Morgunblaðið - 05.08.1921, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.08.1921, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Vestarland. Botavöipungar og hreyfiskip stunda svo sildveiði fram í ágúst lok eða miðjan sepember, en fara þá ö 1 heim. Botnvörpnng- arnir fara að fiska í ís og sigla með fiskinn til Englands og halda þvi áfram nns vetrarvertíð byijar næsta ár. Hreyfiskipin fara ef til vill út til þorskveiða ef veður og verð leyfir. Gróðinn fellur þannig á botn- vörpungana. Þegar botnvörpungarn- ir sigla með fiskinn i is til Eng- lands standa þeir i samkepni við ensku botnvörpungana, sem standa að ýmsu leyti fult eins vel eða bet- ur að vígi en þeir. A þessari út- gerð er því naumast hægt að vænta verulegs gróða á venjulegum tim- um. Reynslan mun einnig hafa ver- ið sú fyrir ófriðinn, að það þótti gott, ef ísfiskið bar sig og útgerðin gat flotið fyrir þennan tíma skað- laus. Til síldveiða eru botnvörp- ungarnir altof dýr skip, af þvi þeir hafa ekki tilsvarandi veiðiyfirburði. Sé mikil sild veiða öll skipin vel, en sé litil eða stopul sild þurfa þeir ekki að hugsa til að ná upp kostn- aðinum. Ofan á þetta bætist svo stopulleiki síldarverðsins. Vetrar- vertíðin er gróðrartími botnvörp- nnganna. Sjórinn er þá fullur af fiski. Það er ógrynni af fiski, sem botnvörpungur getur mokað á land af söltuðum fiski á þeim tíma árs, og sem selst sem hesta vara. Ef veðráttan er hagstæð og gott um Hnufisk á vertíðinni, er hún uppgripatimi fyrir hreyfiskipin, en þau geta ekki sótt sjó i vondum veðrum til jafns við botnvörpung- ana. Ef mikið er nm síld að sumr- inu afla þtu að tiltölu við útgerðar- kostnaðinn skipa best. Fyrir ófriðinn þótti síldarveiði ótrygg atvinna og var það — órtygg veiði — ótrygg veðrátta — og ótrygt verð á aflanum. í ófriðnum og eftir ófriðinn hefir síldveiðin sýnt mönn- um þessar þrennu hliðar i enn þá stærrri stil en áður. Og nú er svo komið að mönnum mun þykja óhugsandi til sildveiða. Eins og nú er komið er vetrar- vertíðinn einasti timinn úr árinu, sem íslensk útgerð getur vænt sér verulegs arðs. Og sá arður er auð- vitað ekki eingöngu kominn undir veðrinu og aflanum, heldur líka undir saltfisksverðinu og útgerðar- kostnaðinum, sem hver og einn get- ur áætlað. Fyrir ófriðinn voru menn ekki meira en svo ánægðir yfir árangr- inum af sumarútgerðinni, en nú má segja með sanni, að besti og veður- bliðasti tíminn úr árinu, sumaiið, verði bæði þilskipaútgerð Og botn- vörpnútgerð til tiltölulega lítils gagns. Væri hægt að benda íslenska fiski- útveginum á auðug fiskimið, auðugri að fiski en miðin við Suður- og Vestarland á vetrarvertiðinni, en þar sem aflinn stæði yfir frá vertiðar- lokum yfir allan blíðasta og besta tíma ársins alt fram á veturnætur, þá mundi það að finna og nota þessi mið nema margra miljón króna tekjnauka fyrir íslenska sjómenn og útgerðarmenn, þótt reiknað væri þar með jafn háum útgerðarkostnaði og við ísland. Þessi mið eru við Nýfundnaland. Hawker láfinn. í. s. i. Svo heitir greinarstúfur i 30. tbl. Tímans eftir jónas frá Hriflu. Þar segir svo: »Er þá vel ef kaupíélagsskapur- inn gelur orðið bænum hjálparhefla engu síður en sveitunum, Má og ráða nokkuð af reynslunni, því að þessi tvö litlu félög hafa, eftir þvi, sem kunnugir menn fullyrða, sparað bænum beint og óbeint 60 þús. kr. á einni vörutegund siðastliðið ár«. Einmitt það já! Þetta kemur víst æði mörgum á óvart, og ekki síst félagsmönnunum sjálfum, sem keypt hafa vöru s'na i Kacpfél. alt árið, oftast með kaupmannaverði, sjaldan ódýrari en stundum dýrari, en hirtu ekki um það, þess meiri ágóði um áramót. En hvað skeðnr? Eftir aðal- fund hröklast sumir bestu menn fé lagsins úr þvi og þakka fyrir að tapa ekki nema hlutafé sínu. Svo eiga þessi fyrirtæki að hafa sparað bænum 60 þúsund krónur á árinu, bara á einni vörutegund !! Er maðurinn frá Hriflu svona spaug- samur? Eða heldur hann i alvöru að þetta gangi i bæjarbúa? Það er von maður spyrji! Félagsmenn þykj- ast ekki hafa orðið varir við þessar 60 þúsundir og utanfélagsmenn ekki heldur. Einskonar áframhald af þessari grein fónasar í sama tbl. er grein um Labrador-fiskkaupin frægu. Það er kannske ekki svo óviðeigandi. Sumir kalla félagið þarna i bankan- um »LabradorféIagið«. En Jónas vill skella skuldinni á landið. Segir að Labrador-fiskurinn hafi verið keyptur sem nr. 1 af útflutnings- nefnd. Svo já! Hvernig er þaðfiski- matsmenn, er nýfarið að flokka »Labran«? eða eru það bara Kaup- fél. með alla vöruvöadunina, sem gera það? Þarna er liklega ráðning gátunnar. Takist Jónasi eða Kaup- fél. að koma þessu »Labrador« hneyksli af Kanpfél. og yfir á landið, þá hafa þau liklega sparað bænum 60 þús. kr. á einni vörutegund á árinu 11! Hann kann að orða það, hann Jónas. í næsta blaði á undan barmar Jónas sér mikið yfir því að Sam- bandinu skuli ætlað að greiða tekju- skatt. En notar tækifærið til að hælast um af þvi, að nú þurfi Kaup- fél. ekki lengur að greiða útsvar. En hann gleymir því að bærinn þarf líka að lifa, því eg er hræddur um, að hann verði ekki feitur af þess- um 60 þús. jafnvel þótt hann mætti vænta sér sliks styrks beins og ó- beint árlega. En það verður séð fyrir þvi Jónasl Eftirleiðis verða kaupfélögin látin gefa upp nöfn félagsmanna sinna og svo jafnað á þá aukalega því útsvari, sem hæfilegt þætti að Ieggja á íélðgin. Bærinn fær þá sínar tekj- ur og Kaupfél. losha við sinn »tvö- falda skatt«. Þá ættu allir að verða ánægðir, nema ef kaupfél. gefa engan arð, þá er nú vafasamt hvort félagsmönn- am þættu þetta heppileg skifti? En það er heldur ekki víst að það hald- ist til lengdar. Það er ekki ómögu- legt að næsta samvinnufrumvarp fari í þá átt, að gera alla kaupfélags- menn »skattfrjálsa«. Og eg er ekki viss um að það væri svo ósann- gjarnt, ef »ráða má nokkuð af reynsl- Hnni hér i höfuðstaðnum«. * * * 0 Flugmaðnrinn Hawker, sem fyrst- ur reyndi að fljúga yfir Atlaots- hafið norðanvert, er nú látinn. Hann varð fyrir flugslysi er atvikaðist þannig, að eldur kom upp í flug- vél hans og hrapaði hún til jarðar en hann marðist til bana. Fyrir rúmum tveimur árum var nafn Hawker á allra manna vörum. Þá stóð yfir samkepnin mikla um það, hver fyrstur yrði til þesi, að komast i flagvél þvert yfir Atlants- hafií. Bandaríkjamenn vöidu leið yfir Atlantshafið sunnanvert og höfðu Azorejjar fyrir millistöð. Var viðbúnaður mikill undir flugið af þeirra hálfu. Höfðu þeir lagt út skip- um alla leið með 50 enskra mílna millibili, svo björgun var alstaðar vís, þó illa færi. Bandaríkjamenn höfðu flugbáta til fararinnar sem gátu lent á sjó og lyft sér af hon- um, ef með þyrfti. Fór svo að einn Bandaríkjamanna varð fyrstur til að komast alla leið frá Ameriku til Portugal, fyrstur manna yfir Atlants- hafið. Ensku flugmennirnir miðuðu leið sína við fððurlandið. Þeir vildu ekki nota 'leiðina um Azoreyjar, en völdu leiðina frá New Found- land beint til Irlands. Það var flug- maðurinn Hawker, sem fyrstur lagði á þessa leið, en ekki tókst honum að komast alla leið fyrir hafið. Kæli- tækin á vél hans biluðu er hann átti skamt eftir ófarið til írlands og varð hann að láta vélina fallast nið- ur á sjóinn. Þar maraði hún i hálfu kafi um hríð, en loks var flugmann- inum bjargað af dðnsku vöruskipi. Þegar hann kom til Englands þótt- ust menn hafa heimt hann úr heiju og var honum fagnað mjög. Sá sem fyrstur varð til þess að fljúga alla leið milli New Found- land og írlands hét Aicock. Hann fór leiðioa nokkrum vikum eftir tilraun Hawker, en í fyrra beið hann bana af flugslysi. Þannig eru nú látnir tveir þeirra manna, sem mesta frægð hafa hlotið af flugi yfir Atlants- hafið, og biðír hafa þeir beðið bana við flug sitt. Er það merkileg til- viljun þegar tillit er tekið til þes", að flugslys eru nú svo fátíð orðic. En mennirnir voru báðir hinir mestu ofurhugar og hafa haft gaman af að tefla i tvísýnu. -= DAGBOK. =- I. O. O. F. 1038587*. Til laxveiða fóru i gærmorgum með Skildi, Lúðvíg Larusson kaupm.. A. V. Tnlinius framkvæmdarstjóri, H. A. Tulinius stórkaupm. og Sveinn Hallgrimsscn. Suðurland iór héðan i gærkvöldi til Vestfjarða. Laqarjoss var á Fáskrúðsfiiði í gær. Mun hafa farið þaðan i gær- kvöldi áleiðis til útlanda. Sterlinq mun geta orðið í Vest- mannaeyjum i kvöld, eða fyrramálið. Fór frá Leith á þriðjudagsmorgun (2. ágúst). Harebell heitir enskt herskip er kom hingað í gær og dvelur hér um vikutima. H. Lofte bankastjóri dvelur nú um þessar mundir uppi i Borgar- firði sér til hressiúgar. Knattspyrnumót Islands um Knaítspyrnuhom Islands (gefið af hr. kaupm. Egil Jakobsen) hefst síðast í þessum mánuði. iíiÉÉF IBl Sig fFEiO, íll 21.11, i Sfjóra knatfspyrnuféB. Fram. xwiwr .-api»i c'JII 1 1 1 l— 1. 'mwii .g«gr»OT5.c-r.-.. ■ <n i— nmw i—i—j—im—11—uh.mbí iiui j«i. iiimi i»i ■ n. m.n m» II—— / fjarveru minni gegnir fjerra Sigurður Jónsson síörfum borgarstjóra. Borgarstjórinn i Reykjavik 3. ágúst 1921 Ti. Zimsen. Bifreiða og bifhjðlavátryggingar Trolle & Rothe h.f. Seglskip strandaði í gærmorgun snemma í Borgarfirði eystra. Var það hlaðið salti til Sam. isl. verslan- anna. Menn bjö/guðust og skipið mnn vera Htið skemt því það lenti á sandi. Klerk bankastjóri frá Kaapmanna- höfu og frú hans (dóttir Jóh. Þor- kelssonar dómkirkjuprests) og börn þeirra voru treðal farþega á Goll- fossi j gær. Þaa hafa dvalið hér um mánaðatiuia. Vatnaskót>arjerðin. Það hefir kom- ið í ljós að nokkrir karlmenn og þrjár stúlkur urðu eftir á Hvalfjarð- arströndinni um daginn er farin var hin fræga »skemtiferð« verslunar- manna. Fólkið sumt fór fótgang- andi niður á Akranes og kom hing að á mótorbát i gær, en sumt kvað vera enn þar efra. Kristmundur Guðjónsson læknir hefir fengið veitingu fyrir Reykhóla- læknishéraði. Fór hann vestur með »Suðurlandi« í gær til að taka;við því. Lönborq aðalforstjóri vátrygginga* félagsins »Danmark« og sonur hans ungur, hafa dvalið hér nokkra daga. Þeir ferðuðust til Þingvalla en fóru aftur utan með »Gullfossi« í gær. Oddur Gíslason lögfr. hefir fengið vettingu fyrir bæjarfógetaembættinu á ísafirði og sýslumannsembættinu í ísafjarðarsýslu. Nætuphugsun. Eg hefi svo lengi lifað, laus að mestu við híýju. Því er ég nú að þrá það þetta sem hvarf, að nýju. Dauðinn i brjósti bærist, bráðum er lifið þrotið, vonin um ást og unað, alt saman niður brotið. Nei, þráin lifir — lifir, láttu’ hana aldrei þverra, lyft henni leugra, hærra, lýs henni til þin, herral Jesú, þinn kærleiks kraftur, kveiktu í sálu minni lifandi kraft að leita, leita að návist þinni. hlín Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.