Morgunblaðið - 15.10.1921, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1921, Blaðsíða 1
8. árg.y 291 tbl. Laugardaginn 15. oktöber 1921. ísafoldurpmiituaiCja kJC, wmmmm, Gamla Bíó ■hmhi Nýjasta Henny Porten mýnd. iFimlailll Afarskemtilegur garaanleikur í 5 þáttum. Aðalhlutverkið leikur: Henny Porten Það er langt aíðan að hér hefir sést jafn góð og skemti- mynd og þesai og er efalaust mynd sem öllum likar. Sýning kl. 9. 2 bifreiðar til sölu. Af sérstökum ástæðum vil eg selja bifreiðar mínar (Willys six model 89 og Overland model 90); eru i góðu standi. Lágt verð. Gunnar Sigurfinnsson Hittist kl. 8-9 síðd. Aðalstræti 9. Sími 973. Versl. BRCIÐABLIK hefir nýlega lækkað verð á öllum sínum vörum. Þessvegna best að spyi’jast fyrir um verð áður en fest eru kaup annarstaðar. Munið að versla í Breiðablik. H.f Kveldúlfur hefur til sfilu: 2 „Divanar“ til sölu með tækifærisverði i Austurstræti 8 (ísafold) uppi. Einnig 2 „Divanteppi*. Eri. símfregnir frá fréttaritara Morgunblaðsins. Nýtt og gamalt timbur. Tré frá 4X4” til 10X10”. Borð frá frá 1X4” til 1X8”. Battinga 2X4'/*”. Táin tjöruhamp Hart asfalt. Lumppappa. 1 nýjan baðofn. Girðingastólpa sívala o. fl. Alt með tækifærisverði. Semjið við Vilhj. Ingvarsson Suðurg. 20. Heima kl. 12—l1/* og eftir 6. Talsimi 183. Khöfn. 13. okt. Örlög Efri-Schlesíu. Frá Pails er símað: Alþjóða- sambandsráðið lauk í gærkveldi omræðum sínum um skifting Efri- Sehlesíu og undirritaði endanlegar tillögur sínar um það mál. Var sendiboði síðan sendur til Paris’ með tillögurnar til forseta æðsta ráðs bandamanna, Briand forsæt-, isráðherra. í Frakklandi virðast menn vera á þeirri skoðun, að yf- irráðið geti samþykt og staðfest tillögur alþjóðasambandsráðsins án frekari umræðu, en hinsvegar virðist, að Eng'lendingar muni krefjast þess, að æðsta ráðið verði kallað saman til þess að ræða málið og að fulltrúar Breta muni halda því fram þar, að nauðsyn- legt sé að héruð þau, sem ski'ft verður stjórnarfarslega, verði framvegis látin haldast óskift í fjármálalegu tilliti. Tillögur alþjóðasambandsráðs- ins vei’ða birtar almeuningi þegar þær hafa verið sýndar stjórnum Póllands og Þýzkalands. Tilslökun í skaðabótakröfunum. Símað er frá London, að á fundi ráðuneytisins breska í gær thafi vei'ið til umræðu tillögur til breyt- ingar á fyrirkomulagi skaðabóta- grciðslunnar frá Þjóðverjum til Breta. -------0------— og sjálfstæðismál Islands í „Tilskaeren“ eru að koma út brjef, sem f'arið hafa milli Björn- ■stjerne Björnson, meðan hann var ritstjóri í Bergen, kringum 1870, :0g daliskra hjóna, sem búa í K- höfn, Gottfreds og- Margrete Rode, og er það sonur þeirra, Ove Rode, fyrv. ráðherra, sem birtir brjef- in. í þessum brjefum er m. a. minst á Island og stjórnmáladeil- una við Dani á þeim árum, og verður sagt hér nokkuð frá þeim köflum brjefanna. B. B. er sýni- lega nákunnugur þessum hjónum og hefir verið mikil vinátta milli þeirra og Björnsonshjónanna. 1 brjefi, sem B. B. skrifar Mar- grete Rode 15. febr. 1871 talar hann mikið um afstöðu sína til Dan- merkur og Dana og má sjá á því, að þau hafa áður látið hann heyra, að hann mundi missa vinfengi í Dan- mörku vegna afskifta sinna af ís- landsmálum, þ. e. greina um þau, sem birst höfðu í blaði hans. Hann segir í brjefinu, að frá skólaárum sínum hafi sjer fundist saga Dan- merkur eitt af því lítilfjörlegasta, sem liann hafi lesið. En svo kom bann til Danmerkur, varð hrifinn af Grundtvig og eignaðist þar marga vini. Hann sagðist líka hafa trúað á samnorrænu eða skandinavisku stefnuna, og samlrvæmt því hafi hann krafist þess, að Sljesvík væri hjálpað (1864), sömiú. að ýfirráð- um Svía væri útrýmt í Noregi, og nú einnig að Islandi væri hjálpað. Skandinavastefna C. Plougs finst honum vera of sjerdönsk, ekki al- norræna, segir, að eftir sinni reynslu sje alnorræna stefnan ekki til nema hjá Rosenberg og fáum öðrum, þar á meðal Gottfred Rode. Hanh segir að sjálfstæðiskröfum Noregs sje elcki svarað með öðru en háði og hatri, þar á meðal af Ploug. Og þeg- ar hann svo taki málstað íslands, sem enn lúti einvaldsstjórnarfyrir- komulagi, sje rjettindalaust, fái ekki gert út um stjórnmálaafstöðu sína og fari á mis við þá hjálp, sem aftur gæti hafið landið á ný, þá telji menn sig í fjandmannaflokki Danmerlcur, og jafnvel Grundtvigs- sinnar geri sig seka. í þeim misskiln- ingi. Þrátt fyrir það, þótt jeg væri, þegar hættan vofði yfir Sljesvík, eini maðurinn á Norðurlöndum, sem krafðist samnorrænnar hjálpar, seg- ir hann, og þrátt fyrir það, að jeg liefi fengið hinn nors-norska æskn- lýð Noregs svo langt á leið með mjer í því máli, að hvað svo sem stjórnin liefði ályktað, þá hefði hann komið í hópatali undir stúdent- anna stjórn — þá fleygja menn mjer nú í ruslakistuna eins og út- slitnum skildingi, sem ekki sje leng- ur gjaldgengur til veltu í dönsku landi, og af þessari ástæðu hafna menn nú ritverkum mínum. Ef þetta er ekld smásálarskapur, þá veit jeg ekki hvað smásálarskapur er.......Þegar jeg sá, er jeg las ræður þeirra Lehmanns og Kriegers, að Danmörk ætlaði að fara með ís- land eftir lögfræðilegum hefðarregl- um, þá var jeg ráðinn í því, hvað gera skyldi: taka á kýlinu, kreista út vessana; annars yrði úr þessu, einmitt þessu, ólæknandi sjúkdóm- ur. Allur norsk-norsld æskulýður- inn, þ. e. a. s. allur okkar æskulýður, mundi aldrei til eilífðar, meðan ekki væri komið sáttum á við Island, fá nokkra trú á Danmörku, eða því, að Danmörk ætti að takast inn í norrænt samband. Því hef jeg skrif- að, og afleiðingarnar hafið þið sjeð : norsk-norski æskulýðurinn er fyrir áhrif stúdentanna, sem jeg hef stýrt, orðinn að skandinövum, en með hóflegri, heilbrigðri stefnuskrá. Tím inn skapar það sem ávantar, þ. e. a. s. örlög íslands.....Jeg verð að þola danskan misskilning fyrir þetta, eins og jeg hef áður orðið að sætta mig við sænskan misskilning. En af vinum mínum, Grundtvigs- sinnum, þoli jeg hann ekki. Þá hef- ur smásálarskapurinn fengið svo takmarkalaust ráðrúm, að jeg skeyti ekkert um Danmörk framar. — Og nokkru síðar í brjefinu segist hann víkja aftur að íslandsmálnnnm undir eins og bráðabirgðalausn hafi wmmmmmmmmma^m Nýja blö mwmm^mmwmmmm* Ivar hlujárn Sjónleikur í 3 þáttum, eftir samnefndri skáldsogu aem allir kannast við, eftir bre>ka skáldið Walter Scott. Einnig verður sýnd hin ágæta mynd Hrói Höttur sem flestir munu einnig kannast við. Þessar myndir ættu allir að sjá. Sýning kl. 8l/a náðst í Sljesvíkurmálunum, eftir að friðarsamningar sjeu gerðir (milli Þjóðverja og Frakka). Ef Krieger tekur þau ekki upp, segir hann, ef Danmörk, vegna nokkurra þúsunda dala, lætur þetta land, sem öldum saman hefur sætt illri meðferð, vera án frjálslegrar stjórnarskipunar, án efnalegrar hjálpar í stórum stíl, nú: þá tek jeg málið upp frá annari hlið, þá verður ísland að verða norskt, almennir fundir hjer og atkvæða- greiðsla þar. Hjer eru þegar komin á samtök og sambönd, sem eiga að framkvæma þetta undir eins og sá rjetti tími kemur. Yinir mínir í Bergen eru þegar byrjaðir að draga landið þangað. — íslandsmálin eru besti mælikvarðinn á danskan skand- ínavisma, frjálslyndi og þjóðernis- tilfinningu. Ef Danmörk kemst eins illa út úr þeim málum og Sljesvíkur- málunum, þar sem hún hvorki skifti eftir þjóðernum nje sjálfstæðistil- finningu, þá væri illa farið.Drottinn minn góður, þótt kröfur íslands sýnist harðar, hvað gerir það, þeg- ar um er að gera að bæta dálítið [ fyrir aldalanga illa meðferð, sem Danmörk hefur grætt á, beinlínis og óbeinlínis. En hef jeg heyrt nokkra danska rödd taka málstað íslands? Nei!!! Hvað ert þú að skifta þjer af þessu? segið þið, kæra M. og G. Rode. En þetta er nú tilvera mín. Sameinuð Norðurlönd, skipulega, andlega, rjettlátlega, það er tak- mark minna verka, þegar um er að ræða það stærra, sem í þeim liggur, og ef þið takið það frá mjer og vísið mjer á smámunina, þá fellið þið það hús, sem jeg bý í o. s. frv. í svarbrjefi frá Gotfred Rode (marts 1871) er sagt, að B. B. geri of mikið úr því, að menn láti óánægju með stjórnmálafram- komu hans koma niður á ritverk- um hans. En ef menn nú í Dan- mörku væru verulega óánægðir með þig út af þessu og gætu ekki vei gleymt þínum íslensku afrek- um, segir þar, væri það þá í raun og veru svo undarlegt? Hann seg- ir, að B. B. hafi ekki tekið vin- gjarnlega, heldur •hranalega í mál- ið. og' einmitt tekið þar á, sem sárast var viðkonm, og á þar við Suður-Jótland. Hann hafi með húð og hári gefið sig á vald annars málsaðilans,jafnvel þótt hann viti, I að meðal íslendinga sjálfra sjeu liýkomið afaródýrt Trawlgarn Blásteinn Barkalitur Karbít Krít mulin Gólflakk Menja Terpentina E dhúslampar Lampaglös Brennarar 6”, 8”, 10”, 14”, 15” og 20”. ódýrast í UMfanluoinni jnusif" Hafnarstræti 1. Sími 817. Munið eftir fataefna útsölunni á hinum nið- sterku norskunnu tauum okkar. í fötin kostar frá kr. 26,00 alt að kr. 58,00 Hið isl. Nýlenduvöpufélag Klapparstig 1. Sími 649. sáttfúsari menn. Hann hafi átt kost á, að lieyra einnig þeirra skoðanir, en hafi ekki viljað það. Ekki geðjast G. R. heldur að þvi, hveruig B. B. talar um C. Ploug í þessu sambandi og segir, að hann sje bafður fyrir rangri sök. 0 Konsúll Breta. Asgeir Sigurðsson stórkaup- maður, sem um undanfarin 14 ár hefir gegut ræðisinannsembætti Breta hér í bæ sem ,,vice-konsúll“ hefir nýlega verið skipaður kon- súll með konunglegri útnefningu hans hátignar Bretakonungs. Og alveg nýverið hefir hann verið sæmdur heiðursmerkinu „Officer of the British Empire“ (O. B. E.) í viðurkenningarskini fyrir vel unnið embættisstarf. Yér höfum það fyrir satt, að konsúll Ásgeir Sigurðsson vildi fá Bretastjórn til þess að senda hingað sérstakan ræðismann. Starf- ið væri orðið svo umfangsmikið og margvíslegt að það veitti ekki af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.