Morgunblaðið - 29.07.1921, Side 1
mmmmm Gamla Bíó mmmm
PÉtir lemi
Ný Olaf Fönss-mynd
í 5 þátum auk formála.
Samin og útbúin á leik-
svið af Fritz Magnusen.
Aðalhlutvekið leikur
Olaff Fönss.
Einnig ná nefna hina góð-
kunnu leikara:
Vald. Möllet*,
Cajjus Bruun,
Ebbe Thomsen Lund.
Þetta er vafalaust lang-
besta Olaf Fönss-mynd sem
sést hefir.
Sýning kl. 9.
Erl. símfregnir
frá fréttaritara MorjfunblaBsina.
Khöfn 27. júlí.
Tyrkir fara enn halloka
fyrir Grikkjum. - Stjjórn-
in flúin frá Angora.
Taka Grikkir Konstan-
tinopel?
Frá Konstantinopel er slmað, að
stjórn þjóðernissinnanna tyrknesku
sé flúin frá Angora austur á bóginn
til Rivas.
Kemalistar hafa beðið bandamenn
að taka i taumana og stöðva styrj-
öldina.
Frá Aþenu er simað, að gríska
herráðið sé að bera saman ráð sín
um herför til Korstaniínopel, þó að
varnarlið bandamanna sitji þar og
hafi nýskeð fengið 10 þúsund her-
manna liðsauka.
-0-
IN HÍIlRM
A landbúnaðarsýningunni stóð til
að sýnd yrði plógvél ein nýrrar teg-
hndar, sem náð hefir mikilli úlbreiðslu
á síðustu árum. En milliferðaskipin
Rátu ekki flutt vélina hingað i tæka
{íð, svo sýningin varð af henni og
Vat það illa farið, þvi þar er um
öýung að ræða, sem bændur hafa
vonandi gott af að kynnast.
En nú með Lagarfoss kom vélin
‘'iogað og er byrjuð að starfa. Hún
r6tar upp jörðinni suður i Fossvogi
sýnir þau vinnubrögð, að plæg-
lЧaraðferðirnar sem menn eiga að
Veojast virðast fornaldarlegar.
Þúfnabaninn, en því nafni hefir
v þessi verið nefnd og er réttnefni,
er drá«arvél mikil, er hefir 8s hesta
afl og gengu*1 fyrir benzini. Er hún
á fjórum hjólum og eru framhjólin
smi, en afturhjólin afarstór; þvermál
þeirra er á fjórðu alin. Þar sem
jarðvegur er votlendur má setja stál-
hlifar metersbreiðar á hjólin, svo
vélin sökkvi ekki i, og ennfremur
varna breiðu hjólin vélinni því að
velta um koll, þó mikill sé hliðar-
halli. En á harðlendi og sléttu eru
mjó hjól notuð. Breiðu hjólin gera
það einnig að verkum, að vélin
gengur slyðrulaust yfir hvað mikið
kargaþýfi sem er. Má nota þennan
hluta vélarinnar til alls þess, sem
dráttarvélar eru venjulegs notaðar til.
Vegur »togari< þessi nálægt 4 smál.
en nokkuð meira ef breiðu hjólin,
eða hjólskórnir eru á.
Plægingarvélin er fest aftan i
dráttarvélina. Er það sivalningur
freklega þriggja metra langur, hjól
sitt á hvorum enda.'en ás á milli.
Á ás þennan eru festir plóghnífar,
þverbeygðir i endann, þannig að þeir
skera bæði lárétt og lóðrétt þegar
sívalningurinn snýst. Tala þeirra er
mismunandi eftir þvi hvað smátt á
að mylja svörðinn en oftast eru not-
aðir frá 100 til 150 hnifar á sivaln-
inginn. Drifás gengur frá aflvélinni
til sivalningsins, og snýr vélin hon-
um með miklum hraða. Getur sá
sem stýrir vélinni haft fulla stjórn
á plógsivalningnum, lyft honum upp
svo að hann sneiti ekki jörðina og
beitt honum misjafnlega djúpt með
einu handtaki.
Þegar plægt er snýst sivalningur-
inn með miklum hraða, tætir gras-
svörðinn i tætlur og þeytir hon-
um langar leiðir aftur undan sér.
Við tilraunirnar i Fossvogi var not-
uð stutt en sterk tegund af hnifum
og var plógfarið 8 þumlunga djúpt,
miðað við að yfirborðið hafi verið
slétt að kalla, þvi vélin er svo þung
að hún pressar niður þúfurnar áður
en sivalningnrinn fer yfir þær og
plægist þvi svörðurinn milli þúfna
miklu betur en með gamla plæg-
ingarlaginu. Jörðin tælist í sundur,
moldin fer í dust, en grasrótin i
smáflyksur, sem liggja efst iflaginu.
Er það langt til að sjá eins og
plægð og margherfuð slétta, sem
staðið hefir yfir sumartima og er
byrjuð að gróa. En þegar nær er
komið, sést að flagið er nýplægt,
en meira liggur af grasrótartætlun-
um ofan á en í venjulegum sléttum,
vegna þess að þær eru léttari en
moldin og hafa orðið efstar þegar
plógurion henti þeim af sér. Eftir
eina plægingu með 100 hnifum Ht-
ur flagið mjög vel út en sé það
plægt aftur og fleiri hnifar notaðir
er svo vel frá þvi gengið, að full-
yrða má, að ókleyft sé að vinna
verkið eins vel með verkfærum þeim
er hingað til hafa verið notuð hér
á landi, hversu vel sem til ervand-
að, og hvað mikið sem til er kostað.
Við tilraunirnar í Fossvogi sem
gerðar hafa verið á þurrum móa og
mýrlendi, fór vélin álika hart eins
og maður gengur hægt, og breiddin
sem hún hefir fyrir i einu er 21/*
meter. Geri maður ráð fyrir að
hún fari fjóra kilómetra á klukku-
H. BENEDIKTSSON & CO.
Höfum fyrirliggjandi:
Sildar og fiskiriiðursuðu
frá
liorcanners Ltd., Stavanger.
Pétur A. jónsson
syngur í Nýja Bíó mánudaginn I. ágúst kl. 7*/a stundvíslega.
I siðasta sinn. Ný söngskrá.
Aðgöngumiðar seldir frá í dag í Bókaverslun ísafoldar og Sig-
fúsar Eymundssonar og kosta kr. 2,00 og 3,50.
tlma, ætti hún að piægja einn hekt-
ara á klukkustund. En þá verður
spildan sem hún vinnur á að vera
stór, svo engar séu tafir við að snúa
við. A mjög smáum spildum má
ekki láta vélina vinna, því þá fer
of mikill tími til ónýtis. Jarðveg-
urinn má ekki vera grýttur; að visu
gerir e^ki mjög mikið til þó lausir
steinar ekki stórir séu hér og hvar
á stangli, en jarðfastir steinar mega
ekki vera fyrir. Að öðru leyti ger-
ir ekkert til hvernig landið er, það
má vera hversu stórþýft sem vera
skal, votlendt og jarðvegurinn seig-
ur.
Og af þesskonar jarðvegi er nóg
til á íslandi. Svo mikið, að allar
jarðabætnr sem gerðar hafa verið á
síðari árum eru þar eins og dropi i
hafinn. En með komu'þessarar vél-
ar hingað, virðist mega ætla, að það
vopn sé fengið gegn þúfunum, sem
ráðið geti niðurlögum þeirra i stór-
um stil. Þúfnabaninn einn getur
sléttað meira, en gert er nú með
plóg og herfi á öllu landinu.
Má þvi fullyrða, að hér sé verk-
færi það fengið sem meiri þýðingu
hafi fyrir íslenskan landbúnað en
nokkurt það tæki er hingað hefir
komið áður. Vélin hefir verið feng-
in hingað til reynslu frá Stokkhólmi
en þýsk er hún að uppruna. Verð-
ur hún til reynslu hér i tiu daga á
ábyrgð verksmiðjunnar og stjórnar
henni maður frá henni. En sjálfsagt
er að Búnaðarfélagið fái þann styrk
hins opmbera sem með þarf til þess
að kaupa vélina, því hún hefir sýnt
það að hún hæfir betur staðháttum
hér en nokkurt landbúnaðarverkfæri
útlendt er hingað hefir komið. Verð-
ið er að visu mikið — 60 þúsund
krónur, — en afköstin eru lika
stórkostleg.
Hljómlist.
Viðtal við Jón Leifs.
Hér í blaðinu hefir áður verið
getið um komu Annie og Jóns
Leifs hingað. Hún mun ætla að
halda hér hljómleika innanskams.
Jón Leifs hefir dvalið í Þýska-
landi ófriðarárin og ætlar þangað
aftur i sumar eða haust. Morgun-
blaðið hefir hitt hann að máli og
spurt hann frétta af ferðum hans og
fyrirætlunum.
— Eg fór utan um haustið 1916
og hef dvalið í Leipzig lengstum
siðan og stundað nám við hljóm-
listarháskólann þar. Aðalkennari minn
í pianóleik hefir verið Teichmiiller
prófessor. Seinni árin hef eg einnig
lagt stund á aðrar greinar hljómlist-
arinnar og að þeim ætla eg helstað
reyna að starfa hér í sumar.
Og það er?
— Það er að reyna að koma hér
upp strok-orkestri og æfa það. En
strok-orkestur þar sem í eru fiðlur,
bratscher, cello og contrabassar, er
besti og eini grundvöllurinn sem
hægt er að leggja, til þess að koma
seinna upp fullskipuðu symfoni-
orkestri. Eg sá i blöðunum að gerð
hefir verið tilraun til að koma upp
vísi til orkesturs. Sjálfsagt er þeim
það ljóst, sem að því stóðu, að það
var, eins og eðlilegt er, ófullkomið
að samsetningi og útbúnaði. En
það stendur til bóta. Og vonandi
hefir sú byrjun orðið til þess að
sýna mönnum að eitthvað má þó
gera i þessu efni, enda hafa ýmsir,
sem tóku þátt I þeim æfingum haft,
góð orð um það, að taka þátt í þessu
strok-orkestri, sem eg er að reyna
að koma upp.
Hafið þér fengið margt fólk?
— Eg fór Dndir eins daginn eftir
að eg kom að færa þetta í tal við
þá, sem eg vissi um. En auðvitað
þekki eg ekki alla, sem eitthvað
wmmmm Nýja Bíó mmmmm
Aukamynd
Olympiu-leikarnir i
Anfwerpen 1920.
IV. og eíðasti kaíli.
Ljómandi fallegur japansk-
ameriskur sjónleikur í 5 þátt-
um. Mesturhluti leiksins fer
fram í Japan í skínandi fögru
landslagi.
Aðal hlutverkin leika:
Jack Abbe,
Teddy Sampson,
og
Darre Foss.
Sýning kl. 8VS.
leika hér á strokhljóðfæri. En eg
vonast til að ná tali af þeim öllum.
Það, sem eg er smeikastur við hér,
er alls ekki þekkingar eða kunnáttu-
leysið, heldur viljaleysið, deyfðin eða
feimnin eða hvað það nú er. Fólk
fæst ekki til að gefa sig fram, held-
ur að það spili ekki nógu vel. En
fjöldinn ræður miklu um þetla —
ef viljinn er með. Menn verða að
muna, að þetta er ekki nema byrj-
un og það má vinna mikið með
æfingunni. Og fólkið lærir um leið.
Ef þetta tekst sæmilega verð eg hér
fram á haust. Þá hef eg einnig
hugsað mér að ná tali af þeim, sem
leika á blásturshljóðfæri og reyna
siðan að útvega i Þýskalandi, þegar
eg kem þangað, þau réttu hljóðfæri,
sem nota á i orkestum, þvi þau eru
þvi miður ekki til hér ennþá — og
reyna svo að æfa með þeim að
sumri og koma á þennan hátt upp
með tíð og tíma fullkomnu symfoni-
oikestri hér.
Hafið þér kynt yður orkesterstjórn
sérstaklega?
— Eg hef stundað hana sérstak-
lega við skólann í Leipzig, hjá
operudir. prófessor Lohse og kapel-
meister Szendrei. Auk þess hefi eg
stjórnað þremur symfoni-orkestrum
í Leipzig. — Eg hef skrifað all-
langa grein, sem sennilega kemur
bráðum út, um eitt áhugamál mitt,
sem eg hef áður skrifað uro. i Lög-
réttu — s. s. hljómlistarskólann og
vik þar einnig að orkestrinu og sam-
setningu þess. Því slikur skóli yrði
orkestrinu til mikils stuðnings.
SkólaDs er lika þörf að öðru leyti
og eg þykist geta fuliyrt, að hann
megi reka án fjárhagslegs halla.
En nú eru óheppilegir timar.
— Mér er fullljóst að tímarnir
eru nú erfiðir. En eg er heldur ekki
að fara fram á nein fjárútlát. En
þeir, sem koma sunnan af Þýska-
Iandi, verða ekki mikið við vand-
ræðin varir, i samanburði við það
sem þar er. Hér hafa menn það alment
betra, að þvi er virðist. Og bær,
sem hefir efni á þvi að halda uppi
tveimur Bióum — hann ætti að geta