Morgunblaðið - 13.01.1922, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.1922, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ yfir þvera Ameríku er nú lokið, og þessi merki landkönnuður kominn heim til sín.Vilhjálmur þrins er áður kunnur fyrir fríekilegar fetrðir í Afríku, en þessi nýafstaðna ferð er ,þó talin merkust fyrir margra hluta sakir. Leiðangurinn var gerður út með styrk frá náttúrugripasafni sænska ríkisins, og var tilgangurinn einkum sá, aS ná í sjaldgæf dýr frá Mið- Afríku og kynnast háttum íbúanna og safna gripum hjá þeim. Var far- ið frá Kongo inn f miðja álfuna aj beygt þaðan norður á bóginn til Nílardalsins. Vilhjálmur veiktist hættulega á leiðinni og urðu leiö- angursmenn að bera hann margar dagleiðir og halda kyrru fyrir um hríð hans vegna. Bftir því 'sem á leið ferðina jókst farangurinn, sem leiðangursmenn urðu að flytja með sjer. Var svo komið að lokum, að burðarmennirn- ir voru orðnir 400, alt innfæddir menn. Þegar komið var til Kairo hafði prinsinn og förunautar hans með sjer um 1000 spendýr og 2000 fugla. Meðal spendýranna voru 14 gorill-apar, stærsta safn, sem komið hefir til Evrópu í einu, fílar, böffel- uxar, flóðhestar, ljón og krókódílar. Prinsinn segir, að ljónin sjeu lireinasta landplága víða í Mið- Afríku, og er altítt að þau rífi inn- fædda menn á hoh Hvarvetna sem þeir komu, báðu íbúarnir þá þess að drepa Ijónin. Fólkið, sem varð á vegi þeirra, var yfirleitt mjög fri'S- samt og víðasthvar á því ménningar- stigi, að það vill taka á mót-i pen- ingum til endurgjalds því, sem það la;tur úti. Á einstlaka stað varð þó að gjalda með varningi. Dvergþjóðirn- ar voru mjög mannfælnar og flýðu ávalt inn í skógana, er þær urðu varar mannaferða. Vilhjálmur prins ætlar mjög bráð- lega að gefa út bók um hina síð- ustu frægðarför sína. iiÉiiU MMmím. Rauða-kross fjelögin í ýmsum löndum hafa verið kunn um allan beim um lai.gt skeið. Verkefni þeirra hefir einkum verið að veita særðum mönnum hjúkrun og að- hlynnin.g á ófriðartímum, en þess á milli imfa fjelögin lítið starfað að öðru en að alla sjer fjár og vera viðbúin, þegar á þurfti að halda. Má ekki blanda fjelögum þess- um og starfsemi þeirra saman við alþjóðasamband Ranða-kross fje- laganna og starf það, sem þeim er ætlað að vinna. Alþjóðasam- band þetta — The Red Cross League — var stofnað skömmu eftir ófriðarlokin af 38 Rauða- kross-fjelögum ýmsra þjóða og hefir það aðsetur í G-enf. Var Lavid Henderson fyrsti formaður þe-ss, en síðan hann ió hefir sir Claude verið formaður. Þetta al- þjóðasamhand á að starfa að stað- aldri — jafnt á friðartímnm sem óíriðar — og verkefni þess er einkum að berjast gegn farsótt- nm og öðrum sjúkdómum og reyna að afstýra þeim, Tilgangi sínum vill sambandið einkum ná með því, að berjast fyrir endurbótum í lifnaðarháttum fólks, hættum búsakynnum og auknum þrifnaði. Einji aðalþ'áttur í þessu starfi er ankin fræðsla almennings um heil- brigðismál. \ Formaður sambandsins scgir að þa,u lönd, sem komið hafi heil- brigðismálum sínum í best borf, s.jeu Holland, England og Norður- lönd, eu þó sje þar mörgu ábóta- \ant. Bókafreyn. Sigurjón Jónsson: Fagrihvamm- ur. — Skáldsaga. — Reykja- vík. Útg. Þorst. Gíslason. 1921. Aður hefir komið út eftir iþennan höfund æfintýrasafn, er hann nefndi „Oræfagróður". Hvað sem höfundur- inn ka-nn að hafa átt við með nafn- inu, er það víst, að þar voru -engin ýsingar Æðardúnn vel verkaðar, fæ§t í pundatali hjá undirrituðum. Verðið lágt. í Morgunbl. Hér eftir verður tekið við auglý«ingum í Morgunblaðið til klukken ■ á kvöldin en ekki niónr. — 8*mt eru menn sbeðnir að skila auglýsingum belt sem fyret & d«gi. öræfi hjartalagsins. Og sama má segja um þessa bók, sem nú er nýkomin. Alstaðar skín í gegn einlægur vilji hiif. á að bæta alt og fegra — gera lífið bjartara og tala máli ástúðar og sjálfsafneitunar. „Fagrihvammur* ‘ er eiginlega að eins að hálfu leyti saga. Að hálfu leyti er bókin fræðiritgerð í anda guð spekinnar, en þetta er hvorttveggja svo saman ofið, að ekki verður að skaða, og maður les bókina með á- nægju sem fallegt æfintýri — eða sliáldlega boðun mikilvægra sanninda, einkum ef lesandinn er guðspekingur. En það þarf satt að segja ekki til — boðskapur sjálfsafneitunarinnar er a:lt a£ í gildi fyrir alla. Bókin er lipurt rituð, og kennir margra grasa í atburðum og 'lýsing- um. Þar eru endurholdgunarminningar frá fvrri jarðlífum og framtíðarlýs- ingar —- eftir sjö aldir. Slíkar lýsing- ar orka jafnan tvímælis, og þykir sumum, sem breytingar eigi að verða fullmiklar, en aðrir biiast við miklu stórfeldari umskiftum. En hvað sem um það er — óneitanlega eru þessar l>singar skemtilegar og vel til þess fallnar að minna menn á, að heim- urinn stendur ekki í stað og það nær‘ engri átt, að siðir nútímans og fyrir- komulag haldist til eilífðar. Höf. þræðir ekki troðnar götur,, heldur brýtur sjer leið sjálfur; er það svo mikilla þakka vert, að ekki sæm-í ir að kasta að honum isteini fyrir það, þó að hann kunni að misstíga sig einhversstaðar. Það er altaf hægara fyrir þann, sem gengur á fjalargólfi venjunnar, en hinn, sem ryður leið á lítt förnum slóðum. Jeg er þess fullviss, að mörgum muni þykja gaman að og ýmsir hafa gagn af að lesa þessa bók. Hún er einkennileg að mörgu leyti, falleg og eykur traust það, sem fyrri bók höf. vakti — að hann eigi eftir að rita margar góðar bækur. Jakoh Jói:. Smári. I. O. O. F. 10311381/2 Dánarfregn. 9. þ. mán. andaðiet úr lungnabólgu Elís Jón Jónsson bóndi að Ballará í Dalasýslu, dugn- aðar lióndi fimtugur að aldri. Hann lætur eftir sig ekkju og 7 börn flest uppkomin, meðal þeirra er Sigríður kona Stefáns skálds frú Hvítadal. Fundur í „Reykjavíkurstúkunni' ‘ í kvöld kl. 8l/2 síðd. — Efni: „Upp- eldi“. Ljósberinn kemur út á laugardag- inn og kostar aðeins 10 aura. Börn, sem ætla að selja hann, eru beðin að koma á afgreiðsluna. í Bergstaða- stræti 27. Jarðarför Bárðar Sigurðssonar fer fram í dag. Látin er hjer í bæ nýlega frú Ást.a l’. Pálsdóttir, kona Eyjólfs Þorkels- sonar úrsmiðs. Var hún kona vinsæl og vel látin. Togararnir. Jón forseti og Egili Skallagrímsson eru nýlega farnir til Englands. Kaupþingið opið í dag frá kl. ]l/2 —3 e. hád. Siglingar. Botnia fer frá Kaup- mannahöfn í dag áleiðis hingað. Lagar- foss hefir sennilega lagt á sta'ð frá New-York í gær. Goðafoss kom til Kaupmannahafnar í fyrradag. Borg fór frá Bareelona áleiðis til Lissabon í gær. Gullfoss á að fara frá Khöfn 17. þ. m. ©» ÍH^aminsson (Bínii 166). w* i kvöld 5 Fritz Bo««en leifcari lea upP Eenrik Ihnens fræga leikrit: Du-kehj«m« 1 Mimkonmsal Hjálp' ræftishersins kl. 8. 80 aurfr Stórt herbergi til leigu fyrir einhleypa. Sérinngangur, railýsing og aðgangur að síma. A. v. á Hert Selskinn — Kálfskinn — Lambskinn kaupir hæsta verði Björn Guðmundsson Símnefni Björn. Sími 866. H r e i n a r ljereftstuskur keyptaf háu verði. fsafoldarprentsmiðja h.f. — 394 — manninn ofnrlítið. Hann fór að aðgæta Martin nánara. „Ekki líítur 'hann svo ægilega út, sagði hann hæðni.slega, en þó var enginn hæðnishljómur í riiddinni. Komdu nú og fáðu þjer eitt glas. Það eru víðar stúlkur en hjer“, sagði Jimmy. Þeir fóru hurtu með manninn. „Hver er þetta?“ spurði Martin Lizzie, „og hvað á þetta alt saman að þýða?“ Lizzie kastaði ‘höfðinu ofurlítið aftur. „O — það hefir sjálfsagt ekkert að þýða. Við höfum hara verið dálítið saman nú undanfarið, verið vinir. Jeg var neydd til þess, eins og þú skil- ur, því jeg var að verða svo einmana. En jeg hefi aldrei gleymt hinu”. Hún talaði seinustu orðin lágt. „Jeg mundi láta hann fara til fjandans hvaða dag sem væri, ef þú vildir”. Martin vissi að hann þurfti ekki annað en rjetta höndina út til þess að höndla hana.Og hann gleymdi alveg að svara henni. „Þú slóst hann laglega niður”, sagði hún hlæj- andi til 'þess að koma samtalinu að öðru efni. „En þetta er vaskleika strákur, sagði Martin hátíðlega. „Ef þeir hefðu ekki farið burt með hann, ■mundi jeg hafa fengið mig fullkeyptan á honum. „Hvaða vinkona þín var það, sem með þjer var hjer um kvöldið?” spurði hún alt í einu. — 395 — „Ó — það var aðeins skyndi-vinkona mín”, svaraði hann. „Það er langt síðan”, sagði hún lágt. „Það er eins og það sjeu þúsund ár”. Martin hjelt þessu umræðuefni ekki áfram, hann sveigði það í aðra átt. Þan borðuðu morgun- verð á veitingahúsinu, og bað Martin um góð og dýr vín með matnum og annað góðgæti. Og á eft- ir dansaði hann við Lizzie og aðrar ekki, þar til hún var þreytt. Síðar um dagipu reikuðu þau inn á xnil'li trjánna. og þar lagðist hann á bakið eins og svo oft áður og hvíldi höfuðið í skauti hennar. Hún strauk hár hans ástúðlega, og hann las ást- ina í augum hennar. „Jeg hefi verið skýrlíf i öll þessi ár”, sagði hún svo lágt að það var eins og hún hvíslaði. Og Martin vi^si, að það var satt, svo ótrúlegt sem það var þó, iog um leið fcom óhemjuleg freist- ing yfir hann. Það var á hans valdi að gera hana hamingjusama. Þegar honum var sjálfum neitað um hamingjuna, því skyldi hann þá ekki gera hana hamingjusajma? Hann gat kvongast henni og farið með hana til Markúsareyjanna. Þessi ósk var sterk, en þó var eitthvað enn sterkara í eðli hans, sem bannaði honum að gera það. Þrátt fyrir alt, var hann þó ástinni trúr. Gömlu dagamir með alt þeirra taumleysi og kæruleysi, vora liðnir. Ilann var breyttur, og sá það nú fyrst til fulls. „Jeg er ekki einn þeirra manna sem kvongast, Lizzie”, sagði Martin kæraleysislega. — 396 — Höndin sem strauk hár hans lá kj-r eitt augua- blik, en svo hjelt hún áfram að strjúkast blíðlega og ástríkt yfir hár hans. Hann tók eftir. að andlit stúlkunnar var alvarlegra, en það var sú alvara, sem. fylgir mikilli og víðtækri ákvörðun. Það var sámi roðinn í kinnum hennar, og irún logaði öll af ást. „Jeg átti ekki við það —” tók hún til máls, en hún hafði ekki vald yfir röddinni. „En í raun og veru er mjer alveg sama. Eg læt mjer nægja að vera vinkona þín. Eg mundi gera alt fyrir þig”. Martin tók utan um hönd hennar. Hann gerði það að yfirlögðu ráði, blíðlega en 'ástríðulaust. »Við skulum efcki tala meira unn þett.a”, sagði hún. „Þú ert göfug kona!” sagði hann eftir nokkra þögn. Jeg ætti að vera hreýkinn af því, að kynn- ast þjer. Og það er jeg! Þú ert rnjer Ijósgeisli í náttmyrkri, og jeg verð að vera einlægur við þig eins og þú hefir verið mig”. Mig skiftir engu, hvort þú ert mjer einlægui' eða ekki. Þú gætir farið með mig alveg eins og þá vildir, ifleygt mjer 5 Skarriið og traðkað þar & mjer. Og þú ert eini maðurinn í öllum heiminUTUj sem ^ætir það”. „Það er einm-itt þess vegna,' að jeg vil efcki gera það”, svaraði Martin alúðlega. Þú ert sv° göfug, að þú knýr sjálfan mig til sönau göfí?1, Jeg get ekki kvongast og eg get ekki elskað kvonfangs. Mjer leiðist, að jeg skyldi k«i»a hing^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.