Morgunblaðið - 08.03.1922, Side 3
MOBGUNBLAÐIÐ
Utanför 1921.
Eftir Guðm. Hannesson.
Framh.
Vinnufólkið, Þá er það og eft-
irtektarvert, hversu gengiS hefir
með vinnufólkið. Fyrst var fjöld-
inn allur af vinnufólki, sem lítið
kaup fjekk annað en föt og fæði,
en lifði þó við líkan kost að öllu
leyti o" húsbændurnir. Síðan tóku
bændur að koma á fót húsmanna-
bflum, með eða án grasnytja. Hús-
mennirnir unnu svo hjá bændum
mikinn hluta ársins, höfðu lítið
kaup og áttu illa æfi. Jafnframt
greindist verkalýðurinn frá hús-
bændunum og fjöls'kyldum þeirra
og- hafði þetta ill áhrif á báða, t.
d. 'þótti siðferði 'húsmanna stór-
um ve-rra en verið hiafði hjá gamla
vinnufólkinu. Þessi illa æfi hús-
mannanna studdi meðal annars að
Vesturförum, sem mikið kvað að
Um langan tíma. Smám saman sáu
bæði bændur og stjórnmálamenn,
að þessu þurfti að breyta og leiddi
það síðan til hinnar miklu fjölg-
Unar á jörðum. Húsmannabýlin
voru stækkuð og húsmennirnir
Urðu sjálfseignarbændur. Jiafn-
framt breyttist búskapurinn víða
í einyrkjabúskap eða því sem næst
Breyting þessi hefir haft bæði
kosti og lesti, en baiði fjölgaði
fólkinu í sveitunum og ræktun
landsins jókst til mikilla muna.
Yfirleitt. teija menn því lað breyt-
ingin hafi gefist vel. Ekki er það
ósennilegt, að búskapnr vor og
hjúahald taki svipuðum breyting-
um og gengið hafa yfir Noreg.
Norskur sveitabær. Jeg vík nú
aftur að ferðalagi mínu um bygð-
ina. Jeg hafði fyrir 2 árum kynst
þar bónda einum, allgildum bónda
■en fremur gamaldags, og stefndi
hú þangað. Viar jeg svo óhepp-
inn; að bóndinn og kona hans
voru í seli uppi á fjaili, en hörn
Peirra, sem 'heima voru tóku vel
á móti okkur og sýndu dóttur
tninni alt úti og inni á bænum.
Hveruig leit svo út á þessum
bóndabæ uppi í fremur afskektri
dalasveit. Jeg 'bef lauslega lýst
því áður í' Búnaðarritinu (1919)
en skal þó drepa á helstu atriðin.'
„Allir v-eg'gir voru hlaðnir úr
tegldum trjábolum, um 10” gild-
hm, og mosi eða strý lagt á milli
til þjettingar. Stóðu trjábolirnir
berir og óþiljaðir, bæði utan og
inhan, og víða rifnir til muma inn-
auhúss af þurkunum, «11 þó fer
slík bygging vel og er hin mynd-
arlegasta. Er þetta fornt bygg-
ingarlag á timhurbúsum, sama
gerðin og tíðkaðist fyrir þúsund
árum.
Sex eða sjö misjafnlega stórum
húsum, og suimim tvílyftum, var
óreg-lulega skipað kringum hlað
GSa garð (sem þar í landi er kallaö
>.tún‘‘), en nokkur bil milli lallra
búsanna, svo minni hætta starfi
eldi. Öðru megin hlaðsins stóðu
3 hús í röð og lítil hil á milli.
^test þeirra var íbúðarhúsið, á að
^iska 12X22 álnir á lengd, ein-
Jl'ft með lágu „porti“. Hin hús-
voru lítil, tvílyft „stokka“búr,
bklega, 8—10 álnir á livern veg.
Hinumegin hlaðsins var allmikið
Vai- þar skemma, hesthús og
Svínahús á neðsta gólfi, en bey- og
kornhlaða á lofti. Fyrir öðrum
enda hlaðsins viar fjósið, fyrir 8
kýr, og ’hlaðan.Var hún að nokkru
við enda fjóssins, én hey annars
geymt á lofti uppi yfir kúnum.
Yið hinn enda hlaðsins stóð lítið
smíðahús og annað ekki. Spölkorn
frá þessum „heimahúsum“ stóð
stórt, tvílyft tiraburhús, eflaust 30
álna langt og 12—14 álna breitt,
<<g kippkorn frá því gamall smiðju
kofi. Alls voru þá 8 hús á liæn-
um, og 4 þeirra stór. Bæjarstæðið
var í halla, hlaðinu hallaði til
muna. For var þar litlu minni en
hjá oss og lítið um göngustjettir.
Alt skipulagið var hersýnilega
gert eftir gamalli venju í dalnum,
og lítt tekið tillit til þvrra leið-
beininga lallra, sem norskum bænd-
um hafa verið gefnar urn bæja-
byggingar. Menn eru víðar vana-
fastir og sofandi en á ísliandi!
Herbergjaskipun í íbúðarhúsinu
var svo einföld, sein frekast mátti.
Húsið sjálft var nokkuð komið til
ára sinna, og hafði upprunalega
verið um 16 álnir á lengd og 12
á breidd. (Stærðírmar eru að nokk-
rn leyti ágisbun og ek’ki nákvæm-
ar). Því var blátt áfram skift í
tvö herbergi. Annað tók yfir alla
breidd hússins og var stærra (um
10X12 álnir). Það var baðstoíian,
eða aðal-íbúðarherbergið. Var loft
1 nokkrum hluta þess, um 3 álnir j
á lengd, en í hinum hlutanmn ekki J
neitt, og sá þar upp í rjáfrið. Var
þar loftgott og ærið hátt undir
loft, því þó aðalveggirnir værn
ekki ýkjaháir, var nokkurt ,,port“
á húsinu. Upp á loftið gekk lausa-
stigi, og var honmu skotið upp í
húrðarlaust loftið, er ekki þurfti j
um bann að ganga, en á loftinu
undir súð beggja megin voru 2
rúm. Var allur þessi umbúnaður
mjög óbrotinn, og ekki vandaðri
en vænta mætti langt uppi í sveit
hjer. Um búnað stofimnar var þaö
ánnars að segja. að horð var þar
sterklegt í öðru horni dyramegin
og breiðir fastahekkir meðfram
veggjnm á tvo vegu við það. Þá
var og allstór lokaður skápur fyr-
ir húsfreyju. í horninu andspænis
borðinu var stór eldstó úr jámi,
og. mikill opinn reykháfur ofan
hennar. Höfðu þar áður verið hlóðir
(peis), en eldstóin þótti hjer, sem
víðar, 'mikil híbýlabót, hæði hrein-
legri, eldivið'ardrýgri og hitaði
stofuna miklu betur. Ekki var
þar annar ofn. Þá er það ótalið,
að hjónarúmið stóð og í þessari
stofu, við vegginn eldstórmiegin og
andspænis borðinu. Stofian var því
aðal-vistarvera fólksins á daginn,
hjónaherbergi, svefnherbergi fvrir
2 hörn eða fleiri (loftið), og auk
þess eldhús. Við þetta hættist enn |
fremur, að þar var mjól'kin strokk-1
uð, hrauðið hnoðað, ílát þvegin. |
o. fl. Var þetta því hálfgerðurj
baðstofuhúskapur, en eigi að síður j
var þarna þrifalegt inni, enda varj
húsfreyja myndarl'eg og eflaustj
þrifin. — Innar af hjónahúsinu
var svefnherbergi fyrir annað
fólk, og tók það ekki að fullu yfir
húsbreiddina. Voru þar lítil göng '
meðfram húshliðinni (anddyri).
Rúm þar og rúmabúnaðnr var
litlu eða engu fremri því, sem
gerist á íslenskum sveitaheimilum,
en því miður aðgætti jeg þetta
ekki vandlega, en svo virtist mjer
sem tveir svæfu saman í sumnm
rúmum.“
Sir Ernest Shackleton
Andlát hins víðfræga heim-
skautakönnuðs, sir Ernest Shack-
leton hefir vakið þjóðarsorg um alt
England. Því hann var eftirlætis-
goð þjóðarinnar og merkasti mað-
ur hennar í sinni grein, og eiga
Englendingar honum að þakha
mestu þrekvirkin, sem þjóðinni
verða eignuð í heimsbautarann-
sóknum á þessari öld.
Shackleton liagði á stað frá Eng-
landi síðastliðið sumar í för þá,
sem varð hans síðasta á litlu skipi,
sem hann hafði keypt í N.oregi og
hann skýrði „Quest”. Hrepti skip-
ið mikil ofviðri á leiðinni suður
Atlianzhaf og varð fyrir ýmsum
skakkaföllum. Um nýárið kom
skipið til Suður-Georgiu og hafði
þá haft mesta ofviðri undanfarna
daga. Shac'kleton hafði verið las-
inn af kvefi skömmu áður, en eng-
inn taldi lasleikann hættulegann.
En aðfaranótt 5. janúar veiktist
hann skyndilega og var örendur
eftir nokkrar mínútur.
Lík hans var sent til Monte-
video í ITraguay með norsku hval-
veiðas'kipi og var gert ráð fyrir
að það yrði flutt til Englands. En
koha Shaekletons hefir ákveðið,
að líkið verði flutt aftur til Suðui'-
Georgiu og jarðsett í ensku kirkj-
unni í þorpinu Grytviken.
Rannsóknarförinni verður hald-
i'c áfram, þrátt fyrir fráfall Shack-
letons og heitir sá Frank Wild er
tekur við stjórninni. Hann var
áður næstur foringjannm að völd-
um. Iijeldu þeir á stað frá Suður-
Georgíu 16. janúar og ætla að
sigla austur með ísnum og reyna
að finna opna leið í honnm til
Enderbylamd. Síðan á að halda
vestur á hóginn aftur og komast
úr þessari fyrstu ferð í mars til
Georgíu. Þá verða næst kannaðar
ýmsar eyjar syðst í Atlanzhafi og
svo komið til Kap í júlí, en þá
verður tekin ákvörðun tekin um
hvort maður sá, er kostaði för
þessa vill leggja fje til framhalds
h> nnar, þó Shackleton sje fall-
inn frá.
Skipið Endurance, sem fórst í næstsíðustu suðurför Shackle*
tons. í hominu hann sjálfur.
Shackleton er fæddur 15. febr.
1874 og var þannig ekkl fullra
48 ára er hann fjell frá. Hugur
hans hneigðist snemma til sigl-
inga og hann gekk í sjóherinn 16
ára gamall. Þegar ,Discovery‘-för-
in var ráðin skömmii eftir ald'amót
undir forustu kapt. Scott, sem síð-
ar komst á suðurpólinn, linti Shiack
leton látum fyr en hann komst
í þá för. Eftir að hann kom heim
aftnr varð hann ritari skotske
landfræðisf jelagsins. — Árið 1907
eíndi 'hann til suðurfarar þeirrar,
er fyrst gerði hann frægan. Komst
hann miklu nær suð'urskautinu en
nokkrum manni h'afði tekist áður,
eða 88“ 23’ suðurbreiddar og var
]iá aðeins örstutt leið eftir til
heiinskautsins. En hann komst
ekki leng'iia vegna vistaskorts.
Nokkru síðar komust þeir báðir
á suðurheimskautið Roald Amund-
sen og Seott. Þá tók Shaekleton
sjer það hlutverk fyrir hendur,
að ferðast yfir þvera íshreiðuna
umhverfis suðurheimskiautið og
lagfii hann 'á stað í þá ferð 1. ág.
1914 á skipinu „Endurance”, en
annað skip „Am-ora” var sent til
þess að taka við leiðangursmönn-
iim er þeir væru komnir yfir ís-
inn. Þessi för mistó'kst. „Endur-
ance” fóst í hafísnnm suður við
Enderbyland og með mestu herkj-
um tókst Shackleton að komast á
opnum háti til Georgíu, við þriðja
mann og fá skip til að sækja fje-
laga sína er hann hafði skilið
eftir á smáeyju suður í hafi, undir
stjórn Frank Wild. Liðu þeir hin-
ar mestu raunir.
f hinni síðnstu för voru flestii*
hinir sömu. sem verið höfðn með
Shackleton í fyrri för hans, alt
valdir menn. Var hann frábarlega
vinsæ'll iaf mönnum sínum og var
harmur þeirra mikill er Shaek
leton hvarf sjónum þeirra.
Hjá lækninum. Við gengum nú
frá Eiðsgarði niðnr þjóðveginn
og fórnm fram hjá allmörgum
bæjum. Yoru suinir þeirra miklu
reisulegri en bær sá, sem jeg hefi'
lýst og nýlega bygðir upp, en
auðsjá.anlega voru ihúsakynnin þar
með svipuðu sniði og jeg hefi lýst.
A leiðinni fórum við fram hjá.
barnaskóla sveitarinnar og var
hann all mikið liús og vandað
'hlaðið úr timburstokkum. Hann
var lokaður nú um hásumarið og
gat jeg því ekki skoðað liann að
ii nan. Jeg sá skólahorðin standa
úti og ekki voru þau betri en
hjer gerist, lagið að ýmsu leyti
rangt. Einkennilegt þótti mjer að
svo var frá grunninum gengið
á þessu vandaða húsi, að stein-
límið var dregiö upp með neðstu
timburstokkunum svo að þar hlaut
rigningarvatn að renna niður og
f^ygj3 timbrið. Má margt sjá af
slíku nugsunarleysi á norskum
húsnm.
Það leyndi sjer ekki, er maður
gekk um bygðina hversu þurkur-
inn hafði staðið öllu fyrir þrif-
um þetta sumarið. Alt var skræln-
aðað, .jörðin hálf gulnuð og gras-
sprettan slæm. Þurka og hitatíð-
in, sem gekk yfir mikinn hluta
Norðurálfunnar ihafði uáð yfir all-
an Noreg, sunnantil og austan, en
vestanfjalls hafð sumarið verið
kalt og rigningasamt ein-s og á
íslandi. Bergensbúar gátu þannig
skroppið á hálfum degi með járn-
brautinni yfir fjöllin og' voru þá
komnir í hitann og sólskinið í
Haddingjiadalnum. Er það kynlegt
að svo skuli skifta um veðurlag
heilt snmar á litlu svæði.
Jeg vissi að læknir þeirra sveit-
arbúa dr. Thoner bjó þar skamt
frá og langaði til að heimsækja
hann. Jeg hafði komið til hans
fyrir 2 árum og- fengið bestu við-
tökur. Er það allajafna svo, hæði
hjer á landi og erlendis, að lækn-
ar taka vel hvorir móti öðrum.
Eftir skamma stund vorum við
komin að húsi Iæknisins og er það
allstórt, tvílyft hús, á að gitska
rúmlega 20 álna langt og 14 álna
breitt. Fylgir því allstór garður
og nauðsynleg útihús. Jeg get
þessa sem dæmi þess, hversu Norð-
menn fara með lækna sína. Þeir
sjá þeim fyrir mjög sómasamleg-
um bústöðum, sera hjeruðin ciga
og leigja fyrir mjög sanngjarna
leigu. Er hún alls ekki miðuð við
verð hússins, heldur hvað læknir
geti borgað í hlutfalli við tekjur
sínar. Bestu læknissetrin sem bygð
voru í dýrtíðiuni kostuðu um 100
þúsund kr., og- er því auðsjeð að
lækui væri allskostar ókleift að
gjalda fulla húsaleigu af svo dýru
húsi. Þótt hús þetta væri í raun
og veru rúmgott. og myndarlegt,
stóð þó til að byggja bráðlega
annað hetra, sem væri að öllu snið-
ið eftir þörfum læknis. Sjúkra-
skýli var ekkert, euda þess lítil
þörf, af því að daglega niátti
senda sjúklinga burtu með járn-
brautarlestinni til góðra sjúkra-
húsa.
Þau læknishjónin tóku ágætlega
móti okkur og ef til vill of vel,
því þau vildu ekki sleppa okkur
burtu. V.arð það út úr. að við
dvöldum lijá þeim mikínn hluta
dagsins og borðuðum þar bæði
miðdegismat og kvöidmat. Dr.
Thoner var hinn skrafhreifasti og