Morgunblaðið - 05.08.1921, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.08.1921, Blaðsíða 1
8. árg., 230. tbl. Ffistuftaginn 5. ágúst 1921. ísafoMarprentemiöja hJC> Hér með tilkynnist vinum og ættingjum fjær og nær að okk- ar elskulega máðir ekkjan Ingibjörg Jóhanna Jónsdóttir frá Dýra- firði andaðist í gær að heimili dætra sinna Laugaveg 20 B. Jarðarförin ákveðin siðar. Kristín Dahlstedt. H. BENEDIKTS50N & CO. H&fum fyrlrliggjandi s Sildar og fiskinidursuðu frá Norcanners Ltd., Stavanger. ■nm Gamla Bíó mmmamm Venöetta Sjónleikur frá í Korsika í 5 þáttum. Aðalhlutverkið leikið af hinni frægu leikkonu Pola Negri. Þetta er mynd sem vakið sem vakið hefir mikla eftir- tekt um allan heim, er efnis- rik og afarspennandi frá byrjun til enda. Börn fá ekki aðgang. Sýning kl. 9. Ungur hestur9 töltari, til sölu, upplýsingar hjá Ola Asmundssynl múrara Vonarstrœti I. Qengi erl. myntar. Khöfn, 3. ágúst. Sterlings pund . . 23.76 öollar 6.47 Mörk . . — 8.X0 Sænskar (krónur) . . . — 133 75 Norskar OO 00 » 4 O Fr. frankar S0.2S Svissn. frankar . . 108.50 Lirnr 28.00 Pesetar 84.2S Gyllíni 201.75 (Frá Verslunarráðinu). Mmjrini í timariti utanrikisráðan. danska frá 15. júlí er útdráttur úrskýrslum ræðismanna Dana i Þrándheimi og Stafangri um atvinnulífið i strand- héruðum Noregs á árinu 1920. Segir þar að árið hafi yfirleitt ver- ið erfitt í þeim héruðum. Hin al- öienna peningakreppa i álfunni, harð- *ri samkepni annarstaðar frá, erfið ífurðasala, langvint verkamannastrið Og aukin kaupgjöid hafi ásamt áfram- haldandi verðhækkun á erlendum vörum og verðfalli á norskum gjald- eyri valdið deyfð og doða i öllu ^iðskiftalífi og atvinnulifi. Mörg ^naðarfyrirtæki hafi orðið að minka ^iönukraft sinn meira eða minna og sötti að hætta atvinnurekstri. At- v|onuleysi hafi þvi verið töluvert, e*ttkum í lok ársins. T. d. hafi að ^eðaltali verið i Þrándheimi ,318 ^sækjendur um hver 100 atvinnu- 0g i Stafangri 326, isWeiðarnar hafa átt erfitt upp- , r ttar> þrátt fyrir miklar styrkveit- tngar frá ríkinu til áhalda- og olíu- at>pa, alls 8,630,000 kr. — í byrj- un ársins hafi útlitið verið glæsilegt fyrir farmenskuna, helsta atvinnuveg Norðmanna. En þegar í maí hafi orðið breyting á þessu til hins verra og siðan hafi alt farið versnandi það sem eftir var ársins. Flutningsgjald hafi um vorið verið á kolum frá Austur-Englandi til vesturhluta Nor- egs 50 —70 kr. á tonn, en í áts- lokin 12—14 kr. og komist niður í 10 kr. Afleiðingiu sú, að útgeið- armenn flutningaskipanna hafi lagt þeim upp. Mönnum teljist svo til, að a/B hluti af verslunarflota Noregs, sem nú er 2,7 milj. tonna, liggi aðgerðalaus, mest í erlendum höfn- um. Arið 1920 megi skoðast sem lok þeirrar »gullaldarc, sem heims- styrjöldin hafi skapað fyrir norska farmensku. Vegna hinna háu flutn- ingsgjalda i byrjun ársins urðu þó flutningstekjur ársins alls 7—800 milj. kr., en voru 1915 töluv. hærri, 900—1000 milj. kr. í niðursuðuiðnaðinum kom upp deila milli vinnuveitends og verka- manna, sem hafði þær afleiðingar að vinna hætti, en af því leiddi aft- ur að sjómenn gátu ekki selt þang- að afla sinn, svo að stöðvun varð á fiskveiðunum. Þetta lagaðist fyrst er komið var fram á baust, en þá var besti aflatiminn um liðinn. Þó aflaðist allmikið síðustn mánuði árs- ins. Útflutningi niðursuðuvaranna var haldið uppi eftir megni, einkum til Englands og Ameríku. Til Banda- ríkjanna voru fluttar á árinu niður- suðuvörur írá Stafangri einum fyrir 25 milj. kr. Nú sem stendur er þó salan í Bandaríkjunum erfiðleikum bundin. Það er kvartað um, að norsku vörurnar séu ekki vandaðar, ekki vel frá þeim gengið, og þær dýrar. Niðursnðuverksmiðjurnar i Kaliforníu og Mainc gera sér lika alt far iim að fá norsku vörurnar tollaðar. Ált útlit á þvi, að norsku niðnrsuðuverksmiðjurnar eigi fyrir höndum hart stríð við erlenda keppi- nauta, Bandarikjamenn, Portugalla og einkum Japana. A stríðsárunum komu ýmsar erlendar verksmiðjur niðursuðuvörum sinum á heimsmark- aðinn fyrir tiltölulega lágt verð og vilja nú halda þar velli. — Á árinu 1920 hafa ýmsar norskar niðursuðu- verksmiðjur hætt störfum alveg, aðr- ar hafa dregið úr þeim og nokkrar hafa afskrifað hlntafjirupphæð sina um helming. Líkt er að segja um ýmsar af síldarolíuverksmiðjunum. Fyrir landbúnaðinn norska hefir árið 1920 ekki verið meðalár. Þó hefir heyfengur um alt land verið góður. Kornvöxtur og rótarávaxta hefir verið mjög mismunandi í þér- uðum landsins, kartöflur sumstaðar nærri i meðallagi, en annarstaðar langt nndir þvi, svo sem á Roga- landi alt að 60% undir meðallagi. Fyrir timbursöluna hefir árið 1920 verið meðalir. Timbnrverðið var stigandi mikinn hluta itsins og eft- irspurn mikil. í júní varð stærsti skógarbruni sem menn vita til að átt hafi sér stað i Noregi, í Ytri- Reindalnum. Hæst var timburverðið i nóvember, en fór þi að falla hröðum skrefum. Líklegt, að skóga- eigendur verði að liggja með mikið af afurðum sinum vegna fallandi verðs á kolum og koksi. \ ' i. : 'u-rO*.... Vaxtalækknnin. Um afstöðu íslandsbanka-stjórnar- innar til vaxtalækkunarinnar, höfum vér enn leitað oss upplýsinga. Höf- um vér beðið bankastjórana um að gera grein fyrir istæðum til þess, að Islandsbanki hefir ekki verið sam- taka Landsbankanum um að lækka forvextina að svo stöddu og eru ástæðurnar þessar: Islandsbanki býst við þvi á hverri stundu að hin fyrirhuguðu lán í Englandi og Danmörku komist í lag og að mikill hluti lánfjárins verði yfirtekinn af bankanum. Á hinn bóg- inn er algerlega óvist nú hver endan- leg lánskjör verða og meðan svo stendar getur bankinn ekki tekið ákvörðun um breytingu á vaxta- kjörum. Svo sem kunnugt er hafa dönsku bankarnir ekki fylgt siðustu vaxta- lækkun Englandsbanka, en vaxta- lækknn sú, sem varð í Danmörku fyrir mánuði siðan, 5. jálí, hefir til- tölulega litla þýðingu fyrir íslands- banka vegna þess, að litill hluti af starfsfé bankans er lánsfé úr dönsk- um bönkum. Forvextir Nationalbankans danska er 6 °/0 og íslandsbanki greiðir dönsku bönkunum 7 ®/0 af lánsfé sinu hjá þeim. ^ (W>.,---- Caruso látinn. Símskeyti barst blöðunum í gær um það, að hinn heimsfrægi söng- vari Enrico Caruso væri íátinn og að banamein hans hefði verið krabba- mein í maganum og brjósthimnu- bólga. Fréttin kom til Kaupmanna- hafnar frá Neapel, en ókunnugt er hvar Caruso hefir verið þegar hann andaðist, þó sennilegt sé að hann hafi verið á ítaliu. Eigi verður um það deilt, að Caruso hafi verið langfrægasti söng- vari heimsins. Hann var ítalskur bóndasonur, fæddur 25. febr. 1873 í Neapel. Lærði hann að syngja hjá kennurunum Lambertí og Con- cone og varð nafn hans fyrstkunn- ugt er hann söng i óperunni La Traviata á söngleikahúri i Neapel árið 1896 og enn viðkunnari varð hann i Milano fyrir söng sinn í La Boheme árið 1898. Arið 1903 fór hann til Lundúna og söng i Covent Gardens, en árið eftir fór hann til Ameríku og hefir sungið þar að kalla á hverju áii síðan, bæði víðs- vegar um borgir Bandarikjanna en þó einkum i New York við Metro- politan-operuna þar. í stærri höf- uðborgum Evrópu söng hann öðru hvoru, en til Norðnrlanda kom hann aldrei. Höfuðborgir Norðnrlanda höfðu eigi ráð á að fá hann. Leik- húsin þar voru of smá til þess að þau gætu staðist við að gjalda kaup það, sem Caruso setti upp. Þvi enginn söngvari hefir verið jafn dýr- seldur og hann, hvorki fyr né siðar. *—a. • ■■■ Söngskemtun. Péturs Jónssonar hin síðasta tókst prýðilega vel. Þótti mörgum Pétur syngja betur a köflum þá en nokkru sinni áður. Húsið var ekki alveg fult og má það undarlegt heita, þar sem þetta var síðasta tækifærið til þess að heyra Pétur syngja, ef til vill i nokkur ár, þvi eigi er vist að hann komi aftur heim í bráð. En eigi voru kveðjurnar daufari fyrir það. Aheyrendurnir klöppuðu Áreiðanlega sú fallegastaog fjölbreyttasta náttúrufegurð- ar mynd, sem hér hefir sést. Sjónleikur í 5 þáttum eftir J. W. Williamson. Aðalhlutverkið leikur Alma Ruebens. Mjög skemtileg mynd og vel leikin. Sýning kl. 8Va« Gosdrykkir reynast best frá Kaldái honum óspart lof í lófa eftir hvert lag og varð hann að endurtaka sumt og syngja aukalög að siðustu. Pétur fór í gær með »GulIfoss« áleiðis til Darmstadt. En þar er hann ráðinn í vetur til þess að syngja i operum. m ----HS-^- f Eftir cand. polit. Jón Dúason. H. Framh. Tvennar wertídir. Hvað er hægt að gera? Þótt hægt væri að benda á úrræði, mundu menn þá sinna þeim ? Mundu menn ekki eins og strúturinn stinga höfð- inu niður i sandinn og þverskallast við að sjá eða heyra virkileikann ? Þessu er raunar logið upp á strút- inn, en getur það þó ekki verið satt á íslendinga? Litum á hvernig fiskveiðum lands* manna er hagað. Útgerðin er siunduð með botn- vörpungum, hreyfiskipum og hreyfi- bátGm. Hreyfibátarnir ern svo litlir, að þeir eiga erfitt með að flytja sig mcð fiskigöngnnum, og eru því mest staðbundnir. Á vetrarvertið stunda botnvörpungar, hreyfiskip og þeir hreyfibátar, sem til þess ná, þorsk- veiði við Suður- og Vesturland. Vertíðin er úti í lok maímánaðar. í júni geta botnvörpungarnir faiið eina ferð með ísfisk til Englands, en hreyfiskipunum verðnr lítið úr tímanum. 15.—20. júli byrjar sild- sildveiðin við Norðurland, fyr við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.