að eins heildsala.
Bifreiða og bifhjólayátryggingar
Trolle <& Rothe h.f.
Kaupið Morgunblaöið.
Drengup
óskast til að fara sendiferðir og inn-
heimta reikninga, nú þegar. Upp-
lýsingar á skrifstofu
Isafoldarprentsmiðju h.f.
Sjó- og stríðsvátryggingar
Aðalumhoðsmaður:
Gunnar Egilson
Hafnarstrœti 15.
Talsíni Ö08-