Morgunblaðið - 01.07.1921, Side 4

Morgunblaðið - 01.07.1921, Side 4
MORGUNBLABIÐ 10-15 duglegip fllskimenD óskastltil hanðfærafiskirís frá ísafirði nú þegar. Verða að fara með Sterling 5. júlí Frekari upplýsingar hjá Bræðrunum Proppé Símar 608 og 479. Glervátryggigng. „Glarmestrenes [‘ Glasforsikringc(, hlufafélag. Kaupmannahöfn. Aðalumboðsmaður fyrir ísland: Halldór Gunnlögsson Lindargötu 28 Reykjavik tekur í ábyrgð allskonar spegilglerrúður í sölubúða og skrifstofu gluggum, sömuleiðis stórar rúður úr tvöföldu gleri, m. m. Munið að þegar þér kaupið ein föt í Vöru húsinu sem kosta kr. 100,00 eða meira, þá munu 250 Rúbl- ur liggja í i jakkavas- anum. Ef þessar Rublur komast í sitt rétta gengi, þá hafið þér feng- ið kr. 500,00, en þetta fáið þér að eins í Vöruhúsinu Jensen-Bjjerg. ^MSKIPAFj^ ÍSLANDS Es. Gullfoss fer héðan á þriðjudag 5. júlí síðdegis til Kaupmannahafnar. Skipið fer þaðan aftur 19. júll til Reykjavíkur. Farseðlar sækist i dag. E.s. Sterling fer héðan á þriðjudag 5. júli árdegis vestur og norður kring um land. Farseðlar sækist i dag. Nýtt! Appelsínur Bananar Tomater Citronur Agurkur Blómkál Laukur Piparrót Mann vantar strax til hey- skaparvinnu í sumar. Upplýsingar gefur Árni Nikulásson rakari Pósthústræti 14. Priser som for Krigen. Denne eleganle Box eller Chevre- aux Herrestovle 25 Kr. Dame* stovler samme Slags 20 Kr. Moderne brune Damesko 20 Kr. Drenge- og Pigestovler 15 Kr.j alt garanteret prima Laader. Sorte og Kulörte Dameströmper, alle Farver I Kr. 25 0. Herresokker I Kr. Sendes portofrit, naar Be- labet inösenðes samtiðig með Orðren. Senð Afriðs af Foðen ðirekte til Skotojsfabriken, Ferd. Griin, Norrebrogade 49, Kobenhavn N. Búnaðarfélag Islands Búsáhaldasýningin. Kl. 4 í dag verður sýnd plæging og önnur jarðvinsla með dráttarvél. Kl. 8Va verða haldnir fyrirlestrar í Bárunni. Inngangur ókeypis á fyrirlestrana. Upplýsingar um sýninguna eru gefnar í síma 860. JimSVEGNA Merk/ö "EJdabuskw (JVóMiepige) á0 paó erödýpasta QtLfoeimsta feítí JTdýrtföJnni. Bifreiða og bifhjóIaYátryggingar Trolle & Rothe h.f. — 146 — honum auðnast að gefa öðrum. Sagan hafði haft þau áhrif, sem hann ætlaðist til. Það skifti engu máli, hvort hún þætti góð eða vond, úr því hún hafði áhrif. Hún hafði þrýst Ruth til að sitja Bteinþegjandi og hlusta og gleyma smágöllunum. •Þetta er lífið«, sagði hann, »og lífið er ekki æfinlega fagurt. En þrátt fyrir það — það getur verið, að það sé af því, að eg er svo undarlega gerður — finst mér eg finna fegurð í sögunni*. »En því gátuð þór ekki látið veslings stúlk- una-------« Hún hætti við setninguna og byrjaði á annari: »Ó það er óttalegt!' Það er ekki fal- legt! Það er [siðlaust!* Eitt augnablik fanst Martin hugsun sín stöðvast. Siðlaust! Það hafði honum aldrei dottið í hug. Það var heldur ekki tilgangur hans. Honum fanst þessi litla saga skrifuð með logaletri og í þessu eldhafi leitaði hann árangurslaust að því siðlausa. En svo komst hugsunin aftur á rás. Hann var ekki sekur. »Hversvegna völduð þér ekki fagurt efni?« spurði hún. »Við vitum, að það eru siðleysia- blettir á menningu okkar, en það er engin ástæða til að---------« Hún hélt mótmælum sínum áfram, en hann heyrði hreint og beint ekki til hennar. Hann brosti með sjálfum sér um leið og hann horfði á sakleysislegt andlit hennar, hreint og barnalegt. Við vitum, að það eru siðleysisblettir á menningu okkar. Hann skemti sér vel við þá uppgötvun, að hún skyldi vita þetta. 147 Þá tók hann eftir að hún sagði mitt í vand- lætingar ræðu sinni: »Allur andinn í sögunni er svo ógöfugur. Og þó er svo margt göfugt til. Tökum t. d. »In momoriam*. Hann langaði til að nefna »Locksley Hall«, og hann hefði gert það ef hann hefði ekki séð nýja sýn, sem kom honum til að stara á hana. Kvendýr kynstofnsins, sem hafði varpað af sér fjötrum frumtímanna og var klifrað upp stiga lífs- ins um þúsundir ára og að lokum var náð efsta þrepinu og var nú orðið að henni, Ruth, hreinni og fögurri og guðdómlegri, með hæfileikann til að kenna honum, hvað ást var og til að hvetja hann til hreinleiks — hann Martin Eden, sem hafði á undursamlegan hátt hafið sig yfir skarnið og upp til óaflátanlegrar sköpunarþráar. Þetta var róm- antíkin. Þetta undursamlega og dýrðlega! Það var þetta, sem hann vildi skrifa um, ef hann gæti aðeins fundið orð. »Það býr í yður máttur!« heyrði hann hana segja, »en það er ótaminn máttur«. »Eins og naut í postulínsverslun*, sagði hann og brosti hún að því. »Og þór verðið að þroska sjálfskrítik yðar. Þér verðið að læra að taka tillit til smekks og feg- urðar«. »En eg er of djarfur«, stamaði hann. Hún brosti til samþykkis og bjó sig undir að heyra nýja sögu. 148 »Eg veit ekki hvað þér segið um þessa hérna«, sagði hann afsakandi. »Það er hlægileg saga. Eg er hræddur um, að þar hafi eg farið út fyrir hina sérkennilegu hlið. En tilgangurinn var góður. Þér Bkuluð ekki skifta yður svo mikið um smámun- ina. Reynið bara að ná í kjarnann sem er í sög- unni. Hann er mikill og sannur, þó að mér hafi ekki tekist að sýna það«. Hann las og tók á meðan eftir svipbreytingum hennar. Loksins hafði hann þó haft áhrif á hana, hugsaði hann. Hún sat hreyfingarlaus og starði á hann, og hún stóð á öndinni, svo mikla eftirtekt sýndi hún. Hann hafði kallaði söguna »Æfintýra* þrá«, og það var lofsöngur æfintýraþrárinnar, ekki þeirra æfintýra, sem maður les um í sögunum, heldur hið raunverulega æfintýri, strangur hús* bóndinn, skelfilegur í hegningu sinni og jafn skelfi* legur í launum sinum, trúlaus og margbreytileg* ur, sem krafðist hræðilegrar þolinmæði og vinnu nætur og daga, sem bauð mönnum geislandi só? skin eða kolmyrkar nætur. Það var þetta alt og meira, sem hann haf^ tekið með i söguna sína, og hann hélt að þ^ væri þetta, sem hafði áhrif á Ruth. Hún staf^ stórum augum á hann, blóðið hafði þotið frau1 1 kinnar hennar, og stuttu áður en hann lauk söguna, þóttist hann heyra, að hún andvarp^1, Já, það var satt, hún var hrifin, en ekki af söF unni heldur af honum. Hún kærði sig ekkert uö* söguna. Það var eldmóður Martins, hið gamla spftr'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.