Morgunblaðið - 06.08.1922, Page 4

Morgunblaðið - 06.08.1922, Page 4
M0RGUNBLA8I® Hinar naarg eftirspurðu Ðarnapeysur eru nú komnar aftur, einnig barnasokkar. hlyti aS vera hafin langt yfir fjöld- ann. „Ef jeg þekki frænku mína rjett“, sagöi ofursinn, „eru allar tilraúnir í þá átt aö aftra henni frá því að fara, árangurslausar, þegar hún einu sinni hefir tekið það í sig. — Auðvitað sjáumst við aft- ur. — Þú leyfir mjer samt að fylgja þjer til dyra“. Hún aftraði honum vingjarnlega frá því. „Þú veist að jeg er vön að komast af án hjálpar karl- . manna! Jeg sje ykkur bráðum!“ Hún beygði höfuðið lítið eitt og gekk fljótlega út úr salnum. í hverri hreyfingu lýsti sjer bæði ejálfsþóttinn og hin frábæra fegurð. — Mjer kom ekki til hugar ^ð koma mín mundi VerSa til þess að ræna þig svona skemtilegum gesti, faSir minn, sagði Bernd dálítið kesknislega, þegar hún var komin út úr dyrunum. Annars hefði jeg beðið þig að koma til fundar við mig á öðrum stað, því jeg held aS henni hafi ekki veriS meira en svo um það gefið að hitta mig, en mjer hana — Jeg varð sjálfur hissa á aS sjá hana, og það er bara tilviljun að hún býr á sama staS og jeg. En þú þarft alls ekki að óttast að henni falli neitt illa aS sjá þig, því hún var einmitt nýbúin ac minnast á þig mjög vingjarnlega. — Er þaS mögulegt; hún veit aðvitað um þetta alt. — Hvemig ætti hún annað en vita þaS, sem öll blöð hafa verið full af nú upp á síSkastið? Hún hefir minst á þaS með stakri nær- gætni. — Jæja, það gerir hvorki til nje frá, hvaS hún segir eða hugs- ar! En við getum ekki talaS sam- an á þessum stað, sem allir geta heyrt til okkar. Eigum viS að koma upp á herbergiS þitt, eða viltu heldur koma heim til mín, þar er ej. nþá afskektara ? — Það er nógu afskekt hjer, viS skulum koma upp á herbergið mitt. Þegar þeir voru komnir inn á herbergið, læsti ofurstinn dyrun- um vandlega. Svo sneri hann sjer að syni sín- um og sagði mjög alvörugefinn: — Nú, er þetta ekki alveg dæma- leust hneyksli ? HvaS segirðu nú um tengdaföður þinn, leyndarráS- iö ? — Og þú ert giftur inn í ætt- ina! Yæri furSa þó maður misti vitið yfir öðru eins? — Eigum við ekki aS láta þá dánu óáreitta, faSir minn ? — þaS sem er skeð, er skeð, og verSur ekki aftur tekið — heift þín og reiði hefir sannarlega haft nógu ilt í för meS sjer. Ofurstinn hleypti brúnum. — Eiga þetta að vera ávítur? — ÞaS vildi svo óheppilega til aS konan mín n/iSi í símskeytið, og það hefir sjálfsagt verið þess vegna aS veikindi hennar brutust svona út. Degemdorf ypti öxlum. — Þess ætlaSist jeg ekki til; en Malva hefði þó fengiS að vita þaS hvort sem var, og nú finst mjer aS við ættum ekki að vera að eySa tímanum í óþarfa meðaumkunar- skraf — þaS hefir lítið aS þýSa. — Þú ættir að reyna að muna íaðir minn, aS það er konan mín, sem þú ert aS tala um. Ofurstann setti dreyrrauSan. — Konan þín, já, sem þú hefir verið gintur til aS giftast! Jeg vil hennar vegna reyna að hugsa mjer að hún hafi ekkert um það vitað. En það kemur lítiS málinu viS! HvaS ætlarSu nú að gera? — ÞaS, sem kringumstæðurnar heimta af mjer; jeg sendi lausnar- beiðni mína undireins í dag. — Hvernig á jeg aS skilja þaS? það er þó vonandi ætlan þín að skilja við konuna? Öll sú slægS, sem hefir verið notuS til að koma þjer inn í þetta hjónaband, er nægileg ástæSa til aS fá skilnað; það fullvissar justisráðið mig um, — Hvernig heldurðu að jeg sje innrættur? Úr því þaS ekki var Malva, sem sveik mig, hefi jeg ekki minstu átyllu til slíks. Jeg hefi gifst henni af ást, og jeg væri sá mesti níSingur, sem sóliu hefir nokkru sinni skinið á, ef jeg yfir- gæfi hana þegar ólániS dynur yfir hana. Herforinginn studdist með báS- um höndum við borð það, sem stóS á milli þeirra feSganna, og starði framan í Bernd. — Þú getur þá ekki sjeS af þess- ari miljón, sagði hann í liálfum hljóðum, en skjálfandi af reiSi. — Miljónin er þjer dýrmætari en sómi og óflekkað mannorð ætt- arinnar. — Faðir minn! Ef einhver ann- ar en þú hefði dirfst aS segja slíkt viS mig! — en jeg hefi ásett mjer áS tala rólega og reiSilaust við þig — og þess vegna ætla jeg að láta þessi ósvífnu orð vera sem ótöl- uð. — Jeg vona að jeg þurfi ekki að svara þeim greinilegar, en meS því að láta þig vita, aS jeg álít okkur Mölvu alls ekki eiga neitt tiikall til þess fjár, og aS jeg snerti ckki einn eyri af því. Þetta svar kom herforingjanum í bál og brand. Hann gat með naum- indum stjórnað sjer og hrópaSi: — Ertu orðinn alveg brjálaSur? Ef þú tekur ekki heimanmundinn og fær þig lausan úr hernum, á hverju ætlarðu þá aS lifa? — Hef- irðu fundiS einhver falin auðæfi? ESa ímyndarðu þjer máske aS jeg hjálpi þjer? € DAGBÖK. r Vigf. Guðbrandsson klsoðskeri Sítni 470 Sinuj.: Vigfús ASslstr. 8 Fjöibreytt fataefei. 1. fi. saumastoía Jarðarför síra Magnúsar Andrjes- sonar fer fram að Gilsbakka næst- komandi laugardag. Kveðjuathöfn verður í dómkirkjunni hjer á þriðju- daginn kemur ki. 10y2 árdegis. Kvikmyndaleikararnir fóru í gær upp í Hvaifjörð og tóku þar allmikið •f myndum. Bifreiðarslysið. Meiðsli bifreiðar- sijórans á bifreið Gísla Johnsen hafa ekki reynst eins alvarleg og áhorfð- ist í fyrstu og er hann nú kominn á fætur aftúr. Er það rangt, er frá hefir verið skýrt í blöðunum hjer, af bifreiðarstjórinn hafi verið drukk- inn. Stúlknn sem meira meiddist er jila haidin ennþá, en þó talin úr hættu. Naut slasar mann. í fyrri nótt fór Gunnlaugur læknir Claessen upp að Meðalfelli í Kjós. Yar hann sóttur þaðan til Eggerts Finnssonar bónda. Hafði mannýgur boli á heimilinu þjarmað svo að honum í fyrradag, að ráðlegra þótti að leita læknis. Leið honum illa þegar læknirinn kom til ,hans en var nokkru skárri í gærkvöldi er hann fór frá Meðalfelli. k / Tjömin. Langt er nú síðan slý hefir verið hreinsað af Tjörninni. Enda er það orðið svo mikið, að það þekur.hana nærfelt bakka milli. Er það til storrar óprýði og óhollustu og þyrfti að taka það hið allra fyrsta. Tjörnin er svo mikil bæjarprýði, að ekki samir, að henni sje ekki haldið hreinni svo sem unt er. Auglýsingastjóri. Morgunblaðið aug lýsir í dag eftir manni til þess að .annast að öllu leyti um auglýsingar í blaðið, og má gera ráð fyrir að marga fýsi að sækja um slíka stöðu. Kú á dögum er það orðið að list, að skrifa góðar auglýsingar, en verulega vel skrifaðri auglýsingu er líka sjald- an á glæ kast'að. Og það ætti að vera þakklátt starf að safna auglýs- ingum, því að þær hafa hagnað í för með sjer fyrir alla hlutaðeigend- ur — þann sem auglýsir, skiftavin- ina, sem vanhagar um það sem aug- lýst er, blaðið,- sem flytur auglýs- ingarnar, og að lokum þann mann, sem útvegar auglýsingamar, semur þær eða gerir uppástungur að þeim, gætir þe'ss að þær sjeu rjett stílaðar og villulausar áður en þær eru prent- aðar o. s. frv. — Maður sá, sem óskað er eftir, verður ag vera kurteis, hugkvæmur og vel að sjer, og hafi hann áhuga á málinu, mun hann á stuttum tíma geta skapað sjer góðar tekjur. Síldarolíuverksmiðju mikla eiga iNorðmenn á Krossanesi við Eyja- fjörð. Ætla þeir að reka hana með ir eiri krafti nú í sumar en nokkru sinni áður. Kom framkvæmdarstjór- inn, Andreas Haldö stórþingsmaður ' vérksmiðjunnar fyrir síðustu mán- aðamót. Eiga síðan að koma 18 skip og eru sjálfsagt komin, er eiga að veiða til verksmiðjunnar. Framleiðir hún bæði síldarolíu og síldarmjel, og er þessa árs framleiðsla þegar ,seld. jSr mjelið selt alla leið austur í Jap- an fyrir verð er jafngildir nálægt ikr. 33,00 ísl. hjer á staðnum. Slys. Á Akureyri vildi það slys til laust fyrir mánaðarmótin síðustu, að barn datt út um húsglugga niður á götu og beið bana af. Tóur hafa verið óvenjulega nær- göngular að sögn í Þingeyjarsýslu í vor Hafa þær lagst á greni í heima- högum og valdið allmiklum skemdum á sauðfje bænda. Peningagjöf hefir Sambandsfjelagi norðlenskra kvenna borist frá ís- lenskri konu, sem búsett er á Jáva á Suðurheimseyjum, frú Laufeyju Friðriksdóttur Oberman. Er hún gift landstjóranum þar, hollenskum manni. Verðandi nr. 9 hefir skemtifund á "' “jiidagskveldið, verður þar minst margs gamals úr sögu stúkunnar, og skemt með söng o. fl. Eftir fundinn verður dansað. Fundur þessi er í tilefni af því, að stúkan hefir ný- lega haldið jafnmarga fundi og ár eru liðin frá Kristburði. Á fundin- um verður stúkunni færð gjöf, og attu fjelagar að fjölmenna á fundinn. nuglýsingastjóri. Framtíöarstaöa. Fyrir verulega duglegan, ðreidanlegan og vel mentaðan mann, sem á eigin H5nd getur annast alt er snertir auglýsingar i IWorgunblaðið, er taakifæri til þess að skapa sjer óvenjulega góða stödu^lCúl Skrifleg umsókn, merkt „Auglýsingaru, leggist inn ð skrifstofu blaðsins. NSfnum umsækjenda verður haldið leyndum. U E.s. „Villemoes fermir í New York um miðjan september til Reykjavíkur og aðalhafnanna kringum landið. Nánari upplýaingar fást á skrifstofu vorri. H.f. Eimskipafjelag Islanðs. Vönöuð húsgögn, svefnherbergis- og dagstofu, eru til sSlu með tæki- færisverði. — Til sýnis í dag (sunnudag), allan daginn í SuðurgStu 14. Trgggið *•-" einasta 'sfoosKa fjelaírinu • H/F Sjóvátryggínsrarfjelagi íslands, setn .rvggir Kastó) *éra< þegnflmning o. fl. fyrir sjo j striðsnættu. Hvergi betri og áreiíanlegri viðskifti. Skrifstofa í húsi Eimskipafjelagsins, 2 hæC. Afgreiðslutámi kl. 10—4 e. m. Laugardaga kl. 10—2 e. m. Símar: Skrifstofan 542. Framkvæmdarstjórinn 309. Pósthólf: 574 og 417. Símnefni: Insnrance. HÚS OG BYGGIKGARLÓÐIE. selnr Jónas H. Jónsson, Báruhúsdmi, tómi 327. — Áhersla lögð á hagfeld viðskifti beggja aðila. Vörur með e.s. „Villemoes“ kring- um land afhendist ð mðnu- dag, 7. ágúst og farseðlar sækist sama dag.g gj - H.f. Eimskipafjel. Islands. Lifanði Himbrimi til sölu. Tilboð óskast. A. v. á 2-3 herbengi og eldhús vantar mig nú þegar eða 1. október. K. Schaleck (hjá HefilJ & Sög). Siglingar. Gullfoss kom til Kaup- mannahafnar 2. ágúst. Goðafoss fór frá Akureyri í gær. Lagarfoss kom til Aberdeen 3. ágúst. Botnía fór frá Leith í gær áleiöis hingað. Kolafarm er Kvöldúlfsfjelagið ný- búið að fá. Kom E.s. Activ með hann. Engleberts-t gummisólar og hælar fást í heildsölu og smásölu í Versl. O. Amundasonar Sími 149. Laugav. 24. Kaupamaður óskast strax. Upplýsingar á Vatnsstíg 9 frá kl. 10—H árdegi8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.