Morgunblaðið - 11.07.1922, Blaðsíða 3
MORGUNBLABI®
hreppstjóri og dannebrogsmaður.
Hann andaðist að heimili sínu
hinn 5. dag maímánaðar síðastl.
og skorti þá aðeins örfáa daga á
sjötugt; var þrotinn að heilsu
síðustu árin og lá rúmfastur og
þungt haldinn síðasta missirið.
Fæddur var hann í Hrífunesi í
Skaftártungu 10. maí 1852, sonur
Einars (d. 1888) bónda í Hrífu-
aaesi, Bjarnasonar (d. 1852) á
Þykkvabæjarklaustri, Jónssonar,
og Guðrúnar Jónsdóttur frá
Bakka í Landeyjum. Yoru þeir
bræður Bjarni á Klaustri afi Jóns
og Jón faðir Eiríks hreppstjóra
í Hlíð. Voru þau Hrífunessystkini
mörg, og eru þeir nafnkendastir
Jón í Hemru og sjera Bjarni,
fyrrum prestur að Mýrum í Alfta-
veri, kvæntur Guðrúnu Runólfs-
dóttur dannebrogsmanns í Holti
á Síðu, eru þau nú til heimilis
í Reykjavík. í Hrífunesi ólst Jon
upp og var þar til 27 ára aldurs;
kvæntiSt þar árið 1877 Hildi Vig-
' fúsdóttur hreppstjóra á Flögu í
sömu sveit, Bótólfssonar, en flutt-
ist 1879 að Hemru þar í sveit og
reisti þar bú; beypti hann jörð-
ina og bjó þar blómabúi upp frá
því, eða 43 ár. Lifir Hildur hús-
freyja enn, mikilhæf gerðarkona.
Varð þeim hjónum 7 barna auðið
og komust 6 upp: 1. Þorgerður
húsfreyja í Vestri-Garðsvika í
Rangárvallasýslu, gift Einari
hreppstjóra Einarssyni þar, 2. Sig
rún, ógift á Skúmsstöðum í Land-
eyjum; 3. Guðrún, ógift í föður-
garði; 4. Jóhanna, ekkja Einars
Bergsisonar á Mýrum, 5. Þor-
valdur bóndi á SkúmhsstöSum,
kvæntur Ólöfu Jonsdottur frá
Hlíð í Skaftártungu og eru þau
hjón fjórmenningar, 6. Valdimar
barnakennari í Hemru, ókvæntur.
Jón Einarsson var atkvæðamað-
ur í hjeraði og ljet sig miklu
skifta opinber mál. Voru þeir
hreppstjórarnir Runólfur Jónsson
í Holti og- Ingimundur Eiríksson
á Rofabæ í Meðallandi helst nefnd
ir til almennra mála, þegar Jón
kom til sögunnar, en ekki leið á
löngu, áður hann kæmi þar einn-
ig til skjalanna. Allir voru þeir
merkir á marga lund og miklir
skýrleiksmenn, en mentunar nutu
þeir ekki, eSa annarar fræðslu,
en þeir gátu sjer sjálfir veitt;
sómdu sjer þó vel með mentuð-
um mönnum og voru allir sæmdir
heiðursmerki dannebrogsmanna.
Jóni var að vísu komið kafla úr
vetri til sjera Páls Pálssonar að
Kálfafelli, síðar að Þingmúla, á-
samt Gísla bróður sínum, er síðar
fór til Vesturheims, og mun þeim
, hafa verið ætlað að ganga skóla-
veginn; en það rjeðist á annan veg
og gerðist Jón bóndi sem fyr er
sagt. Varð hann, áður langt um
leið, einhver kunnasti maðurinn í
sinni sveit og jafnvel innan sýsl-
unnar; gegndi flestum þeim trún-
aðarstörfum, er fyrir koma í hjer-
aði og jafnan var hann kvaddur
til hinna vandasömustu verka.
Hreppsnefndaroddviti Skaftár-
tunguhrepps var hann 30—40 ár,
eða frá því að hreppaskifting
varð þar og jafnframt um tíma
oddviti Leiðvallarhrepps hins
foma, sýslunefndarmaður um
langt skeið og amtsráðsmaður,
safnaðarfulltrúi, fræðslunefndar-
maður og loks hreppstj. síðustu 10
árin. 1 kjöri til þingmensbu var
hann nokkrum sinnum og kosinn
varaþing'maður Heimastjórnar-
manna við fyrstu landskjörskosn-
ingar 1916.
Jón var maður hjeraðsríkur og
skoðanafastur; ljet ekki smn hlut
fyr en í fulla hnefana og þótti
einatt harður í horn að taka.
íhaldssamur var hann og fáskift-
inn um nýbreytni þá, er hvar-
vetna var farið að bóla á í kring
um hann; fombýll að gömlum
sið og kunni manna best að setja
á hey sín, gestrisinn og höfðingi
heim að sækja, skemtinn í viðræð-
um og vel aS sjer, tryggur og
frændrækinn. Hann var mikill mað
ur vexti og ekki flysjungslegur,
harður og þrautseigur.
Þegar Jón í Hemm nú er fallinn
frá, er mjög farinn að þynnast
flokkur hinna eldri bænda í Skaft-
ártungu. Og þó að einatt vildi svo
til, að hann væri öllum þorra
manna andvígur í skóðunum, ekki
síst þeim, er fram^rlega stóðu,
munu nú flestir, er þektu hann
best, fúslega játa, aS mikið hafi
verið í mamninn spunnið og margt
stórvel um' hann. P.
«
--------o--------
Ur Oræfum.
Nokkur mannalát.
Síðastliðið ár var manndaúði mikill
í Öræfum í Austur-Skaftafellssýslu,
því að á rúmum _3 mánuðum ljetust
þar 10 manns; var margt af þessu
fólki roskið orðið og jafnframt hú-
aldrað, en sumt á góðum aldri. Er
sveitin fámenn og mikið skarð orðið
við fráfall þessara manna, er margir
voru bændur góðir og hiriir nýtustu
menn. Fara hj-er á eftir nöfn lrinna
látnu; dóu þeir allir úr lungnabólgu,
nema tveir hinir fyrstnefndu.
Gísli Kjartansson uppgjafaprestur,
andaðist í septembermánuði eftir
stutta legu. Vair hann bilaður á
heilsu um mörg ár og Ij-et af prest-
skap fyrir nókkrum árum. Hann var
fæddur að Ytri-Skógum undir Eyja-
fjöllum 8. júlí 1869, og því vel fimt-
ugur, er hann Ijetst. Foreldrar hans
voru Kjartan, prestur Jónsson í Skóg-
um (síðar á ElliðaVatni) og síðari
kona hans Ragnhildur Gísladóttir í
Gróf í Skaftártungu, Jónssonar; er
hún enn á lífi í Reykjavík. Stúdent
varð sjera Gísli árið 1890 og útskrif-
aðist af prestaskólanum tveim árum
sðar; og vígðist svo að Felli ,í Mýr-
dal, en varð að láta af embætti á
besta aldri sakir heilsubrests. Gerð-
ist þó enn prestur að Sandfelli í
Öræfum 1913, en þrálát heilsubilun
neyddi hann til að segja af sjer að
fullu að fáúm árum liðnum. Hann
var kvæntur Guðbjörgu Guðmunds-
dóttur, hreppstjóra Isleifssonar á
Háeyri, og Sigríðar Þorleifsdóttur
(a Háeyri); lifir hún mann sinn
ásamt nokkrum börnum þeirra. Er
Sigríður elsta dóttir þeirra gift
frænda sínum Guðmundi Bjarnasyni
og puríðar Pálsdóttur, Þórhallssonar'
og Þuríðar Jónsdóttur frá Hlíð í
Skaftártungu. Eru þau hjon í Skafta-
felli hjá puríði (móður Guðmundar)
og þar andaðist sjer Gísli hjá’ þessu
ágætisfólki, er svo frábærlega hafði
farist við hann í veikbidum hans.
Sjera Gísli var glaður í lund og
glæsimenni; ljúfma'nnlegur í allri
framgöngu og hinn besti drengur,
góðum gáfum gæddur, en naut þeirra
ekki sem skyldi.
Páll Bjarnason óðalsbóndi að
Ilnappavöllum andaðist snemma vetr-
ar úr innvortist meinsemd, frekiega
hálfsjötugur. Hann var -sonur Bjarna
Pálssonar, áður bónda þar, er yar
hróðir Þorsteins bónda í Hnappa-
vallahjáleigu. Voru þeir bræður kunn-
ir bændur í Öræfum um eitt skeið;
en eru nú dánir fyrir mörgum ár-
um. Bróðir Páls og sonur Bjarna
er Magnús, er dvalist hefir í Vest-
urheimi um 30 ár; greindarmaður og
fór talsvert með lækningar. Páll
var kvæntur Guðnýju Sigurðardóttur,
hreppstjóra Ingimundarsonar á Fag-
urhólmsmýri. Hann var búhöldur í
besta lagi, valmenni og bókamaður
meiri en alm-ent tíðkast til sveita.
pá ljetust og systur hans tvær, Guð-
rún og Kristín, heilsulitlar um mörg
ár. Enn ljetust í Hnappavallahjáleigu
Guðrún Þorsteinsdóttir, ekkja por-
steins Pálssonar, er fyr getur, há-
öldruð kona, og sonur hennar por-
steinn oddviti Þorsteinsson; var hann
urn fimtugt og stýrði búi þeirra,
ókvæntur. pá ljetust einnig bræður
h.ans tveir (Þqrsteinssynir af fyrra
hjonabandi), Pall hóndi á Hnappa-
völlum og Sigurður Iróndi á Hofsnesi,
orðlagður gæðamaður, kvæntur Guð-
rúnu Bjarnadóttur frá Skaftafelli.
í Sv'ínafelli.andaðist' húsfreyja Guð-
rún Sigurðardóttir (ein af dætrum
Sigurðar hreppstj. Ingimundarsonar)
kona' Páls óðalshónda 1 Svínafelli,
JónSsonar, Pálsso-nar !í Arnardrangi,
föður Láusár læknis á Sjónarhóli, er
fyrir fjórum árum -eþ dáinn. lí Rvík.
Var Guðrún tápkona mikil og' vinsæl,
og áttu þau hjón mörg börn, öll
uppkomin. Hún mun' hafa verið hátt'
'á sjötugsaldri.
Loks Ijetst Jón óðalsbóndi Sigurðsson
í Svínafclli, bónda Jónssonar sama
staðar, ,og Sigríðar Runólfsdóttur
systur Eyjólfs hreppstjóra og smá-
skamtalæknis á R ynisvöllum í Suð-
ursveit. Var Jón staddur á Smyrla-
björgum í Suðursveit,' er' hann tók
veikina og andaðist þar, rúmlega
hálfsextugur. Hann var kvæntur
R annveigu Runólfsdóttur (Þórhalls-
kjarkgóðu, þá sem litlu nenni og
sjeu ófærir til að bjarga sjer, þá sem
vinni andlega vinnu og hina sem
eingðngu vinna með höndunum.
Þeim síðast töldu segir hann að
megi aftur skifta í verklærða menn
og hina, sem sjeu algengir verka-
menn. Hann segir að af þeim sem
eingöngn vinni andlega vinnu, sje
langmest af stúdentnm, listamönnum
blaðamönnum, leiknrnm, rafmagns-
fræðiogum og skrifstöfumönnum í
Astraliu. Ritstjórinn fullyrðir, að
sumir þessara flokka hafi vitanlega
mikln meiri mögnleika til þess að
bjarga sjer en aðrir. Hann segir, að
t. d. hljómlistarfræðingur, sem ekki
væri því dnglegri, mundi svelta i hel
í Melbourne. Aftur á móti mundi
dnglegnr múrsmiður eða trjesmiður
bjargast vel áfram alt frá þeim degi
að hann stigi á land, jafn vel þó
hann kynni ekki málið. Telur haun
vera vöntnn á duglegum handverks-
mönnum alstaðar i álfunni.
Þó segir hann að flestum muni
bregða mest í brún við það, hvað
persónnfrelsi manna sje langtum
minna i Astraliu en t. d. á Norður-
löndum; þar megi menn ekki standa
á gangstjettunum og tala saman
þá komi óðara lögregluþjónn og
skipi mönnum að haida áfram, og
verði maður ekki strax við þeirri
sonar) og Róshildar Bjnúnadóttur
frá Mörk á Síðu. Lifir Ranjiveig
mann. sinn ásamt fjórum börnum
þeirra. Jón var glaður í vinaihóp,
rólyndur hversdagslega og æðrulaus;
karlmenni að burðum og hinn gervi-
legasti. Va|r einkver kunnasti Ör-
æfingar á seinni árum og annálaður
ferðamaður, glöggur á vötn og gætinn
fylgdarmaður. Má svo að orði kveða,
að halm hafi staðið í stöðugum
mannafI utningum nú um 30 ára bil;
ir.iinu ferðir hans um Skeiðarársand
í þágu annara ekki auðtaldar i svip
— (otg- ekki allar sljettar (yfir Skeiðair
á og Núpsvötn). Mætti hanh nú segja
að loknu dagsverki eins og 'kveðið- var
fyrrum:
„SkröltlhJef jeg hann Skeiðarársand
og skemt mjer eftir vonum:
Nú er je'g' kominn lífs á land
úr ljótu Núpsvötnonum."
Gamall Öræfingur.
o-
HorluFlanditliilaF I ÍMIil
Ritstj. N0rðntlandablaðsins »Nor-
den«, sem g fið er út i Melbourne
á Ástraliu, Hans A. C ausen, hefur
fyrir stuttu skrifað allitarlega grein
i eitt danska blaðið um kjör og
hætti innflytjenda frá Norðurlöndum
til Astraliu. Telur hann dð sumir
Norðnrlandabúar, sem flytji til Eyja-
álfunnar, muni gera sjer of glæsi-
legar vonir um afkomu þar, og var-
ar menn við þvi, að flytja þangað,
nema sjerstök skilyrði sjeu fyrir hendi.
Hann segir að siðan Bandarikjun-
um hafi verið lokað fyrir inuflytjend-
um og haldist enn, að Evrópumenn
kjósi helst að flytja inn meðal ensku-'
mælandi manna, þá sjeu innflutning-
ar nú tíðastir til Astraliu. En hann
segir að ekki sje vanþörf á dálitilli
leiðbeiningu til útsækinna manna
sem telji auðvelt að ná i gull og
græna akóga i Astraliu. Þvi þessu
sje oftast annan veg farið.
Innflytjendum frá Norðurlöndum
segir hann að megi ikifta i ýmsa
ffokka, t. d. þá sem koma með
nokkura fjármuni handa á milli, þá
sem ekkert eigi annað en til nauð-
synlegrar framfærslu fyrst í stað, þá
sem tali ensku og hina, sem ekki
kunni málið, þá gáfuðn, mentuðu og
kröfu, verði maður kallaður fyrir
rjett. Kl. 6 segir hann að öllum
búðum og veitingastöðum sje lokað
og þá verði göturnar mannlausar að
mestu.
Sama máli er að gegna á hinu
andlega sviði. Alstaðar mæti manni
þröngsýni og skortur á umbnrðar-
lyndi. Erlendnr maður geti altaf bú-
ist við ónotum og jafnvel svivirð-
ingum. Nefnir hann ýms dæmi
þessu til sönnunar.
Málfrelsi sje líka mjög þröngt i
álfuuni. jafnvel Englendingar þori
ekki að koma opinbeilega fram með
djarfar hugsanir, þvi það geti kom-
ið þeim i fangelsið, Segir hann að
sumar stjórnmálagreinar i dönskum
blöðum mundu áreiðanlega koma
höfundum i margra ára fangelsi.
Dagblöðin innlendu gera Hka sitt til að
æsa fólkið gegn útlendingum.
Telur því ritstjórinn fullsannað, að
flestir Noiðurlanda-búar muni minsta
kosti fyrst i stað verða fyrir margs-
konar óþægindum, ekki síst ef þeir
sjeu að reyna að útvega sjer atvinnu.
Eftir að höf. greinarinnar hefur
talið upp þessa ókosti, segist hann
vilja benda á þá kosti, sem geti ver-
ið um að ræða við það að flytja til
Astraliu. Nefnir hann fyrst loftslag-
ið, það sje ólíkt betra en i Norður-
evrópu. Þar næst sjen öll laun
hærri en vinnntiminn styttri, hvergi
sje unnið lengur en 8 klst. og sum-
staðar styttra.
Segir hann, að hjón með 3—4
börn geti auðveldlega komist þar af
með 30 kr. á mánuði. Kjöt sje
þar ódýrt, nautakjöt kosti t. d. frá
40—90 aura pd., smjör hafi.stigið
en kosti þó ekki meira en kr. 1,30
pd. Karlmannsföt tilbúin megi fá
þar fyrir kr. 90, og skó frá 15 —40
kr.
Miklu betra segir hann að sje að
fá vinnn upp til sveita, og þar sjeu
menn heldur ekki jafn gramir við út-
lendinga. I sveitinni segir hann að
sje borgað hjer um bil 36 kr. á viku
auk fæðis en vinnotími sje þar 10 klst.
Ávarp
til 25 ára stúdentanna 1922«
Rdverendi dominit
Quintus et vicesimus hic vester
natalis faustus sit!
Gaudio afficior reminiscens ad~
huc esse multos inter nos, quos et
latina et graeca Amálthea nutri-
verit.
Lugeo autem lingvam latinam
et graecam moribundas esse in pa-
tria nostra. Mihi enim persvasum
est antiquas lingvas fontes esse
pretiosae scientiae, maximeque ap-
tas ad discipulorum ingenium ex-
ercitandum. Spero hanc vestram
festivam diem vos impulsuram, et
scribentes et loquentes, quantum
in vobis est, operam dare, ut ex-
pergiscantur lingva latina lingva-
que graeca in scola nostra.
Praeterea: Hodie, sicut Janus
olim et respicientes et prospicientes
estis. Respicientes quaeritis: Quid
nos experientia docuit? Praeter
multa haecce: Multum quidem val-
ere in examine pensa accurate di-
dicisse, at non scolae soli, sed po-
tius vitae esse discendum. Eum,
qui cneperit, dimidium facti habere.
Fidem assiduam jucunditate cul-
torem afficere. Acclivitatem major-
Í8 esse pretii moralis quam decli-
vitatem. Actos labores esse ju-
cundos. Scientiam robori esse ante-
ponendam. Secundas res, sine ulla
intermissione, optandas non es.se,
adversas res patiehtia leviores fieri.
Dolorem concretum vix esse feren-
dum, luctum autem lacrimis levari.
Medium tutissimum ire.
Reverendi dominit Praeteritum
tempus fundamentum est futuri.
Prospicientibus vobis alma Spes sub
oculis est.
Spero fore ut in futuro vos, un-
acum uxoribus et liberis et cogna-
tis et affinibus, felicitas emplecta-
tur.
Valete vigete florete.
Oddg. Guðmundsson.
Háttvirtu herrar!
Gleðilegt 0g hátíðlegt sje þetta 25 ára af-
mæli yðar! Jeg gleðst af þvi að enn
ern til meðal vor þeir, sem hafa notið
næringar frá latneskri og grískri Auð-
humlu. En það hryggir mig að latina
og griska eru dauðvoDa á vorri fóstur-
jörð, þvi að jeg er sannfærður um að
forntnngurnar sjeu uppspretta dýrmætr-
ar þekkingar, og svo einkar vel lagaðar
til að ikerpa skilning lærisveinanna. Jeg
vona að þessi yðar hátíðlegi dagur muni
hvetja yður til að stuðla að þvi, með rit-
um og ræðum svo mikið sem i yðar valdi
stendur, að latina og griska endurvaknií
skóla vorum.
Annars vil eg geta þess að i dag horf-
ið þjer hæði afturá við og fram i leið
eins og Janus forðum. Horfandi afturá
við spyrjið þjer: Hvað hefur reynslan
kent oss ? Ank margs , annars þetta:
Að mikik sje um vert að visn að hafa,
þegar til prófs kemur, rækilega lært
fræðigreinarnar, en að ekki sje námið fyr-
ir skólann einan, en fremnr fyrir lifið.
Að hálfnað sje verk þegar hafið er. Að
stöðng trúmenska veiti nnað þeim er hana
iðkar. Að rneira siðferðislegt gildi fáist
með þvi að leita á brekkuna en undan
henni. Að af er þraut þá nnnin er. Að
meira virði sje þekking en styrknr likam-
ans. Að ekki sjeu æskilegir óslitnir sól-
skinsdagar. Að mótlætið ljettist' fyrir
þolinmæðina. Að sá sje óhultastur sem
kann mnndangshófið. Að táralaus harm-
nr sje litt bærilegur, en að sorgin Ijettist
fyrir .tárin.
Háttvirtn herrar! Liðni timinn er
undirlag ókomna timans. £r þjer nú
horfið eftir veginum fremri, er hin endur-
nærandi von fyrir augum yðar. Jeg von*
að á ókomnum tima umfaðmi yðnr far-
sæld ásamt konum yðar og börnnm, frænd-
nm og tengdafólki.
Verið þjer sælir, eflist og blómgist.
Oddg. Gnðmundsson.