Morgunblaðið - 27.07.1922, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.07.1922, Blaðsíða 3
M0RGÐNBLA8I* Tm, að nú þegar sól þeirra er linigin til viðar í vestri, muni hún að sjálfsögðu bráðlega koma upp aftur í austri. í Eystrasalti verður Þjóðverja vart, hvar sem litið er, og þétt nýi siglingafáninn þeirra virðist svo hlutfallaskakkur og pjötluleg- ur, að tæplega sje hægt að nota hann í sængurver, þá er þó mesti nýtískufloti heimsins í uppsigl- ingu undir þessu floggi, — með vöruskipum hiksvörtum eins «g framtíð Evrópu og farþegaskip- <um, drifhvítum eins og MiðjarS- arhafsförin í höfninni í Livorno. En Þjóðverjar hafa enn þá skæða keppinauta, þar á meðtl einn sem er að girða allar hafr- arborgir Eystrasalts neti af útí- búum — aðalstöðin er í Danzig, er. undirstöðvar í Windau, Libau. Eiga og Reval, og í júní bættisl við ný stöð í Petrógrad. Þetta er mikið fyrirtæki lítillar þjóðar, — það er norskt fjelag, sem hefir haft þor og dug til að setja sjer markmið, sem önnur stærri fjelög hafa ekki ennþá ko:n<5 auga á, — Bergenske gufuskipa- fjelagið, sem hjer er í broddi fylkingar í framkvæmdum, enda eru í stjórn þess þeir menn, sem besta þekkingu hafa á siglingum í Eystrasalti. Ýms önnur erlend fjelög eru nú að setja iipp spáný „skilti“ á fjölförnustu götunum í Petro- grad. Englendingar, Ameríkumenn og Hollendingar eru þegar farnir að keppa um siglingarnar^ milli Petrograd og Ameríku, en sú sam- kepni hefir farið hljótt hingað til. Fyrir nokkru bauð enska „White Star‘ ‘ -f jelagið utanríkisráðstjóm- inni að efna til reglubundinna áætlunarferða vestur um haf. -------o------- Rúslaust uiö BEysi. Sú óskiljanlega fásinna hefir vcrið gerö af landsstjórninni nú í vor, að selja til niðurrifs gistihús- ið við Geysi, sem reist var þar si:marið 1907. En sala og niöurrif hússins «r fjarstæða, þótt ekki sje tekið tillit til þess, sem sagt er, að verð- ið hafi verið altof lágt, en að boðið hafi verið mun hærra í hús- iö af fjelagi hjer í Reykjavík, sem ætlaði að láta það standa óhreyft til notkunar þama, ef það hefði náð kaupum á því. Húsið fekk mikla viðgerð í fyrra. Til þeirrar viðgerðar var netaður skúr, sem reistur hafði verið til bráðabirgða fyrir kon- ungskomuna þá um sumarið. Þá hafði og verið keýþt til hússins mikið af innanstokksmunum, rúm- um, sængurfatnaði, eldunaráhöld- um o. s. frv., svo að þar mátti þá taka á móti 20 manns til gist- ingar, áð sögn. En alt þetta er nú selt fyrir óverulegt verð, húsið á 3000 kr. og húsbíinaður á 1500 kr., að því er sagt er. Hjá því getur ekki farið, að reisa verði þarna aftur gistihiis áður langt um líöur, og mun það þá sýna sig, að til þess fari að minsta kosti nokkrir tugir þús- unda króna. En eftir viðgerðina, sem konungshúsið við Geysi frá 1907 f jekk í fyrra, hefði þaö lengi mátt endast og var sæmilegur gistingastaður. Oddafjelagar vom fyrir fáum dögum á ferð þama eystra margir saman, en þá hafði húsið nýlega verið rifið og flutt burtu, svo að þeir munu fyrstir hafa fengiö að kenna á gistihússleysinu við Geysi. En margir ferðamenn munu síðar finna sárt til þess. Eftir að þetta var skrifað, sem hjer er á undan, er Mbl. sagt, aö þaö sje sýslunefnd Arnessýslu, sem keypt hafi húsið og ætli það til í- búöar á læknissetri þar uppi í sýsl- unni, en að það sje fjármálaráð- herrann, sem selt hafi húsið. --------o------- Kjöttollurinn og líminn Hjer í blaðinu hefir áður verið gctið um tollahækkanirnar í Nor- egi, þar á meðal kjöttollshækk- unina, sem tilfinnanlega snertir verslun okkar íslendinga við Nor- eg, með því að mikið af því kjöti, sem við flytjum út, er selt þangað. Misskilningur er það, sem kast- að hefir verið fram í blöðum hjer, að þessi tollhækkun standi á nokk- urn hátt í sambandi við Spánar- tollsmálið. Hækkun kjöttollsins í Noregi er einn liður í nýju toll- niálakerfi, sem Norðmenn eru að koma á hjá sjer, eins og nýlega var sýnt hjer í blaðinu, og eru engin ákvæði þar sjerstaklega stíl- uð gegn Islandi. í grein, sem Tíminn flytur um þetta kjöttollsmál síðastl. laugar- dag, er ofmikið gert úr því tapi, sem tollhækkunin valdi lijer á landi, miklu meira en góðu hófi gegnir, aS því er þeir segja, sem þessum málum eru kunnugastir. Ekki minnist þó Tíminn á það, sun eðlilegast virðist að mönnum tlytti í hug í sambandi við þetta jnál, ef um væri að ræða jafnmikið tap vegna tollsins og blaðið gerir "áð fyrir, en það <er, livort ekki tæri gerlegt að leita fyrir sjer neð sölu á lifandi fje erlendis: Tímanum dettur ekki í hug neitt írræði annað en það, að færa tap- iS, sem hann áætlar, frá kjötfram- Itiðendunum og yfir á aðra fram- Itiðendur landsins. Greinin er, eins flest, sem í Tímanum stendur, vinhugsuð fjarstæða, más og fjas, áí athugunar og án skilnings. Nú segir blaðið, að öll tollhækk- urin falli að sjálfsögðu á seljanda vörunnar, en ekki að neinu leyti á neytandann. En þegar um var að ræða fisktollshækkunina á Spáni, þá var kenning þess þvert á móti, að neytendur vörunnar bolguðu tollhækkunina, en ekki seljendumir. Það stendur þó svo ólílit á í þessum tveimur tilfell- um, að kjöttollurinn norski kemur jafiit niður á öllum, sem þangað selj* kjöt, en spánska tollhækk- unir. átti ekki að koma niður nema á ehstökum þjóðum, sem seldu fisk til Spánar. íslenska kjötið steniur jafnt að vígi í Noregi og kjöt allra annara landa, en það átti íslenski fiskurinn ekki að gera á Spáni, ef tollhækkunin hefði komist á. Af þessu leiðir það, að þótt ætla mætti, að öll fisktcllshækkunin á Spáni lenti á olckuí, þá er ekki sama máli að gegna um kjöttollshækkunina í Noregi- Aniars er það álíka fjarstæða og annað ofstækisrugl Tímans um Spánartollsmálið, að vera að setja þctta norska kjöttollsmál í sam- band viö það. Tíminn áætlaði einu sinni ár- legt tap landsins af Spánartolls- hækknninni 7 milj. kr., eða eitt- hvað þar um bil, og sagði, að heldur vildi hann láta landsmenr. taka á sig í sameiningu að greiða þá fjárhæð, en að leyfa innflutn- ing Spánarvínanna. En skömmu áður hafði hann reiknað út, að landið gætj ekki risið undir því fjárhagslega, að greiða á nokkr- um áratugum vexti og afborgacdr af þeim 10 milj. kr., sem teknar voru til láns í Englandi. Þar höfð- um við þó fengið miljónirnar, sem við áttum að borga á löngum fiesti. En Spánartollsmiljónirnar ætlaði blaðið okkur að borga án þess að hafa fengið‘nokkuð í aðra hend. --------o------- □ Edda 59227317-1 ABC Odd-Fello,war fóru eftir pingvalla- förina með gesti sína frá Khöfn, sem hjer eru nú, austur að Geysi og Gullfossi. Lögðu á stað á laugardag á bílum austur yfir Hellisheiði og austur Grímsnesbraut, en stigu á hesta er hana þraut, og riðu upp í Haukadal. Gistu í Austurhlíð og Múla. Póru svo á sunnudag að Geysi og Gullfossi og gíttu næstu nótt 1 Skipholti. Þaðan riðu þeir niður á Skeiðaveg og fóru svo í bílum til Eyrarbakka og þaðan heim hingað á manudagskvöld. Veður var hið ákjós- anlegasta alla dagana, sem þeir voru á leiðinni. Bjart sólskin við Gullfoss svo að hann sýndi sig í ailri sinni dýrð. Regnskúr fengu þeir fyrst er þeir stigu í bílana fyrri hluta dags á mánudaginn, eftir að þeir höfðu snætt morgunverð á Ósaba.kka við Laxá. Gestirnir Ijetu hið besta yfir förinni og voru óþreyttir, þótt óvan- ir sjeu þeir að ferðast á hestum. Nýtt strandferðaskip er nú verið að smíða fyrir íslensku stjórnina í Flydedokken í Kaupmannahöfn og á það að vera allstórt og vel vandað. Glaður fór hjeðan norður á síld- veiðar á laugardagskvöldið. Austar- lega á Húnaflóa og undan Skaga varð hann var við töluverða síld og. kastaði þar netum, en lánaðist ekki að fá neitt. Hann kom norður til Akureyrar í fyrrinótt. — Síldveiðin er fremur treg norðanlands enn. Austur á Síðu fór dr. Ólafur Daní- elsson fyrir stuttu; ætlar hann að dvelja þar um tíma. Ólafur Túbals málari kom 'til bæj- arins fyrir nokkrum dögum vestan af Snæfellsnesi; hef ir verið þar um tíma og málað mikið. En ekki sýnir hann neitt af því hjer í þetta sinn, en fer heim til sín, að Múlakoti í Fljótshlíð nú í dag og verður þar í sumar, en þó einhvern tíma inni á Pórsmörk. Landsbankinn. Fyrir hálfum mán- uði var byrjað að steypa hina nýju viðbót Landsbankahússins og miðar því verki óvenjulega fljótt áfram. Hefir kjallarahæðin þegar verið *teypt ásamt öllum skilrúmum, þar á meðal eldföstu skápunum. Kjallara- gólfið er víðast hvar alt að meter á þykt og steypan i því mjög járnbend, útveggirnir mjög þykkir og sömuleið- is veggir eldföstu hólfanna, sem í kjallaranum eru, en þau eru þrjú alls. I austurenda gamla bankahússins var enginn kjallari aður, en hann hefir nú verið grafinn og hlaðið undir veggjaundirstöður gamla hússins, svo að þær standa nu dýpra en áður. Yerður siðan steypt innan á veggina og innrjettuð tvö „Boxa“ -herbergi í austurenda kjallarans. í gamla kjall- aranum er verið að breyta ýmsum skilrúmum.Verið er að slá upp steypu mótum fyrir stofuhæð bankaviðbótar- innar og er hún nú að byrja að teygja sig upp yfir skíðgarðinn við Austur- stræti. Með sama framhaldi verður þcss eigi langt að bíða að þessi nýja stórbygging hækki í lofti. Það eru múrararnir Kornelíus Sigmundsson, Óli Ásmundsson og Ólafur Jónsson, og Einar Einarsson snikkari, sem tekið hafa að sjer bj'ggingu hússins. Silfurbrúðkaup eiga þau á morgun Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti og frú hans, Jósefína Lárusdóttir sýslu- manns, og síðast amtmanns, Blöndal á Kornsá. pau eru á ferð í Norður- landi pg halda silfurbrúðkaup sitt á Kornsá. !Þar giftustu þau fyrir 25 árum og var Jóh. Jóh. þá settur sýslumaður í Húnavatnssýslu. í þess- ari ferð heimsækir bæjarfógetinn einnig fæðingarstað siim, Enni í Skagafirði. Barnaleikvöllurinn. paö hefir staðið til undanfarið, að forstöðukona Barna leikvallarins færi með börnin í stutta ferð út fyrir bæinn, þeim til gamans. Þessi ferð verður farin í dag, þ. e. a. s. ef veðrið verður gott. Eiga börnin þá að koma saman á leikvellinum við Grettisgötu kl. 1 í dag, útbúin á þann hátt, sem áður hefir verið talað við þau um. En verði veðrið ekki gott, verður ferðinni frestað þangað til betur viðrar. Leikvöllurinn við Grett- isgötu hefir nú verið lagaður á ýms- an hátt og fengin þangað ný leik- áhöld, sem börmmum þykir mjög gaman að. Sjötugur verður á morgun Einar Ólafsson, Laufásveg 39 hjer í bænum. Hann er gamall Reykvíkingur, fædd- ur hjer og uppalinn og hefir lengst- af att hjer heima. Hann hefir alla tíð verið mesti áhugamaður til vinnu og aldrei fallið verk úr hendi; stund-: aði sjómensku mestan hluta æfinnar, fyrst á opnum bátum og síðan mörg ár á þilskipum hjeðan frá Faxaflóa. Síðustu árin hefir hann verið gigt- veikur í fótum og kemst nú varla út fyrir húsdyr. íslensk vinna. Fyrir rúmlega 2000 kr. seldi Bazar Thorvaldsensfjelags- ms ýmsa íslenska handavinnu þann stutta tíma, sem skemtiferðaskipið Osterley stóð við hjer í bænum snemma í þessum mánuði. Sýnir þetta að bazarinn hefir mikla þýð- ingu fyrir sölu innlends heimilisiðn- aðar og er besti sölustaður fyrir þess háttar muni. Á sýningu heimilisiðn- aðarfjelagsins í Iðnskólanum var einnig allmikið selt, en eigi er oss kunnugt hve mikið þar var. Var eink um útsaumur á boðstólum þar. Fyrirlestur ætlar lektor Sörensen yfirkennari við latínuskólann í Hor- sens að halda í K. F. U. M. kl. 8l/2 í kvöld um kristniboð. Lektor Sören- sen hefir dvalið hjer undanfarna daga í kynnisför og er hjer með síra pórði Tómassyni vini sínum. Erhann kennari i natturufræði og hefir eink- um lagt stund á jurtafræði. Hringurinn. Eins og að undanförnu veitir kvenfjelagið Hringurinn einum berklasjúkling hjálp til að stanja straum af legukostnaði á heilsuhæli. Ber að senda skriflega umsókn til formanns fjelagsins, frú Kristínar Jacobson, og fylgi umsóknunum vott orð borgarstjóra um að sjúklingur- inn hafi dvalið hjer í Reykjavík í 10 ár samfleytt og ekki þegið af sveit. : I Skota-hornið, sem sagt var frá hjer í blaðinu í fyrradag er ekki skorið af Stefáni Eiríkssyni, eins og sagt var, heldur af einum ungum og efni- legum lærisveini hans, Halldóri Ein- arssyni trjeskera. Hafði Stefán sjálf- ur gert uppdrátt að útskurðinum, en hvarf burt úr bænum áður en hann gæti annast xitskurðinn sjálfur. Silf-1 urverkið á horninu er eftir Jónatan Jónsson silfursmið. Mr. George Priest prófessor við Princeton-háskólann í Bandaríkjun- um fór hjeðan með Gnllfossi í fyrra- kvöld eftir rúmlega hálfs mánaðar dvöl. Hefir hann lengst af verið hjer í bænum, en farið snögga ferð til Borgarness, austur i Fljótshlíð og í Landeyjar, til Þingvalla, suður að Bessastöðum og víðar. Heimsflugið. Ýmsir hjer í bænum eru að spyrja um, hvort ekki megi fara að búast við flugmönnum þeim, sem nú eru á ferðalagi umhverfis hnöttinn, og svo sem kunnugt er ætla að koma við hjer í Reykjavík. En af þeim er það að segja, að ferðin hefir gengið illa það sem af er, og að víst er að þeir verða mun lengug á leiðinni en þær 10 vikur, sem þejr höfðu gert áætlun um. peir hjeliju af stað frá London 26. maí og fóru frá Marseille áleiðis til Rómaborgar viku síðar. En þá bilaði vjel þeirra svo mikið, að þeir urðu að snúa við til Marseille og töfðust þar nærri heilan mánuð. Það síðasta er hingáð hefir frjetst af flugmönnunum er það, að þeir fóru frá Aþenu 7. júK og ætluðu að komast til Solum í Egyptalandi um kvöldið. Má telja víst, að þeir komi ekki hingað fyr en snemma i september — ef þeír koma þá nokkurn tíma. Fjórir bekkir hafa nú verið settir á Austurvöll og banninu ljett af hon- um. En víðar þurfa að koma bekkir en þar. Væntanlega verður ekki lát- ið sitja við þessa byrjun. Siglingar. Gullfoss lá undir Reykja nesi í fyrrinótt vegna afspyrnuroks á austan og hjelt ekki áfram fyr en ur.dir kl. 8 í gærmorgun. Lagarfoss kom hingað í gærkveldi. — Ville- moes er væntanlegur til Austur- lands á morgun eða laugardag, með steinolíufarm til Landsverslunar. — Goðafoss kom hingað síðdegis í gær. ísland kom í gær frá Kaupmanna- höfn. — Crofter kom frá Spáni með saltfarm til Copland um hádegi í gær. Grassprettan. Frjettir að norðan segja sömu söguna þaðan, af gras- sprettunni eins og hjeðan af Suður- landi. Tún og valllendi sæmilega sprottið, en mýrar með lakasta móti. Hefir veðrátta verið óvenjulega köld á Norðurlandi það sem af er sumr- ■ ir.u. Páll fsólfsson organleikari dvelur um þessar mundir í Norðtungu. — Verður hann fjarverandi hálfs mán- aðartíma. Biskupinn, dr. Jón Helgason, ætl- a’- með Goðafossi næst í vísitasíuför til Norðurlands og ferðast um Eyja- fjarðarsýslu. í þessari för býst hann við áð fara til Grímseyjar og vísitera þar. Er það fáfarin biskupaleið, því eigi mun biskup hafa komið til Gríinseyjar síðan Guðmundur Ara- son hinn góði. Samskipa biskupi norður verður síra Þórður Tómas- son, sem fer heim til Danmerkur með Goðafossi. Gagnfræðaskólinn á Akureyri. — Skýrsla hans fyrir skólaárið 1921— 1922 hefir nýlega verið send þessu blaði. Fylgja henni erindi tvö, er hinn nýji skólastjóri, Sigurður Guð- mundsson flutti við skólasetningu í fvrrahaust og skólauppsögn í vor. Eru í fyrra erindinu einkar hlýleg minn- ingarorð eftir Stefán Stefánsson skólameistara og bæði eru erindin ágæt að efni og formi, eins og von var til úr þeirri átt. Nemendur skól- ans síðastliðinn vetur voru 104 tals- ins, 19 i fyrsta bekk, 40 í öðrum og 45 í þriðja bekk. Gagnfræðaprófi við skólann luku 43 nemendur. Auk skóla stjóra kom annar kennari nýr að skolanum, Guðm. G. Bárðarson nátt- mufræðingur, sem tók við kenslu af Stefáni heitnum skólameistara, í nátt- úrufræði og landafræði. Ennfremur hætti Geir víglsubiskup Sæmundsson, sem kent hefir dönsku, kenslu við skólann, en við tók ungfrú Hulda Stefánsdóttir. Um fjölbragðaglímu eða ensku glímuna ritar Jóhannes Jósefsson fróðlega grein í Vísi í gær. Sýnir hann þar fram á, að glíma þessi muni hentugri íþrótt íslendingum en flest- ar ef ekki allar útlendar íþróttir og lýsir hann glímunni allítarlega og segir frá helstu brögðum. Hvetur hann íslendinga ~ til að leggja stund á þessa glímu, og vill fúslega veita : mönnum leiðbeiningar þar að lút- andi. Austurrísku drengirnir, sem komu hingað með Gullfossi fyrir hálfri annari viku, munu dvelja hjer frarn til loka næsta mánaðar. Hefir þeim verið komið fyrir hjá fjölskyldum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.