Morgunblaðið - 30.07.1922, Blaðsíða 1
Bfimuan
Stofnandi: Vilh. Finsen.
Landsblað Lögrjetta*
Ritstjóri: Þorst Gíslasofi,
9. árg., 221 tbl.
Sunnudaginn 30. júli 1922.
teaitoprwUmiBja h-f.
iaawwfwi-'v-j Gamla !3áó
Hneykslið i kvennaskólanum
Afarskemtilegur Palladium gamanleikur í 1 þætt', leikinn
af hinum góðkunnu dönsku leikurum Oskar Striboli,
Olga Svendsen, Gudrun Brunn og Lauritz Olsen.
Dularfulla nóttin
Wild West sjónleikur í 2 þáttum, afarspennandi.
Frúin i Sumarfrii gamanleikur.
Þingvellir
Nýjar isl. kvikmyndir frá Þingvöllum teknar af P. Petersen.
Sýning kl. 6, 67a og 9
Jarðarför Bjarna bróður okkar fer fram frá dómkirkjunni
1. ágúst kl 3 e h.
Þórunn Siemsen, Hannes Thorsteinsson, Arni Thorsteinsson.
i ■■iiiiiMfiii friwrir m ... BaaiiniiniHrMimriTfiniiiiniii ..... ...
I
M
Mýja Bió
I
Gamanleikur í 5 þáttum.
ESKI
Endurmmningar um
Islandsför.
Eftir
Síp John Fleming, L. L. D
frá Aberdeen.
I.
í fjölda mörg ár hafSi jeg þrá6
að koma til íslands. þessa fjar-
læga lands frægrar sögu, sem jeg
jeg hefi kynst vel af bókum og
fylst aðdáun yfir þjóðinni, sem
á hana, og sögunni sjálfri.
Því er eins varið um Island
og um ættjörð mína Skotland, að
það liggur miklu norðar á hnett-
inum en þjóðin, sem það hefir
vc-rið í stjórnmálasambandi við, og
Íílendingar hafa eins og Skotar,
þrátt fyrir liðnar aldir ekki látið
kiígast, heldur varðveitt hið frjáls-
mannlega lundarfar, sem gerir all-
a ■ þjóðir miklar og mikils virtar.
Mjer fanst það því líkast heim-
sókn til löngu liðinna forfeðra
minna að komast til íslands, en
ónæðissamt lífsstarf mitt, sem nii
er orðið rneira en 70 ára, hefir
aldrei gefið mjer tækifæri til að
nppfylla ósk mína fyr en nú í
sumar.
Jeg hefi farið víða um veröld
og komið oftar en einu sinni til
allra landa á meginlandi Evrópu
nema Balkanríkjanna. Jeg hefi
farið könnunarferðir til Ceylon,
Indlands og Egyptalands og oftar
en einu sinni um Canada og Banda
ríkin þver og endilöng.
| f endurminningunni geymi jeg
því mikið af gömlum sýnum og
atvikum víðsvegar úr veröldiuni.
Þegar jeg kom til íslands —
það var með hinu góða sk'.pi
„Gullfoss" 12. júní — bjóst jeg
við því, að þessi vika eða háifui
mánuður, sem jeg ætlaði að dvelja
hjer, mundi veita mjer nýja
reynslu og atburði í skauti stór-
fengilegrar og æfintýralegrar nátt-
úru, og jeg hefi sannlega ekki
orðið fyrir vonbrigðum.
Fyrstu kynnin af „eldfjallaland-
inu í norðri“ fjekk jeg þegar
skipið kastaði akkernm í Vest-
mannaeyjum og við mjer blasti
þverhnýptur rauðbrúnn klettavegg
ur með hrannrimahettu, þakinni
grtööum torfum, þar sem hópar
af harðfengu sanSfje voru á beit,
en lítið þorp í fagurri kvos til
vinstri handar. Þessi fyrstu kjmni
voru töfrandi og síðan hafa þau
aukist og áhrifin orðið dýpri við
það, sem fyrir augu mín hefir
borið á ferðum mínum um land-
ið, austur að Geysi um Skálholt
og á bakaleiðinni að Laugavatni
og Þingvöllum.
Geysir dró mig sjerstaklega að
sjer. og hefði jeg getað dvalið
þar í marga daga, og hið guð-
dómlega kvöld og morgun, se”
var í Laugardalnum — með vatnið
fagra fyrir framan mig, umgirt af
smáhverum og laugum og í fjar-
sýn Hekla og önnur snjóklædd
fjöll svo undra fögur — hefh
látið eftir í huga mínum mynd,
sem aldrei mun hverfa.
Allur fjallahringurinn hefir ó-
venjulega göfuga mynd, gersam-
lega ólíka nokkru því, sem jeg
hefi sjeð áður í heiminum. Það
er vitanlega eldgosauppruni fjall-
anna, sem er orsök í þessu. Dala-
drögin á leiðinni úr Laugardaln-
um til Þingvalla eru tröllaukin
og töfrandi svo afburðum sætir
og s j óndeildarhrin gurinn með
hvössum, stórskornum fjallabrún-
um, einstakur í sinni röð.
Yötn, ár og lækir prýða sljett-
lendið og undir hlíðunum standa
bæirnir með veggjum úr grjóti
og torfi og bárujárnsþaki, og græn
um- túnuuum, eins og skínandi
emeröldum. Fjenaður hross og
hænsni á hverjum bæ. Þar húa að
sið feðra sinna menn, sem um
u á segja að sjeu sjálfum sjer nógir,
fremur en annarstaðar, bóndinn
er fjölhæfur maður og er trje-
smiður og jámsmiður, í senu eftir
því sem þarfir heimilisins krefj-
ast, og þekkir alls ekkert til
þeirrar venju, sem nú er orðin
svo algeng í * Englandi, að sami
maðnrinn geti ekki unnið nema
eitt verk. Bóndinn spyr ekki um
ákveðinn vinnudag, hann vinnur
'eftir því sem þörfin krefur og
þolið endist með hjálp konu sinnar
og barna að því að rækta jörðina
og elur npp hrausta kynslóð, sem
unir glöð við sitt og miklast af
ættjörð sinni, sinni „Ástkæru
fósturmold".
Jeg hefi orðið mjög hngfang-
inn af þeim myndum, sem jeg
Hjartans þakkir íyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðar- j
för elsku ‘drengsins okkar.
Hansína og Þórður Bjarnason.
hefi sjeð úr íslensku bændalífi,
af framkomu hænda og gestrisni
þeirra og hinni fjölbreyttu ment-
un þeirra. Jeg hefi t. d. rekist
á orgel á sveitabæjum þar sem
jeg bjóst síst við, og heyrt ótrú-
lega vel leikið á þau.
Og hjá þessu yfirlætislausa fólki
er hófsemi og siðferði á háu stigi,
og því má vænta landinu góðrar
framtíðar ef þær dygðir haldast.
Er jeg sá fyrir mjer heimilis-
líiið og heimilin í íslenskum sveit-
um komu mjer í hug orð þjóð-
skáldsins skotska, Robert Burns,
tr hann lýsir líkri sýn með þess-
um fögru og sönnu orðum í kvæð-
inu „Cottar’s Saturday Night“ :
From scenes like tliese auld
Scotia ’s grandeur springs
That makes her loved at home
revered abroad
Princes are but the breath of
kings —
an honest man’s the noblest
work of God. — —
,t næstu grein mun jeg segja
frá áhrifum þeim, sem jeg hefi
orðið fyrir í Reykjavík og í síð-
ustu greininni. ef þobnmæði les-
endanna verður þá ekki þrotin,
ætla jeg að birta hugleiðingar
mínar um málefni, sem ef til vill
gæti aukið dálítið hagsæld fs-
lands og fslendinga.
SílduEiöar narQmanna.
Kaupstafnan í [iEipzig
verður haldin dagana 27. ágúst til
2. september. Svo sem áður hefir
verið getið um hjer í blaðinu, fer
aukalest frá Khöfn til Leipzig um
það leyti sem kaupstefnan byrjar,
og er líklegt að þeir, sem fara hjeð-
an á kaupstefnuna, mundu vilja
nota þá ferð. Til þess þurfa menn
að hafa keypt þjer aðgönguskír-
teini að kaupstefnunni, og fást þau
hjá Natan & Olsen. Lestin fer frá
Kliöfn að morgni hins 26. ágúst, og
þeir sem vildu fara með henni, yrðu
þess vegna að koma til Khafnar
ekki síðar en 25. ágúst. („Botnia“
á að fara hjeðan 14. ágúst og lcoma
til Kliafnar 25. s. m.).
Allar upplýsingar viðvíkjandi
kaupstefnunni fást hjá umboðs-
mönnum hennar hjer, (Natham &
Olsen.
Svo er að sjá af norskum blöð-
um, að þátttaka Norðmanna í
síldveiðum hjer við land þetta
Srmar verði nokkru meiri en síív
asta ár. Frá sumnm stöðum koma
mörg skip, sem ekkert sendú í
fvrra. En sá er munurinn að nú ’
senda Norðinenn miklu stærri skip !
er áður, til þess að geta athafnað
síg utan við landhelgislínu þó ■
misjafnt veðnr sje og án sambands
við land.
í Haugasundi var í vor stofn-
að fjelag til þess að reka síld-
veiðar hjer uppi. Hefir það í för-
um 6 flutningaskip, hvert um
600 tonn. Er Bakkevik, sá sem
ltngi hefir haft síldarirtgerð á
Siglufirði, hluthafi í þessu fjelagi, |
og verður því stjórnað af sonum
hans, sem einnig hafa oft verið
á Siglufirði. Á Bakkevík þar mikl-
ar eignir, bryggjur og hiís og
vtrksmiðju mjög stóra. |
Norðmenn búast við góðum arði j
aí síldveiðunum í þetta sinn. Þeir I
hafa getað selt alla síld frá því
i fyrra og er það stór kostur.
En það sem mestu skiftir er
það, að þeir hafa fengið tilboð
frá Svíum um kaup á síldinni,
sf.m nú veiðist. Bjóða þeir 50
aura pr. kg. og telja þeir það
ágætisverð. Vilja Svíar kaupa frá
170—200.000 tunnur.
I
Aðalhlutverkið leikur hinn
góðkunni
Douglas Fairbanks.
Aukamynd
Sólsetur i Kaliforníu
Sýningar í kvöld
kl. 6, 77a og 9.
Aðgöngum. seldir frá kl. 4.
tiandbúnaðurinn danski
Fáar landbúnaðarþjóðir leggja
eins mikið kapp á að afla út-
flutningsvörum sínum góðra og
nýrra markaða eins og Danir.
Vinna þeir þrotlaust að því á allar
lundir. Enda hefir þeim orðið
slórmikið ágengt í þeim efnum.
Hafa þeir á síðustu árum aflað
sjer markaða í ýmsum löndum,
sem lítt eða ekkert skiftu við þá
áður. Er þeim ljóst, hve mikils
virðj það er að vera ekki bund-
ion á einn bás með afurðir sínar,
heldur getað notað þann markað-
inn, sem bestur er í það og það
Jnftið. Gætum við margt lært af
Donum í þessu efni, þó við eigum-
að flestu leyti erfiðari aðstöðu.
En þó svo sje, gætum við þó ef-
laust gert meira til þess að auka
og vikka út markað vorn fyrir
ýmsar útflutningsvöru*.
Sem dæmi þess, hve Danir eru
fengsælir á markaði fyrir land-
búnaðarvörur, má geta þess, að
úðan í vor haf þeir fengið fastan
markað fyrir ýmsar landafurðir í
Tjekkóslóvakíu. Senda Danir nú
vikulega fleiri hundruð nautgripi
Jiingað, sem landsbúar kaupa til
siátrunar. Og hafa margir Tjekkó- (
s’óvakar komið í sumar til Jót- •
lands og keypt þar á mörkuð- |
um uautgripi. Mjólkurkýr kaupa
þeir og fjöldamargar bæði á Jót-
landi og Fjóni. Sama er að segja
um danska smjörið. Heíir það
verið flutt í stórum stíl til Tjekk-
óslóvakíu og fæst nú þar í nær .
öllum búðum í sumum borgum
þar í landi.
niit narðmanna.
Norsku blöðin tala ekki um ann-
aí meira nú en tilslakanir okkar
vig Spánverja í tollmálunum. Era
ummæli flestra þeirra á eina leið
um það efni, að við höfum farið
hina einu rjettu leið með því að
samþykkja undanþágu frá bann-
lögunum. Kasta flest þeirra all-
þungum orðum að stjóminni
norsku fyrir aðgerðaleysi hennar
í samningunum við Portugal og
Spán, og skammsýni hennar að
láta ekki undan.
Eitt blaðið segir meðal annars,
að ísland græði nm 10 miljónir
á því, að slaka til og það aðeins
á fyrra helmingi ársins. Vitnar
það í skýrslu sem íslenska stjóm-
arskrifstofan í Höfn hafi gefið
út. Og svo sje nú komið, að ís-
lenski fiskurinn sje algerlega að
leggja undir sig markaðinn á
Spáni. Og það sje eingöngu að
þakka stefnu þeirri hinni skyn-