Morgunblaðið - 28.01.1922, Side 2

Morgunblaðið - 28.01.1922, Side 2
MOBGUNBLABIÐ npp á þá. Svo fjarri eru þeir jafn- vel óaldarliði þessa bæjar, að eigi get jeg hugsað mjer að þeir gætu gengið til alþingiskosninga með ICarli Finnbogasyni, sem, eins og jeg hefi á drepið, gengur lengst •á þessu sviði. Kosningarnar á Seyðisfirði eru því enginn sigur óaldarflokks þessa bæjar. Þær sýna aftur á móti glögglega, að verkamenn á Seyðisfirði eru andstæðir, eigi að «ins byltingamönnum, heldur einn ig jafnaðarmönnum, sem verðir eru allrar virðingar. Sveinn Arna- son og Gestur mundu geta talist til Vísisflokksins hjer í bæ, og væru þeir hjer, mundu þeir óefað hafa gengið til kosninga með borg araflokkunum. Auðsjeð er því hve Alþýðublaðinu tekst upp, er það ber fram blákalda þá lýgi, að þeir, sem kosnir hafi verið á Seyðis- firði, sjeu af þess sauðahúsi. Er eigi trúlegt, að það fylli hjeðan af flokkinn svo mikilli sigurgleði, að hann vinni fyrir þær sakir kosningasigur mikinn hjer í bæ við kosningarnar á morgun. Formaður verkamannafjelags Seyðfirðinga hefir auðvitað sent skeyti forkólfunum hjer í Reykja- vík. Sá maður hefir nýlega troð- ið sjer í formannssæti á sama hátt ■og Ólafur nær völdunum hjer. En engu rjeð hann við kosningamar, þótt gengi hann um bæinn sem grenjandi ljón og „agiteraði''! fyr ir „borgurunum“, sem hann varð i neyð að samþykkja aem fuUtrúa flokksins, þótt enginn þeirra sje í verkamannafjelaginu, og enginn þeirra jafnaðarmaður eða bolsje- viki. Þá hefir Alþýðublaðið flutt bréf að austan um það, hversu menn líti á uppþot Ólafs. Það brjef mun vera samið af Alþýðublaðs- mönnurn sjálfum, þvi að enginn •eystra, sem jeg þekki, hefir enn •orðið svo blindur, að mæla Ólafi Friðrikssyni bót, fyr eða síðar, jafnvel þótt sumir sjeu hlyntir jafnaðarstefnunni. Þótti flestujn stjómin full lítið gera, en engum ■of mikið. Skilja menn það síst eystra, hvernig því getur verið varið, að jafnaðarmenn skuli binda trúss við óaldarlið það, sem nú hefir stjórn Alþýðublaðsins, lið sem ■engra virðingu hlífir, hvorki sinni nje annara. Sýnir það best óvönd- un blaðs þessa, að ekkert er svo vitlaust, ekkert svo smekklaust ■eða fegurðarsneytt í bundnu máli eða óbundnu, að eigi þyki það Alþýðublaðsritstjórunum mjög svo gott, ef það aðeins er níð um andstæðinga þeirra. Mun sú reynd in verða, að Alþýðublaðsmennirn- ir beri minni hlut frá borði en orðið hefði, ef skynsamir og gætn- ir jafnaðarmenn hefðu verið í kjöri. Vakti það almenna gleði •eystra, að flokkstjóm Alþýðu- flokksins afneitaði Ólafi Friðriks- syni og gerðum hans. En hitt hefir vakið jafn mikla gremju, að flokkurinn skyldi gerast það barn að fá Ólafi og hans sveinum aft- ur völdin og alt skyldi verða „eins og vant er“. Og nú er svo komið, að menn telja sjer stór lof að skömmum Alþýðublaðsins. Skyldi það verða mín mesta gléði, ef mjer hlotnaðist eitthvað af því tagi, sem allra bráðast. Staddur í Reykjavík, 27. jan. 1922 Guðm. G. Hagalín. beiðbeining uið kosninguna i dag. Kosningin fer fram í barnaskól- ’ eftir upphafssitöfum í nöfnum anum og byrjar kl. 10 . Sjálfsagt þeirra. Þegar kjósandi hefir fund- er fyrir þá, sem það geta, að ,koma; ið þá deild, sem hann á að kjósa áð kjósa heldur fyr en seinna. j í, verður honum hleypt inn í kjör- Seinni pai-t dagsins má búast við , herbergið. Þar fær hann 'hjá kjör- að verða að bíða lengur eftir því! stjórninni þannig útlítandi kjör- að komast að. | seðil: j Kjósendum er skift í 10 deildir | A-listi B-listi Pjetur Magnússon Hjedinn Valdimarsson Björn Ólafsson Hallbjörn Halldórsson Jónatan Þorsteinsson Sigurjón Ólafsson Bjarni Pjetursson Guðgelr Jónsson Jón Ófeigsson Jón Guðnason Kjósandinn fer með seðilinn inn í kjörklefa, sem er þar í her- berginu. Þar liggur blýantur á borði, og með honum gerir kjós- andinn X við þann lista, sem hann vill kjósa, þannig: X A-listi B-listi Pétur Magnússon Hjeðinn Valdimarsson Björn Ólafsson Hallbjörn Halldórsson Jónatan Þorsteinsson Sigurjón Ólafsson Bjarni Pjetursson Guðgeir Jónsson Jón Ófeigsson Jón Guönason Kjósandinn skilur blýantinn eft- ir, brýtur saman seðilinn og sting- ur honum niður í atkvæðakass- ann hjá kjörstjórninni. Þá er kosningunni lokið. Ef kjósandi vegna sjóndepru cða af öðrum ástæðum treystir sjer ekki til að gera þetta sjálf- ur, getur hann fengið einhvern i úr kjörstjóminni til að koma með sjer inn í klefann og gera það fyr- ir sig. Kjósendur ! Munið að merkja rjett ! Kjósið A-listann ! Iþróttasamband Islands. 10 ára afmæli í dag. Þennan dag fyrir 10 árum var stofnað h.jer í bænum samband fyrii- íþróttafjelögin, sem þá voru starfandi. Tilgangur sambandsins er, eins og segir í lögum þess, „að auka íþróttafjelögunum iafl og samtök með því að lúta öll einni yfirstjórn og hlíta allsherjarreglu, að vera fulltrúi íslands um öll íþróttamál gagnvart öðrum þjóð- um, og að styðja af megni Sþrótt- ir og fimleika, er horfa til efling- ar líkamlegri og andlegri orku hinnar íslensku þjóðar’’. Með sambandinu var fenginn nauðsynlegur -liður í íþróttamál landsins og vitanlega var sam- bandið undirstaða þess, að koma föstu skipulagi á íþróttastarfsemi Islendinga. og skipa henni í ákveð- ið kerfi. T. d. var það ómögulegt, að koma á samkynja íþróttaregl- um fyrir alt landið, nema með því móti, að íþróttafjelögin viður- kendu einn og sama dómstól, og íþróttasambandið er í raun rjettri einskonar miðstjóm allra íþrótta- fjelaga, sem játast hafa undir lög þess og reglur. Þau voru ekki mörg fjelögin, sem í fyrstu mynduðu íþróttasam- bandið. En saga þess í hin fyrstu 10 ár, er í raun og veru saga íþróttanna á íslandi á þessu tíma- bili. Hjer er ekki rúrn til að rekja þá sögu, og væntanlega verður það gert ítarlega annars staðar. En þass má geta. að verði framfarir í íþróttum eins miklar, og vaxi áhugi á íþróttum eins mikið, á hverjum komandi 10 árum eins og hann hefir gert á þessum fyrstu tíu, þá er íslenskum íþróttum vel borgið. Nú eru í sambandinu nær 100 íþróttafjelög, sem iðka 18 mismun- andi íþróttagreinar. Hjer í Reykja! vík er knattspyrnan sú grein í- þrótta, sem mest er iðkuð og knatt spyrnufjelögin, íþróttafjel. Reykj- avíkur og Glímufjelagið Ármann éru þau ílþróttafjelög hjer í höf- uðstaðnum, sem mest hafa starf- að á umliðnum árum, af öllum sambandsfjelögunum. Þær íþrótta- greinar, sem fjölmennastar eru hafa miðstjórn hver út af fyrir sig, sem eru einskonar milliliður milli fjelaganna og sambandsins, hin svonefndu ráð (knattspymu- ráð, skátaráð) og til framkvæmda jýmsium sjerstökum máluto eru nefndir skipaðar sambandinu til aðstoðar, svo sem Olympíunefndin, sem sjer um undirbúning Olympíu leikjanna næstu í samráði við sam- bandið, og afreksmerkjanefndin, sem dæmir um hverjum veitt skuli afreksmerki fyrir vel unnin störf í þágu íþróttanna. Auk starfa sambandsins, sern miðstjórnar íþróttafjelaganna ís- lensku má n'efna ýms verk er það hefir unnið íþróamálum vorum til eflingar og má þá fyrst og fremst telja bókaútgáfu þess. Sambandið 'hefir á liðnum árum gefið út 8 bækur um íþróttir og íþrottiamál og eru þær þessar: Lög og leik- reglur í. S. í. útg. 1915, Knatt- spymulög I. S. í. gefin út 1916, Glímuibók í. S. í. (1916), Almenn- ar reglur I. S. í. um knattspymu- mót (1. útg. 1917 og 2. útg. 1920), Heragabálkur skáta, útg. 1918, 01- ympíuförin 1912, Ákvæði um af- reksmerki f. S. í. (1918), Handbók Skátaforingja 1919 og lóks Sund- bók í. S. í. sem fyrri parturinn kom út af 1920. Síðari parturinn kemur út um næstu mánaðarmót. Dálítinn styrk hefir sambandið fengið af opinberu fje undanfarin ár, og hefir honum einkum verið varið til bókaútgáfunnar. Sam- bandið hefir og veitt fþróttafjel- agi Reykjavíkur dálítinn styrk til íitgáfu íþróttablaðsins „Þrótt- ur”. Af öðrum störfum sambands- ins má nefna að það hefir sjeð um sending íþróttamanna á Olym- leikina í Stockholmi 1912 og Ant- verpen 1920 og aunast móttök- ur erlendra íþróttamanna, er heim- sótt hafa íslendinga, bæði dönsku knattspyrnumannanna frá Aka- demisk Boldklub í hitti fyrra og norsku íþróttamannanna frá Krist- ianias Turnforening í sumar sem leið. í stjórn sambandsins eiga nú sæti: Axel Thulinius hæstarjettíft'- lögmaður, sem er forseti sambands ins og hefir verið það frá byrjun, Ben. G. Waage verslm. G. Bjöm- son landlæknir, Halldór Hansen læknir og Hallgrímur Benedikts- son stórkaupmaður. Hafa þessir menn al'lir sýnt afarmikla elju og áhuga. fyrir viðgangi sambands ins og getið sjer orðstír í íslenskri íþróttasögu fyrir vel unnið og gagnlegt starf. Fyrsta ár sambandsins hafa að mörgu leyti verið erfiðleikaáf. Hja allmörgum varð mjög vart mikils skilningsleysis á íþróttum og gagn semi þeirra. En þa® ma fullyrða, að hugsunarháttur manna hefir mjög breyst í þessi síðustu 10 ár, og að þeim 'hefir fækkað óðfluga, sem ekki viðurkenna nauðsyn í- þrótta. Úti um land var þátttaba íþróttafjelaganna dauf fyrst í stað en nú hefir þeim skilist það flest- um, að starfsemin verður Ijett- ari og ber meiri árangur, ef not- ið er hjálpar sambandsins. Fyrir 5 árum voru sambandsfjelög í. S. í. alls um 50 og flest á Suður- og Austurlandi. Síðan hafa Norð- lendingar og Vestfirðingar bæst í hópinn og nú er sambandið orð- ið stofnun, sem nær yfir alt land- ið. Naumast getur almenningur þakkað sambandinu betur hið mikla starf, sem það hefir unuið á undanfömum árum, betur títl með því, að gerast styrktarfj?' higi þess. Ktyrktarfjelagar geta menn orðið með því að greiða s*111' bandinu 5 kf. tillag á ári eða 50 króna æfitillag í eitt skifti fyrir oll. Af þessum tillögum er myöd' aður sjerstakur sjóður og má bI- drei skerða höfuðstól hans. Æf1' fjelagar eru uú 14. Ættu margir að bætast í þeirra hóp nú á !,f' mælinu. Innflúensan. Eftir Guðm. Hannesson. Margar veikindaöldur. Eins og jeg hef áður skýrt frá má þa® heita samdóma álit lækna um all' an heim, að sóttvörn gegn inflU' ■ensu komi ekki að haldi. Það er ekki síst eitt atriði í háttalagij veikinnar, sem veldur þessu, að veikin gengur ekki eitt sinn yfir heldur hvað eftir annað. Eins og jnönnum er kunnugt, er svo um mislinga og marga aðra sjúkdóma, að menn fá þá tæpast nema eitt sinn, verða ónæmir fyr- ir þeim alla æfi síðan. Öðruvísi er þessu farið nxeð kvefsóttir Þær ganga hjer á hverju ári og sami maðurinn veikist oft ár eftir ár. Þetta stafar af því, að ónæmi eftir kvef varir skamman tíina- Um influensuna er svipað að segja þegar nokkur tími er liðinn frá því að veikin er bötnuð getur mað- nr tekið hana á ný, en ætíð er maður |xó ónæmur þó nokkurn tíma á eftir og meij'i líkindi til að veikin leggist ljett á ef maður hefir nýlega haft hana. Þegar menn hafa fengið hana hvað eftir annað fer að loknm svo, að næm- leikinn hverfur og verða menn svo að lyktum því sem næst ó- næmir um langan tíma. Þetta óhappaeðli veikinnar veld- ui- tþví, að þegar influensu far- sótt gýs yfir, þá kemur faralditf eftir annan með nokkrunx millibil- um og gengur þetta venjulega ár- um saman. Þó það takist að stöðva eina ölduna með sóttvörn er óvísl að það takist líka í mesta win*1 og hið þriðja. Víst er um Það> f,ð influensan heldur áfram í ná- grannalöndunum, þangað til al- menningur er að lokum orðinn ónærnur fyrir henni og vjer höf- nm svo iniklar sanigöngur við þau, að vörnin yrði oss erfið ef ekki ókleyf, þó lallur útbúnaður vaJ>’i margfalt betri en nú er. Eru þá allar varnir gagnslausar? Þéssari spurning svara útlendir læknar misjafnlega, en flestum kemur þó saman úm það, að rjett sje, ekki síst í borgum og þjett- býli, að reyna að tefja fyrir ferð hvers faraldurs með því að banua fjölmenna mannafundi, þar sem því verður komið við, svo að síð- ur leggist állir í einu og hjúkriU1 sjúkra verði auðveldari. Þó ®r deilt um árangurinn af slíku111 ráðstöfunum, sjerstaklega loku11 barnaskóla, því víða eru húsa' kynni baraa heima fyrir hálÞ* verri en í skólanmn, Borgir, seIil lt.kuðu skólunum sluppu yfirlcitt ekki öllu betur en hinar, sem ljetu það vera. Nú eru að visu vorai ástæður að ýmsu frábrugðnari þv’ sem gerist ýtra og hvað oss snertif virðist mjer svarið verða á nokk urn annan veg. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.