Morgunblaðið - 05.03.1922, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
Hýkomið
Gillette-
rakvjelar og
rakvjelablcð
af nýjustu og bestu gerð og
gæðum.
^jíuiaCdwjflinu §M
Eftir
Garðan Gíslason
stórkaupmann.
NifSurl.
Þegar undanskilinn er óverulegui
f járstýrkur til verslunarskólans, hef-
ir lítið eöa ekkert verið gert af hálfu
hins opinbera til þess að styðja eða
efla verslunarstjettina, þótt aðrar
þjóðir telji sjer það nauðsynlegast
eins og nú er högum háttað, og meta
meira hyggindi sem í hag koma en
háskólaheimspeki.
Aftur á móti hefir þing og stjórn
síðari árin lagt ýmsa stóra steina í
veg verslunarstjettarinnar(þótt hjer
eigi ekki allir óskift mál) og get jeg
eigi gengið fram lijá þeim án þess
að athiiga þá, þegar ræða er um
verslunarástandið, þótt mjer sje það
ógeðfelt.
Fyrst verður fyrir mjer Lands-
verslunin.
Tlún var stofnuð sjiemma á stríðs-
árunum og þá talin af mörgum þörf
styrjaldarráðstöfun. Ilún átti að
tryggja landinu nauSsynjavörur og
sanngjarnt verðlag, hjálpa verslun-
arstjettinni, þar sem hún stóð betur
að vígi með aðdrætti. Ilún átti sem
minst að raska verslunartilhögun;
gefa innlendum kaupmönnum engu
síður en útlendum kost á að selja
henni þær vörur, er hún falaðist eft-
ir, og vinna í nánu sambandi við
verslunarstjettina með hag þjóðar-
innar fyrir augum.
Það kom snemma í ljós, að þessum
lífsreglum var illa fylgt, og það má
telja víst, að eftir því, sem raun
varð á með verslun landsins á stríðs-
árunum, hefði þjóðinni orði það
gæfuríkara, að aldrei hefði Lands-
verslunin komið til sögunnar. Þann
kostnað, sem landið hefir haft af
þeirri verslun frá byrjun, má að
miklu leyti telja óþarft eyðslufje.
Vei'slunarstjettin hafði nokkurt fje,
hús, fólk og annað, er til þess þurfti
að reka verslunina í landinu. Og að
því er erlend stjórnarvöld áskildu
íhlutun ríkisstjórnarinnar um vöru-
kaup, mátti koma útbýtingu heppi-
legar fyrir innanlands öllum hlut-
aðeigendum að skaðlausu, ef stjóm-
arvöldin hefðu viljað nota nána sam
vinrni við verslunarstjettina. — En
það var síður en svo.
Jafnaðarmenskan og Tímahróð-
urinn mynduðu lijá fólkinu andúð
og tortrygni til kaupmannanna og
pólitískir hvirfilvindar í þingi og
stjórn útilokuðu samvinnu.
Landsversluninni voru afhentar
miljónir úr fjárhirslu ríkisins, næg-
ur skipakostur, stórhýsi og alskonar
verslunarlið. Þegar hún svo keptist
við að flytja til landsins alskonar
vörur, án tillits til nauðsynja eða
aðflutninga verslunarstjettarinnar,
og hún tók sjer í hendur hvað eftir
annað einkainnflutning á nauðsyn-
legustu vörum, væntu bjartsýustu
menn þess að hún mundi græða svo
mikið fje í ríkissjóð, að þjóðin yrði
skattfrjáls þegar frá liði.
Þessi von mun þó ekki hafa verið
vakin af aðstandendum stofnunar-
innar.Þeir hjeldu því fram viðfólkið
að Landsverslunin væri ekki rekin-
í ágóðaskyni eins og á daginn hefir
komið, — tilgangur hennar væri göf-
ugs eðlis —, umliyggja fyrir þjóð
inni — og þá fyrst og fremst skorð-
ur gegn ofmiklum ágóða verslunar-
stjettarinnar af viðskiftum. Þótt
verslunarstjettin bæri á þessmu ár-
um þyngstar gjaldabyrðar til opin-
berra þarfa, en Landsverslunin eng-
ar, var lítið kvartað yfir því að
hún stæði í vegi hvað verðlag snerti,
enda má finna þess morg dæmi að
kaupmenn seldu ódýrar en hún, engu
lakari vörur. En hitt hefir verslun-
arstjettinni þótt órjettlátt og kvart-
ar enn undan, að Landsversluninni
er leyft ár eftir ár, jafnevl eftir að
minsti tilverurjettur hennar er
löngu horfinn, að flytja inn og
versla með drjúgan skerf af vöru-
magni því, sem til landsins flyst, og
þannig eyðileggja eða spilla atvinnu
stjettarinnar sjerstaklega í tilliti til
þess, hvern árangur Landsverslunin
sýnir á allar hliðai'.
Einkasala ríkisins á einstökum
vörum er jafnfrámunaleg og ill-
ræmd. — Til hennar er stofnað í
i þeim tilgangi að afla tekna. En eins
! og hagar til hjer á landi, sjer hver
■ maður, sem nokkuð þekkir til af-
skifta ísl. stjórnarvalda af verslun,
hve óheppileg þessi ráðstöfun er.
Tekjurnar í ríkissjóð munu ná.st á
auðveldari og áhættuminni hátt með
■ tollum. Frjálsræði manna að velja
þá vöru sem þeir vilja, er útilokuð.
Sölukostnaðurinn mikið meiri, en
hins vegar freisting til undanbragða
og skerðing á atvinnu verslunarstjett
arinnar, og hlýtur hún því að standa
fast á móti einkasölu ríkisins, og
tilraunum, er ganga í þá átt.
Samband ísl. Sainvinnufjelaga er
einn steinninn, sem stjórnarvöldin
hafa lagt í veg verslunarstjettarinn-
ar að því leyti, sem fjelögin hafa
hlotið serstaka lagavernd, sjerrjett-
indi, skattfrelsi og vildarkjör í við-
skiftum við Landsverslun og Lands-
banka . Þessi f jelagsmyndun er sam-
band eða hringur flestra kaupfje-
laga landsins, sem framan af, eða
meðan þau voru rekin á frjálsleg-
um grundvelli og án pólitískra á-
hrifa, gjörðu- verslun landsins
nokkurt gagn, eins og áður hefir
verið minst á. Nú telur þessi hring-
ur sig vera orðið ríki í ríkinu, og
mun þar bæði vera,’ átt við viðskifta-
aðstöðu og pólitískaaðstöðu.
Það er ekki vafi á því, að þessi
verslunarstefna hefir mjög hnekt
innlendri verslunarstjett, enda tel-
ur Tíminn, að á Norður- eg Austur-
landi gæti nú ísl. kaupmanna lítið,
nema á Akureyri og Seyðisfirði, og
virðist hann á allra síðustu tímum
vilja fara að rjetta innlendu kaup-
mönnunum hjálparhönd, gegn öðr-
um meiri óvinum sambandsins, sem
sje verslunum þeim, er útlendir
menn eiga hjer á landi. Þessu til-
boði mun eigi verða tekið, enda mun
þjóðinni veía töluvert heppilegri
viðskifti þeirra verslana, en sam-
bandsins, eins og nú hagar til. —
Annars skal jeg ekki dæma um mátt
þessa „ríkis“, en jeg vil benda á
það, að frá sjónarmiði verslunar-
stjettarinnar og þeirra, sem játa til-
verurjett og nauðsyn hennar, er
þessi hringmyndun til mikils tjóns
fyrir hana og alt þjóðfjelagið.
Að samband ísl Samvinnufjelaga
standi á öndverðum meið við versl-
unarstjettina, sjest meðal annars á
skrifum forsprakkanna í Tímanum.
Sjerstakur skóli fyrir þessa verslun-
arstefnu hefir verið settur á stofn,
með álíka fjárstyi-k úr ríkissjóði
eins og veittur er skóla verslunar-
stjettarinnar. Sambandssinnar hafa
engan þátt tekið í fjelagslífi versl-
unarstjettarinnar, heldur þvert á
móti unnið af mætti á móti innlend-
um kaupmönnum, sem á þeirra máli
heita „braskarar“.
Bygging samvinnuverslunarinn-
ar er meingöiluð að ýmsu leyti, og
því er ekki að undra, þótt fast hafi
verið sótt að fá pólitískar styttxxr
henni til stuðnings. Aðalgallinn er
sameiginlega ábyrgðin á skuldaviðj-
Búta-Öagar.
Á mánudag (morgun) og þriðjudag verða allir taubútar,
sem safnast hafa, seldir með afarlágu vei'ði.
Ennfremur verða Karlmanna- og drengjavetrarfi-akkar,
Kvenvetrarkápur og Ullarprjónakjólar fyrir börii seldir með mjög
miklum afföllum fram eftir þessum mámxði.
staðinn eða reka verslunina, og
skiftast þar mjög skoðanir manna.
Nokkrir vilja, að ábyrgðarlausir
ráðsmenn þjóðarinnar tilnefni til
þess menn, sem í i'eyndinni hafa
hvorki siðferðislega, lagalega nje
efnalega ábyrgð á því, hvernig starf-
inn er rekinn. Öll skakkaföll verða
forlög, sem hvergi koma fram, nema
á baki þjóðarinnar.
Aðrir vilja að atvinnurekendui'ii-
ir velji sjer sjálfir sína sendiboða.
Þeir mynda hringi í þjóðfjelaginu
um vörusölu og vörukaup, með -jer-
stökum tilstyrk og lagavernd þjóöar-
innar. Þeir leitast við að útrýma
' frjálsri, innlendri verslun, en leggja
! alt kapp á að eiga kaup við útlend-
inga, þótt kostur sje á hagkvæmri
verslun innanlands. Þetta fyrirkomu
leiðsluna, og koma afurðnuum á
sem besta markaði.
Ennfremur þarf þjóðiu öll að
vinna og spara, og sýna góðan vilja
í verkinu; þá getur frjáls þjóð búið
í fullvalda ríki.
Frá Danmorku.
Reykjavík 4. mars.
Bók dr. Jóns Helgasonar biskups
um íslensku kirkjuna.
I sambandi við xnjög hlýleg orð í
garð fjelagsins „Dansk Islandsk
Kirkesag“ flytja landsblöðin dönsku
í'itdóm unx bók þá, er fjelagið hefir
gcfið út eftir dr. Jón Helgason:
urnar, samfara ábyrgðai’leysi þeirra,
sem ráðsmenskuna hafa á hendi. —
Ilvað ábyrgðarleysið snertir, eiga
þær sammerkt allar þrjár verslxxnar-
stefnurnar, sem nefndar hafa verið ;
Landsverslunin, einkasalan og Sam-
bandið, og er það eitt út af fyrir
sig nóg til að fordæma þessar versl-
unarleiðir.
Ýmsir fleiri steinar liggja í vegi
vcrslunarstjettarinnar af völdum
þings og stjórnar, svo sem verslunar-
hömlur pg óheppjleg lagaboð, en
fram hjá þeim geng jeg í þeirri von,
að þeim verði útrýmt svo fljótt sem
föng eru á.
Aðalatriðið er, hvei'nig heppileg-
ast sje fyrir þjóðina að versla. Frá
hennar sjónarmiði horfir það mál
við eins og reynsla atvinnurekenda
eða bónda í sveit hefir kent. Hann
leitast við að kaupa sem óclýrast til
búsins, en selja framleiðslu sína (af-
urðirnar) , sem best. Ef liann er góð
ur bóndi, þá gerir hann meira. Hann
laðar fólkið sitt til þess, að vinna
sem mest og best, og velur það eftir
eðlisfari og hæfileikum til hvers
starfa. Hann sjer að það er bú-
hnykkur að framleiða sem mest, og
gera vörur sínar svo úr garði, að
þær hafi sem mest verðmæti. Sjálf-
xxr fer hann svo gjarnan með þær
í kaupstaðinn, og kaupir fyrir þær
nauðsynjar sínar. Því hann skoðar
þetta vandaverk, er hann trúir sjálf-
um sjer best að leysa af hendi.
Þjóðfjelagið skiftir einnig með
sjer verkum, og velgengni þess er
mikið undir því komin, hvernig því,
eða ráðancli möxmum þess, tekst að
skifta verkum eða að velja í stöðurn-
ar, hvernig þeir geta laðað þjóðina
til að vinna, hve verðmæt fram-
leiðslan er, og hvernig með hana er
verslað.
Hjer kemur það til athugunar
meðal annars, hver á að fara í kaup-
lag steytir a sama skerinu: ábyrgð-
arleysi og einræni. Má í sambandi
við það minnast á máltæki, er segir;
„The Devil is never very far away
from those who are responsible to
none but God for their action“.
Þá er þriðja fyrirkomulagið, sem
algengast er hjá öllum siðuðum þjóð
um, að sjálfboðaliðar annist versl-
unina, innan lagaramma, er þjóð-
fjelögin setja, með eigin fje og á
eigin ábyrgð, eins og á sjer stað með
hverja aðra atvinnugrein þjóðfje-
lagsins. Þeir, sem takast þetta starf
á hendur í þessum skilningi, er versl
unarstjettin. Og þar sem verslunar-
starfið er þýðingarmikið, víðtækt
og fjölbreytt, — meira að segja líf-
æð þjóðfjelagsins, eins og áður er
á vikið, — má með sanngirni ætlast
til þess, að þeir mörgu nxenn, er gera
þetta að lífsstarfi, reki það hagan-
legar en þeir fáu menn, sem þjóð-
fjelagið eða einstakur flokkui'
manna leigir til þess, jafnvel þótt
gert sje ráð fyrir, að fyrir Valinu
verði aðeins englar, því rás tímans
hefir sýnt, að englar geta fallið.
Þeir menn, sem alvarlega hugsa
um þetta mál, og vilja sýna viðleitni
til þess, að rjetta við fjárhag og
Verslun þjóðarinnar, hljóta að sjá,
að úr kreppunni og ógöngunum
verður ekki konxist, nema með gagn-
gerðum og róttækum stefnubreyt-
ingum í verslunarmálum.
Bein afskifti ríkisins af verslun
verða senx bráðast að hætta, — þar
með er átt við landsverslun, einka-
sölu og aðra dilka hennar.
Bændaverslun verður að standa
jafnfætis annari vei'slun í landinu,
að lilíta sömu lögum, annaðhvort
sem pöntunarfjelög innan sveita, ‘eða
hlutafjelög með takmarkaðriábyrgð.
— Mentun verslunarstjettarinnar
þarf að efla og örfa þá viðleitni, er
að því lítur, að auka og bæta fram-
„Islands Kirke fra Reformationsti-
tb'u til vore Dage“. Segir þar svo:
Bokin, sem fíytur skýra og ítai’lega
lýsingu á kirkjumálum Islands 4
tjeðu tínxabili, hefir margt inni að
halda, sem dönskum lesendum er
nýtt og eftirtektarv., því um þetta.
mál hefir ekki verið ritað áður. Við
þetta bætist, að frágangur bókar-
innar er sjerlega . góður, bæði að
því er snertir pappír og prentun,
og flytur fjölda ágætra mynda. Má
mæla með þessari bók, sem meðal
þeirra bestu, er komið hafa á bóka-
markaðinn á síðari árum.
Vinnudeilurnar.
Hinir opinberu miðlunarmenn
hoðuðu aðilana á sameiginlegan
fund í gær (föstudag) til þess að
semja um þau atriði, sem enn eru
óútkljáð, hin svo nefndu almennu
ákvæði og 8 stunda vinnudaginn.
Á fimtudaginn var áríðandi for-
mannafundur haldinn í „De sanx-
vúrkende Fagforbund“, og í dag
heldur vinnuveitendaf jelagið stjórn-
arfund.
Samningaumleitunum helclur á-
fram við málara, seglasaumara og
við sveita- og skógarvei'kamenn.
Östasiatisk Kompagni.
Samkvæmt ársrcikningi þess fyrir
1921 hefir brúttóarðurinn orðið 2fí
milj. kr. Verðux' hluthöfum greitt
20%, en fyrir 1919 fengu þeir 35%
og 1918 40%.
Blað fyrir danðka fanga.
Fangelsastjórnin danska ætlar frá
1. apríl n. k. að gefa út vikublað
senx ætlað er föngunx í fangelsi Dana
Blaðið verður 8 síðui’, og segir bæði
frá innlendum málum og útlendum
tíðindum, gefur upplýsingar um at-
vinnumál o. s. frv. V«rSur blaðið
prentað í Nyborg.