Morgunblaðið - 02.04.1922, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.04.1922, Qupperneq 2
MOBGUNBLAÐIÐ brjóti löp; o" stofnleyfisbrjef bank Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðai’för konunnar minnar Sólveigar Sigurðardótur. p.t. Reykjavík, 2. apríl 1922. Pyrir bönd mína og barna minna. Guðni Símonarson, Breiðholti. □lympiunefnd Knattspyrnumanna. Skugga-SuEinn (Alþyðusýning) mánud. 3. þessa mánaðar kl. 8 síðdegis í Iðnó. Aðgöngumiðar kosta: betri saeti kr. 2.00 og önnur kr. 1.00, barnasæti 0.50. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1 eftir hádegi á mánu- dag í Tðnó. útgáfan hafi verið hæfileg þessi ár í hlutfalli við verslunarveltuna. En þar stöðvar hann útreikning sinn og fer svo yfir á síðastliðið ár og slær því föstu, að það ár (1921) hafi verslunarveltan ekki getað orðið meiri en 65 milj. kr. En úr því að hann ber það á ís- landsbanka að hann hafi „spekú- lerað” með seðla sína árin 1917— 1921, hefði legið nærri að hann hefði haldið lengra í þessum út- reikningi sínum en til ársins 1915, að minsta kosti svo langt sem skýrslur náðu. Nú eru skýrslur til fyrir árin 1916—1919, og er því fróðlegt að halda áifram útreikn- ingi B. K. í þessu efni fyrir þau ár, o g kemnr þá í ljós það, sem hjer segir: Verslunarvelta. Seðlar hæst. 1916 79.000.000 5.950.805 1917 73.000.000 6.182.300 1918 78.000.000 7.913.895 10Vt% 1919 O o o 11.873.480 9V.% Upphæðin fyrir árið 1919 er bygð á ágiskun hagstofunnar, sem er langt komin með skýrslugerð fyr- ir það ár. Fyrir árin 1920 og 1921 eru engar skýrslur gerðar og vjer búumst við að áætlun B. K. um að versluuarveltan 1921 hafi að- eins verið 65 milj. kr. sje altof lág. Þegar nú ofanritað er athugaö, sjest að seðlamergðin 1917—1919 er alls ekki svo mikið hærri en árin á undan að hún geti gefið nokkurt tilefni til ákæru B. K. á hendur bankanum um „spekula- tion“ í seðlunum. Menn muna, hversu gróði manna var mikill þessi stríðsár og því eðlilegt að hlutfallslega mikið væri af seðl- ttm meðal almennings. En það lief- uj reynst ómögulegt að draga úr sr-.ðlamergðinni óðar en gert hefir verið, nema þá að orsaka alment eignahrun, sem bankinn að sjálf- sögðu hefir tálið skyldu sína að forðast eftir því sem frekast er unnt. Þetta, sem nú er sagt, sýnir, að hvor grundvöllur B. K. sem tekinn er, þá virðist ekki vera óhæfilega mikið úti af seðlum, og það, sem að ofan er skýrt frá, að ekkert útboð er á seðlunum erlendis, virðist benda í sömu átt. Reynslan sýndi það líka síð- astl. haust að seðlarnir komust yfir 9 milj. kr. í okt. þó að bank- inn ætti að greiða ríkissjóði alla forvextina af þeim seðlum, sem voru yfir 7 milj. Það sýndi sig því að bankinn gaf út yfir 2 milj. aí seðlum, sem hann ekki gat haft neinn hagnað atf. Það ráð B. K., að leggja þetta ósanngjarna gjald á seðlaútgáfuna dugði því ekki til þess að halda seðlunum neitt nálægt því hámarki, ea. 5 til 6 milj., sem B. K. virðist telja hið rjetta, og mun enginn geta bor ið íslandsbanka það á brýn, að hann hafi síðastl. ár veitt óhæfi- lega mikil lán, svo munu menn hafa orðið varir við erf’ðleikana á því, að fá lán í bankanum og vjer trúum því ekki að B. K. vilji s:ika bankanr. um of miklar lán- veitingar síðastliðið ár. Að endingu hljótum vjer að lýsa ósönn þau ummæli B. K., að bankastjórar fslandsbanka hugsi að því er seðlaútgáfuna og annað snertir „um það eitt, að græða fyrir stofnunina" eins og hann kemst að orði. Hann ber þar meö þær sakir á bankastjórnina að hún geri sig seka í því, að stjóma bankanum þannig að hún ans, því þar segir svo, að það skuli vera tilgangur ba.ikans að efla og greiða fj’rir framförum fslands í verslun, búnaði, fi.sk'.- veiðum og iðnaði og yfirhöfuð bæta úr peningahögum landsins, og að því leyti sem B. K. virðisí saka bankastjóra yfirhöfuð uni slík skvldubrot, þá kemur ábnrð- ur þessi úr hörðustu átt, þar sem Svo skammt er síðan hann sjálfur sat í bankastjórastöðu í Lands- bankanum. o- Agrip af ræðu Bjarna Jónssonar al- þingism, frá Vogi fyrir minni Helga Pjeturssonar 3 Mensa academica 31. marts 1922. Jeg veit éigi, hvort, sú kynslóð, sem er hjer í meiri hluta, hefir sjeð þann árroða er ljek um fram- sýn vora, þeirra manna, sem eru þegar komnir yfir á seinni síðuna í aldaropnunni eða eru að komast það. En þá 1 jek skínandi dags- brúnarbirta um allir vonir vorar og ái'roði um fyrirætlanir vorar. Svo var að minsfa lcosti um þá, sem gengu mentaveginn og voru mjer samferða. Þetta mun vera ein ástæðan til að menn gerðust svo djarfir, að taka sjer fyrir hendur bókmenta ■starf og vísinda h.jer á landi. Því að þrátt fyrir alla tröllatrú i\ framtíð þessarar þjóðar og á- gæti, þá hefir þó sii hvimleiða setning ýmislegt sjer til stuðnings, að ísland s.je sálnamorðingi. Það liggur auðvitað í því, að einhverju leyti að þjóðin er fámenn og ef til vill heldur fátæk, en þó miklu meira í þröngsýni. Því er full þörf þess sólglits, er jeg nefndi, til þess að ungir menn leggi út í að vinna að listum og vísindum. Þau störf varpa geislum' á þjóð- lífið, en ekki fiskveiðar eða bún- aður eða iðnaður eða annað er lýtur að því, að efla viðurværis og viðhaldsnauðsynja. Það er alt harla nauðsynlegt, en maðurinn lifir ekki til þess aö jeta, heldur jetur Iianp til þess aS lifa, En lífið er hinn andlegi þroski. Hjer er nú staddur ungur maður, fje- lagi minn Helgi Pjetursson, er sá þessar vorvonir æskumannsins og árroða yfir framtíðinni. Óort kvæði eru fegurst og óunnin af- rek glæsilegust. En þótt bjart væri framund- an í augum vorum, þá höfðum vjer þó allir svo mikið af ver- aldarvisku, að oss var það ljóst, að margir < erfiðleikar fylgdu slík- um verkefnum, að þeim fylgdi meðal annars æfilöng fátækt. Því að þeir sem vinna að erfiðustu verkum mannanna, hafa lítinn tíma afgangs til þess að afla sjer lífsnauð- synja. Og ljóst er það öílum, að vís- indamaðurinn eða listamaðurinn á alt á hættu, bæði það, sem alment ei metið mest, og hitt, sem hann metur mest, sem er hinu miklu dýrara. En b.jarmi óortra kvæða og óunninna afreka dró til þess, sem verða vildí. Þessar sýnir sá Helgi Pjeturs- son einkarfagrar. En því k i’biði jeg hann ungan, þótt haun sje nú fimtugur í dag, að ekki er að sjá enn í dag að hann hafi mist sjón- ar á hillingum þessum. Og er það meira en sagt verður um aðra menn. Jeg er með bjartsýnustu mönnum, og þó hefi jeg, ef jeg dreg frá fyrsta áratuginn, gengið 48 st.ig niður á við frá því er trú mín var mest á fólk og framtíð, en hann hefir eigi færst einu stigi neðar, nema miklu fremur komist hærra í stigann. Og þó hefir hann átt að búa við.alt það andstreymi, sem manni getur mætt. Hugprýði þarf til þess, að leggja út á braut vísindanna hjer á lancþ, en meiri hugprýði þarf til þess, að halda áfram, þegar nálega alt bregst, en mesta luigprýði þarf til þess að leggja sjálfan sig, starf sitt og vonir undir atkvæði al- þingismanna á hverju ári. .Jeg hefi því hugprýðina einkum í huga, er jeg mæli fyrir minni Helga Pjeturssonar. Hann hefir unnið svo merkilegt verk í jarðfræðisrannsóknum sín- mn, að vel hefði mátt endast hon- um til heimsfrægðar, e'f hann hefði verið alinn af stærri þ.jóð og ef hann hefði fengið fjárstyrk næg- an til þess að halda því verki áfram meðan hann hafði óskerta heilsu og krafta. En þótt margt hafi móti blásið og verið erfitt og andstætt, þá hefir eigi bilað trú hans á mátt og mannkosti þjóðar- innar. Hann hefir haldið þessum rannsóknum áfram og seilist nú jafnvel upp í festingu himinsins og vill fá fang á stjörnunum. Hann er því hinn mesti trúmaður. Og jeg met allamiklatrúmennmikils, ekki svo mjög þá, sem trúa því, að jjeir fái að verkalaunum „klára vínfeiti og merginn með“ eftir dauðann, sem hina, er trúa á sig- ur hins góða og trúa því, að þessi þjóð rísi úr öskunni sem fuglinn Pönix miklu fegri og göfgari en hún var áður, eða þá sem trúa á mátt sinn til stórverka. Því er mjer í hug kraftur trúarinnar, er jeg mæli fyrir minni Helga Pjet- urssonar. í nafni samkomunnar þakka jeg honum fyrir unnið starf hans, fyr- ir hugprýði ‘hans og tröllatrú. Og þar sem hann kemst nú í dag yfir a seinni síðuna í aldaropnunni, þá óskum vjer honurn að hann lifi það að lesa hana á enda. Má#þá og vera að margt verði öðruvísi en nú er eftir'þamn tíma, en víst er að þá fær hann tíma til að sýna til fulls hugprýði síha og trú. Jeg vil ekkert fullyrða um starfsemi iþessa vonbjarta manns, sem hann hefir nú með höndum, eh hver veit nema hann hafi þá mýlt 'eiphverja af stjörnum him- insins og fleygt. henni í fang ís- lendingum og mannanna. Hvað sem um það er, þá fylgja honum nú bestu árnaðaróskir vorar. Megum við fá að heyra eitt ís- lendinga húrra. Helgi Pjetursson lifi lengi og vel! -------O------- Helgi Pjeturss. í tilefni af 50 ára afmæli hans. Þín heimspeki seilist til himins; þinn hugur er djarfur og frjáls. Og talandi tákn ertu snildar og tignar hins íslenska máls! Guðirnir voru þjer góðir: þeir gáfu þjer frábært vit, sem aldrei þú eyddir í hroka eða í nágrannakrit! Sameina viltu, — ei sundra; þín sál er ei tvístruð, deild. Þú alheimsins undur tengir í eina samræma heild! Lát anda þinn hef.jast hærra, ef hærra er unt að ng. Og hnattanna samklið hlera og hjartnanna duldu þrá! Lát anda þinn ofar líða og áfram til meira hróss. Ger ísland að ,,aflsvæði“ friðar og einingar, frelsis og Ijóss! Speki þín spurst hefir víða ; spari þjer nomin köld áhyggjur allar og kvíða. Aukist þjer máttur og völd! G. Ó. Pells. -------o------- Alþingi. Fundir. I gair var enginn fundur í Ed. og fundur í Nd. stóö stutt. Nokkrar umr. nrðu þó um frv. um framleng- ingu á útflutninsgjaldinu. ITafði meiri hluti fjárhagsn.^ (4 gegn 1, Jak. M.) ekki sjeð s.jer fært annað en að gjaldinu væri haldið þetta ár- ið. Ilafði M. K. framsögu f jrn., kvað hann skatt þennan neyðarúrræði.en f.járhagurinn leyfði það eigi að fella hann niður. Þess væri og að gæta að tilfinnanlegur væri hann ekki og flestir útgerðarmanna mundn ekki búast við því að hann fjelli niður. Jakob Möller og Magnús Pjeturs- son lögðust fast á móti þessu gjaldi- ITefði það verið sett í fyrra sökum þess að annað hefði ekki þótt, tjóa vegna hins mikla tekjuhallu sem þá var á fjárlögunum, en jafnframt fastlega gert ráð fyrir því að það stæði aðeins þetta ár. Mætti þetta gjald með engu móti festast í fjár- lögunum. Væri enn þess að gæta, að fjárlögin myndu nú verða afgr. með litlum tekjuhalla og jafnvel senni- lega verða tekjuafgangur, því að tekjuaætlunarliðir fjárl. mundu of lágt reiknaðir, einkum tekjuskattur- inn. En jafnvel þótt tekjuhalli yrði væri gjaldið samt sem áður óhaf- andi, því að framleiðslan þyldi það ekki og auk óeðlilegt og órjettmætt að skatta framleiðsluna einmitt, þeg- ar næst lægi að verðlauna hana. Jón Þorláksson og Magnús Guð- mundsson hölluðust að frsm. meiri hl. og kváðust eigi sjá sjer fært að afnema það nu, en tjáðu sig alger- lega mótfallna því til frambúðar Benti Jón Þorl. á það, að vel mætti Ijetta gjaldinu af á næsta þingi ef svo reyndist, a fjárhagur ríkisins þvldi það. Magnús Kristjánsson sýndi fram i það með tölum, að tiltölulega lítið gjald kæmi á hvert skip og væri því ekki tilfinnanlegt. Pjármálaráðh. lívað m.jög óvíst bvort tekjuskatturinn mundi fara mikið fram úr áætlun, að minsta kosti væri ekki varlegt að byggja á því. Tók Jón Auðunn í sama streng- inn. Var frv. svo vísað 1il 3. mnr. m eö 20 : 5 at,kv. Þa talaði M. P.jet. fyrir frv. sínu um það að fella niður dýrtíðarupp- bót alþingismanna. Kvað liann or- sökina til þeés, að hann kom fram með frv. þetta vera þá, að komið hefði til mála í fjvn. að minka dýr- tíðaruppbót gamalmenna, og annara samkv. 18. gr. fjl.. um helming. Hefði sjer fundist liggja nær að al- þingismenn sneru sjer fyrst að sjálf- um sjer áður en þeir rjeðust á þann garðinn sem lægstur væri. Væri þetta líka sú eina dýrtíðaruppbót sem Alþingi gæti felt niður samn- ingslaustj því að hjer væru það þm- s.jálfir sem við dvTtíðaruppbótinni ættu að taka. Vafasamt væri ein-_ göngu um þá, sem kvnnu að greiða atkv. móti frv. Taldi frsm. ekki þörf á því að vísa málinn í nefnd, þm. gætu athugað það í sætum sínum. Magnús Jónss. kvað það mundi tilætlunina, að frv. iþetta flyti í gegn nm þingið á spjehræðslu þm- Kvaðst hann líklega tæplega hafa þorað að taka til máls ef hann hefði ekki verið búsettur hjer í Rvík, en vegna þessa skifti hanh það minna máli en margan annan hvernig um frv. þetta færi. En hann kvaðst telja sjálfsagt að frv. færi í nefnd, því vel væri þess vert að þetta væri athugað. Væri þingfarakaupið sett til þess, að fátækari mönnum væri ekki bolað frá þingsetu vegna kostnaðar og væri full ástæða til að rannsaka málið frá þessari hlið. Prv. var vísað til fjárhn. með 20:5 atkv. og til 2. umr. með öll- um atkv.: 2. Dagskrár; Efri deild. 1. fr\r til laga um stækkun verslunarlóðarinnar í Hnífsdal í Norður-ískfjarðarsýsl11 1 umr. 2. um afnám kennara' embættis í hagnýtri sálarfraaói við Háskóla ísland* 1 umr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.