Morgunblaðið - 22.10.1921, Blaðsíða 2
MORGUNBLAiIi
1
í
Gúmmisíigvéí af öífum sfærðum, fásf f)já Tfvannbergsbræðrum.
MOSOUMBLAÐIÐ
Bitstjönur:
ViThj. Finaeii og Þorat. Qialaaoa.
Munið eftir
fataefna útsölunui á hinum níð-
sterku norakunnu tauum okkar.
í fötin koatar frá kr. 26,00 alt
að kr. 58,00
Hfé í»l. Nýlonduwörufélag
Klapparatíg l Simi 049.
Málverkasýning
Ol. Túbals
í Bárunni
Opin daglega frá kl. II—5.
Fermingarkort
mjög faileg ineð erindum, og bóka-
kort Ennfremur heillaskeyti, og
er úr miklu að velja, fáat í
Safnahúsinu.
fell af felli upp að hæstu fjalla-
hnúkunum. Per saman hjá mál-
aranum afburða góður og djúpur
skilniugur á verkefnum þeim sem
hann velur sér og frábær kunn-
átta í því, að festa það á léreftið
með lit og línum.
Meðferð litanna er einnig sér-
kennileg. Þar er festa og dirfska,
litirnir eru ekki loðnir eða hvik-
ulir, heldur hreinir og sterkir.
Bera myndimar þess merki, að
málarinn hvikar ekki og prófar
sig fram, en stefnir að vissu
marki.
Eigi skulu einstakar myndir á
þessari sýningu Jóns gerðar að
umtalsefni, því hið sama má um
flestar þeirra segja. En taki menn
eítir myndinni ,,Að fjallabaki“
til þess að sjá hve meistaralega
honum tekst að sýna víðáttu og
stórfengleik. Og taki mexm eftir
haustmyndunum hans til þess að
sjá djarfa og hreina liti. Skoði
menn vandlega myndimar og segi
til, hvort þeir finna ekki eitthvað
fagurt og hillandi, sem þeir sjá
vart í öðrufti íslenskum mynd-
um.
1 fyrrasumar var Jón óheppinn
með veður meðan hann dvaldi hér
og náði litlu af fegurð íslenskrar
náttúru. En í sumar liggja eftir
hann stórvirki, því veðráttan hef-
ir verið betri við hann en í fyrra.
Sýning hans færir mönnum heim
sanninn um, að í Jóni hafi íslensk
náttúra íundið mann, sem fær er
um að ráða við hin mörgu og stór-
feldu verkefni, sem hún hefir að
bjóða sönnum listamönnum.
A.
Ný bók.
Hrannaslóð, sögur eft-
ir Sig. Heiðdal. Bóka-
verslun Arinbj. Svein-
bjamarsonar, Rvík.
Sviplitlar sögur og bragðlausar,
fátækar af listgildi og lifandi til-
finningu; sögur sem fjöldi manna
hefði getað skrifað, ef nent hefði
að fást við slíkt. Engin tilþrif,
lítil efni og ófimlega farið með
þau.
Þetta verður efst í huganum
eftir lestur þessarar bókar. Engin
sagan festist í manni, engin per-
sónan er annari meiri — allar svo
nauða lítilsigldar og grunnar. Það
er heldur ekki sjáanlegt, að höf.
leggi nokkra rækt við þær — ef
til vill vegna þess, að honum er
þegar í byrjun ljóst, að þær hafa
skap ,4ítilla sanda og sæva“. En
jafnvel þó mennimir sem lýst er,
séu svo hversdagslegir, þá gátu
sögurnar orðið góðar. Hamsun
teflir ekki altaf stórmennum fram
og tekst þó að gera sögur sínar
snildarverk. „Yeldur hver á held-
ur“.
Eina sagan, sem höfundi gat
orðið eitthvað úr, er síðasta sag-
an. .lón litli er söguefni, æfiferill
lians gat orðið ljómandi æfintýri,
eins og svo margra fátækra at-
gerfismanna. Og honum er lýst
þannig, að lesandixm fær áhuga
á framtíð hans, vill vita hvernig
honum reiðir af. En þá þarf höf.
endilega að koma með flugríkan,
eldgamlan Vestur-íslending, sem
gefur Jóni litla stórfé, svo gatan
er rudd þama að hálfu leyti
fyrir hann í stað þess að láta
hann vinna það afreksverk sjálf-
an. Með þessu móti verður Jón
ekki annað eða meira en algengur
dugnaðarmaður, sem fengið er
vopn í baráttuna og kann að nota
það.
Óskiljanlegt er nafnið á bók-
inni og myndin framan á káp-
unni, þegar litið er til efnisins.
Þegar maður sér þessar hvítfyss-
andi hrannir og boðabiot, þá
heldur maður, að þetta eigi að
vera tákn voldugra andlegra
hranna í sögunum. En það er
lítið um þesskonar mátt í þeim
— miklu meira af afllausum smá-
bæringi á grunnsævi lítilla hugs-
ana. Þess er heldur ekki að vænta.
Hrannir rísa ekki í logni, og eng-
inn stormur er í bókinni — að-
eins lognmolla.
J. B.
Heine-þýðingar.
Það var einn gamall gylfi.
Það var einn gamall gylfi.
Hans hár var grátt, hans hyggja
þung.
Sá veslings gamli gylfi
tók konu, er var ung.
í höll var hirðsveinn fríður.
Hans hár var bjart og létt hans
lnnd.
Sá sveinn bar silkislóðann,
er drotning dró við grund.
Hvort kantu gamla kvæðið ?
Það er svo ljúft, það er svo leitt.
Þau urðu að blikna bæði;
þau unnust alt of heitt.
Gaktu!
Ef baka meyjarsvik þér sorg,
þá svanna annan taktu!
Eða heldur burt úr borg
bregð þér strax, og gaktu!
Þá brátt þú finnur blávötn skygð,
þar bakka grátpíll þekur.
Þar grætur þú úr hjarta hrygð,
og hugraun enda tekur.
Og upp á fjallið er þú snýr,
þú andvarpar af striti.
En efst þér berst að eyrum gnýr
af arnarvængjaþyti.
Þá verða muntu emi að
og endurborinn vakna,
og frjáls úr lofti líta það,
hve lítils þarftu að sakna.
Eg vildi, —
Eg vildi að þið væruð orðin
að vorsins blómum, mín ljóð,
svo teiga mætti ykkar angan
mitt ástkærasta fljóð.
Eg vildi að þið væruð orðin
að vinarkossum, mín ljóð,
svo ykkur fengi öll á vangann
mitt ástkærasta fljóð
Eg vildi að þið væruð orðin
að vænum baunum, mín ljóð.
Þá syði eg baunasúpu,
er svei mér yrði góð.
Sváfnir þýddi.
-----0-----
*= DA8BÚK. =-
„Sanitasa
IJúffengu Sítrón, faest hfá
ölium betri kaupmönnum sem
versla með slíka vöru.
Messað á morgun í fríkirkjunni í
Hafnarfirði kl. 1 e. h. sr. Ól. Ólafs-
son (misseraskifti), og í fríkirkjunni
í Reykjavík kl. 5 síðd. sr. Ól. Ólafs-
son (misseraskifti).
Messur í dómkirkjunni á morgun
kl. 11 síra Jóhann Þorkelsson (ferm-
ing), kl. 5 síra Bjarni Jónsson (alt-
arisganga).
Síra Haraldur Níelsson prédikar í
fríkirkjunni á morgun kl. 2. e. h.
Messur í Landakotskirkju. Hámessa
kl. 9 f. h. og kl. 6 e. h. guðs-
þjónusta með prédikun.
Messufall í Hafnarfjarðarkirkju á
morgun sakir gyllingar á kirkjunni.
Sýning Jóns Stefánssonar málara í
húsi Egils Jacobsen verður opin í
síðasta sinn á morgun.
Gullfoss kom hingað laust fyrir há-
degi í gær, frá Vestfjörðum, með
allmarga farþega. Skipið á að fara
til Kaupmannahafnar í fyrramálið og
kemur við í Bergen. Meðal farþega
að vestan var Sigurður Sigurðsson
ci.nd. jur. frá Vigur, er sest að hér
í bænum, og frú Halldóra Proppé.
Fyrsti vetrardagur er í dag. Sum-
arið kvaddi með blíðviðri hér í
Reykjavík og sunnanlands, en tals-
verðu frosti.
Ólafur Þ. Halldórsson cand. phil.
er nýkominn hingað til bæjarins. Hef-
ir liarm dvalið á Spáni Síðastliðið ár.
Skotfélag Reykjavíkur. Æfing í
Iðnó í fyrramálið kl. 9. Félagsmenn
eru beðnir að mæta snemma.
Silfurbrúðkaup eiga þau Borgþór
Jósefsson bæjargjaldkeri og frú
Stefanía Guðmundsdóttir leikkona á
mánudaginn kemur.
Skautafélagið hefir sótt til vega-
nefndar bæjarstjórnar um leyfi til að
fá að nota Austurvöll á komandi
vetri til skautahlaupa, og bíður nú
með mikilli eftirvæntingu eftir svari.
Heyrst hefir að borgarstjóri og aðrir
nefndannenn séu félaginu velviljaðir
Fiskilínur
21/,, 3 og 3*/i lbs, Manllla og Mc Dougalls baðlyf hvergi
eins ódýrt og hjá
A. Guðmundsson,
heildsbluverslun
Simar 895, 282 og 726.
E.s. Gullfoss
fer héðan á morgun kl. 9 árd.y
um lfestmannaeyjar og Reyðar-
f jörð til Bergen og Kaupmanna-
hafnar.
og sömuleiðis verkfræðingur bæjarins,
sem er meðlimur þess og kvað hafa
mikinu áhuga á skautahlaupum.
Aldrei hefir verið jafn mikið fjör í
skautahlaupum hér eins og einmitt
þann eina vetur (fyrir uokkrum ár-
um) sem félagið fekk að nota Aust-
urvöll. ísfélögin rífa sundur tjörn-
ina undir eins og traustnr ís er
kominn á hana, og í fyrra gat
Skautafélagið aldrei fengið blett til
aígirðiugar. — Aðalfundur félagsins
mun verða strax og stjórn félagsins
hefir fengið svar frá veganefndinni.
íslensk veðurfarsbók fyrir árið 1920
heí'ir veðurfræðideild löggildingar-
stofunnar gefið út nú nýlega. Er þar
safnað suman í heild veöurathugun-
um þeim, sem gerðar voru hér á
landi þetta ár á ýmsum stöðum á
landinu, er verið hafa 18 að tölu.
Málverkasýning Ól. Túbals. — Ól.
Túbals er einn hinna yngstu mál-
ara og lítið kunnur enn. Á málverka-
sýningu þeirri er hann befir nú í
Bárunni, eru margar myndir, sem
gefa von um list þegar höfundur
þeirra hefir tamið sjálfan sig og
þroskað. Einn af fremstu málurum
vorum hefir sagt um þessar myndir,
að í þeim væri margt gott og einkan-
lega þótti honum góð ein mynd frá
Múlakoti, sú er tekin er að húsa-
baki og fjöll í baksýn. Kvað hann
það vera „fullgerða mynd og heila“.
Flestar myndir Túbals eru frá Múla-
koti og umhverfi þar í kring. Og
nokkrar einkennilegar frá Yestmanna-
eyjum. Þá má nefna fallega mynd
af Ey vindarmúla. Holt mundi Túbals að
mála minna og keppa að því besta.
Þessar myndir sýna það, að hann er
efnilegur ef hann leggur nógu mikla
rækt við list sína og er strangur við
sjálfan sig.
Nýlega birtu trúlofun sína, ungfrú
Sigríður Halldórsdóttir Njálsgötu 52
og Oddur Björnsson stýrimaður, frá
Litlateig á Akranesl.
--------0--------
Bretar senda uni 50 manns á
ráðstefnuna, sem kemur saman í
Washington 11. nóvember. Þó eru
fulltrúamir ekki nema þrír, hitt
eru alt sérfræðingar til aðstoðar
þeim, og skrifstofufólk.
heldur fund í K. F. U. M. laug-
ardagiun 22. okt. kl. 4 siðd.
Áríðandí að allir mæti.
8TJÓBNIN.
sem befir verið hjá Ágúst & Co.
verður eftirleiðis á Baldursgötu 39.
Þar fást einnig brauð og kökur
frá Ágúst & Co.
Rjól B. B.
og margar teg. munntóbsk
hjá
R■ Pb Levfi
(kvennakór)
syngur í Good-Templarahúsinu í
Hafnarfirði A laugardaginn 22.
þ. m. kl 9 síðdegiB. Sími 28.
Es, Suðurland
Burtför skipsins héðan til Vest-
fjarða er frestað tíl mánudags
24. okt kl. 6 síðdegis.
T ækif ærisver ð
á
Kartöflum.
Dálítið af kartöflum verðu. selt
á 25 krónur tunnan
bjá
Jes Zimsen.
Hreiaai léraftatuslnD inM Sjylii
iunta tkM í *--•*-* 1nnrrn1—ltji kJ