Morgunblaðið - 20.08.1922, Síða 3
MORGUNBLAiIB
írrundvelli við Ástralíu. 1 samn-
ingnum er þaö tekið fram, að
Bretland veiti á þessu fjárhags-
.ári 8 miljónir króna og á nokk-
ur liluti þess að notast til þess
að borga ferðakostnað útflytjend-
anna. Fyrst um sinn fara 75,000
manns til Ástralíu. Þegar þangað
kemur fá þeir ókeypis land til
umráða, og ‘stjórnin þar í landi
veitir þeirn lán rneð vægum kjör-
um til bygginga og vinnuvjela-
kaupa. Þó geta ekki þeir, sem
koma algerlega tómhentir, strax
fengiS lán. En þeim er útveguð
atvinna hjá bændum þar í landi,
-og er búist við, að þeir geti verið
búnir að spara svo mikið saman
á 3 eða 4 árum, að þeir geti
fengið lániS.
Þessara hlunninda verða þó ekki
aðrir aðnjótandi en þeir, sem vilja
búsetja sig til sveita. Er ekki
úskað eftir neinni fjölgun í bæj-
unum. Þó fá þær konur ferða-
styrk, sem vilja ráða sig til hjálp-
ar við innanhússtörf.
Búist er við að svipaðir samn-
ingar fari bráðlega fram milli
bresku stjórnarinnar og stjórn-
anna í Kanada, Suður-Afríku og
Nýja Sjálandi. Aðrir en breskir
ríkisborgarar fá ekki þennan
«tyrk.
Eftirmæli.
Hinn 23. apríl s. 1. andaðist
að heimili sínu Yalshamri á Skóg-
arströnd, merkisbóndinn Jón Jóns-
son. Hann var fæddur 12. júní
1858 á Emmubergi þar í hreppi.
Hanji hafði mörg trúnaðarstörf
hreppsins á' hendi, var hreppstjóri
í 20 ár, hreppsnefndaroddviti í
9 ár, safnaðarfulltrúi yfir 20 ár,
formaður búnaðarfjelagsins þar í
hreppi var hann í 26 ár samfleytt.
Jón sál. var giftur Kristínu. Dan-
íelsdóttur frá Litla Langadal, sem
lifir mann. sinn ásamt 2 sonum,
I.úther og Ásgeir. 1 son mistu
þau 13 ára, að nafni Daníel.
Jón sál. var stakur iSjumaður,
gekk aldrei verk úr hendi; hann
var og góður smiður, bíeðj á trje
og járn. Það sannaðist ekki á
lionnm málshátturinn að „smiðir
eiga versta spæni“, því það mun
vera leitun á jafn snirtilegri um-
gengni utan húss og innan eins
og þar, enda voru hjónin sam-
hent. Jón sál. var einn af þeim
mönnum sem ljet ekkert verk
frá sjer fara fyr, en að frá' því
var svo gengið, sem best mátti
verða. Túnið var hann búinn að
sljetta og byggja upp öll hús á
jörðinni; á öllu var sama fagra og
smekklega handbragðið.
Jón sáh var ma'Sur gestrisinn
og skemtilegur í viðræðum en
manna orðvarastur, og lagði jafn-
an bestu meiningu í annara orð
og verk. — Skógarströnd hefir
mist hjer einn sinn mætastabónda
og ef íslenska þjóðin ætti slíka
bændur yfirleitt, þá væri land-
búna.ðinum borgið.
S. E.
Bólusetning gegn taugaveiki.
• Franskir læknar liafa nýlega gefið
út skýrslu um árangur tilrauna með
nýtt bóluefni gegn taugaveiki og
kóleru. Bóluefninu er ekki sprautað
inn í líkamann heldur tekið inn eins
og hvert annað lyf. 1 hjeraði einu
í Frakklandi, þar sem mikil tauga-
veiki gekk, veiktust 50 menn af 664
óhólusettum en aðeins tveir af 1236,
sem bólusettir höfðu verið.
dig.
Eins og sjá má á auglýsingu
hjer í blaðinu í dag, fara fram
kappreiðar á skeiðvelli hesta-
mannafjelagsins „Fákur“. Er til
þeirra kappreiða vandað svo, að
þar munu verða sýndir og reynd-
i" fráustu og bestu gæðingarnir,
sem hjer eru nærlendis og þó
lengra sje leitað. Verða þarna
gæðingar alla leið nórSan úr
Skagafirði, ofan úr Borgarfirði og
austan yfir fjall.
Síðan veðreiðarnar fóru fram
hjer 9. júlí, hefir mikið verið
um þær rætt, m. a. að ýmsu
hefði verið ábótavant í sambandi
við þær, svo sem skeiðvöllurinn
ekki verið 'góður, hætta gæti stað-
iö af girðingaleysi og síðast
en ekki síst alt moldrykið, sem
ætlaði að blinda þá, sem við voru
staddir. En úr þessu öllu hefir
verið bætt. Forsjónin tók í taum-
ana með það síðasta og sendi
regn á völlinn, svo nú þarf eng-
inn að óttast moldryk.
Ennfremur hefir völlurinn ver-
iS bættur að mun, svo að þeim,
sem þar hafa æft hésta sína und-
anfarið, þykir mikill munurávera.
Girðingar hafa verið auknar eins
og þurfa þykir, svo nú er hvorki
lífi nje limum manna hætt. Og
eins og auglýsingin ber með sjer,
hefir verið aukið við alla stjórn
og aðstoð á skeiðvellinum, svo
í því efni hefir einnig alt færst
tii betra horfs.
Stökkhestarnir, sem verðlaun
fengu 9. júlí, verða allir reyndir
á ný í dag, nr. 11, 15, 19 í kapp-
reiðaskránni. En þó þeir hjeldu
velli síðast, þá er ekki sýnt, að
þeir geri það nú, því eins og
fyr er tekið fram, er þátttakan
margfalt alménnari í þetta sinn.
Má þar til nefna Stíganda, nr.
23 og Sörla nr. 28. Þykja þeir
líklegir til þess að verða hinum
ekki ófrárri.
Eins og menn rekur minni til,
þótti mörgum leitt, hvað skeiðið
mistókst síðast. Því svo miklir
héstamenn eru Islendingar 'enn,
að þeim muni þykja skeiðið göf-
ugasti og fegursti gangur hests-
ins, þegar samæfðir eru gæðing-
urinn og reiðmaðurinn. En nú má
gera sjer vonir um, að skeiðið
fari 'betur, því þrír ágætir skeið-
hestar hafa bætst í hópinn, og
sá hesturinn, sem „hljóp Upp“
á síðustu kappreiðunum, en allir
dáðust að, er nú orðinn fastur £
ganginum.
j G-ullfoss fór bjeðan kl. 6' í gær
vestur og norður um land til Ak-
ureyrar. Farþegar voru: Böggild
; sendiherra Dana, E. Nielsen fram-
kvæmdastjóri, Einar Benediktsson
skáld, Carl Proppé og frú hans,
Hjalti Jónsson skij»stjóri, Einar M.
Jónasson sýslumaður og frú hans,
M. Berrie stórkaupmaður, Þórður
Thoroddsen læknir, V. Stronge stór-
kaupmaður, Þork. Þorkelsson forstj.,
Oskar Clausen kaupmaður, Jóhann
Ragúelsson kaupmaður ög frú hans,
Jón Ólafsson framkvæmdarstjóri og
frú hans, Daníel Kristinsson og frú
hans, Walter Sigurðsson, Magnús
Seheving bankastjóri, Tage Möller
kappmaðnr, frú Unnur Stefánsson
(f. Thoroddsen), ungfrú Dóra Magn-
úsdóttir, ungfrú Þuríður Sigurðar-
dóttir o. m. fl. Um 40 manns höfðu
pantað far með skipinu frá ísafirði
. til Akureyrar og til baka aftur. —
í Verður því óvenjulega margt með
Gullfossi, þessa ferð báðar leiðir.
Dómur hefir nú verið kveðinn upp
í vínsmyglunarmálinu þýska. Er alt
áfengið gert upptækt og skipstjór-
inn, Neamann, dæmdur í 600 kr.
sekt og 1 mánaðar einfalt fangelsi.
Dómurinn er kveðinn upp eftir lík-
um, því játning liggur engin fyrir
frá skipstjórans eða skipshafnarinn-
ar hálfu, og engin sönnun hefir feng-
ist fyrir því,^n^ hjer hafi þeir ætlað
| að selja vínið. En líkumar eru afar-
sterkar fyrir því, að svo muni hafa
vérið.
I
1 Fríkirkjan. 1 dag kl. 2 messar sr.
Haraldur Níelsson í fríkirkjunni. -—
'Gleymdist að geta um það í blaðinu
í gær, og eru menn beðnir að veita
þessu ■ athygli.
Útisamkomu hefir Kristniboðsfje-
lagið í dag kl. 3 við Suðurpól. Þar
tala m. a. Ólafía Jóhannesdóttir.
Skemtiför fóru Góðtemplarar inn
í Viðey í rnorgun kl. 9.
Jarðarför sjera Magnúsar Andrjes-
sonar fór fram fyrra laugardag að
Gilsbakka og fylgdi honum til grafar
rhikíll mannfjöldi. Einar prófastur
Pálsson í Reykholti flutti húskveðju,
en Stefán Jónsson prófastur á Stað-
arhr'auni hjelt líkræðu í kirkjunni.
Kveðjuljóð hafði Halldór Helgason
ort og flutti hann þau við gröfina.
Hestamannafjelagið „Fákur‘ ‘ biður
að vekja athygli þeirra, sem ætla
að verða við kappreiðarnar í dag,
á því, að þeir skuli hafa með sjer
Morgunblaðið þangað inn eftir, því
í því sje kappreiðaskráin. Ennfrem-
ur fæst blaðið keypt við veðreiða-
svæðið.
Hestamenn hafa íslendingar alla .
jafna verið, og ekki hafa þeir'
haft meira yndi af öðru en gæð-
ingunum sínum. Og svo mun það
enn vera, Mun það sjást í dag„
að enn kunna menn lijer að meta
góðan hest. Er vafalítið, að menn
fjölmenna mjög inn að veðreiða-
svæðinu í dag og mun þá ekki
iðra þess. Því fátt er skemtilegra
en sjá marga gæðinga reynda.
Og þá skemtun fá menn inn við
Elliðaárnar.
Kunnugur.
Er'l. sírnfregnir
frá frjettaritara Morgunblaðsin*.
Khöfn 19. ágúst.
Skaðabótamálið.
Frá Berlín er símað, að skaða-
bótanefndin hafi sent 2 fulltrúa
til þess að tala við þýsku stjórn-
ina um gjaldsfrestsbeiSnina.
I
Hagfræðingaráðstefna
er bvrjijð í Hamborg og flytja
þar ræður meðal annara Keynes,
Krassin og prófessor Cassel.
“ DáGBÖK. r
Trúlofun. Nýlega hafa opinberað
trúlofun sina ungfrú Kristín Einars-
dóttir og Gísli Ólafsson bakari.
fiEimanmundurinn
| „Nei, faðir minn, jeg er alvfg
| staðráðinn í að taka ekki við
htnni1 ‘.
^ „Og hvers vegna; þú segir þó
sjálfur að kjörin sjeu góð V ‘
„Jeg vil ógjarna segja ástæð-
una — hún gerir hvorki til nje
frá“.
„Það þykir mjer mjög einkenni-
legt, sjerstaklega af því að þú
skrifaðir mjer fyrir nokkrum dög-
um að þjer geðjaðist alls ekki aö
því starfi sem þú hefðir nú. —
-— Hvað er það? Heimsókn? —
Jeg hefi sagt þjer að jeg tek alls
ekki á móti neinum á þessum
tíma.
Hinn ungi maður, sem þessi orð
voru töluð til, varð mjög vand-
ræðalegur á svipinn.
„Jeg bið yður mikillega afsök-
unar herra doktor. Það er ung
síúlka — og liún biður svo inni-
lega um að mega tala við yður“.
Doktor Ellhofen tók hið litla
nafnspjald með svörtu röndinni
og leit á það, síðan rjetti hann
það þegjandi að syni sínum
„Sigríður Breitenbach“, sagði
hann hissa. „Er þaö einhver ætt-
ingi leyndarráðsins ?“.
„Ætli það sje ekki dóttir hans?‘
„Ætlar þú að tala við hana?“
„Jeg hefi enga ástæðu til að
trka ekki á móti henni, enda þótt
j jeg geti ekki skilið í hvað það
I er sem hún getur viljað mjer.
En jeg vil helst ekki tala við
j hana, án þess að einhver sje við;
farðu þarna inn í herbergið,
j Valter, og skyldu dyrnar eftir
! opnar' ‘.
J Verkfræðingurinn kikaði við að
verða við þessum tilmælum.
„Finst þjer það rjett, faðir
minn — án þess að hún viti af
mjer?“
„Ef það skyldi vera eitthvað
sem enginn mætti heyra, skal jeg
loka hurðinni. Þú þarft þess vegna
elckert að kæra þig um það. Jeg
hefi gilda ástæðu til aö biðja þig
um þetta' ‘.
Hinn ungi maður sagði ekki
meira, en gekk inn í dimma hlið-
arherbergið og skildi eftir opið.
Bvo kom unga stúlkan inn, hún
tók blæjuna frá andlitinu, ef til
vill í þeim tilgangi að geta horft
í augu þeim, sem hún talaði við.
„Þjer eruð doktor Ellhofen, rit-
stjóri Herolds?“
„Já ungfrú“, svaraði yfirrit-
stjórinn, kurteislegar en hann var
vanur að tala við þá sem komu
af heimsækja hann; má jeg bjóða
yður sæti?“
„Nei, þakka yöur fyrir — þjer
hafið sjeð á nafnspjaldinu hvað
jeg heiti —- Breitenback leyndar-
r'.ð var faðir minn.
Doktoriiv. ] j eigði sig lítið eitt.
„Jeg ímyndaði mjer þaö, en má
jeg spyrja------“
„Til hvers jeg kem? Það skul-
uð þjer nii undir eins fá að heyra!
En einni spurningu verð jeg að
spvrja yður fyrst: Hafið þjer les-
ið greinina í kvöldblaðinu, sem
fjallar um heimilisástæður pabba
míns sáluga??“
„Jeg hefi ekki einu sinni lesið
hana, ungfrú Breitenback, jeg Imfi
meira að segja skrifað hæna sjálí-
ui“.
„Þjer?“ Röddin skalf af reiði.
„Ef jeg væri í yðar spoi’um, mundi
jeg þó hafa hikað mjer viö að
kannast við það, fyrir dóttur þess
manns, sem þjer hafið ekki einu
sinni svifist að svívirða í gröf-
irni“.
„Og því skyldi jeg ekki kann-
ast við það? ÞaS er trú mín, að
jeg geti varið það sem jeg hefi
sagt“.
„Ef samviskan ekki ásakar yður
neitt, þá öfunda jeg yður sannar-
lega ekki af þoirri rjettlætistil-
finningu sem yður er gefin; því
það sem þjer hafið gert er níð-
ingslegt og hverjum manni ósæmi-
legt‘ ‘.
„Jeg tek tillit til þess, ungfrú
góð, að það er kvenmaður sem
talar til mín þessum oröum!“
„Ó, bara að þjer tækjuð ekkert
tillit til’ þess“ , sagði hún í ákafri
geðshræringú.
„Það er ilt að jeg skuli vera
kvenmaður, ef jeg 'væri karlmað-
ur, myndu'ð þjer máske gera grein
fyrir breytni yðar! En ungri
stúlku er óþarft að sýna svo mik-
inn sóma — er ekki svo?“-
„Jeg mun aldrei skorast undan
að taka afleiðingunum af gerðum
mínum, ekki heldur þó kvenmaður
eigi í hlut. En þetta er mál, sem
ekki er heppilegt að við tölum
saman um, því annars gæti komiö
fyrir að jeg særði tilfinningar yð-
ar aftur, og það vildi jeg ekki
þurfa að gera“.
„Hvers vegna eruð þjer alt í
einu orðinn svo hærgætinn? Mað-
ur sem hefir það aumlega hug-
rekki til að bera, að geta gefið al-
menningsálitinu höggstað á varn-
arlausum konum þarf ekki að
kveinka sjer við smámunum. —
Mjer hefir verið sagt að það sje
grein í blaði yðar, sem hafi hrakið
föður minn út í dauðann, og jeg
mætti vera aum dóttir ef jeg ekki
hataði yöur fyrir það af öllum
kröftum sálar minnar, meðan jeg
dreg andann. En samt sem áður
hefi jeg þrátt fyrir hatrið, þangað
til í dag, ætlað yður ofmikla sóma-
tilfinningu, því jeg hjelt að þjer
hefðuð gert þetta í góðu skyni
og þættust vinna góðu málefni
í hag. En níðgreinin í kvöídblað-
inu í gær hefir sýnt mjer alt ann-
að. Því það sem þjer segið um
óhóf það sem hafi átt sjer stað
í húsi föður míns, um veislumar,
sem líkari hefðu vefið því sem í
æfintýrunum gerðist heldur en í
verunni, um skrautvagna hans og
reiðhesta dætranna, um tengdason-
inn af aðalsættinni, sem hann átti
að hafa keypt fyrir heila.miljón
— alt er þetta svo gagnsýrt af
beisku eitri bakmælginnar, að það
hefir fyrst opnað augu mín, svo
íeg síe yður eins og þjer eruð.
ÞaS var yður ekki nóg að svifta
okkur föðVr okkar, dauði hans
hefir ekki getað fuHnægt auðvirði-
legri hefndargirni yðar!“
Ur dimma hliðarherberginu
heyrðist þrusk, eins og einhver
hefSi hvatskeytlega þrifið í stól
og kipt lionum til; en Sigríður
var svo æst,' að hún tók ekkert
eftir því; en doktor Ellhofen skifti
sjer ekkert af því nema með því
að tala hærra og líta til dyranna
um leið og liann svaraði:
Stærsta skip Þjóðverja.
Stærsta skipið, sem nú fer um
heimshöfin er þýskt að uppruna, skip
íð „Majestic* ‘, sem tekið var her-
fangi af þeim með friðarsamning-
unum. En sjálfir fengu Þjóðverjar
ekki að halda neinum af hinum stótu
og fögr.u skipum sínum. Þeir verða
að koma upp nýjum flota og virðast
vera vel á vegi með iþað. Stærsta skip
ic, sem Þjóðverjar hafa smíðað eftir
stríðsloin er ,Columbus‘, sem „Nord
deutscher Lloyd“ á og hljóp af stokk
ur.um í júní.'Columbus er 32.000 smál.
og getur flutt yfir 2000 farþega. —
Lengdin er 236 metrar.