Morgunblaðið - 28.07.1922, Blaðsíða 2
MORGUNBLADID
og eiga þeir skyldar bestu þakkir
fyrir alt starf sitt og fyrirhöfn.
Mörgum mun virðast svo, sem
knattspyrnumenn vorir hafi ekki
siaðið sig vel á sjálfum vellinum
er þeir þreyttu viö Skotana, en
sje nánar athugað, er frammistaða
þeirra alls ekki slæm. Lið Skot-
anna var afar sterkt. Svo að segja
úrval úr þremur bestu áhuga-
mannafjelögunum á Skotlandi. Frá
Greenock (er vann síðast liðið
ár) voru 2. Frá Civil Service 7
(meö Mr. Mitchell) og frá Queens
Park 7. Var því ekki von að vel
færi, er við svo mikla afburöamenn
var að etja.
Til samanburðar vil jeg setja
hjer kappleiki þá er Queens Park
hefir náð í Danmörku frá því
1898 til 1921. Nú er samanburð-
prinn vitanlega ekki alsko|star
rjettur vegna þess að Danir hafa
mikið betri skilyrði til æfinga
tn við, og hafa þar að auki iðkað
knattspymu lengur. Svo er og
hins að gæta að það er Queens
Park eitt, sem keppir, en ekki
úrval úr þremur fjelögum. I öll-
um leikjum keptu Queens Park
við úrvalslið danskra fjelaga, að
undanteknu fyrri leiknum 1903,
sem var háður við „Köbenhavus
Boldklub". Listinn er banaig:
1898 .. .........Unnið með 7 :0
á. . — — 3:0
1900 ................ — — 6:1
s. á............... — — 8:1
1903 ................ — — 1:0
s. á............... — — 4:1
1914................. — — 5:1
1921................Tapað — 3:4
s á...............Unnið — 3:2
s. á..............Tapað — 6:1
Um síðasta kappleikinn er það
að segja, að Skotamir höfðu leikið
þrisvar sinnum á fjórum dögum
og auk þess víst verið að skoða
„Köbenhavn ved Nat“ nóttina á
undan. Að minsta kosti segir
„Idrætsbladet“ danska það og er
því engin furða þótt illa hafi
farið.
Anars sjá menn það eftir þessu
að Danir era mikið að sækja sig
þó illa hafi tekist í fystu. Þeir
hafa auðsjáanlega staðið mjög
líkt 1898 og 1903, eins og við nú.
Er því lífsnauðsyn fyrir knatt-
spymumenn vora að sækja sig nú
eins best þeir geta. og ekki hætta
í’yr en þeir hafa unnið Skotanna.
Við þurfum að fá oftar hingað
flokk ein-s og þenna, sem nú var
að fara hjeðan. Þeir eru ágætir
knattspyrnumenn, fjörugir, skemti-
legir og koma alstaðar mjög vel
fiam. Við skulum vona að annar
eins flokkur komi hingað bráð-
lega — og að knattspyrnumenn
vorir taki þá snarplegar á móti.
K.
' .................. "" é'
Islenskur
ska &it bú n i n g u
á fi^tnur litla og granna stúlku,
óskast til kaups. Menn snúi sjer
skriflega eða raunnlega til H A.
Bates, Hotel Island.
□ Edda 59227317-1 ABC
I. O. O. F. 1047288i/2. —Instr.
Úr Vopnafirði er skrifað 20. þ. m.:
„Hjer er nú góður fiskafli, en tíðin
er köld og grasspretta mjög ljeleg,
flestir samt um það bil að byrja hey-
skap, en menn búast við ljelegu hey-
skaparári.
Frá Winnipeg bafá* m. a. komið
heim hingað í sumar tveir Vopn-
firðingar, Helgi Jónssön, frá Ljósa-
landi, og Jakob Vopnfjörð. Helgi
hefir verið 15 ár vestra. Báðir hafa
þeir farið austur á fornar stöðvar,
eti eru nú komnir hingað aftur og
fara innan skamms heimleiðis, vest-
ur um haf.
Skemtiskipið Osterley kom til Ham
merfest þremur dögum eftir að það
fór hjeðan. Er ferðinni nú um það
bil lokið. Skipið er í Belgíu þessa
dagana og kemur til London á sunnu-
daginn kemur. Osterley fer ekki vest-
ur um haf og verður ferðafólkið að
sjá fyrir sjer sjálft heim frá London.
Gunnar Hallsson búfræðiskandídat
frá Ásgeirsstöðum í Eiðaþingi kom
hingað með íslandi síðast frá Dan-
mörku. Hefir hann dvalið í 8 ár
samfleytt í Danmörku og tók fulln-
aðarpróf við danskan búnaðarskóla
fyrir 6 árum. Dvelur hann hjer fram
undir haustið í kynnisför og vitjar
fornra stöðva.
Siglingar. ísland fer til Vestfjarða
kl. 2 í dag. Goðafoss fer norður um
land til útlanda á morgun með fjölda
farþega. Gullfoss hjelt áfram ferð
sinni út frá Vestmannaeyjum í gær-
morgun. Átti skipið að koma við á
Stokkseyri og Vík ef fært yrði, en
varð að hætta við að koma á Stokks-
eyri vegna brims og á sömu leið mun
hafa farið við Vík í gær. Lagarfoss
fer til Aberdeen og Hull einhvern
næstu daga með eitthvað af vörum
og mun mestmegnis flytja kol hing-
að aftur.
Hjólreiðarnar, sem haldnar verða í
sambandi við skemtun verslunar-
manna 2. ágúst hafa dregið mjög að
sjer athygli fólks. Verður þátttakan
sennilega mikil, ef til vill 20—30
menn og er síðasti frestur til að gefa
'sig fram í dag. Skeiðið sem farið
verður er nálægt 14 'kílómetrar, nefni
lega frá Árbæ og upp að Geithálsi
og til haka aftur að Árbæ. Aðrar
íþróttir verða einnig sýndar á skemt-
uninni en eigi er fyllilega afráðið
um þær ennþá. Hefir komið til mála
að .þreytt yrði reiptog, bændaglíma og
100 metra hlaup. Samkoman verður
haldin á túninu á Árbæ og verður
staðurinn skreyttur á ýmsan hátt og
vandað til alls eftir föngum. Eru
allar horfur á, að þessi skemtun taki
fram flestum eða öllum útiskemtun-
um, sem haldnar hafa verið hjer áð-
ur, það er að segja ef veðrið verður
gott.
L. P. Olsen kaupmaður frá Næst-
ved kom hingað til bæjarins í fyrra-
dag með Islandi ásamt frú sinni.
Eru hjón þessi komin í kynnisför,
dvelja um tíma hjer í bænum og
halda síðan norður í land. paðan
fara þau til Noregs.
Ólafur Jónsson læknir er kominn
heim aftur úr sumarleyfi sínu. Dvaldi
hann viku tíma við Laxá í Melasveit
ásamt Ólafi Jónssyni gjaldkera, við)
veiðar.
r
Blindra manna skemtun heldur Sam
verjinn í Iðnaðarmannahúsinu á
sunnudaginn kemur og hefst hún kl.
2 og stendur til kl. 6. Er það Sam-
verjinn hjer sem stendur fyrir skemt
un þessari. Allir blindir menn úr
bænum og hjeðan úr nágrenni eru
velkomnir á samkomuna í Iðnó og
eru frjálsir að því, hvort þeir vilja
neyta þeirra góðgerða, sem þar verða
bornar fram, ókeypis eða ékki. Sam-
verjinn mun reyna að hafa bifreiðar
til að sækja alla þá, sem ekki geta
komið sjálfir, og þurfa þeir sem
vilja láta sækja sig að gera aðvart
eigi síðar en annað kvöld.
Hjónahand. Hinn 15. þ. m. voru
gefin saman að Kálfafellsstað í Aust-
ur-Skaftafellssýslu ungfrú Jóhanna
Ájósmyndari Pjetursdóttir og Helgi
Hermann Eiríksson M. Sc., náma-
fræðingur. Faðir brúðarinnar, síra
Pjetur Jónsson, gaf þau sarnan.
íþróttafjelag Reykjavíkur. Æfing í
útiíþróttum á Iþróttavellinum í kvöld
kl. 714. Tönsberg leiðbeinir. Allir
velkomnir.
Síldveiðin. Mjög lítil síld er ennþá
á veiðistöðvunum norðanlands og
afli sára lítill. Fyrsta síldarflutn-
ingaskipið til útlanda á þessu sumri
átti að fara frá Siglufirði í nótt til
Gautaborgar, með, 1000—1200 tunnur
síldar og er talið að það sje öll sú
síld, sem komin var á land á Siglu-
firði fyrir daginn í gær.
Laxveiði hefir verið minni síðustu
vikurnar en venja hefir verið til und-
anfarin sumur og fremur lítið af laxi
borist til bæjarins. Kvarta íshúsin
undan laxleysi og segja að alt selj-
ist jafnóðum, sem til þeirra berst.
Verðið á laxinum er þó heldur lægra
en síðastliðið sumar.
Steinsteypuhús er Jón Kristjáns-
son læknir að láta byggja við norðan-
vert Miðstræti og er það fullsteypt
og verið að byrja á frágangf þess að
innanverðu. Húsið er þrjár hæðir og
verður öll neðsta hæðin notuð fyrir
lækningastofur 0 g mun læknirinn
ætla að bæta við sig ýmsu af nýjum
áhöldum þegar hann kemur í nýju
húsakyUnin, sem verða miklu rúm-
betri en þau sem hann hefir nú.
Skjöldur fer í dag til Borgarness.
Sjera pórður Tómasson flytur er-
indi um andlog mál í dómkirkjunni
í kvöld kl. 81/2- Menn taki með sjer
sálmabók.
Leiðrjettingar. Þessar prentvillur
eru í grein dr. Jóns Helgasonar
biskups um „Menn og mentir“ í síð-
asta blaði: 2. dálki 6. 1. a. o.: ótrú-
legu fyrir óþrotlegu; 2. dálki 17. 1.
a o.: eru fyrir hendi, en á að vera:
eru ekki fyrir hendi; 1. d. 2. bls. 24.
1. a. o. á að -standa: hrottaskapur-
inn í fari hans og framkomu, og í 35.
1. sama d. stendur svo sem fyrir:
svo mörg sem.
Úti í Viðey voru þeir í gær Jón
biskup Helgason, sjera pórður Tóm-
asson og margt af venslafólki þeirra.
Kynnisför. Meðal farþega á Goða-
fossi var frú Viktoria Larsen frá Jót
landi og sonur heunar, Danisland
dýralæknir. Frú Viktoria er ættuð
úr Eyjafirði, dóttir Jóns bónda Jóns-
sonar frá Kroppi. Fór hún ung til
Danmerkur, fyrir nærfelt 40 árum,
og gjftist þar dönskum „Mekaniker“.
Nú er hún í kynnisför til systkina
sinna: Jósefs Jónssonar á Oddeyri
(föður Jóhannesar glímukappa) og
frú Onnu konu Árna Jóhannssonar
hankamanns hjer. Danisland dýra-
læknir ætlar að ferðast til Þing-
valla og Geysis.
#
er sraiðuð i Svíþjóð, fundin upp i Sviþjóð og einkarjettur fengitm
ura allan heim.
Hún er hentugasta hring-prjónavjel i heimi, allra prjónavjela
einföldust, auðveldust og ódýrust.
Meðal hennar mörgu kosta raá nefna þessa:
IMargbreytt werkhœfni.
Framúrskarandi hljóðlaus gangur.
Vinnugeta svo undrum gegnir.
Vjelin getur prjónað úr allskonar bartdi, frá því fínasta til
þess grófaBta. — Ilún er óvenju endingargóð.
gFavoHt^
ætti að vera til á hverju heimili; hún er —• þessi .prjónavjel —
jafn nauðsynleg og sauraavjelin.
Einkasölu á íslandi hefur
líerslun Gunnars Gunnarssonar
Hafnaratræti 8. Reykjavík.
Tek aftur á móti sjúklingum.
Konráð Konráðsson.
G.s. „Islanð"
fer til Isafjarðar, Bíldudals og Patreksfjarðar i dag kl. 2 e. h.
Farseðlar seldir í landi. /
C. Zímsen.
Skrúfur algengar stærðir,
ódýrar, selur Brynja.
Uilartrefill, stór, rauð-hvít-
röndóttur. tapaðist á s/s »Island<
í fyrrakvöld. Skilist til L P. 01-
sen, Skjaldbreið.
Gummivatnsstigvjel töp-
uðust 7. þ. m. á leið frá Lög-
bergi upp á Sandskeið. Finuandi
beðinn að skila þeim til Sigurðar
Daníelssonar á Kolviðarhóli.
Fná Danmönku.
Munum 01 áhölðum
sem eg hefl lánað ferðamönnum,
svo sem aktýgi, hlífðarföt 0. fl.
óskaat skilað hið allra fyrsta
Kolviðarhóli 27. júlí.
Sig. Danielsson.
Hanövagn
hefir tapast. Skilist til
Útfluttar landhúnaðarafuröir.
Vikuna sem lauk 21. júlí fluttu
Danir út af landbúnaðarvörum m.
a 2 milj. kg. af smjöri, 17 miljón
egg, og 2,4 milj. kg. af fleski.
Ennfremur vora flutt út 53.700
kg. af nýrri mjólk til Bretlands.
Vilh. Finsen um auðæfi íslands.
í grein í „Nationaltidende“ seg-
ir Villí- Finsen ritstjóri frá gull-
bormiartilraununum í Reykjavík
og minnist í því sambandi á sillur
bergsfaámuna í Helgustaðaf jalli og
surtarbrandinn, sem hann telur
eigi útilokaö að megi nota til
kolatöflugerðar. Finsen minnist
ennfremur á brennisteinsnámana
og kaolin-lögin á Vestfjörðum og
telur óefað, að í skauti íslenskr-
ar náttúru sjeu fólgnir margir
fjársjóðir, og að nánari rannsókn-
ir og nýjar aðferðir geti korpið
mörgu óvæntu til leiðar, „enda
þótt flestir álíti, að fjársjóðir þeir
sem ísland hefir fengið í vöggu-
gjöf, sjeu ekkí fólgin undir storkn-
uðu hrauni, heldur í hafinu sem
ólmast við vogskornar strendur
landsins“.
—_—,—o-—--------
R. P. Leví.
Kaúpakona óskast á gott
heimili. Gott kaup í boði. Upp*
lýsingar á Hverfisgötu 50, hjá
Guðjóni Jónssyni.