Morgunblaðið - 27.04.1922, Blaðsíða 2
ekki tilætlunin að gera slíkan
ssmning til eins árs heldur að
láta núverandi ástand haldast ó-
breytt án nýrra samninga þar um
tel jeg að sjerstakan samning
þurfi að gera í einhverju bind-
andi formi um það, að bestu kjör-
in standi oss til boða með tiltekn-
um skilmálum að árinu loknu.
Jeg leyfi mjer að vænta eftir
sem allra ítarlegustum og skýr-
ustum svörum um þetta, sjerstak-
lega frá hæstv. stjórn, og eftir
þeim svörum fer afstaða mín til
fromvarpsins.
------o-----
Erl ^ínsfre&nir
frá frjettaritara Morgunblaðsins.
Khöfn 25. apríl.
Allsherjarverkfall á írlandi.
Símað er frá Dublin, að alls-
herjarverkfall hefjist um alt ír-
land í dag, til þess að mótmæla
því stjórnleysi, sem sífelt vofir
yfir og hernaðarflokkurinn hótar.
Frá Genúaþinginu.
Búist er við, iað Gienúaþingiim
verði slitið 2. maí. Lloyd George
hefir látið Frakka skilja það á
sjer, .að ef þeir haldi áfram þver-
móðsku á fundinum, muni Eng-
land leita annað til að koma á
fullum friði í Evrópu.
Forvextir
í danska þjóðbankanum eru (lækk
aðir) 5%.
Þjóðvepjar og
skaðabæturnar
Skiaðabótamál Þjóðverja er ei-
líft vandræða- og deilumál, sem
ekki er komið í fast horf ennþá,
þrátt fyrir sífeldar . ráðstefnur,
nefndiaskipanir, tillögur og yfir-
veganir. Gerðir bandamanna í
málinu hafa áorkað því einu, að
veikja aðstöðu Þjóðverja, markið
hefir hríðfallið og vandræði Þjóð-
verja aukist svo bæði inn á við
og út á við, að hagur ríkisins er
í mestu tvísýnu.
Síðustu kröfur skaðabótanefnd-
arinnar voru gerðar 21. mars síð-
astliðinn. Samkvæmt þeim áttu
Þjóðverjar að greiða 18 miij.
gullmörk um miðjan apríl og síð-
an 50 miljónir á mánuði þangað
til í október, en 60 miljónir í
nóvember og desember, auk 1450
gullmarka virði í vörum. Var
þetta nokkur rýmkun á fyrri kröf
um, en sá böggull fylgdi skamm-
rifi, að bandamenn áttu að fá
eftirlit með skattstofnum Þjóð-
verja. Hafa Þjóðverjar mótmælt
þessum tillögum og talið þær ó-
hæfar. Fer hjer á eftir útdráttur
úr ræðu Wirth kanslara, þeirri er
hann hjelt í ríkisþinginu, er kröf-
urnar urðu kunnar:
Síðustu tillögur skaðabótanefnd
arinnar htafa valdið því, að mark-
ið fjell svo, að tekjuhallinn á
fjárlagafrumvarpinu hefir stigið
úr 28 upp í 224 miljarða (papp-
írsmarka). Er þetta enn ein sönn-
un þess, að þvingunarstefnan
greiðir ekki fyrir heldur dregur
úr þrótti Þýskalands og skaðar
ekki að eins Þýskaland heldur og
bandamenn sjálfa og viðskiftalíf
alls heimsins.
Eftirlit það sem bandamenn}
krefjiast með innanríkismálum
Þjóðverja er ósamrýmanlegt sjálfs
ákvörðunarrjetti þjóðanna ogi
heiðri stórrar þjóðar. Við höfum
fengið svo slæma reynslu af eftir-
litinu, að enginn óskar þess, að
þetta fyrirko'mulag verði einnig
látið ná til ahnennra málefna í
landinu. Við höfum fjölda her-
manna frá bandlamönnum hjer í
landinu, og fær hver óbreyttur
hermaður þvisvar sinnum hærri
laun en þýskur deildarforstjóri í
ráðuneytunum. Engin þýsk stjórn
mun ganga að þessum ákvæðum.
Jeg endurtek það, að stjórnin villi
hvorki ganga að kröfunum umi
eftirlit nje koma í framkvæmd
lögum þeim um nýja skatta, er
bandamenn krefjast. Stjórnin vill
spara eins og frekast er unt og
það hefir hún gert. Þýskir em-
bættismenn og verkamenn í ríkis-
þjónustu hafa miklu verri kjör en
starfsbræður þeirra erlendis. Þjóð-
verjum er legið á hálsi fyrir það,
að þeir hafi of marga ráðherra,
en ráðherrarnir ellefu, kanslar-
inn og forsetinn kosta tilsamans
ekki ríkið eins mikið og tveir hers
höfðingjar í setuliði bandamanna.
Um líkt leyti og kröfur skaða-
bótanefndarinnar komu fram voru!
birtar nýjar tillögur um þetta I
sama mál, er gert hafði Robert'
Horne fjármálaráðherra Breta og!
stóð enska stjónin í heild sinni áj
bak við þær. Þessar tillögur gera!
ráð fyrir að skaðabótunum verði
skift í tvo hluta, sem sje her-
kostnaðarskaðabætur og skaðabæt
ur fyrir tjón unnið í ófriðnum.
Er þetta gert með hliðsjón af til-
lögum þeim, sem efst eru á baugi
r.ú nm uppgjöf allra herlána miíli
bandamanna innbyrðis og mun til-
ætlunin með með tillögunum sú,
að Þjóðverjum verði gefnar upp
aliar herkostnaSárskaðabæturnar á
sínum tíma, þó ekki sje það beint
tekið frtim.
Frakkar hafa tekið þessum ensku
tillögum mjög fjarri. Þeir sitja
fastir við sinn keip, og skaðabóta-
nefndin sömuleiðis. Fyrir nokkrum
dögum komu hótanir frá nefnd-
inni til Þjóðverja um það, að ef
þeir intu ekki af hendi greiðslur
samkvæmt ákvæðunum frá 21.
mars, mynd verða tekið til refsi-
ákvæðanna, og sýnir þetta senni-
lega, að Þjóðverjiar hafi ekki enn
svarað orðsendingunni og ekki
greitt upphæðina, sem þeim var
fyrir sett að greiða fyrir miðjan
april. Þjóðverj'ar kippa sjer ekki
upp við hótuninia, um framkvæmd
refsiákvæðanna nú orðið,þeir hafa
heyrt hana svo oft.
Rkaðabótamálið er ekkert nær
lausninni nú en verið hefir áður
og á ráðstefnunni miklu verður
það ekki rætt, því Frakkar og
Bretar höfðu komið sjer saman
um að það skyldi ekki komafram
í Genúa, þó þar eigi að leggja
grundvöllinn að f járhagsviðreisn
Evrópu.
-------o-------
Gengi erl. myntar.
Khöfn 26. apríl.
Sterlingspund............ 20.85
Dollar.................. 4.71V2
Mörk...................... 1.70
Sænskar krónur .. . . 122.35
Norskar krónur........... 89.35
Franskir frankar . . .. 73.65
Svissneskir frankar.. . . 92.00
Lírur.................... 25.30
Pesetar.................. 73.50
Gyllini..................179.40
MORGUNBLAÐIÐ
Brostu nii li Mð mitt.
Brostu nú litla Imrnig mitt
þó bylurinn gnauði á þaki.
Vindurinn þýtur í vetrarhöll,
en vor er að skýjabaki.
Brostu nú litla barnið mitt;
lát bros þitt, á tári skína.
1 feldinn hún mamma þín vefur þig vel
Qg vorið á margt til að sýna.
Brostu nú litla barnið mitt;
við brjóst þinnar köhln sveitar
finst það, sem græðir öll mai;na mein,
e! mikið og vel þú leitar.
Brostu nú litla barnið mitt,
'þó bylurinn gnauði á þaki.
Vindurinn þýtur í vetrarhöll,
en vor er að skýjabaki.
S. F.
--------o--------
FerðaáaEtlun ruglaö.
Margir eru óánægðir út af því,
og ekki að ástæðulausu, að Ster-
ling hefir verið látiun bíða hjer
í 6 daga eftir fáeinnm, 3 eða 4,
þingmönnnm.
Alþingi hefir samið ferðaáæ • m
fyrir skipið og þar ákveðið. að
það fari hjeðan 20. apríl. Þ. ssi
áætlnn hefir verið símuð út um
land, og á öllum viðkomustöðum
skipsins, gera menn ráð fyrir,
að hún verði haldin. Hjer býður
fjöidi fólks, sem þarf að komast
til Austfjarða. Þar er uppgripa-'
afli og ýmsir menn eystra hafa,
að sögn, ráðið til sín fólk hjer
syðra, sem koma á með þessari
skipsferð. En þrátt fyrir þetta
j ei skipið kyrsett hjer í 6 daga,
, inest eða eingöngu fyrir tilmæli
| eins eða tveggja þingmanna, sem
; vel hefðu þó getað beðið hjer
| eftir Goðafossi, að því er flest-
um virðist, en hann á að fiara
hjeðan 3. n. m. — Líklegt, er svo,
j að þessi töf St-erlings hjer nú,
, valdi óreglu á næstu ferðum
I
j skipsins.
i
--------0--------
Alþingi.
J gær fóru fram þiuglausnir. Las
forseti sameinaðs þings, Magnús Krist
jánsson, upp yfirlit það yfir etörf
þingsins, sem birt verður síðar
hjer í blaðinu og mælti svo að skiln-
aði: „Störfum þingsins er þá lokið
að þessu sinni. pví verðnr ekki neit-
að, að ómildir dómar eru oftast
feldir um störf þingsins, en hins venju
lega síður gætt að líta á og mæla
alla þá erfiðleika sem ætíð hefir verið
við að stríða. Þetta þing hefir þó að
mínu áliti átt venju fremur úr vöndu
að ráða og má í því sambandi nefna
Spánarsamninginn og viðskiftamál-
i i yfirleitt.
Jeg treysti því fastlega, að þjóðin
muni við nána athugun sannfærast
um að í Spánarmálinu hafi eigi ver-
ið um aðra færa leið að velja en þá,
sem farin var.
Hvað önnur viðskifti og fjárhags-
mál snertir myudi það frekar geta
orkað tvímælis hvort afgreiðsla þeirra
hafi orðið sem ák.jósanlegust.
En hvað sem öllu öðru líður og
hvernig sem dómarnir verða, þá
er það von mín eða jafnvel sannfær-
ing, að hver þm. hafi lagt það eitt
tii málanna er hann vissi sannast og
rjettast og ekki látið annað hafa
áhrif á atkvæðagreiðsluna og eigin
sannfæringu. Með þeirri meðvitund
getum vjer rólegir mætt hverju sem
að höndum ber. Að svo mæltn vil
jeg óska öllum háttv. þm. góðrar:
lieimkomu og heillaríkrar framtíðar. i
Jeg bið hinn alvalda alheimsst jórn- j
ara að varðveita fósturjörð vora frá I
öllum yfirvofandi hættum og veita oss i
Öllum styrk til að vinna verk vorrar j
eigin köllunar bæði innan þings og
ulan“. ,
Þá stóð forsætisráðherra upp og las j
upp boðskap konungs um að þingi
væri slitið. Stóð þá upp Sigurður
Stefánsson og kallaði snjöllum rómi: !
„Lengi lifi Kristján X konungur vor“ j
en þingmeim tóku undir með níföldu !
húrrahrópi, sem sjaldan mun lætur
tekist hafa. Að því loknu gengu
þingmenn út.
---------o--------
Hin eyðandi öfl.
Það má nú kannske segja sem
svo, að mjer komi það ekki mikið'
við, livað skrifað er í Alþýðu-
blaðið, og að jeg' sje því síður
fær um að gera nokkra bragar-
bót á því, sem bóta þarf, Þetta
kann hvorttveggja rjett að vera.
En af jeg er alþýðumaður og
þeirri stjett hlyntur þá finst mjer,
að bæði* jeg og aðrir úr þeirri
stjett, sem eitthvað vilja til mál-
anna leggja bafi að minsta kosti
ltyfi til þess að stinga niður
penna og láta í ljósi skoðun sína
á því er málgagn alþýðu (Alþýðu-
blaðið) flytur, og þá' einnig því erj
þoim felhir miður. Og það er ein-
mitt ein slík grein er koni mjer
tij þess iað skrifa þessar Mmir.
Hún birtist í Alþýðublaðinu 11.'
apríl með fyrirsögninni „Hið eyð-|
andi afl“. Henni er hrúgað sam-
an af svo óskammfeilnum orðum
og lítt hugsuðum að mig imdrar
að sjá slíkt á prenti.
Greinin öll er eitt fyrirlitning-
ar og haturshróp til stóreigna-
maimanna og þeirra, er eitthvað
láta viirna. Þeim er lýst þar sem
emhverjum skæðustu óvinuni al-
þýðunnar, sem verstu föntnm og
níðingitm, er lemji menn áfram
með blóðugum svipum til vinnu,
hundna í þrældómshlekki.
Jeg segi nú fyrir mig, að jeg
kann ekki og kannast ekki við
þessa lýsingu á þeim nýtu mönn-
tim er halda uppi atvinnuvegun-
cm hjer hjá okkur til sjós og
sveita, og þáð þýðir ekki neitt
að hrópa upp með það í Alþýðu-
blaðinu til allrar alþýðu, að fylkja
sjer undir merki þeirra manna, j
er svona skrifa og ráðast (eðti
jeg veit ekki hvernig á að skilja
það öðru vísi) ó ’ alla stóreigna- j
menn og vinnuveitendur og vilja
roka þá frá eignum sínum.
Það þýðir ekki neitt að hrópa
upp með það og jeg hygg jeg tali
þar fyrir munn fjölda alþýðn-
manna, er jeg segi, að jeg
trúi ykkur, er svoma hugsið, ekki
eins vel fyrir rekstri atvinnuveg-'
anna eins og þeim, er þan sæti
nú skipa og hafa unnið sig upp
í þau fyrir dugnað sinn og anna.ra.
Okkur, fjöldia verkamanna, er
vel við þá menn, er láta o"kkur
fá eitthvað að vinna og borga
okkur sanngjamlega vinnuna. Og
vlð álítum þá menn hina þörfustu
bverju þjóðfjelagi, er koma á stað
fyrirtækjum er fjöldi fólks fær.
vinnu við og góða borgun, og við(
getum vel unt þeim mönnum góðs
hagnaðar og jafnvel að verðia
stóreignamenn.
Og á þeim grundvelli, að manð-:
synlegt sje að ryðja þeim úr vegi,
svo alþýðan geti orðið efnalega,
ardlega og líkamlega sjálfstæð
5000 knónur
af 3 tlokks veðdeildarbrjefuua
óskast til kaups.
Gudmundur Olafsson.
tíírni 202.
Og þroskuð, getum við ekki starf-
að í alþýðufjelagsskap.
Og okkar álit er, að Alþýðubl.
ætti ekki að ljá rúm slíkum grein-
um og þeirri, er jeg hefi minst á,
því þær eru „Hið eyðandi afl“ í
fjelagsskap alþýðu; þær eyða allri
virðingu og öllum áhrifum Al-
þýðubl. og það eins hjá öllum
hugsandi mönnum, er vilja fylgja
alþýðunni að málum. Og þú, er
skrifaðir greinina, og ert ungur
maður og hugsar hátt og langar
til að láta gott af þjer leiða,
lairgar til.að láta marga fá vinnu
Hða vel, — máske byrjar þú
einhverntíma sjálfur á einhverju,
er stefnir í þá átt, en þjer mis-
hepnast það kannske, einhverra
orsaka vegna, og þú verður að
búa alla þína æfi meðal fátækr-
ar alþýðunnar, meðal þúsundamia
er þú segir að hrópi lijer á brauð
úr loftilium kjallaraholum og upp-
gjafa. hainsnahúsum og sem þú
gefur í skyn að ekki haf i ræni
á því að þurka miglusveppina
niður úr hornunum á herbergjun-
um, er það býr í
Mjer t’nst það ekki rjettlátt af
þjer, að láta hin hörðu örlög þín
snúa.st upp í óslökkviandi hatur
til allra þeirra, er náð hafa upp
á. tindinn, er þú í æskn þráðir,
en sjerð aldrei nema í liillingum.
Verkamenn, fylkjum okkur um
merki sannleika og rjettlætis, ver-
iim samtaka í sanngjörnum kaup-
kröfum, verum samtaka í því, að
bngsa og vinna nð úkkav trygg-
ingarmálum, störfum að þ.ví að
.alþýðuf jclagsskapurinn eignist
sterkan sjóð, sem hægt sje að
veita úr í ýmsum tilfellum íþarf-
ir einstakra fjelaga og íjelags-
skaparins í heild, stofnum fyrir-
tæki, sem vel gefast og til hags
ero öllum almenningi, og leitum
samvinnu við alla góðamenn.hvaða
stjett sem þeir tilheyra.
■ VTerkama.nnastjettin er voldug
og sterk og getur miklu til vegar
komið, ef hún beitir kröftunum
rjett. En vei hverjum þeim, er
reynir að heða inn í fjelagsskap
verk;uuanIlfi hatrinu, lyginni, róg-
ijmun og öllu, sem því fylgir, því
það eru hin eyðanjdi öfl.
K. 'Olafsson.
Þessari grein var neitað um rúm
í Alþýðublaðinu, af því að hún
þótti of fjarri anda jafnaðarstefn-
unnar. Bið jeg því ritstjóra Morg-
unblaðsins að gera svo vel að
birta hana. Jeg bvgg að margir
alþýðumenn sjeu sömu skoðunar
og jeg. Vakna þeir þá til umhugs-
unar um það, að fjelagsskapur-
inn er ekki eins heill og hann á
að vera, fyrst hugimir og kraft-
arnir eru skiftir.
K. Ól.
4 ---------------0--------
Chic Nelson
heitir danskur hnefaleikamaður, sem
nýlega varð svo óheppinn að gerast
herskár á götum úti og lenda í áflog-
nm. þurfti sjö lögregluþjóna til að
koma honum í járn. Til þess að
sýna að hann geti Ðeira en flogist
á við lögreglumenn hefir hann skorað
á tvo bestu hnefaleikamenn Þjóðverja
að berjast við sig og á kappleikur-
inn að fara fram í asesta mánuði.