Morgunblaðið - 05.03.1922, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ
Ef yðnr vantar föt eða frakka,
þá er tækifærið nú að fá sjer'.það.
Verð á fataefnnm og vinnu, fall-
ið að mun. — Fyrsta flokks
vinna, fljót og góð afgreiðsla.
fárufyúsidr,
M W B~
Stúlka
óskar eftir annari með sjer í
Ensku (talæfingar). Upplýsingar
á Vatnsstíg 10 B.
Þingmannafrumvörp.
15. um afnám kennarastóls í klass-
iskum fræðum við Háskóla íslands.
(Frá sparnaðarnefndinni). Flm.:
Sig. Stef., St. Stef. og’ Þorl. Guðm.
1. gr. Kennarastóll í klassiskum fræð
um við Háskóla Tslands skal afnum-
inn.
16. um afnám kennaraembættis í
hagnýtri sálarfræði við Háskóla ís-
lands. (Frá Sparnaðarnefndinni).
1. gr. Kennaraembættið í hagnýtri
sálarfræði við Iíáskóla íslands skal
lagt niður.
17. um frestun á framkvæmd laga
um fræðslu barna, 22. nóv. 1907 og
laga um breyting á þeim lögum, 24.
sept. 1918, og laga um skipun barna-
kennara og laun þeirra, 28. nóv.
1919. Frá fjárveitinganefnd. 1. gr.
Framkvæmd á lögum um fræðslu
barna, 22. nóv. 1907, og á lögum um
breyting á þeim lögum, 24. sept.
1918, og á lögum um skipun barna-
kennara og laun þeirra, 28. nóv. 1919
Tapast heíir silfurbelti. Finn-
andi vinsamlegast beðin að skila
þvi á Laugaveg 3.
Sölubúð
verulega góð, á besta etað við
strykið, til leigu strax. Tilboð
sendist í dag merkt »Elegant«.
Hús og herbergi.
Lítið hús óskaöt til kaups.
Tilboð leggist inn á afgr. Mg.bl.
merkt: »Lítið hús«.
NB. Tilgangslaus skipti-tilboð
(brask).
Ibúð. 2—3 herbergi auk eld
húss, óskast nú þegar eða 14.
maí. Uppl. í síma 579.
nefndin landsstjórn og hjeraðsstjórn
um skylt að fá þeim mönnum aðra
jafngóða atvinnu, er kynnu að verða
atvinnulausir sakir þessarar ráð-
stöfunar. Nefndin hefir í hyggju
að auka nú þegar styrk til unglinga-
skóla að mun, og gætu nokkrir feng-
ið þar atvinnu.
Níu alda mnming.
Á þessu ári munu liðnar níu
aldir síðan afnumin voru hjer á
landi hin fornu lög um bama út-
skal skotið á frest þar til öðruvísi burð’ tefir f.járveitinganefnd
verður ákveðið. 2. gr. Meðan SV0jNd- komið fram með ”Frumvarp
stendur skulu heimilin annast; ^ laga um frestun á framkvæmd
fræðslu barna til staðfestingarald-1laga Um fræðslu bama’ 22‘ nóv'
urs, með umsjá og eftirliti prests, i °* lHr,a Um breVlbl” a Þeuu
enda má hann eigi staðfesta barn,! 4. sept. 1918, og laga um
, , , , í t m iskipun barnakennara og laun
nema það hati þa kunnáttu, sem tu , . „„ . , °
..... £, , „ „ , þeirra, 28. nov. 1919 . Nái frum-
er skdm í 2. gr. laga um træöslu
barna 22. nóv. 1907, 1.—4. 3. gr
Húsvitjunarferðir þær, er getur í
tilsk. 27. maí 1746, skal prestur fara j
í nóvemberm. hina fyrri og hafa lok-
ið hinni síðari fyrir miðjan apríl-
mánuð. J hinni fyrri ferð skal hann
leiöbeina heimilum og kennurum
þeirra um kensluna, hvað og hvern
veg skal kenna. í hinni síðari skal
varp þetta fram að ganga, þá fá-
um vjer þar lög um barna útburð,
j er ekki standa að baki hinum
„fornu“. Því miður hefir nefndin
ekki fundið aðra nýrri aðferð við
útburðinn en þá, sem greinir í
„Fororðning um húsvitjanir á Is-
landi, 27. maí 1746“, og af því að
lalmenningi mun sú „fororðning“
. , naumast í fersku minni, þykir
hann athuga, hvort kensían sjejmll- ^ að prenta hana hjer (eftir
til
nægjandi. í ástæðum segir: 1. Tölu-
vort fje mundi losna til þess að
styrkja unglingaskóla í sýslum lands
ins og láta alþýðu njóta lærdóms á
þeim aldri, er nefndin telur vænlegri
til þroska en skólaskyldualdur þann,
sem nú er. 2. Skyldan og viðleitnin
viö að sjá um fræðslu barna til stað-
festingar er að hyggju nefndarinnar
heimilunum svo mikill menningar-
vaki, að nefndin telur það óbætandi
tjón, ef hann skal falla niður til
lengdar. 3. Kerfi það sem nú er, má
eigi festast, og er allilt, að þetta frv.
kom eigi fram fyrir mörgum árum.
Nefndin telur sjálfsagt, aö barna-
skólar, er væntanlega verða jafnt
sem áður í bæjum og kauptúnum,
gjaldi kennurum svo gott kaup, að
þeir missi einskis í. Og enn telur
Lagasafninu) til leiðbeiningar
þeim, er vildu kynna sjer frum-
varp fjárveitinganefndar og gera
sjer Ijóst hvað í því felst.
Vjer Chr. VI., o. s. frv. Gjörum öll-
um vitanlegt:----------1. Prestarnir
á fslandi skulu, hver einn fyrir sig,
vera skyldir til, í minsta máta tvisvar
á ári, að vitja þeirra safnaðar í
þeirra húsi og híbýli, og það hvers
húss og bústaðar í þeim sama; en
hvar sóknin er lítil, ellegar engin ann-
exía finst, skal hann oftar taka sjer
fyrir þessa nauðsynlegu höndlun, hvar
með prófasturinn í hverju hjeraði
skal hafa kostgæfilega tilsjón, og
sömuleiðis biskupinn með sjerhverju
tækifæri alvarlega tilhalda honum
viðkomandi próföstum og prestum, að
þeir forsómi hjer ekkert í. Finnist
nokkur prestur vanrækinn þar í, þá
áminnist hann í fyrsta sinni af pró-
Litli Harry
syngur í dag, sunnud. kl. 4—51/*
fyrir börn sern koma á veitinga-
húsið með fullorðnum.
Kl. 9 syngur hann aftur. Að-
eins fáir dagar eftir.
Fyrsta dansæfing í þesaum mánuði, mánudaginn 6 mars,
fyrir fullorðna og börn. Kendir nýjir dansar.
Barnadansleikur fyrir nemendur dansskólans 15. mars
kl. 6. í Iðnó.
Nokkrar stúlkur
geta fengið fiskvinnu hjá Hf. »Alliance«. Talið við
Jóh. Benediktsson
Ananaustum.
Repræsentant.
En dansk Fabrik for Fremstilling af Elektromotorer og
elektriske Maskiner söger en Repræsentant for Island. Billet
mrk. 450 med Opgave om Referencer modtager Hertz’ Annonce-
bureau, Frederiksberggade 1 A, Köbenhavn B.
Hotel Islanð.
Ný kvæðabók.
Sigurður Grimsson:
Fæst hjá bóksölum.
faisti, en verði það annað sinn, þá
muleterist hann eftir síns kalls inn-
tekt, og sinni formegan, hverri pen-
ingamulct að víxla skal til fátækra
barna uppfræðingar. — 2. Tímann, á
hverjum þessi hásvitjan skal fram
fara, er prestinum leyft sjálfum að
útvelja, þó -svo, að þar til sjeu út-
isjeðir þeir tímar á árinu, sem sókn-
arfólkinu eru hentugastir, og það er
sem flest heima, upp á það að nyt-
semdin, hvar að ajt lítur, fái orðið
þess stærri. —• 3. Áður en þessi hús-
vitjan byrjast, skal presturinn saman
bera við sína meðhjálpara, og af
þeim sannspyrja ásigkomulag sjer-
hvers heimilis og persónu, upp á það
að hanri fyrir fram geti haft þeim
mun vissari undirrjetting um eins og
sjerhvers framferði, og skulu með-
hjálpararnir vera ekyldir til, eftir
lögmálsins tilskipan og þeirra sam-
vizku, að gefa til kynna, hvað þeim
hjer í kann að vera vitanlegt, hvar
á mót um nöfn þeirra, þá þess finst
þörf, skal þagað vera. — 4........—
5. Presturinn skal nokkrum tímum,
og hið minsta sunnudáginn fyrir,
kunngjöra það söfnuðinum af prje-
dikunarstólnum, hverra húsa hann í
þeirri viku ætlar að vitja, og áminna
þá að vera heima og í þeirra húsum
til staðar í ákveðinn tíma; auðsýni
sig nokkur í því mótfallinn, og reisir
að óagtaðri þeirri undangengnu að-
vörun, án allra nauðsynlegustu orsaka,
í burt frá sínu heimili, eður lætur sig
á annan hátt finna þverbrotinn við
prestinn í þessari honum tilskipuðu
útrjettingu, þá skal presturinn gefa
það til vitundar fyrir viðkomandi
verzlegu yfirvaldi, hvert eð mótmæla-
laust skal aðstoða hann og mulctera
þann mótþróanlega í fyrsta sinni 2
mörkum dönskum, eður meira, eftir
sakarinnar ásigkomulagi, til uppfræð-
ingar fátækra barna; svo skal og
mulctin við viðvaranidi mótstríðu upp-
hækkast, hvert eð ekki einasta á að
skiljast um húsfeður og húsmæður,
heldur og um þjónustufólk; sömu-
leiðis skulu foreldrarnir vera skyld-
ugir til að gjöra reikningsskap fyrir
þeirra börn, þá þau finnast eigi að
vera til staðar; finnist yfirvaldsper-
sónan sjálf sek hjer í, skal amtmaður-
inn, eptir kringumstæðum, til áður
tjeðrar brúkunar álíta hann með til-
bærilegu straffi; en yfirfalli nokkur
prestinn á reisunni 1 hans húsvitjan,
eður í öðrum embættisútrjettingum,
þá straffist hann svo sem sá, er yfir-
fellur prestinn eftir guðsþjónustu-
gjörð, og standi opinberar skriptir,
og straffist þar að auki á kroppinum,
hvar með -og allir þeir eiga að álít-
ast, sem á einhvern hátt uppegna
nokkurn til óhlýðni á móti prestin-
um*). — 6. Allir þeir, sem eru við
sjósíðuna til að fiska, eður Vest-
mannaeyjum, eða svokallaðir lausa-
menn, skulu um þann tíma þeir
dvelja þar, í tilliti til þessarar hús-
vitjunar, álítast sem prestsins eigið
sóknarfólk, auðsýna honum allahlýðni
og virðing, og vera við, þá það er
ekki öldungis ómögulegt. Sýni þeir
*) 8br. nú alm. hegningarlög, 25.
júní 1869, 12. kap.
sig á nokkurn hátt mótþróanlega
prestsins kristilegu áminningum, þá
straffist þeir af þess pláss verzlegu
yfirvaldi, svo sem í 5. articula ákveð-
ið er. — — —
Kennari.
-----O------
-= D46B0R. =-
I. O. O. F.—H 103368—Er. fl.
Díönu-fundur í dag kl. 1. Leikið.
Mætið öll.
Söngskemtun heldur Einar K. B.
Einarsson í Nýja Bíó í dag kl. 4.
Aðgöngumiðar fást í Nýja Bíó frá
kl 1 e. hád. í dag.
G-jafir til Samverjans. Frá konu
10 kr., Kaffigetur 10 kr., Kaffigestur
3 kr., Kaffigestur 6 kr., Kaffigestur
5 kr., Kaffigestur 5 kr., Nokkrir kaffi
gestir 7 kr., G. H. 5 kr, mh. 100 kr.,
3 máltíðar 3 kr., Ó 60 kr., E 5 kr.,
N 100 kr., J 10 kr., Breigfirðingur
51 kr., Worm 10 kr., Kona 5 kr.,
S. S. 10 kr., E. M. 10 kr., Sigurgeir
200 bollur, 12 hveitibrauð, Kristján
Skagfj. 1 tn. saltkjöt 2 ks. kex, V.
G. Z. 20 kg. rúllupylsur, J. E. J.
100 bollur, H.f. Kveldúlfur 2 ks.
haframjöl 2 ks. maishveiti 1 ks. syk-
ursalli 2 skippund kol, H.f. Alliance
75 kg. nýjan fisk, Stúkan Vverðandi
mikið af kökum, Bergsteinn 25 bollur,
Fr. Magnússon og co. 2 ks. haframjöl
Mímir 10 ltr. saft, G. Ó. og S. 65
bollur.
Kærar þakkir.
4. mars. 1922.
Har. Sigurðsson.
Seagull kom hingað inn í gærmorg-
un. Hafði því hleskt tölvert á — feng-
ið ofsaveður og brotsjó á sig suður
og vestur af Vestmannaeyjum. Tók
skipsbátinn út í þessum brotsjó og
brótnuðu rúður og fleira. En mestu
afleiðingar þessa áfalls voru þó þau,
að tveir menn slösuðust allmikið
Heita þeir Jón Guðmundsson og Guðm
Guðmundsson. Lágu þeir í rúmum sín-
um, er skipið fjekk áfallið. Fleiri
menn urðu og fyrir meiðslum. Þessir
tveir tilgreindu monn voru strax flutt-
ir á sjúkrahús. Segl höfðu rifnað á
skipinu og bóma brotnað. Má því telja
happsamlegt, að ekki varð manntjón
þarna.
Gestir eru allmargir í bænum þessa
dagana. Meðal þeirra eru sýslumað-
ur Dalamanna Þorsteinn Þorsteinsson
og prófastur þeirra, sr. Ásg. í Hvammi
og sýslumaður Árnesinga, Magnús
Torfason og Björn Jörundsson útgerð-
armaður í Hrísey á Eyjafirði.
Uppboð var haldið í gær á upp-
tækum afla og veiðarfærum úr þýsku
togurunum. Aflinn seldist fyrir um
2000.00 en veiðarfæri 900.00. Mis-
hermi var það, að togararnir hefðu
gengið inn á að borga 10.000 kr. sekt,
voru þeir aðeims Idæmdir í þá sekt.
Stúdentafjelagið ætlar um miðjan
þennan mánuð að koma á fundaflokki
um trúar og kirkjumál þjóðarinnar nú
á tímum og ýmsa starfsemi í því sam-
bandi. Hefir stjóm þess því boðið
ýmsum málsmetandi mönnum og
stofnunum, sein starfa á þeSSU sviði,
til þátttöku í fundahöldum þessum.
Mun hver þeirra fyrst flytja eitt er-
indi um eitthvert atriði þessara mála,
sitt kvöldið hver — en að lokum er
gert ráð fyrir einum sameiginlegum
umræðufundi. Að öllum líkindum
munu þessir menn flytja erindin,
Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur, síra
Friðrik Friðriksson, prófessor Har-
aldur Níelsson, síra Jakob Kristins-
son, dócent Magnús Jónsson, pró-
fessor Sigurður Sívertsen. Eitthvað
kann þetta þó að breytast, að sögn,
því sumir mannanna eru all mikið
störfum hlaðnir, en vonandi verður
það þó ekki, því þarna eru saman-
komnir ýmsir vinsælustu og færustu
mennirnir á þessu sviði og munu þeir
sjálfsagt leggja ýmislegt eftirtektar-
vert og fróðlegt til þessara mála, sem
margir fleiri en stúdentar gætu haft-
gagn af að heyra, því þessi mál eru
nú, eins og kunnugt er allmiklð rædd
manna á milli.
Fundur í Stjörnufjelaginu í dag kl.
3y2 síðdegis.
Fyrirlestur G. Ó. Fells um hag-
kvæm ráð við minnisleysi byrjar kl.
8 í kvöld og eru aðgöngumiðar seldir
í Bárubúð frá kl. 2 í dag.
Tvær nýjar bækur komu á bóka-
markaðinn í gær, „Við langelda”,
ljóðabók eftir Sig. Grímsson, og
„María Magðalena”, leikrit eftir Jón
Thoroddsen.
--------0_-------
Gengi erl. myntar.
K’höfn 4. mars.
Sterlingspund.............. 20.86
Dollar...................... 4.75
Mörk........................ 1.92
Sæmskar krómir.............124.75
Norskar krónur............. 83.50
Franskir frankar........... 43.05
Svissneskir fnankar .. .. 92.75
Lírur...................... 25.25
Pesetar.................... 75.50
Gýllini....................181.35