Morgunblaðið - 12.08.1921, Síða 4
MORGUNBLAÐIB
BrunabótagjAld.
Ógoldin brunabótagjöld, sem féllu í gjalddaga 1. apríl s.l
verður að greiða nú þegar, annars verða þau tekin lögtaki.
Bæjangjaldkerinn.
Ungui* þýskur kaupmaður
hér staddur, óskar eftir atvinnu nú þegar. Viðkomandi talar og
skrifar frönsku, spönsku og ensku. Bestu meðmæli fyrir hendi.
Nánari upplýsingar í Þýska Konsulatinu. Sími 31.
Mikil verðlækkun.
Frá 12. þ. m. verða hurðir og gluggar og allir listar
selt mjög óðýrt í verksmiðjunni á Laugaveg 2, áreiðan-
lega hvergi óðýrara. Fáið þar tilboð áður en þér festið
kaup annarsstaðar.
ISII
Revisor Manscher er ankommet med »Botnia«. Forelöbig
Adresse Hotel Island.
Flutninsabíll
til sölu. Upplýsingar á skrifstofu
rafmagnsveitunnar Laufásveg
16. Simi 910.
Kaupið Morgunblaöið.
^MSKIPA^.
* ÍSLANDS /v v
Es. Suöurland
fer til Borgarness laugardag
13 .ágúst.
Eg get ekki látið hjá líða, að
votta nágrönnum mínum og vin-
um hér í Hvalsneahverfinu mínar
innilegustu þakkir fyrir þá miklu
hjálp og kærleika sem þeir auð-
syndu mér í veikindum mínum
síðastliðið vor. Eiga þeir allir
þakkir mínar, en þó sérstaklega
Hvalsneshjónin, sem reyndust mér
eins og bestu foreldrar, og enn-
fremur Tómas Guðnason og kona
hans Solveig Gísladóttir, Hafnar-
firði. Bið eg góðan guð að launa
þeim öllum hvernig þau reynd-
ust mér.
Tjörn á Miðnesi
Gisli Einarsson.
M.s. ,Svanur‘
fer héðan í dag kl. 4 síðd. til
Stykkishólms og Búðardals. Kem-
ur við á Sandi með farþega.
Kominn heim
massagelæknir
Til viðtals kl. 1—2.
Sími 394
Bergþórugötu 18.
Hnrinar léreftstnster iv&lS keyptai
hæsta verðl í liltBinBnmii luf
TilkYnnl
Að gefnu tilefni gefst vorum heiðruðu viðskiftavinum til
kynna, að eftirleiðis verða engin brauð frá brauðgerðarhúsi voru
seid á Bergstaðastræti 29 né Uppsalakjallaranum.
Virðingarfylst með þökk fyrir góð viðskifti.
G. Olafsson & Sandholt.
NB. Enn aftur viljum vér leyfa oss að minna vora heiðr-
uðu viðskiftavini á að brauðsala heldur áfram eins og verið hefir
hjá hr. kaupmanni Ólafi Theodórs. Hornið á Baldursgötu og Berg-
staðastræti.
Válryggingarfílðiin
8KANDINAV1A — BALTSCA — NATIONAL
Hlutafje samtals 43 miljónir króna.
ISLANDS-DEILDIN
TEOLLE & BOTHE hf. Reykjavík.
AMskonar sjó- og stríðsvátryggingar á skipum og vörnm.
gegn kegstu iðgjöldum.
Ofannefnd félög hiafa afhent lslandsbanka í Beykjavík til geymaí*
hálfa millión krónur,
sem tryggingaríé fyrir skaCabótagreiðslum. Pðjót og góð skaðabótá-
greiðsla. öll tjón verða gerð npp hér á staðnnm og félög þessi haf»
vamarþing hér. — BANKAMEÐMÆLI: ISLANDSBANKI.
Det kgl. oktr. Söassurance--Kompagni
teknr að sér allg konar sjóvátryggingar.
Að ’uboðsmaður fyrir ísland
EOOEBT OL Ax J S E N, bæstaréttarmálaflutmngsma&ar.
Qóð skipakol
115 kr. tonnið ffob. selur á Seyðisfirði
St. Ih. Sónssan.
— 206 —
ásjónu siðgæðis og heilbrigðrar skynsemi, Martin
fann, hve hugur hans var bljúgur og ástleitinn,
og heit alda fór um hann öðru hverju. Höfuð
hans var mjög nærri höfði hennar og þegar flukt-
andi afturganga sumarvindanna aflagaði á henni
hárið, svo það kom við andlitið á honum, þá
runun bókstafirnir saman í eitt fyrir augum hans.
»Eg held ekki, að þér skiljið eitt einasta orð
af því sjálfur, sem þér eruð að lesa«, mælti hún
einu sinni er hann hafði mist þráðinn í því, sem
hann las.
Hann leit til hennar brennandi augum, og lá
við að fyrirverða sig, þegar honum alt í einu
datt heppilegt svar í hug.
»Eg held að þér skiljið það ekki heldur.
Hvað var efnið síðustu sonettunnar?*
»Það veit eg ekki«, mælti hún og hló glað-
lega. »Eg er strax búinn að gleyma því. Við
Bkulum hætta að lesa. Veðrið er alt of fallegt
til þess«.
»Og þetta verður síðasti dagurinn, sem við
dveljum hér saman um sinn«, mælti hann alvar-
legur. »Hann er að hvessa hórna úti við sjón-
deildarhringinn«.
Bókin rann úr höndum hans niður á jörðina
og þau sátu þögul og horfðu augum, sem ekki
sáu en aðeins dreymdi, út yfir dreymandi fjörð-
inn. Ruth gaut honrnauga og leit á hálBinn á
honum. Hún hallaði sér ekki að honum. Henni
fanst einhver ínáttur sem ekki stafaði frá henni
— 207 —
sjálfri, draga hana að honum með afli, sem var
sterkari en þyngdarlögmálið. Hún þurfti ekki að
flytja sig nema þumlung og það skeði, án þess
að vilji hennar væri nokkru ráðandi í því máli.
öxl hennar snart hann, eins létt og þegar fiðrildi
snertir blóm. Hún fann hvernig öxl hans nam
við hennar og skjálfti fór um hana. Nú væri
mátulegt að draga sig til baka. En vilji hennar
réði engu um gjörðir hennar — hún hugsaði ekki
eitt augnablik um stjórn á sjálfri sér eða vilja, í
vímunni sem komin var yfir hana.
Handleggur hans fór að læðast bak við hana
og utan um hana. Hún beið hægra hreifinganna
með unaðslegum sársauka. Hún beið — hún vissi
ekki sjálf hvers — stynjandi, með þurrar, brenn-
andi varir, með hjartslátt og hita eftirvæntingar-
innar í blóðinu. Handleggurinn, sem nú vafðist
utanum hana færðist ofan og dró hana að sér.
Hún gat ekki beðið lengur. Með þreytulegu and-
varpi og ósjálfráðri krampakendri hreifingu hallaði
hún höfðinu að brjósti hans. Hann laut höfði og
varir þeirra mættust á miðri leið.
Þetta hlaut að vera ást, fanst henni þegar
hún gat farið að hugsa aftur. Ef þetta væri ekki
ást, þá væri þetta ljótt. Það gat ekki verið ann-
að en ást. Hún elskaði þennan mann, sem sat
hjá henni og vafði hana örmum og þýsti vörum
sinum að munni hennar. Hún þrýsti sér fastar
að honum, eins og hún væri að leita skóls hjá
honum. Og augnabliki síðar sleit hún sig úr
— 208 —
faðmlögum hans, rétti sig upp og lagði sigrihróS'
andi hendurnar um háls honurn. Svo sterkur vaí
straumurinn sem gekk í gegnum hana, um leið
og ástarþrá hennar var fullnægt, að hún rak upP
lágt vein, slepti tökunum og féll hálf meðvitund'
arlaus í faðm honum.
Þau höfðu ekki sagt eitt einasta orð, og þau
mæltu ekki orð af munni í langa hríð. Hao1’
beygði sig niður að henni og kysti hana, og vadr
hennar voru ávalt reiðubúnar. Hún vafði sig $
honum og gat ekki losað sig, og hann studdi v$
henni og horfði dreymandi augum í áttina ^
borgarinnar, sem var eins og smá depill hinumeg'
inn við fjörðinn. Hann sá engar sýnir þesss
stund — meðvitund hans var ekki annað en geislJ
og glóð, sem sló eins og slagæð, heit eins °$
dagurinn og heit eins og ást hans sjálfs. H&nI1
laut niður að henni og hún fór að tala.
»Hvenær vissirðu, að þú elskaðir mig?« bv^
aði hún. »Frá upphafi — frá stundinni sem
sá þig fyrst! Eg var örvita af ást til þín þá’ _°®
á þeim tíma sem liðið hefir síðan, hefi eg °r.1
enn meira örvita. Og aldrei hefi eg verið eJllS
örvita og nú, ástin mín! Eg er eins og vitskejl
ur maður, og ruglaður af gleði*.
»Eg er svo glöð efir því að vera kona, ^
in, vinurinn minn!< Mælti’ hún og andv»rPa
þungiega. ði
Hann þrýsti henna aftur að sér, og svo sp
hann: