Morgunblaðið - 30.07.1921, Blaðsíða 4
{HORGUNBLABIB
mannfæðin, valda hér miklnm erfið-
leikum. Ea ef ekki vantar áhnga né
skilning á þessum efnum, er ékki
Crvænt um, að sigrast mætti á óvin-
um þeim. Um landlæknisstöðuna
er lafhægt að breyta til á þá leið,
sem hér er íarið fram á. Ea hvi
ekki að reyna það am fleiri stðður?
Og hví ekki ræða qg rannsaka þess-
ar tillögur sem föng eru á? Margt
getur lærst af alvarlegum umræðum
um þetta mjög varðandi efni. Reynsla
og saga sýna, að veitingavöld vor
hafa á liðinni öld og síðustu tið
lítið vitað, hvað þau gerðu, er þau
▼eittu sumar þær stöður, er eg hefi
minst á.
Þess má geta, að til eru utaniands
m'kilvægar og mikilsmetnar yfir-
læknastöður, er veittar eru að eins
til nokkurra ára, eg held sex ára.
En oftast munu þær aftur veittar
sama lækni. í borgarstjóraembættið
í Reykjavik er kosið til sex ára. í
ýms trúnaðarstörf þykir ekki ráðlegt
að kjó^sa nema til sex ára, t. d. i
hreppsnefndir og bæjarstjórn. Þing-
menn eru nú kosnir til fjögurra ára.
Ef slikt er vel ráðið um trúnaðar-
störf, á þá ekki sama við um mestu
trúnaðarstöður ? Er það ekki agalegt,
er erfitt eða ókleift er að losa sig
við alónýta þjóna úr störfum, er
lifsnauðsyn er á, að vel sé gegnt.
Eg er því ekki mótfallinn, að
stöður væru endurveittar. En nokk-
uð hygg eg sé hæft i þvi, sem eg
hefi heyrt eða lesið i einhverju út-
lendu timariti, að flestir mundu tekn-
ir að lýjast á stöðu, er þeir hefðu
gegnt henni tíu ár. ÞaS er trú min,
að hollast væri, að engin staða, er
hér ræðir um, væri endurveitt oftar
en einn sinni. Með þvi móti væri
girt fyrir, að menn skipuðu þessar
dýru stöður, er þeir hefðu týnt fjöri
og áhuga á embættisverkum sinum,
eða gerðust þaulsætnir i þeim, ef
þeir vanræktu skyldu sina og fengj-
ust við alt milli himins og jarðar, —
annað en einmitt alt það, er að
stöðu þeirra laut.
-SDASBÖK.S-
Messað i dómkirkjunni á motgun
kl. 11 árd. (altarisganga) Séra Friðrik
Hallgrímsson messar.
Gullfoss kom miðvikudagsnótt frá
Kaupmannahöfn. Meðal farþega voru:
Júlíus Guðmundsson og fjölskylda
hans, Magn. Einarsson dýralæknir
og frú, Zöylner kaupmaður, Þórður
Sveinsson kaupmaðnr, fqd Copland
og dóttir hennar, frú K. Thurnwald,
Berrie stórkaupmaður, Héðinn Valdi-
marsson, Bookless útgerðarmaður,
Bernburg, Anna Bjarnadóttir, Þorv.
Thoroddsen verslunarmaður og
Halldór Halldórsson cand. phil.
Ennfremur nokkrir útlendir ferða-
menn.
Lögjafnaðarne fndin. Ráðgert er
að hún komi saman i Khöfn, að
þvi er segir í skeyti þaðan til blað-
anna hér í gær. íslensku nefndar-
mennirnir þrir, sem ófarnir eru
munu fara með Gullfoss 3. ágúst.
Irafalgar heitir norskt eimskip,
sem hingað kom i fyrrinótt frá
Ameríku með 3000 smál. af kolum
til h.f. Kveldúlfur.
Skemtijör upp í Vatnaskóg fara
verslunarmannafélögin 2. ágúst.
Verður óvenjulega vel undir förina
búið, lúðrafélagið »Harpa* skemtir
með hornablæstri og ágætir ræðu-
menn hafa verið fengnir. Til far-
arinnar hefir verið fengið ágætt skip,
botnvörpungurinn »Austri«, sem ný-
lega hefir verið dubbaður upp og
hefir ágæta ferð. Rúmar hann svo
marga sem þörf gerist, svo alt fólk-
ið getur verið samskipa. Verður
þvi þátttakendum tvímælalaust hin
mesta skemtun að förinni tf vel
viðrar. Þó veislunatmannafélögin
gangist fyrir förinni, er eigi svo að
skilja að aðrir en meðlimir þeirra
geti ekki verið með. Öllum sem nota
vilja frídaginn til að komast út úr
bænum og létta sér upp er heimilt
far. Verða farmiðar seldir á þrem-
ur stöðum, í verslun Hannesar Jóns-
sonar á Laugavegi, hjá HaraJdi og i
versl. Guðm. Olsen. Ættu þeir sem
ætla að fara að tryggja sér farmiða
Kex
09
teg.
fást nú í verslun
O. Amundasonar
Sími 149. Laugaveg 24.
'fiús til sölu
á ágætum stað í Hafnarfirði ef
Bamið er strax. A. v. á.
strax til þess að nefndin geti vitað
nokkurnveginn fyrirfram, hve marg-
ir þátttakendur verða.
Gullfoss fer til ísafjarðar kl. 6
í kvöld. Meðal farþega verðaj; O.
Forberg landsímastjóri, Ól. Sveins-
son vélfr., Magnús Jochumsson póst-
fulltrúi, ungfrúrnar Anna og Guðrún
Thorsteinsson, Björn Ólafsson
kaupm., Friðrik Ólafsson stýrim. o.fl.
$jf Söngskemtun heldur Pétur Jónsson
óperusöngvari’", næstkomandi ;! mánu-
dagskvöld. Pétur fer með Cullfoss
á miðvikudaginn og verður þvi þessi
söngskemtun hans síðasta i þetta
sinn. Mun því betra að fresta ekki
of lengi að ná i aðgöngumiða.
Jarðarför Péturs Þórðarsonar versl-
unarmanns fór fram í gær frá Dóm-
kirkjunni. Síra Bjarni Þórarinsson
flutti húskveðjuna en síra Magnús
Helgason skólastjóri jarðaði.
Munið að verða ekki of sein í
búirnar í dag. Þeim er lokað kl. 4.
Verslunin Liverpool biður Morg-
unblaðið að geta þess, að þá laug-
ardaga, sem lokað er kl. 4, verða
pantanir að vera komnar fyrir kl. 2
ef senda á heim samdægurs.
L o k a ð
verður fyrir sti*auminn fr»á raf-
magnsveitunni frá kl. 12 í kwöld
til kl. 12 á hádegi á morgun.
Rafmagnstjórinn.
,Gullfoss‘
fer til lfestf jarða i dag kl. 6 síðd.
Skemtiferö
, Vélstjónafélags Eslands.
Þeir meðlimir félagsins sem ekki hafa fengið farmiða, eru
beðnir að vitja þeirra á Njálsgötu 8 B fyrir kl. 3 í ðag.
Skemtinefndin.
Bifreiða og bifhjólaYátryggingar
Trolle & Rothe h.f.
Best að auglýsa i Morgunbl.
— 188 —
lamalegur, hrottalegur, sterkur, alt of sterkur.
Gann hefur ekki«. —
Hún þagnaði og gat ekki haldið áfram. Það
var bvo nýtt að tala um þetta við móðurina. Og
móðurin endaði enn þá setninguna fyrir hana:
»Hann hefur ekki lifað hreínu líferni — var
það ekki það, sem þú ætlaðir að segja?*
Ruth kinkaði enn kolli og roðnaði meira.
»Það er einmitt það«, sagði hún, en það er
ekki honum að kenna, hann hefur kynst of mörgu,
snert of oft«.---------
»Á óhreinindum lífsins?*
»Já. Og hann gerir mig stundum hrædda.
Stundum er eg blátt áfram óttasleginn við hann,
þegar hann talar kæruleysislega og blátt áfram
um hluti, sem hann hefur gert eins og ekkert
væri um að vera. En það hefur þó þýðingu?*
Þær sátu og héldu handleggnum hvor um aðra.
Móðirin klappaði á kinn dótturinnar og beið eftir
því, að hún héldi áfram.
»En eg hefi þó mikla samúð með honum«,
hélt hún áfram. Hann er að sumu leyti skjólstæð-
ingur minn. Og auk þess er hann fyrsti ungi
maðurinn, sem hefur orðið vinur minn — nei,
ekkí vinur minn í raun og veru, en skjólstæðing-
ur og vinur í senn. Stundum, þegar hann gerir
mig hrædda, finst mér hann vera bolabítur, sem
eg hefi fengið mér til að leika mér að, og að hann
togi i hlekkina, urri og sýni tennurnar*.
— 189 —
Móðin hennar sat enn þögul og beið eftir
meiru.
»Eg hefi líklega sama áhuga á honum og bola-
bítnum. Og hann er að sumu leyti svo góður, en
að öðru leyti býr hann yfir svo mörgu, sem eg
get ekki þolað. Hann blótar, hann reykir, hann
drekkur, hann hefur barist — það hefur hann
sjálfur sagt mér, og honum þykir stór skemtun
að því. Hann er alt, sem sá maður ætti ekki að
vera, sem eg kysi — fyrir eiginmann. Og svo
er hann of sterkur. Minn prins á að vera hár og
grannur og dökkur yfirlitum — glæsilegur, töfr-
andi maður. Nei — það er engin hætta á, að eg
elski Martin Eden. Það mundi vera sú mesta
óhamingja, sem fyrir mig kæmi«.
»En það var ekki þetta, sem eg var að tala
um«, sagði móðir hennar og reyndi að fara í
kringum kjarna málsins. »Hefurðu aldrei hugsað
um, að hann elskaði þig?
Jú — það gerir hann — nú þegar!« hrópaði
Ruth.
»Það mátti maður auðvitað vita fyrirfram.
Hvernig á ungur maður að kynnast þér öðruvísi*.
»01ney hatar mig þó!« æpti Ruth, og eg hata
Olney. Mér liður allajafna illa, þegar hann er i
nánd við mig. Mér finst altaf, að eg þurfi að-
vera á verði gagnvart honum. En eg er hamingju-
söm, þegar eg er með Majrtin Eden. Enginn mað-
ur hefur nokkru sinni elskað mig — eg á við á
þann hátt. Og það er svo yndislegt að vera
— 190 —
elskuð — á þann hátt. Þú veist vel við hvað
eg á, móðir mín. Það er svo yndislegt, að finna
til þess, að maður er í sannleika kona«. Ruth
birgði andlit sitt í skauti móður sinnar og kjökr-
aði. »Eg veit vel, að þér muni flnnast eg hræði-
leg, en eg ætla að vera einlæg og segja þér alt
eins og það er«.
Frú Morse var glöð og hrygg í senn. Sú
dóttir hennar, sem tekið hafði próf við háskólann
var nú horfin, en í hennar stað komin fullvaxin
kona. Tilraunin hafði hepnast. Tóma rúmið í
eðli Ruth var fylt án þess að hún hefði komist í
hættu eða þurft að fórna nokkru. Þessi þung-
lamalegi, ungi sjómaður hafði verið frelsunin, og
þó Ruth elskaði hann ekki, hafði hann vakið
hana til meðvitundar um það, að hún var kona.
»Hendur hans titra«, játaði Ruth og lá stöð-
ugt með á hnjám móður sinnar. »Það er óum-
ræðilega skemtilegt og hlæjilegt, en eg kenni í
brjósti um hann. En þegar hann verður alt of
skjálfhentur og glampinn i augunum verður of
sterkur, já — þá predika eg yfir honum um hátta-
lag hans og um það, hvað hann fari öfugt að því
að þroska sig. En hann tilbiður mig, Það veit eg
vel. Augu hans og hendur ljúga ekki. Og það
kemur mér til að finna, að eg er vaxin kona, og
eg finn jafnframt, að eg á eitthvað, sem er míu
eign og gerir mig eins og aðrar ungar stúlkur;
En eg veit líka, að eg hef ekki altaf verið svona«-
Þetta var heilög stund fyrir móður og dóttur