Morgunblaðið - 17.08.1922, Qupperneq 3
MORGUNBLABIB
sitt er sagt «ð kastalinn hafi feng-
ið af því, að þegar drepsótt r in
inikil geysaði í Rómaborg, áriö
590 e. K., gekk mannfjöldinu í
skniðgöngu um borgina ákallandi
guð til hjálpar, sást þá yfir húú
þessu engill, sem var að sliðra
sverð sitt sem merki þess að guSi
væri runnin reiðin. Kastalinn stend
nr á vestari bakka Tiberfljóts,
sama megin og Petruskirkjan og
Vatikanið. Pyrir mörg hundruð
árum voru grafin lej’nigöng frá
kastalanum í Vatikanið og er liægt
að komast eftir göngum þessum
enn.
Bnn dvaldi jeg 2 daga í Róm,
fór á skrifstofur ræðismannanna
ti) þess að láta þá rita á vega-
brjef mitt leyfi til' að ferðast um
Austturríki og Þýskaland og
■keypti mjer farseðil til Berlín. 26.
febr. fór jeg svo frá Róm til Pir-
enze í besta veðri, sat í vagnklef-
anum við hliðina á sænskum verk-
fræðingi og margt fleira var þar
í klefanum af norðurlandafólki.
Þegar til Pirenze kom var mjer
vel fagnað á gistihúsi því, sem
jeg bjó þar á áður, og dvaldi jeg
þar enn í 2 daga. Bn nú var ekki
vistlegt í Pirenze, því æsingar voru
þar í fólki og ölæði á götum, lýð-
nrinn var í störum hópum á stræt-
um og torgum og lenti í skærur
milli óróaseggja og lögreglunnar,
sá jeg þegar flokkarnir voru að
skjóta og hjálparvagn kom til að
sækja þá særðu; sagt var að einn
eða tveir hefðu verið drepnir
sunnudaginn sem jeg var þarna
um kyrt og nokkrir höfðu særst.
Jeg samdi ljóðabrjef handa Rik
arði, bjó mig svo undir heimferð-
ina og sammæltist við dánskan
rithöfund, sem þarna var staddur
og ætlaði heimleiðis. Snemma
morguninn eftir ókum við til braut
arstöðvarinnar, var þar dauflegt
um að litast. Stór hópur af fólki
þögull og þungbfiinn stóð þarna
með farangur sinn fyrir utan læst
ar járngrindur framan við járn-
brautarstöðina. Lítið var farið að
birta af degi og myrkur o'g þögn
TÍkti vfir brautarstöðinni, svo ekki
var útlit fyrir neina starfrækslu
þ>ar. Nokkrir hermenn gengu- fram
og aftur fyrir innan grindurnar.
Þó maður spvrði einhvern hvernig
þetta mundi enda, þá vissi eng-
inn neitt og það lakasta var aö
I búast mátti við að sprengikúla
springi í miðjum hópnum þegar
minst varði, sem gæti gert stórt
strik í reikninginn. Brátt var
Íkomið fram yfir þann tíma, sem
lestin átti að koma og fara og
við vissum ekki hvað til bragðs
skyldi taka. Pjelagi minn vildi
helst snúa heim til gistihússins
aftur, en jeg vildi það síður, held-
ur komast leiðar minnar ef mögu-
legt væri. Loks opnuðu hermenn-
irnir grindina til hálfs og leyfðu
þeim sem farseðil höfðu að koma
inn. Við höfðum báðir farseðil og
sluppum því inn á stöðina, en nú
tók lítið betra viS, því engir braut
arþjónar voru sjáanlegir og alt
sem í þoku. Við bárum farangur*
okkar út að vagnteinunum og
komum þar auga á lest, sem var
lík því að hún ætti að leggja af
stað bráðlega; var okkur sagt að
hún mundi. fara eitthvað norður
á leið, settumst við þá rólegir inn
í einn klefapn og biðum góða
stund þangað til lestin rann af
stað með okkur, en hyert hún
átti að fara vissum viö ekki. —
Brátt sáum við samt að hún var
á norðurleið, þektum stöðvamar,
s(-m við fórum fram hjá, enginn
brautarþjónn virtist vera með og
cnginn spuröi um farseðla. Eftir
rúma klukkutíma ferð vorum við
staddir í smáborg einni, var okkur
nú ságt að fara út úr vagninum,
því hann færi ekki lengra í bráð.
Þessu boði varð auðvitað að hlýða,
hlóðum við nú farangri okkar í
eitt hornið á veitingasalnum á
járnbrautarstöðinni; stóö svo ann
ar þar á verði meðan hinn for
rannsóknarferðir um nágrennið
til að leita upplýsinga. Enginn
vissi neitt um það hvenær ferð
1 nmndi falla til Bologna; þaö var
næsti áfangastaður. Spgðu járn-
brautarembættismennirnir að all-
ai ferðaáætlanir trufluðust vegna
óeirða í borgunum. Einhver gaf
þó von um að lestarskrifli kæmi
(frá Písa og færi eitthvað noröur
^ eftir seinna um daginn. Samferða-
manni mínum leist, ekki vel á
| ástandið og vildi helst snúa við
til Firenze, en það vildi jeg ekki,
1 Ein flaska af góðu víni sætti okk-
, ur við tilveruna og að nokkrum
stundum liönum kom lest, sem
tdtækilegt virtist að leggja af
stað með; fórum við orðalaust
: inn í einn klefann og sátum þar
! í næði án þess nokkur ónáðaði
( okkur meö því að spyrja eftir far-
seðli eða því um líkt; fórum við
! nú eftir mörgum jarðgöngum gegn
um Appeninafjöllin og komumst
slysalaust til Bologna. Þar urðum
! við að bíða nokkra klukkutíma
j eftir lest er fara skyldi til Vene-
dig. Prh.
í fyrra mánuði birti Georg
Brandes brjef í „Politiken'1 til
1 rússnesku stjórnarinnar. Stóð svo
á því, að sendinefnd róttækari
rússneskra jafnaöarmanna hafði
sent honum ávarp og mælst til
þess, að hann sendi rússnesku
stjórninni mótmæli gegn dauða-
dómi, sem hún hafði felt yfir
nokkrum flokksbræðrum þeirra.
Gátu þeir þess í ávarpinu til
Brandesar, að þeir heföu þá trú,
að mótmæli hans hefðu einhverja
þýðingu.
Brandes sltrifar á þessa leið:
.Jeg á erfitt með aS tileinka
mjer þessa trú. En jeg álít það
skvldu mína, að draga mig hjer
ekki í hlje.
Jeg sendi því þetta avarp til
rússnesku stjórnarinnar og sjer-
staklega til dómstólsins í Moskva.
Veit jeg þó vel, að jeg er ekki
fulltrúi neins ríkis, flokks eða
valds, get ekki sýnt annaö en 60
ára starf í þjónustu hinnar and-
legu byltingar.
Páir hafa óskað heitar eftir
umsköpun í Rússlandi en jeg
'Páár hafa jafn snemma mjer
látið í ljósi ótta þeirra á því,
að byltingin mundi ekki hafa
í för með sjer raunverulega and-
lega breytingu, heldur aöeins hitt,
að hún hjeldi áfram harðstjóm
keisarasinna í gangstæða átt þó
enn með sömu meðulum, hinum
pólitísku njósnum, pólitísku fang-
elsunum, pyntingum í fangelsun-
um og stjórnmálablóðsúthellingum.
Rússneska stjómin heldur því
fram, að það sem hún geri sje
nauövörn. En með orðinu nauð-
vörn er sjerhvert pólitískt morð
riettlætt. Og dómaramir segja,
að þeir sjeu skipaðir til að fram-
fylgja lögunum og ekki til annars
eða meira. En ef lögin ekki nægja,
eða eru hlutdræg og órjettlát,
hverskonar rjettlæti er þí/ fram-
fylgt, ef eftir þeim er dæmt?
Og hve oft hefir ekki mikill fjöldi
morða átt sjer stað í Rússlandi
nú án dóms og laga?
Hvaö vinnur hin rússneska
stjórn, ef meginþorri verkamanna
í álfunni og meiri hluti stjórn-
andi gáfumanna Evrópu fá í sam-
einingu það álit, að ein harð-
stjórnin hafi tekið við af annari ?
Jeg þekki hugsunarferilinn í
Kússlandi: Við segjumst ekki vera
brautryðjendur frelsis eða rjett-
lætis. Slíkt er borgaralegur hje-
gómi og hugsjónir. Við viljum
staðfesta og tryggja þá byltingu,
sem við höfum gert meðl sjer-
hverju meðali, sem hefir þau á-
hrif, að hún verður fastari í sessi.
Sje hún fyrst trygð, þá fer að
koma tími til aö athttga, hvaða
eftirlátssemi við getum sýnt frelsis
þörf einstaklingsins og hinu óeðli-
lega rjettlæti.
— Rússneska stjórnin ætti ekki
eins og keisarastjórnin, að skapa
tilbúna glæpi til þess að geta
slöngvað á glæpamennina veru-
legri hegningu. Stjórnarbylting
getur ekki bent á löghlýðni sína
og hegnt nýjum byltingamönnum
fyrir lögbrot.
Hið fyrsta verkaíiannalýðveldi
á jörðinni hefir viSsulega haft
við ógrynni örðugleika að stríða.
Sömu stórveldin, sem lýstu hátíð-
lega yfir stríði til þess að tryggja
(framgang lýðveldishugsjónarinnar,
sameinuðu sig án augnábliksum-
husunar með keisarasinnum, en
snjeru sjer síðan á móti Rúss-
lendi strax og það varð lýðveldi,
sveltu það með látlausu hafnbanni
og siguðu á það lier, hverjum
á fætur öðrum. Alla þessa heri
hefir verkamanna- og bændalýð-
veldið sigrað.
Það hefir sýnt sig að vera
hraust og ósigrandi utan frá. ,
Nú á það eftir að sýna göfug-
ljmdi. •
Þó franska stjórnarbyltingin sje
enn fyrirmynd nýs tíma, þá er
þaö vissulega ekki fyrir þá blóð-
dóma, sem ollu því, að ágætustu
menn samtíðarinnar sneru baki
við henni í gremju, hve fagnandi
sem þeir höfðu heilsað henni í
byrjun, heldur vegna þess frelsis-
storms, sem þaut frá herini út yfir
Evrópu, og vegna þess jafnaðar,
sem hún kom á með kúgun en
hjelt uppi meö hinum mestu fóm-
um, og eins vegna þeirrar bræðra-
tilfinningar, sem hún bar að'lok-
um ekki aðeins til allra þjóða,
heldur allra stjetta.
Rússneska stjórnin má ekki
nnnna á þrælinn, sem hefir brotið
hlekki sína og mönnum stendur
ótti af. Hún má ekki minna á
Ivan hinn skelfilega, heldur ætti
hrm að kosta kapps um að sýna
Evrópu sig, sem persónugerfing
þess ágætasta Og aflmesta í rúss-
neskum anda.
Heimurinn þarf ekki á meiri
hefndargirni að halda, dulklæddri
sem ásökun og dómur, heldur
mannúö og göfuglyndi.
--------o-------
Gengi erl. myntar.
Khöfn 16. ág.
Sterlingspund........... 20,69
Dollar............... .. .'. 4,641/2
Mörk.................... 0,48
Sænskar krónur..........122,35
Norskar krónur............. 80,00
Pranskir frankar........... 37.00
Svissneskir frankar .. .. 88,40
Lírur...................... 21,25
Pesetar . . .. ... .. 72,50
Gyllini....................180,25
Reykjavík 16. ág.
Sterlingspund.............. 25,70
Sænskar krónur.............124,22
Danskar krónur.............154,76
Norskar krónur.............102,12
Dollar...................... 5,89
----:--o-------
-= DAGBðK. =-
Gullfoss kom hingað í fyrrinótt.
Farþegar voru meðal annara: Einar
Benediktsson skáld og f jölskylda hans,
sjera Meulenherg, próf. Páll E. Óla-
son, Kristmundur læknir Guðjónsson,
Björn Gíslason kaupmaður, Árni Niku
lásson rakari og frú hans, ungfrú
Óiöf Sigurðardóttir. Frá Yestmanna-
evjum komu Þórður Jensson stjórn-
arráðsritari og Mekkino Björnsson
verslunarmaður.
Forkaupsrjett hefir Magnús Blön-
dal boðið bænum að þremur erfða-
festulöndum: Norðurmýrarblettum og
Blöndufalíð, er hann ætlar að selja
fyrir 45000 kr. Lönd þessi eru sam-
tals 4,08 hektarar. Fasteignarmat á
húsum og löndum er 22300. Fast-
eignanefnd hefir lagt til að for-
kaupsrjetti væri hafnað.
Norðurvöllur. — Til fasteigna-
nefndar bæjarstjórnar hefir borist
brjef frá próf. Eiríki Breim, þar sem
hann mótmælir ákvörðunum þeim,
p' bæjarstjórnin hefir tekið um erfða-
festuland hans, Norðurvöll, (að bær-
inn taka blett þennan undir iín
umráð, þar sem hann mundi hafa
fyrirgert erfðafesturjetti sínum) og
kveðst hann muni leita verndar dóm-
stólanna, ef bæjarstjórnin hreyfi því
máli meira. Fasteignanefnd hefir líát-
ið í ljósi að hún hjeldi fast við
fyrri skoðun sína á málinu, að bær-
inn taki völlinn undir sín yfirráð.
Landið í Fossvogi. Tilboð hefir
bæjarstjórnin fengið frá Kristófer
Grímssyni um að gera nú í sumar
öll nauðsynleg lokræsi í hið plægða
land bæjarins í Fossvogi fyrir kr.
3700,00 og ennfremur að moka ruðn-
ingnum úr stónj skurðunum fyrir
kr. 1000,00. Pípubúta í enda ræs-
ana leggi bærinn til. Fasteignanefnd
hefir lagt til, að, tilboði hans verði
tekið.
H.f. „Ari fróði“ hefir boðist til
að taka á leigu til 20 ára frá 1.
jan. n. á. fiskireiti bæjarins með
þeim skilmálum, að fjelagið hafi for-
leigurjett að stækkun reitanna,, ef
bærinn lætur stækka þá, að lóðir
undir nauðsynleg fiskþurkunarhús
sjeu leigulausar, að fjelagið fái að
nota vatn frá vatnsleiðslu bæjarins,
að fjelagið hafi endurgjaldslausan af-
notarjett af skúr þeim, sem reistur
hefir verið við reitina, að bærinn
kosti viðhald vegarins en fjelagið
viðhald reitanna. Ársleiga sje krónur
6500,00.
Lúðrasveit Reykjavíkur hefir sótt
um fjárstyrk til bæjarstjórnar til þess
að launa kennara Lúðrasveitarinnar.
Hefir fjárhagsnefnd lagt til að bæ.j-
arstjórnin verji til þess 1000 krónum
af fje því, sem veitt er til óvissra
útgjalda á þessu ári.
Gullfoss fer á laugardaginn ve3tur
og norður um land til Akureyrar, en
snýr þar við og kemur hingað aftur
og á að vera hjeí samkvæmt áætlun
30. ágúst.
Bæjarstjórnarfundur er í dag kl.
5 eftir hádegi.
Skýrsla um Bændaskólann á Hvann-
eyri skólaárið 1920—1921 hefir Mbl.
borist. 26 nemendur hafa verið í
eldri deild, en 24 í yngri deild.
Kennaralið skólans var faið sama
og undanfarna vetur, að undanteknu
því, að Medúsa-lem Stefánsson ráðu-
nautur tók við kensju 14. janúar í
stað Páls Jónssonar vegna veikinda.
Verklegár framkvæmdir hafa verið
allmiklar við skólann: gerðar þak-
sb-.ttur samt. 1980 ferrn., flóðgarðar
113 tenm., engjasljettur: þúfur plægð
ar og þeim ekið burt af 7798 ferm.,
vegur gerður 180 m. langur. I skýrsl-
unni er ýmiskonar fróðleikur um
uppskeruna, æfiágrip merkilegs nauts,
Cæsar að nafni, og um kosti nokk-
urra dætra hans á Hvanneyri o. fl.
Baðvarðarstaðan við Baðhús Reykja
víkur er auglýst laus til umsóknar
frá 1. okt. Árslaun eru 1600 kr. og
dýrtíðaruppbót.
Lúðrasveit Reykjavíkur ljek við
Austurvöll í gærkvöldi eins og til
stóð. Var þar saman kominn mikill
fjöldi fólks, þó munu einhverjir hafa
verið þar merkislausir. Sveitin ljek
að vanda ágætlega vel. Eru ótrúlegar
(þær framfarir, sem hún hefir tekið
undir stjóm Otto Böttchers, og sjest
á því hve góður kennari er mikils
virði. Nokkurt fje mun sveitinni hafa
áskotnast við þennan leik í húsbygg-
ingarsjóð sinn.
------o------
fieimanmunduvinn
„Það er gott Bernd, við skulum
vera góðir fjelagar! Og nú verður
þú að segja mjer eitthvað um
konuna þína og ættingja hennar.
Jeg get ekki lýst því fyrir þjer
hvað jeg hlakka til að sjá Mölvu
og hafa hana hjá mjer á Pranken-
hagen, því þú verður að koma
með hana undir eins, þegar hiin
þolir að ferðast, því hvergi verður
hún fljótari að ná sjer en ief hún
fær að anda að sjer ilmhreinu loft
inu í gömlu beykiskógimum okk-
ar — það er langt síðan að við höf
um riðið um skógana Bernd
en jeg vona að þó að þú sjert ný-
giftur, þurfi það ekki aö standa
í vegi fyrir'þvi að við endurnýjum
þær sbemtanir okkar.
Hann brosti, og fullvissaði hana
vm að hún þyrfti alls ekki. að
óttast það.
Svo fór hann að tala viö hana
um Mölvu eins og hann væri að
tala við goðan vin. Og þegar
Lydia skömmu seinna varð litið á
úrið sitt, sá hún, sjer til mikill-
ar undrunar, að þau höföu talast
við á annan klukkutíma, en þá
var hún líka orðin svo kunnug
bæði Mölvu og Sigríði, að það
hefði varla veriö meira þó hún
hefði verið búin að vera besta vin-
kona þeirra í langan tíma.
X
— Átti jeg kannske að þeg.ja?
Hefði jeg máske ekki verið með-
sekur, ef jeg hefði dregiö nokk-
urt augnablik að fletta ofan af
svikum Breitenbach’s, eftir að jeg
fjekk vitneskju um þau?
Hátt og harðlega sagði doktor
Ellhofen þessi orð.Hann var í æstu
skapi, enda þótt sú æsing kæmi
ekki fram, öðruvísi en þannig að
hiö greindarlega viðkvæma andlit
var mun fölvara en vandi var
til. Hann stóð í hinni skraut-
lausu skrifstofu sinni, og augu
hans hvíldu- á unga manninum,
sem hann talaði við.
Þessi ungi maður var að ytra