Morgunblaðið - 18.11.1921, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.11.1921, Blaðsíða 4
E.s. Gullfoss Kartðflur og allskonar Nýjar birgðir veröiö lækkaö fer héðan 26. nóv.br. til Leith og Kaupm.hafnar Skipið fer aftur frá Kaupm.höfn II. desember um Leith til Reykjavíkur. Es. Goðafoss fer frá Kaupm.höfn I. desember, um Leith til austur og norðurlandsins og Reykjavíkur. Verslunarmaöur óskar eftir atvinnu helst á skrifstofu eöa við afgreiðslu. Meðmæli frá þektum verslunarhúsum hér í bænum. Tilboð merkt 6 senð- ist atgreiðslu þessa blaðs fyrir 19 þ. m. Skip til sölu Vélskipið Sangvfk II. 320 smálestir, 160 h. Bolinðervél, ferð 8 sjómílur, ársgamalt í ágætu stanði. Losar timbur við hafnar- bakkann. Hánari skýringar hjá skipstjóranum eða unðirrituðum G. Kr. Guðmundsson & Co. Hafnfirdingar. Bestu kaupin á konfekt, át- og suðusúkkulaði er í versl. »Hótel Hafnarfjörður« K á I m e t i nýkomið til Jes Zimsen Ábyggilegur maður óskar eftir hægri atvinnu Geymsla. Fálkinn tekur á móti hjólhest- um og barnavögnum til geymslu yfir veturinn. Verður sótt til eiganða ef óskað er. Sími 670. Hanskabúðin hefur með s.s Botniu fengið miklar birgðir af allskonar hönskum bæði fyrir ðömur og herra. Komið og skoðið Hanskabúðin Austurstœti 6. Austurstæti 6. 2000 Par brugte Militærstavlep. SST Sidste store Prisfald -fHi Atter i Aar kan vi tilbyðe vore æreöe Kunöer vore uðmerkeöe Stövler Vi takker for öen Tilliö, ðer er vist os i öe forlöbne Aar, og lover uforanöret reel Behanðling. Skrtv og opgiv Störrelse eller senö Omriðs af Deres Foö. Hvad ikke passer ombyttes. 2 Par senðes portofpit pr. Efterkrav. Hy- forsaalede eller kun lidt brugte Saaler af prima Læöer Kr. 12,00 meö nye Træbunöe 6 a 7 Kr. Heie Skaftestövler meö franske Bunöe 8 Kr. Petersen & Borg, li. Frihavnsgade 61, Kebenhavn 0. Bifreiða og bifhjólaYátryggingar Trolle & Rothe hi. Steinolía kemur með E.s. líillemoes Verðið er: Hvitasunna (White May) kr. 52,00 pr. 100 kíló. Kongaljós (Royal Standard) kr. 50,00 pr. 100 kiló. Tunnan tóm aukreitia 6 krónur. Bidjið ætið um þessar tegundir. Þeir sem pantað hafa, gefi sig fram undir eins og skipið1 kemur. Nokkur hluti oliunnar er eftir ópantaður. Lanösverslunin. Best að auglýsa i Mopgunbl. Gummisólar og hælar fást og eru settir undir samstundis hjá HVANNBERGSBRÆÐRUM. 331 332 333 „Það er veruleikimr:, svaraði haim harðneskju- lega. „Það er sannleikurinn. Og eg verð að skrifa um lífið eins og það kemur mér fyrir sjónir“. Hún svaraði engu, og um stund sátu þau þegj- andi. Hann gat ekki skilið hana, vegna þess að hann unni henni. Og hún gat ekki skilið hann vegna þess að hann náði út fyrir sjóndeildarhring hennar. „Nú hefi eg fengið peningana frá Transcon- tinental, sagði hann því næst, til þess að koma samtalinu í hættulausa farvegi. „Þá kemur þú auðvitað!‘ ‘ hrópaði hún fagn- andi. „Eg kom til þess að fá að vita um það“. „Kem“ tantaði hann annare hugar. „Hvert?“ „Til miðdegisverðarins á morgun, auðvitað. Þú manst, að þú sagðist koma, ef þú gætir náð fötun- um þínum. Og nú hefir þú fengið peningana“. „Þessu hafði eg alveg gleymt“, sagði Martin auðmjúklega. „1 morgun átti að taka báðar kým- ar og kálfinn af’ Maríu, og þá vildi svo óheppilega til, að hún var peningalaus, svo að eg varð að láta hana hafa þessa pennga, sem eg fekk hjá blaðinu“. „Svo þá geturðu ekki komið?“ Martin leit á fötin sín. „Eg get það ekki“. Bláu augun hennar fyltust af tárum, ásökunar og vonbrigða támm, en hún sagði ekki eitt orð. „ Nsesta ár býð eg þér til miðdegisverðar hjá Delmonico“, sagði hann hughreystandi, „eða ein- ■.?~*e3£í7vCi£z..' hversstaðar í London eða París, þar sem þú vilt sjálf. Eg veit það fyrir víst!“ „Eg sá í blaði fyrir nokkru“ sagði hún alt í einu, „að bætt hafði verið nýjum mönnum við á póstmálaskrifstofuna. Þú varst tilgreindur þar fyrstur. Er það ekki rétt“. Hann varð að játa, að liann hafði ekki hirt um það. „Eg er svo viss um sjálfan mig“, sagði hann. „Og eftir eitt ár viun eg fyrir meim en tíu menn á póstmálaskrifstofunni. Bíddu bara!“ „Nú, er því þannig farið“, sagði hún að eins. Hún stóð á fætur og lét á sig handskana. „Eg verð að fara. Arthur bíður eftir mér niðri“. Hann tók hana í faðm sinn og kysti hana, en hún var mjög óástúðleg. Það var enginn funi í líkama hennar, hún lagði ekki handleggina um háls hans og koss hemnar var fremur kúldalegur. Hún er reið við mig, sagði hann við sjálfan sig, þegar hann hafði fylgt henni niður En hvers vegna. Það var auðvitað óheppilegt, að hann skyldi þurfa að lána Maríu peningana, en það hlaut að vera for- sjónin, sem slíku réði. Og honum kom í fyrstu ekki til hugar, að hann hefði gert annað en það, sem rétt var. En svo datt honum í hug, að ef til vill hefði hann átt að taka við stöðunni á póstmála- skrifstofuimi, Hann sneri sér við í stiganum til þess að taka við bréfum frá póstþjóninum. Hin gamla eftirvænt- ingartilfinning greip hann, þegar hamn tók við hréf- unum. Eitt ninslagið var stutt. Það var þunt og stóð á því heimilisfang New York Outview. Hann hyrj- aði að rífa nmslagið upp, en hætti svo. Það gat ekki verið tilkynning um, að þeir tækju einhverja söguna hans, því að hann hafði ekki sent þessu blaði neitt handrit. Ef til vill — honum fanst hjart- að hætta að slá við þessa tilhugsun — voru þeir að biðja hann um sögu eða grein. En hann vatt þessum hugsunum á burt eins og hverjum öðrum ómöguleika. Bréfið var stutt og þuvlegt, undirskrifað af bráðabirgðaritstjóra blaðsins, og þess efnis, að hann sendi honum hjálagt nafnlaust bréf, sem ritstjórinn hefði tekið á móti, níðbréf um Martin. Ennfremur fullvissaði ritstjórinn hann um, að hann tæki ekk- ert tillit til nafnlausra bréfa. Bréfið, sem fylgdi, var skrifað með luralegri rithönd. Það var samanfléttuð árás á Martin og staðhæfing um það, að hinn „svokallaði Martin Eden“, sem seldi blöðunum sögur, væri enginn rit- höfundur, heldur stæli hann í raun og veru göml- um söguim úr mánaðar- og tímaritum, vélritaði þær og sendi þær síðan út sem sín verk. Martin þnrfti ekki lengi að hugsa sig um til þess að sannfærast um, hvaðan þetta bréf væri komið og hver væri höfundur þess. Málfræði Higg- inbothams, orðalag og ‘hugstm skein alstaðar út úr bréfinu. En hvere vegna? spurði Martin sjálfan sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.