Morgunblaðið - 17.08.1922, Qupperneq 1
i m
msvvsuam
Stofnandi: Vilh. Finsen.
9. ápg>) 235 tbl.
Gamla Bíó
Mansalarnir.
Amerísk stórmynd.
Aðalhlutverkið ieikur
Juanita Hansen.
Landsblad Lögrjetta,
Fimtudaginn 17. ágúst 1922.
Ritstjóri: Þorst. Gíslason.
l&aíoldarprentsmiðja h.f.
9
þætt'
I
5. kafli:
I Ijónagröfinni.
6. kafli:
Hræðileg hefnd j
Þessir tveir kaflar verða sýnd-
ir i kvöld kl. 9*
Næst verður 7. kafli sýnd-
ur o? er þessari stórkostlegu
rnynd þar tneð lokið
Pöntunum veitt móttaka
i síma 475.
Ef þjer notið einu sinni rjóm
ann frá Mjólkurfjelaginu
MJÖLL
þá notið þjer aldrei f^amar út
lenda dósamjólk.
Kjötútsala BorgarnEss
si-m áður heflf verið á Laugavegi 17, er í ár flutt í
$
kjötbúð MILNERS
og fæ >t þ»f framvegia daglega nýtt kjöt með ódýrasta verði. —
Ennfremur verður be.-ta tegund at’ rjómabús-smjöri fyrirliggjandi.
fiotf mi
Handsápur, 15. teg.
Þvottasápur, 2. teg.
Grænsápa í trjebölum
Þvottasóda,
Þvottaduft >Major«
Línsterkja
OFNS VERTA.
Simar 28!, 481 og 681.
lionthcliffe.
Northcliffe lávarður, sem nú erj
nýlátinn, var fyrir löngu orðinn:
heimskunnur blaðamaSur og blaða- j
eigandi. Eins og auðvitað er, stó'ðu
oft um hann harðar deilur og
snarpar og voru dómar manna
um hann og framkomu hans og
starf ærið misjafnir. En hvað
sem j?ví líður, þá er það víst,
að hjer er um að ræða einhvern
alira áhrifamesta mann samtíðar
sinnar og stórmerkilegan mann í
sögu blaðamenskunnar.
Northcliffe lávarður, eða Alfred
Hamsworth eins og hann hjet að
skírnarnafni, var fæddur 15. júlí
1865, af góðum ættum, og fór
að fást við blaðamensku þegar
um 15 ára aldur og hafði hugur
hans mjög snemma hneigst í þá
átt. Starfaði hann fyrst við ýms
bamablöð, seinna einnig við önn-
Ur blöC kunnra blaðamanna, og
komst fljótt í mikið álit yfirboð-
ara sinna. Einn þeirra bauð hon-
um nokkra seinna að gerást með-
eigandi í stóm blaðafyrirtæki,
en Northcliffe hafnaði því og
stofnaði nokkru seinna sjálfur blað
í London. Hjet það Answers og
byrjaði að koma út 1888 og varð
mesta gróðafyrirtæki undir stjórn
N. Græddi hann um tíma á því
um 50 þús. pund á ári. Upp úr
þessari starfsemi hans óx smám
scman hið mikla blaðafyrirtæki
lians, sem kallað var Amalgamated
Press og fór útbreiðsla blaða hans
sívaxandi og áhrif þeirra um leið
og eru þau nú kunn um allan
heim undir nafninu Northcliffs-
blöðin. Til dæmis um þetta má
geta þess, að eitt aðalblað hans
The Daily Mail kemur nú út
daglega í 1 miljón og 350 þúsund
eintökum. Aðalblöð hans voru
annars The Times, The Daily
Mail, Overseas Daily Mail, Weekly
r-ispatch og Evening News. Auk
þess hefir liann gefið út allmikið
af ýmiskonar bókum og má þar
t. d. minna á Hamsworths alfræði-
bókina svonefndu, sem hjer er
talsvert þekt.
Til þess að relta alt þetta mikla'
blaðabákn, hefir hann reist miklar
bj’-ggingar og látið iara að nota
margvíslegar nýjar vjplar. Og til
þess að afla pappírs keypti hann
1906, ásamt bróður sínum, Rother-
mere lávarði, sem líka er blaða-
maður, heilt skóglendi í Ameríku
og- setti þar upp miklar papp-
írsgerðarverksmiðjur, að miklu
leyti reknar með fossaafli úr
vatnsföllum þar í landareigninni.
Northcliffe liefir að sjálfsög'ðu
haft mikil afskifti af opinberum
málum, bæði með þvf, sem, hann
hefir sjálfur skrifað heinlínis, eða
á annan hátt hefir komið fram
fyrir áhrif hans og blaðamanna
hans. En til dæmis um starfs-
mannafjölda þann, sem við blöð
hans vinnur, má nefna það, að
þegar Daily Mail var 25 ára lijelt,
hann starfsmönnum sínum við það
blað veitslu mikla og sátu hana
7000 manns.
Það er talið, að sem blaða-
maður hafi Northcliffe alveg
skapað nýja stefnu, þá sem nu
ræður í stftrfrækslu flestra stór-
biaða- Dómar manna um hana eru
r.okkuð misjafnir, en gífurleg á-
hrif hefir hún haft. Og auk mikils
dugnaöar og starfsþreks, bæði til
þess að vinna sjálfur og stjórna
öjðrum, var Northcliffe sjálfur
mjög vel ritfær maður. Hafa sum-
ar greinar hans verið gefnar út
sjerstaklega í bókarformi, t. d.
í bókinni At the War, 1916. Til
dæmis um vinnulag hans, má
geta þess, að hann fór lengstum
á fætur um kl. 6 4 morgnana,
en fremur snemma í rúmið á
kvöldin. Annars var hann allmik-
ill íþróttamaður, eins og títt er
um Breta. Hann var einnig auð-
sæll maður og gaf einnig ó'sart til
ýmsra fyrirtækja, einkum stuidi
hann flugtilraunir mikið, og pauða
krossinum gaf hann stórfje á
slríSsárunum. Kona hans starfaði
einnig mikið í Rauða krossinum.
Af stórmálum þeim, sem hann
hefir haft afskifti af, skal lrjer
aíeins getið hinna helstu. í deil-
uEum út af Búastríðinu tók hann
mikinn þátt og á þeim árum var
uppgangur hans einna mestur. I
heimsstyrjöldinni seinustu voru
áhrif hans einnig mikil. Hann
hafði löngu áður en stríðið byrj-
aði, livað eftir annað skrifað um
„hættuna af Þjóðverjum“, þó án
nokkurra verulegra æsinga gegn
þeim. En hann barðist mikið fyrir
flotaaukningu, fyrir herskyldu,
þegar það mál komst á dagskrá
og auknum loftvörnum og flug-
ferSum. Lenti honum þá oft sam-
an við stjórnina og aðra valda-
menn, t. d. Kitchener um tíma,
Churchill, útaf Dardanellaherför-
b.ni, sem hann var mótfallinn og
síðast en ekki síst við Asquitli og
var það eipna mest fyrir hans
áhrif, að Asquith varð að fara
frá, eu Lloyd George tók við.
í írskum málum tók hann einnig
mikinn þátt og var Irum lilið-
hollur. 1 friðarsamningunum mun
honum hafa þótt nokkuð hart
gengið að Þjóðverjum og veittist
allmikið að Yersala-fundinum og
sögðu andstæðingar hans reyndar,
að það liefði mest verið af því,
að hann he'fði sjálfur ekki verið
sendur þangað. Um tíma var líka
grunt á því góða mil’i þeirra
Lloyd George og hans. A ófriðar-
árunum var hanu gerður einskonar
frjettaráðherra fyrir ,óvinalöndin‘
svonefndu og átti þá að útbreiða
enskar fregnir og enskan skiln-
ing á málunum og vann þar mik-
ið verk. Annars hafnaði hann ráð-
herrastöSn, sem honum var boðin
1918. Á ófriðarárunum fór hann
einnig til Bandaríkjanna 1917 og
vann þar mikið að nánara sam-
komulagi og samvinnn en áður
var milli Breta og Bandaríkja-
manna. Yfirleitt kvað hann hafa
ferðast mikið og lesið mikið og
1921 fór hann t. d. í ferðalag
kringum jörðina og ætlaði þá til
Canada, Ástralíu, Nýja Sjálánds,
Japan og Kína til þess að kynnast
málefnum þessara landa.
Northcliffe lávarður verSur graf
inn í Westminster Ahbey, segja
skeytin, og er þar legstaður ýmsra
merkustu manna Englendinga.
Fríhöfn í Kiel.
Þjóðverjar hafa allar klær úti til
þess að bjarga Við verslun sinni og
viðskiftum og reyna að gera hafnar-
borgir sínar að viðskiftamiðstöðvum.
Þannig hefir ríkisþingið þýska ný-
lega samþykt fjárveitingu til þess að
byggja fríhöfn í Kiel.
Steinolían.
Mikið er um steinolíueinkasöl-
i.na talað, og flest á einn veg,
sem sje þann, að sú ráðstöfun
sje næsta óheppileg. Menn aðhyll-
ast vfirleitt frjálst verslunarfyr-
iikomulag, en eru einokunarversl-
un andstteðir. Nu hjuggust menu
'við, a'ð frjáls samkepni fengi
að njóta sín í steinolíuversluninni
og væntu góðs af því. En þá
skellur þetta yfir.
Þessi verslunarhöft snerta mest
vjelbátaútveginn, en kunnugt er
það, að formaður Fiskifjelagsins,
hr. Jón Bergsveinsson, er einka-
sölunni mjög mótfallinn. Hefði
þó ■ mátt ætla, að stjórnin færi
í þessu máli fremur eftir tillög-
um Fiskifjelagsstjórnarinnar en
annara.
Á afstöðuna til þingsins er nokk-
u.ð minst áður hjer í blaðinu.
En það fullyrða ýmsir þingmenn,
að ef málið hefði komið til kasta
aiþingis, þá hefði einkasalan ekki
komist fram.
Mbl. hefir nú aflað sjer nokk-
urra nánari upplýsinga um þessa
einkasölu, en áður lágu fyrir. Það
spurðist f.yrir um hana á 2. skrif-
stofu stjórnarr., en var vísað það-
an til Landsverslunarmnar, því
það er hún, sem gert hefir samn-
ingana við útlenda fjelagið, sem
skift verður við, en auðvitað í
samráði við landsstjórnina.
Formaður Landsverslunarinnar,
hr. Magnús Kristjánsson, gaf góð-
fuslega eftirfarandi upplýsingar:
Fjelagið, sem samið er við, heit-
ir „British Petroleum“, en það
annast öll söluviðskifti hins svo
nefnda Ensk-persneska (Anglo-
Persian) steinolíufjelags. Fjelag
þetta hefir viðskifti um allan
heim og hefir mjög færst í auk
ana og náð undir sig víðtækum
samböndum í olíuframleiðslu og
olíuverslun eftir að heimsstyrjöld-
inni lauk. Það er stutt af ensku
stjórninni og hún hefir lagt fram
tóluvert af því fje, sem það starf-
ar með. Verslunarmálaráðherrann
enski á sæti í fjelagsstjórninni.
í sumar var hjer maður frá fje-
laginu, Wimberry að nafni, sem
sanidi fyrir þess hönd við Lands-
verslunina.
Samningurinn er gerður til 3
ára, talið frá 10. febrúar 1923.
Yerðið skal miðað við^ verð-
skráning á . heimsmarkaðmum,
stígandi og fallandi eftír því, sem
þar gerist. Landsverslunin hefir
r;,ett til að setja eftirlitsmann til
tryggingar þessu. Forstjóri Lands-
verslunarinnar sagði, að verðið
þyrfti ekki að vera hærra hjer
en í Englandi.
Landsverslunin hefir fengið stál-
tnnnur til steinolíuflutnings, og
geta kaupendur skilað þeim, þeg-
ar þær eru tæmdar. Rýmar olían
minna í þeim ílátum en í trje-
tunnum. Hin miklu skip, sem
gerð eru til olíuflutninga langar
leiðir, svo sem frá námum í öðr-
álfum til Englands, bera 6000—
8000 tonn, og er það ársforði
Hýja Sió
njósnarinn
frá RichmDnc].
Sjónleikur í 6 þáltum,
tekinn á Film af
Paromount-FlrtEraft PicturES
Corp. FIeu Uork.
Aðalhlutverk leikur hinn al-
þekti leikari
Robert Warwick.
Sögulegur þáttur úr þræ a-
stríðinu.
Mjög skemtileg mynd.
Sýning kl. 8!/a.
«
ni—1—1111111 mrb
i i n iinimiuiii
tekur öll málaflutningsstörf.
Skrifstofa Klapparstíg 20.
Til viðtals 12—1 og 4—5 e. h.
Sími. 546.
Páll Isólffsson
tekur að sjer kenslu i piano-leik,
harmonium-leik og hljómfræði
næstkomandi vetur. Til viðtals í
Kirkjustræti 4, daglega, kl. 1 — 2.
eöa meira handa íslandi, svo að
ekki getur komið til greina, að
flytja olíuna hingað á slíkum
skipum.
Hugsað hefir verið um, að koma
hjer upp geymistöð fyrir stein-
olíu, en alt er óráðiS enn um það
mál, sagði Landsverslunarforstjór-
inn. En hann hjóst við að slík
stöð- mundi kosta um 200 þús.
kr. Hefir hann fengið uppdrátt
og áætlanir þessu viðvíkjandS,
sem gerðar eru af enskum manni.
Þetta eru þær upplýsingar um
rnáliS, sem forstjóri Landsversl-
unarinnar ljet í tje.
Athugasemd.
I tiiefni af símskeyti, birtu
í blaðinu í dag, um viötal mitt
við dr. Kortsen, leyfi jeg mjer
að taka fram það, sem hjer segir:
1. Dr. Kortsen spurði mig um
hvort jeg væri með frjálsri versl-
un, því svaraði jeg játandi.
2. Dr. Kortsen spurði mig hvem-
ig afstaöa flokkanna í þinginu
væru til frjálsrar verslunar, því
svaraði jeg á þessa leið: í þeim
f'.okkum, sem styðja stjórnina eru
sumir með frjálsri verslun, aðrir
með einkasölu í ýmsri mynd, og
á meðal andstæðinga stjómarinnar
er hið sama tilfellið.
Dr. Kortsen hefir sjeð þessa
leiðrjettingu og hefir ekkert við
hana að athuga.
Reykjavík 16. ág. 1922.
Sig. Eggerz.