Morgunblaðið - 01.07.1921, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.07.1921, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Ritst jórar: Villij. Finsen og Þorst. Gíslason. Sími 500 — Prentsmiöjusími 48 AfgreiSsla í Lækjargctu 2. Ritstjómarsímar 498 og 499 Kemur út alla daga vkunar, aö mánu- ddgum undanteknum. Bitstjómarskrifstofan opin: Virka daga kl. 10—12. < Helgidaga kl. 1—3. Auglýsingum er e k k i Teitt naót- taka í prentsmiðjunni, en sé skilað á *fgr. fyrir kl. 4 daginn fyrir útkomu þeso blaðs, sem þær elga að birtast í. Auglýsingar sem koma fyzir kl. 12, fá »SS Sllum jafnaði betri sfcað í blaðinu (á lesmálssíðum), en þær, sem síðar kama. Auglýsingavetð: Á fremsta síðn kr. S,00 bver em. dálksbreiddar; á öðrum ■töðum kr. 1,50 cm. Verð blaðsins er kr. 2,00 á mánuði. Afgreiðslan opin: Virka daga frá kl. 8—A. Helgidaga kl. 8—12. INTERNATIONALE ASSURANCE-COMPAGNI Höfuðstóll 10 miljónir. Sjó- og stríðsvátryggingar Aðalmnboðsmaður: Gunnar Egilson Hafnarstrœti 15. Talsíni 608. um Magnús Björnsson prófastur og Brynjólfur kaupmaður Bjarnason sem héldu þeim uppl. Urðu umræðurnar um þennan lið ails 28 og flestar frá- mnnalega leiðinlegar og komu margar litið málinn við. Þá hófust stjórnarkosningar. Úr stjórninni gengn Sveinn Björnsson, P. A. Ólafsson, Halld. Þorsteinsson og Arni Eggeitsson. Vestur-íslend- ingar höfðu nefnt til kjörs Arna Eggertsson og Asmund Jóhannsson, en við tilnefningu fundarins á mönn- um í stjórnina fengn þessir flest at- kvæði: Halldór Þorsteinsson. . . 9908 Pétnr A. Ólafsson . . . . 9537 Hallgrimur Benediktsson . 8096 Ólafur Johnson...........3958 Jón Björnsson............3938 Hjalti Jónsson...........2638 Við stjórnarkosninguna sjálfa var Arni Lqqcrttson kosinn fyrir Vestnr- islendinga með 8579 atkv. en As- mundur Jóhannsson fekk 2112. Og í stjórnina voru kosnir af islenskum hluthöfum P. A. Olafsson með 10689 athv. Hallgr. Benediktsson með 994 S atkv. og Halld. Þorsteins- son með 9899 atkv. Endurskoð- andi var endurkosinn Þórður Sveins- son með 3876 atkv. og varaendur- skoðandi Gnðm. Böðvarsson. Magnús Björnsson gerði þá fyrir- spurn hvort stjórnin ætlaði að auka hlutafé félagsins í bráð og svaraði varaformaður því ekki ákveðið, en kvað stjórnina mundu íhuga málið, en hingað til hefði félagið haft nóg biutafé. Umræður urðu nokkrar um bætur fyrir þjófnað á skipum fél- agsins. Fnndurinn fór yfirleitt fram með hinni mestu friðsemi og engin orrahrið gerð að stjórninni eins og i fyrra. Ltuk honum með því að B. H. Bjarnason vottaði stjórninni þakklæti sitt og annara hluthafa. -«------0------- Stjórnin hefir fengið símskeyti, sem segir, að við getum ekki feng- ið að halda áfram vægustu kjörum, sem tollög Spánar heimila, á fiski héðan, ef ekki sé leyfður hingað innflutningur spánskra vína. ----0--- Kon&ingsglimán á ÞÍNgvollum 1874. I nýútkomnu blaði af »Þrótti« hefir síra Sigurður Gunnarsson sagt frá konnngsglimunni á Þingvöllnm 1874. Segir hann að yngri stúdentar frá Reykjavík hafi látið gera sér all- stórt tjald og haldið til í þvl meðan hátíðahaldið stóð yfir á Þingvöllum. Þarnæst segir hann: • Daginn eftir komu konuugs frá Geysi til Þingvalia vorum við stúdentar og kandidatar flestir stadd- ir um kl. 3 siðdegis inni i tjaldi okkar að snæðingi. Veður var yndis- lega fagurt, hita sólskin. Kom þá Heigi Helgasen kennari sviplega inn i tjaldið og viitist vera mikið niðri fyrir. Sagði hann, að stungið hefði verið npp á því, að sýna konungi islenzka glímu; hefði það verið bor- ið nndir hann, og léki honnm for- vitni á að sjá þessa fornu íþrótt ís- lendinga. Skoraði Helgasen nú á okkur að ganga fram á völlinn aust- an Öxarár til glimu, þar sem mann- fjöidinn með konungi biði. Kom þessi áskorun með öllu flatt upp á okkur. Hafði ekki verið með einu orði á það minst fyr en þarna, að íslensk glíma skyldi sýnd við þetta tækifæri. Vornm við, sem geta má nærri, með öllu óundirbúnir, sér- staklega að hæfiieikum og hentng- um búningi. Skoruðumst við því allir fastlega undan, og þótti þetta ónærgætni mikil. En Helgasen gekk svo fast að, nærri grátbændi okkur, að okkur sira Lárusi heitnum Hall- dórssyni, sambekking mínum, gekst loks hugur við og fórnuðum okkur. Var þá ekki um annað að ræða en að ná sér i snatri i laglega íslenska skó. Vornm við síðan leiddir fram á vðllinn, þar sem manngrúinn hafði skipað sér í víðan hring. Tóknm við okkur stöðn í miðjum hringn- um. Stóð konungur einn sér, svo sem 10 faðma frá okkur, og studd- ist við staf sinn. Var okkur síðan gefið merki að hefja glímuna. Köst- uðum við okkur úr frökknnnm og gengum til fangs. Skal eg ekki orð- lengja um glimuna annað en það, að við lókum þrjár skorpurnar með örstuttu millibili. Höfðum við komið okkur saman um á leiðinni úr tjaldinu að reyna að sýna sem mestan fimleik og snerpu, til þess að brögð og varnir mættu sjást sem greinilegast, en siður hitt, að verða hvor öðrum að bana, þótt slikt mætti að sjálsögðu að höndum bera. Þegar önnur skorpan stóð sem Drotningin og krónprinsinn á barmi Almannagjár. Drotnigin að taka mynö. Drotningin og krónprinsinn á barmi Almannagjár. Drotnigin að taka mynö. Konungur og ðrotning á tröppum konungshúsins á Þingvöllum. kvæmt og áreiðanlegt. Ianan skams verður haidinn alþjóða lögreglo- mannafundur og að þvi er sagt et ætla beigisku fulltrúarnir að stinga upp á því, að allar alþjóðaskrásetn- íngar giæpamanna verði framvegis látnar fara fram á sömu skrifstofu, setn stungið er upp á að verði sett á stofn í Kaupmaunahöfn, en kostn- aður við hana greiðist af öllnm hlutaðeigandi þjóðnm. -0- Hjálpai'beiðni. Morgunblaðið snýr sér í dag tii lesenda sinna, sem oft hafa reynst greiðir til hjálpar bágstöddum, fyrir hönd stúlku utan af landi, sem orð- ið hefir fyrir því slæma áfalli að fá veikindi i fótin, svo illkynjuð, að hún hefir verið rúmföst i allan vets nr. í vor varð ioks að taka af henni fótinn og hefir hún nú fengið fullan bata. Stúlkan þarf að fá tréfót til þess að geta aftur farið að stunda vinnu, og hefir hann verið fenginn handa henni, en nú eru efni henn- ar gjörþrotin eftir hin löngu veik- indi og hún á ekki tii neinna að leita, um styrk til þess að kaupa sér fótinn. Vér höfum því lofað, að koma i framfæri styrkbeiðni til góðra manna sem vildu gera svo vel, að hlaupa undir baggann og ieggja stúlkunni lið. Fóturinn kostar nær 700 kr* og erum vér þess fullvissir, að svo margir vilji leggjast á eitt, að upp- hæð þessi fáist fljótlega. Afgreiðsla Morgunblaðsins mun veita gjöfum móttöku. hæst, hrópaði konungur til okkar þessum orðum: *For Guds Skyld, bræk ikke Benene!« En slikt létum við ekki á okkur fá, og héldum upp- teknum hætti. Þegar þriðja skorpan hafði staðið um stund, gaf konung- ur okkur merki um að hætta; gekk til okkar, tók góðlátlega í hendur okkar og þakkaði fyrir skemtunina. Var auðsætt, að konungur vildi ekki eiga undir því, að við glímdum leng- ur; hefir óttast, að slys mundi hljótast af. Þetta muu hafa verið fyrsta kon- ungsgliman á íslandi, þótt fátækleg væri, eins og skiljanlegt er af því, sem að framan er greint. En af ýmsum mátti þó heyra, að betur hefði þessi litla glima verið háð en óháð, O Frá Danmörk&B. Khöfn 29. júni. Dansk-lslandsk Anlœgs- selskab. Það hefir nýlega haldið aðalfund sinn og lét formaður þess getið í skýrslu sinni, að vegna erfiðra tíma hefði féiagið ómögulega getað kom- ið í framkvæmd öllu því sem áætl- að hefði verið. Þar eð hið mikla fé sem til framkvæmdanna þyrfti væri ófáaniegt í íslandi og Dan- mörku hefði félagið snúið sér til erlendra íjármálamanna, en það hefði ekki haft neinn árangur. Síðan gerði formaður grein fyrir fjárhagn- um og hafði tekjuhallinn á árinu orðið 48.000 kr. og var reikningur- inn samþyktur. Samþykt var að auka hlutaféð um 100 þúsund kr. upp í 800.000 krónur. Stjórnin var endarkosin. Það er þetta félag, sem haft hefir með höndum rannsókn fossanna i Arnarfiiði. Alþjóða verkamanna- nefndin sem sett var á stofn með friðar- samningunuin kemur saman í Kanp- mannahöfn í þessari viku og verða nefndarmenn gestir dönsku stjórnar- innar. Verða ýms tnál tekin til meðferðar og alþjóðavinnuveitenda- féiagið heldur fund, sem ýmsir full- trúar þess, sem eru meðlimir nefndar- innar taka þátt i. í næstu viku verðnr haidið áfram til Stokk- hólms. Hagnýting náttúruafl- anna. Nefnd ein, sem innanríkisráðu- neytið hefir skipað hefir byrjað á nákvæmum rannsóknum á viðáttu brúnkolanámanna i Danmörku og möguleiknm fyrir því að nota sjávar- aflið til rafmagnsframleiðslu. Skrásetning glœpamanna Kerfi það, er hinn alkunni lög- reglustjóri Hákon Jörgensen hefir iundið upp tii þess, að senda sim- leiðis glæpamannalýsingar, þar á meðal fingraför, hefir nú verið reynt itarlega i Danmörku og - mörgum öðrum löndum og hefir reynst hag- —= DAGBðE. =— I. O. O. F. T037I81/*-—O. ICarlakórið. Aríðandi fundur í kvöld (föstud.) kl. 9 í Safnahús- inu. Stádentspróf. Því luku tuttugu piltar frá Mentaskólanum i vor. Fjórir þeirra lásu utan skóia. Eru nöfn þeirra stjörnumerkt: Adolf Bergsson, 64 stig, Einar Astráðssoa, 62 stig, Einar Olgeirsson, 79 stig, Gunnar Arnason, 66 stig, Gunnar Bjarnason, 34 stig, Helgi Briem, 63 stig, Jakob Gíslason, 79 stig, Karl Þorsteinsson, 62 stig, Kjartan Sveins- son, 57 stig, Kristinn Björnsson* 68 stig, Magnús Agústsson, 76 stig, Óskar Þórðarson, 58 stig, Páll Þoí' leifsson*, 52 stig, Pétnr GislasoO, 53 stig, Rikharðnr Kristmundssoo, 65 stig, Sigurður Ólafsson, 72 stig, Tómas Guðmundsson*, 54 stig, Torfi Bjarnason, 67 stig, Þorgeif Jónsson*, 42 stig, Þorkell ÞorkellS' son, 64 stig. Sumarvistarbörn Oddjellowa ttf ekki úr bænum i dag eins og ^ stóð. Getur það ekki orðið fyr Suðurland kemur að vestan. Suðurland fer héðan um 8. i°1 til Stokkseyrar, Eyrarbskka, Ves1' mannaeyja og Hornafj irðar. Laqarfoss fer frá Kaupmannahöf11 þ. 3. þ. m. til Norðurlandsins hingað. Gulljoss mun koma til Akureyrar í dag. Fór frá ísafirði siðdegis í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.