Morgunblaðið - 23.07.1922, Blaðsíða 4
MORGUNBLAiIi
i»
i»
it>
\t
Hinar marg eftirspurðu
Bamapeysur
eru nú komnar aftur,
einnig barnasokkar.
}/or-ufiúsið'>
Hitt og þetta.
Járnbrautarslys
varð snemma í iþessum mánuði á
brautinni milli Pbiladelpia og Read-
ing í Bandaríkjunum. Pór braðlest
á fleygiferð útaf sporinu og niður
af báum bakka. Biðu 9 menn bana
ei 75 særðust. Var það einkum skemti
ferðafólk, sem tekið hafði sjer far
með lestinni í þetta skifti.
f'-
í Bómullaruppskeran
í Bandaríkjunum hefir mjög brugð-
ist vonum í þetta skifti og telst svo
til að bún verði altað þriðjungi minni
en vænta mátti. Þetta hefir aftur þá
afleiðing að verð á bómull befir
faækkað að nokkrum mun og búist við
að það hækki mikið enn.
Uppskerubrestur í Rússlandi?
8amkvæmt fregn, sem Rosta-frjetta-
stofa í Moskva sendi út um síðustu
inánaðamót eru uppskeruhorfurnar í
hungurshjeruðum Rússlands lakari nú
en áður vegna óhagstæðrar veðráttu
og skemda af engisprettu. 1 mið-
hjeruðunum suðvestur af Volga, í Sí-
beriu og Ural eru uppskeruhorfurn-
ar góðar, en hætta talin á, að upp-
skerunni verði ekki komið í hús í
tæka tíð vegna vöntunar á hestum.
höll. Skotarnir skoðuðu þingstaðinn
og skýrði Sigurður Nordal prófess-
; or frá aðaldráttunum í sögu hans,
; í erindi er hann flutti á Lögbergi.
Veður var hið fegursta og gestirnir
voru mjög hrifnir af ferðinni.
Landssíminn. Aðalskýrsla hans fyr-
ir síðastliðið ár er komin út. Tekjur
símans hafa orðið með mesta móti,
þrátt fyrir færri símskevti og sím-
, töl en undanfarin ár. Stafar þetta
. af símgjaldahækkuninni. Helstu at-
I riði skýrslunnar verða rakin hjer í
, blaðinu einhver næstu daga.
Álafosshlaupið — eða íslenska Mara
þcnhlaupið, sem sumir kalla — verð-
ur háð í dag og taka keppendurnir
á rás frá Álafossi stundvíslega kl.
2. Mun verða fjölment -suður á íþrótta
velli er þeir koma þangað hlaupa-
garparnir, en það mun verða kl. Hm.
þrjú. Frá kl. 2 verður gestum á
Iþróttavellinum skemt með glímu.
Bíða áhugasamir menn um íþróttir
með óþreyju eftir úrslitunum í þessu
frægasta hlaupi sem háð er á Islandi.
Olympíunefnd knattspyrnumanna
heldur samsæti fyrir sktítsku knatt
spyrnumennina í dag kl. 12 hjá Ros-
enberg. í fyrstu var ákveðið að hafa
samsætið kl. 1, en vegna Álafoss-
hlaupsins var það fært fram um
klukkustund. 1 kvöld kl. 9 verður
dansleikur haldinn fyrir knattspyrnu-
mennina í Iðnaðarmannahúsinu og
mun þar verða margt gesta. Nefndin
biður þess getið, að ætlast sje til
að menn komi hversdagsklæddir bæði
í samsætið og á dansleikinn. Annað
kvöld fer fram úrslitakappleikurinn
milli Skota og úrvalsliðsins og á
þriðjudaginn hverfa gestirnir aftur
heimleiðis hlaðnari af mcrkum en
nokkurn tíma áður.
Dánarfregn. Rannveig Jónsdóttir í
Leirulækjarseli andaðst eftir langa
legu 19. þessa máv aðar.
Rússar taka skip.
Bandaríkjaskipið „Herbert Hoover' ‘
sem verið hefir í matvælaflutningum
til hallærishjeraðanna í Rússlandi
fyrir hjálparnefnd Ameríkumanna,
hefir nýlega verið gert upptækt af
yfirvöldunum rússnesku. Lá skipið í
Yálta á Krímskaga, þegar þetta bar
að. Um ástæðurnar fyrir þessu undar-
lega tiltæki er ókunnugt.
Siglingar. Goðafoss var á Akureyri
í gær, Lagarfoss á Húsavík, Yillemoes
. að fara frá Englandi með stein-
j olíufarm.
I
Borg hefir verið lögð upp hjer
austan við steiut.ryggjnna og er verið
að skafa hana og mála.
Nýársnóttina, eftir Indriða Einars-
son, er nú í ráði að þýða á ensku
og gefa út.Er það prófessor Cowl,
sem það mun ætla að gera, og er
hann hjer ýmsum kunnur. Nýárs-
nóttin befir áður verið þýdd á þýsku,
en á ensku hefir áður verið þýtt
„Sverð og bagall“ eftir I. E. og
var lútið vel af því verki af ýmsum
bretskum bókmentamönnum, m. a.
Swiburne. Sjálfur er . I. E. nú að
vinna að þýðingum á nokkrum gleði-
leikum Shakespeares.
Glæpaverkin verða uppvís.
prír menn voru 'teknir fastir í yp árdeuis.
Osnabrúck síðast í júní grunaðir um
að vera riðnir við morð Erzbergers. j
Eru það tveir verksmiðjueigendur |
Frömbling og Poul Meyer og aðalrit- ]
ari flokks þýskra þjóðernissinna .Land
wehr að nafni.
Síra pórður Tómasson frá Hor.-ens
messar í Dómkirkjunni í , dag kl.
, Prentaraverkfallið
í Berlín sem hófst 1. júlí, stóð rjett-
ar tvær vikur. Náði það aðeins til
sjálfrar borgarinnar og var sprottið
af kaupdeilu.
fÍEÍmanmundurinn
€ DáfiBÖI.
pingvallaför. I fyrradag bauð 01-
ympíunefnd knattspymumanna Skot-
unum til Þingvalla. Voru allir for-
göngumenn móttökunnar hjer með í
ferðinni og ýmsir aðrir, svo að alls
urðu það 50 sem fóru. Var haldið af
stað hjeðan kl. 9 um morguninn og
dyalið mestan hluta dags austur frá.
Miðdagsverður var snæddur í Val-
Að klukkustundu liðinni hafði
hann lokið öllum þessum snúning-
um og aftur fengið tækifæri til að
sjá og reyna hve allir voru honum
vinveittir og nærgætnir. í gisti-
höllinni »Rydberg«, þar sem hann
nú ætlaði að vera, tók hann sjer það
herbergi, sem honum fyrst baaðst
og sem i þeim svifum var laust, án
þess að kæra sig um að það var
ofarlega í húsinu og vissi út að
bakgarðinum. Hann hefði eflaust
alt eins vel flutt inn á aumlegasta
þakherbergi, þvi alt þess háttar var
honum nú sama um.
Houum kom ekki eitt augnablik
til hugar að snúa heim aftur án
Mölvu. Hvað svo sem það væri,
sem hann legði i sölurnar þar heima
gat það þó ekki vaxið nóg til að
draga hann frá henni. Eftir að hún
varð veik, fano hann fyrst fyrir al-
vöru, hve algerlega ástin til hennar
gagntók huga hans og tilveru, og
hve lítils virði alt annað varð í sam-
anburði við hræðsluna og kvíðann,
sem hann bar hennar vegna. —
Sú tilhugsun að leggja bæði land
og haf á milli sin og hennar fanst
honum bæði ómöguleg og óskiljan-
leg.
En hann varð að láta æltingja
hennar vita, að ómögulegt væri fyr-
ir þau að koma og svo hugsaði
hann til að fá nánari fregnir af við-
burðinum. Þess vegna fór hann
beina leið á símstöðina til að senda
j föður sinum og Sigríði skeyti.
Sigríði sagði hann að Malva væri alt
of veik til að ferðast svo langa leið
og að hann þyrði ekki að yfirgefa
hana. Föður sinum sagði hann sðmu
ástæðurnar og bætti við inniiegri
bón um að skrifa sjer nákvæmlega
um öll atvik, sem að þessum voða
viðburði lægi. Það var langur timi
fanst honum, að þurfa að biða þijá-
tíu og sex klukkustundir eftir svari
föður síns, en sjálfsagt var að sætta
sig við það eins og alt annað.
í sjúkrahúsinu urðu menn ekkert
hissa á þvi þó Bernd kæmi aftur
eftir tvo tíma til að vita hvernig
Mölvu liði. En ekki var hægt að
segja honum annað en að engin
breyting hefði á orðið. Hann þorði
ekki að biðja að lofa sjer að sjá
hana; en meðan hann svo i hugar-
angri sínu ýmist ráfaði aftur á bak
og áfram um hið fagra og skraut-
lega »Valhallarstræti«, eða sat á
bekkjunum i íHnmlagarðinum* varð
löngun hans til að sjá hana svo mik-
il að hann gleymdi öllu öðru og
sneri aftur að sjúkrahúsinu.
VII.
Næstu dagarnir voru fyrir Bernd
Degendorf fullir kvalar og áhyggju.
Ráðþrota reikaði hann til og frá um
hina stórn borg, á milli þess, sem
hann fór heim að sjúkkrahúsinu til
að vita hvernig Mölvu liði. En
þar var alt- við það sama og áður.
Nú þegar tvisýna var á Hfi hennæ
fanst honum hann fyrst finna hve
óumræðilega heitt hann elskaði hana
og óttinn fyrir því að missa hana
lá eins og farg á sálu hans. Þar
við bættist óvissan um skyldmenni
Mölvu því hann var ekki enn þá
búinn að frjetta neitt nánar um
hinn hroðahlega atburð, sem hafði
komið fyrir á heimili hennar. Loks-
ins að kveidi hins þriðja dags, fekk
hann tvö brjef með póstunum; ann-
að frá föðnr sínum, og hitt frá mág-
konu sinni, Sigríði. Hann opnaði
fyrst brjef föður sins og ias:
»Kæri Berndl
Af símskeyti þinu í dag sje jeg
að það muni ekki vera áform þitt,
að fylgja tengdaföður þinum til
grafar. Hin snögglegu veikindi
konu þinnar, sem gera þjer ómögu-
legt að koma, gátu ekki borið að á
hentugri tima; þvi enda þótt jeg
þættist vita að ekkert nema veik-
indi sjálfs þin gælu aftrað þjer frá
að koma, sje jeg þó fullvel að
það sem biður þin hjer, er á alt
annan veg, en að það geti verið
geðfelt manni, sem metur sóma
sinn öllu öðru fremur. Aldrei
hefir gremja almennings kómist á
hærra stig; og aldrei hefir hún
verið á meiri rökum bygð en við
dánarbeð þessa manns. Enn þá
er ekki hægt að segja með neinni
vissu, hve mikil sú ógæfa er sem
Breitenbach hefir leitt yfir þús-
undir manna. En svo mikið vita
menn þó, að fyrir hans aðgerðir
lal _
Regnfrakkaefni gott og ódýrt, Dyiatjalda-efní. Dömu-
klæði fallegt á kr. 11,95, Morgunkjólaefni, Stubbasirts,
É Gólfdúkar og Linoleum mikið úrval o. m fl.
□ÍD
B. D. S.
C.S. Guörún
er væntanleg hingað næstkomandi þriðjudag. Futningur tilkynnist
sem fyrst. Nic. Bjarnason.
Úrsmíða-vinnustofa.
Hjermeð tilkynnist almenningi að jeg hefi sett upp úrsmíða-
' vinnustofu í húsi mínu við Krosseyrarveg 4. Fljótt og vel af
hendi leist.
Sömuleiði8 hreinsa jeg og stemmi Orgel og geri þau mjög
hljómfögur, þó þau hafi aldrei hljómfögur verið áður.
Hafnarflrði 20. júlí 1922
V. B.
Versl. EDIDBORG
Nýkomið mikið úrval af enskum og þýskum vörum.
Alt mikid ódýrara en áður.
Bollapör, Djúpir og grunnir diskar (danska postulíns
munstrið), 20 bolla kaffikönnur á kr. 7,75, Katlar 6,00
Piparkvarnir 1,15, Þvottagrindur 3,10, Þvottaborð 5,85,
Emaileraðar Tarinur, Email. diskar 1,25 Kartöfluföt
1,80, Email. steikarföt stór á 3,00, Sjómannakönnur
1,25, Taurullur 69,00, Húsviktir, Barnafötur o. m. fl.
Versl. EDINBORG
Hafnarstræti 14.
Tilboö
óskast um útvegun á 85—105
smálestir af góðum ofnkolum til
Blönduóss. A. v. á.
Simi 298.
Agætir fluguveiðarar fást i
ver8l. Hlíf Hverfisgötu 56 A.
m
kemst ótölulegur grúi manna á
vonarvöl.
Þú biður mig að segja þjer alt,
þessu viðvíkjandi, en það verður
ekki annað en útdráttur, og það
sem trúlegast þykir af öllum þeim
sögum sem á lofti eru, sem jeg
nú get sagt þjer.
Með hverjum atvikum dauða
Breitenbachs bar að, get jeg skýrt
þjer frá i fám orðum. Einum
tima eftir að blað það, sem jeg
læt fylgja brjefinu til þin, og sem
skýrt og greiuilega ftettir ofan af
athæfi verslunarbankans og fjelags
eins, er hann styður, kom út, fanst
Breitenbach dauður, með skot i
gegnum augað, á gólfinu i skrif-
stofu sinni i bankanum.
Rúðugler
selur versl. Brynja.
Umboðsmaður óskast,
er hefir víðtæk og ábyggileg við-
skifta sambönd við kaupmenn og
heildsala, er versla sjerstaklega
rneð járnvörur, stálvörur, emalje-
vörur og glervörur
Miiller & Iversen
Hamburg 36. Dammtorstr. 4011..
Dragnætur
Ágætar, fiskisælar kolanætur
og ísunætur fást fljótast og ó-
dýrastar hjá
Thomsen & Christensen,
Skagsn.
Vaadbinderi
Danmark.
Kaupkona óskast að Bæ í
Borgarflrði. Hátt kaup í boði.
Upplýsingar á Nönnugötu 5a.