Morgunblaðið - 27.08.1922, Qupperneq 3
MOBGUNBLAftlB
Haustmóí Armanns og I. R.
sunnudaginn 27. ágúsi kl. 3 e. m. á Igjróitaveliinum. Kajji i hlðupum oe; köstum.
Aðgangseyrir kr. 1,00 fyrir fullorðna, 50 au. fyrir fcöni. Siðasta úti»iþróttamótið.
aí' sjer, og óx þá ófriðarsegg’j-
Fyrsta ríkið seín tók málstað
Serba og sagði Austurríkismötm-
um stríð á hendur er til ófriðar
dró mil'li þeirra og Serba var
Montenegro. Þeir Svartfjallasynir
hafa löngum verið vígafúsir menn
cg ljetu ekki á sjer standa að
rjetta frændunum hjálparhönd.
Virðist sá greiði illa goldinn, er
land þeirra er innlimað í Serbíu.
En í raun og veru er það vilji
þjóðarinnar, sem hjer hefir sigrað.
Svartfellingar hafa óskað þess
að sameinast Serbum. Eftir banda
mannasigurinn á Bálkan haustið
1!>18 samlþykti þing Svartfellinga,
Skuptshinan, 29. nóvémber að
Nikita konungur skyldi sviftur
völdum og að landið sanleinaðist
Stór-Serbíu, og er þetta skiljan-
leg stefna, er uxn svo nákomnar
þjóðir var að ræða. En þó sögðu
roargir að þessi ákvörðun þings-
ins væri ekki af fúsum vilja gerð,
heldur vegna þvingunar banda-
manna, og víst er það, að nokkur
hluti þjóðarinnar greip til vopna
gegn Serbum. Nikifa konungur
hafði flúið land þegar Austurrík-
isnienn rjeðust inn í Montenegro
1916 og dvaldi í Frakklandi. Fyr-
ir fortölur hans lögðu Svartfell-
ingar þeir, sem uppreisnina höfðu
gegt gegn Serbum, niður vópn og
var nu kyrt um hríð.
Sögur gengu um þa!S öðru hvöru
að Nikita konungur ætti að vei*ða
stjórnandi Stór-Serbíu eftir að
sameiningin væri komin á, en
aldrei munu bandamenn þó hafa
ætlað sjer þetta. Hins vegar var
iþað kunnugt, að Nikita bjóst við,
að sameiningin mundi ekki verða
endanlega framkvæmd, heldur
mxlndi hann fá aftiir hið forna
ríki sitt, og vainti hann aðstoðar
ítala í því xnáli. Hafa þeir lengi
verið hliðhollir Svartfellingum og
kr.nungsættirnar tengdar.En reynd
in varð sú, að ítalir ljetu sig
engu skifta mótmæli Nikita. Hann
dó í útlegðinni 1921 og eftir dauða
hans hjelt ekkja hans, Milena
drotning uppi kröfunum til ríkis-
stjórnar fvrir hönd ófullveðja son
ar síns, Michaels prins. Þær kröf-
ur hafa verið virtar að vettugi og
dómurinn er nú kveðinn upp. —
Mohtenegro er horfið úr tölu sjálf
stæðra ríkja, og þjoðin sem víð-
frægð hefir verið í söng og sögu
fyrir hreysti og ættjarðarást, er
ekki lengnr til.
Á fjórtándu öld var Montenegro
hluti af Serbíu. En þegaí* Tyrkir
lögðu hana undir sig 1689 flýði
fjöldi fólks þaðan vestur í fjall-
lendið, og stofnaði þar furstadæmi
það,, sem síðan hefir verið nefnt
Monten’egro. Áttu þeir í sífeldum
óeirðum við Tyrki, en hjeldu þó
jafnan sjálfsíæði sínu, fyrir að-
stoð ítala og Bússa. Árið 1876
áttu þeir í ófriði við Tyrki, í fje-
iagi viö Serba og- höfðu sigur;
feugu Sva.rtféllingar mikinn land-
auka og fúllkomna sjálfstæðisvið-
urkenningu stórveldanna, er frið-
arsamningar voru gerðir, 1878. —
Nikita tók ríkf í Montenegro árið
1860, og stjórnaði þannig landinu
í 56 ár.
-------o-------
Skipasmíflarnar.
Lloyd hefir nýlega gefið út
skýrslu um skipasmíðarnar í heim-
inum á öðrum ársfjórðungi (apr.
— júní) í ár. Samkvæmt skýrsl-
unni voru þá í smíðum í Bret-
landi 390 .kaupför, samtals 1.919,
504 smálestir. Skip undir 100
smálestum eru ekki talin með.
Lf skipuin þessum voru 349 gufu-
skip, 32 mótorskip og 9 seglskip.
I byrjun ársfjórðungsins voru 2,2
milj. smál. í smíðum, en 30. júní
í fyrra 3l/2 miljón. Sjest af þessu
að ’skipasmíðar eru miklu minni
nú en áður hefir verið, og við
tölu þá, sem nefnd er hjer aS
framan er það að athuga, að
481,000 smál. af skipunum liggja
óhreifð og þannig aðeins unnið
að smíði á 1,4 milj. smálestum.
Eitt af skipum þessum er yfir
25,000 smálestir, 4 eru 20—25
þús. smálestir, 15 milli 20 þúsund
smálestir, 13 milli 12 og 15 þús.
smál. og fjögur inilli 10 og 12
þús. smálestir.
Af sk.ipum þessum eru 286
smíðuð handa enskum fjelögum,
15 fyrir frönsk og 12 fyi'ir hol-
lensk, en 4 eru til sölu hverjum
sem hafa vill, þegar þau eru full-
smíðuð. Mest af skipunum er
siníðað í Neweastle, 384,000 smál.
en næst kemur Belfasf með
274,100 smálestir.
TJtan Bretlands eru 1,315.926
smálestir í smíðum og er það
128,000 smálestum minna en næsta
ársfjórðung á undan. Eigi eru til
skýrslur um smíðar Þjbðverja
eu gera má ráð fyrir að þeir hafi
um hálfa miljón smálesta í smíð-
um og Danzig um 45 þúsund.
Alls eru þannig í smíð**
heiminum 866 skip, samtals 3,235,
430 smál. og af þeim eru 697
eimskíp. Sjeu smíðar Þjóðverja
taldar með verður útkoman 3,8
milj. smálestir. Mótorskip eru 32
í smíðum í Englandi, 12 í Hol-
l;:ndi, 10 í Svíþjóð, 5 í Danmörku,
3 í Noregi og 3 í Italíu.
Af skipum þeim, sem í smíðum
eru utan Englands eru 2 yfir
20,000 tonn, 2 eru 15—20 þús-
und tonn, 12 eru milli 12 og 15
þúsund smálestir og 10 frá 8
til 10 þúsund smálestir. Skipin
sem eru yfir 20 þúsund smál.
eru bæði smíðuð í Italín, en þau
tvö sem eru í næsta stærðarflokki
fvrir neðan, eru smíðuð í Banda-
ríkjunum.
--------o------—
Rústurnar í Italfu.
Fj andskapurinn milli hinna 2
ofsafengnu stjórnmálaflokka í
ftalíu, bolsjevika og fascista, hefir
lengi verið magnaður, en aldrei
liefir þó meira gengið á en í
surnar. Má segja að þar hitti
skrattinn ömmu sína, er þessir
tveir flokkar mætast, báðir fullir
ofstopa og vígahugar, æstir eins
og grimmir liundar. 1 júlí mánuði
færðist nýtt f.jör í athafnir þess-
ara flokka. Bar það við í Na-
varra, að jafnaðarmenn drápu fas-
cista einn, og svöruðu þeir þá
með því að brenna samkomuhús
jafnaðarmanna þar í borginni til
kaldra kola; ennfremur heit-
strengdu þeir að drepa tíu jafn-
aðarnienn til þess að hefna fje-
laga síns. Um líkt leyti urðu al-
verlegar róstur í Genúa, Florenz,
Brescia og Perugia. Undi fólk
þessu hið versta, því enginn var
óhultur um eigið líf á þessum
stöðum, og tóku menn þá til
bragðs, að gera verkfall til þess
af mótmæla þessum ófagnaði. Uni
líkt leyti sagði Faeta-ráðuneytið
r.num ásmegin. Fascistar svöruðu
verkfallinu með því að bjóða út
„her“ sinum í Milanó. En lög-
reglustjórinn þar ljet þá hart
mæta hörðu, safnaði að sjer liði
og ljet það gera faseistum að-
för. Voru um þessar mundir allar
horfur á, að borgarástyrjöld
mundi , verða um alla Norður-
Ítalíu. Stjórnin gerði alverlegar
réðstafanii' til þess að fyrirbyggja
liðsamdrátt fascista og hinsvegar
fjekk hún sjálfboðalið og her-
menn til þess að vinna nauðsyn-
legustu verk svo að verkfallið
í-eyndist áhrifalaust og tóku verka
menn þá aftur upp vinnu.
Stjórninni hefir þannig* tekist
að skakka leikinn í bráð. En
hvað lengi friðurinn helst, veit
enginn. Blóðið er heitt í ítölum
og flokkadrættir þeir, sem þar
eru, í^vo mildir, að þeir hverfa
varla úr sögunni fyrstu árin.
--------o--------
Sænski rithöfundurinn Frank Hell-
er, sem einkum er frægur fyrir
„spennandh ‘ frásagnir, ritaði nýlega
í blaðið „Verden og Vi“ grein þá,
sem fer hjer á eftir, og lýsir hinr.m
miklu örðugleikum, sem háskólinn í
Wien á við að stríða fjárhagslega.
Alstaðar eru vandræðin, * en J ó bafa
þau ekki síst komið hart niður á
mentalífi þessarar frægu menta- og
listaborgar:
,Hotel Imperial — síðdegis-te, 200
kióna aukagjald á borð; rennur til
háskólans í Wien. Drykkjustofa Hotel
Bristol — 50 króna aukagjald á glas;
rennur til fjársöfnunar handa háskól-
anum í Wien. — Smágrein í blöð-
unum: Háskólinn í París hefir op-
irberlega viljað láta í Ijós, að tím-
arnir s.jeu erfiðir, og að eigi sje
hægt að kenna háskólanum í Wien
beinlmis um styrjöldina, eða eigi í
það minsta hægt að sairna þetta, og
því gefið Wienar-háskóla 1000 franka'.
Háskólinn í Wien er í neyð, há-
skólaborgararnir í Wien líða skort
og nevðin vex dag frá degi, þótt
mörg hundruð Ameríkumenn drekki
daglega te á drykkjustofunni á Brist-
ol. Eigi einu sinni gjöfin frá systur-
liáskólanum hefir megnað að afstýra
ntyðinni.
F.vrir nokkrum dögum komst .jeg
þé í kunningsskap; sem jeg hafði
gaman af, þv£ hann sýndi mjer, að
þ> neyðin sje mikil meðal mentamann-
anna í þessari borg, þá eru þó nokkrir
menn til sem vegnar vel.
Jeg hitti prófessor einn, sem var
að útskýra síðustu kenningu sína
fyrir stóruni tilheyrendaskara, fullum
athygli. Salurinn var fullur. Jeg var
mjög hissa að sjá hvð allir voru vel
klæddir. Prófessorinn var svo vel bú-
inn, að það stakk í stúf við það,
sem jeg hafði vanist um lærða menn.
Jeg bar hann saman við aðra lærða
mcnn, sem jeg hafði kynst. peir voru
flestir undirleitir, magrir eins og
soltnir kettir og höfðu hrygt mig
stórkostlega. En jeg varð nærri því
að g.jalti við að sjá þennan pró-
fessor. pegar fyrirlesturinn og æf-
ir.garnar voru úti bauð hann mjer
vingjarnlega að tala við sig.
— Vandræðin í landinu virðast
ekki hafa haft nein áhrif á aðsókn-
ir.a að fyrirlestrum yðar, prófessor?
| Prófessorinn brosti og jeg sá, að
tennur hans voru fyltar meö gulli.
Oðru nær, svaraði hann. — Eða
jeg ætti heldur að segja: Pvert á
móti. Og gimsteinahringurinn glamp-
aði á fingrinum á honum.
Jeg h.jelt áfram. I blöðunum er
m.jög rætt um mál, sem þ.jer v’.tan-
ltga hafið áhuga fyrir, fyrst þ.jer
eruð prófessor. pað er um að bæta
kjör háskólakennara. Eitt blað hefir
staðhæft að þeir hefðu ekki nema
6000 austurrískar krónur í árslaun
— eða fjórar krónur í sænskri mynt.
En kennararnir andmæltu og sögð-
ust liafa 9000. Eftir öllu að dæma
eruð þjer gæfusamur maður, herra
prófessor?
— Ýður langar auðs.jáanlega til
að vita hve miklar tek.jur jeg hef.
Jeg hefi 50.000 krónur á dag. En seg-
ið þjer ekki skattstofunni frá því.
— P.jer munuð þá ekki hafa neinn
áhuga fyrir að koma upp sameiginlegu
mötuneyti, þar sem skólakennarar fá
sig sadda fyrir 50—100 krónur.
— Nei, kemur ekki m.jer við. Jég
liefi ráð á að borða á hver.jnm degi
fasana fyrir 10,000 krónur og drekka
franskt kampavín á 30,000 krónur
flöskuna, en jeg geri það ekki. Jeg
verð að hafa holt mataræði, það er
muðsynlegt stöðu minnar vaegna.
— Staða yðar er öfundsverð, sagði
jeg. pjer eruð kunnur um alla Wien,
um alt Austurríki. Fólk talar meira
um yður en um Steinach. Og ef .jeg
skil rjett, þá hefir æfi yðar áður
vcrið önnur.
— Jeg byrjaði sem veitingaþjónn.
Rödd prófessorsins var svo önug, að
jeg skifti um umtalsefni.
— Og hvað er um síðustu upp-
götvunina yðar. Oll Wien talar um
hana.
— Lítið þjer á, sagði prófessor-
inn og gerði nokkrar hreyfingar, sem
virtust vera svo einfaldar, að livert
barn bæti gert þær. pað stóð aðeins
tæpa míuútu. Og hann snjeri sjer
brosandi að mjer og sagði: * Svona
hún! Hvemig finst yður. I dag
stieymir öll Wienarborg á fyrirlestra
til mín til að kynnast henni. Á morg-
unun talar öll Evrópa um hana. Og
eftir mánuð hefir hún sigrað Ame-
ríku.
parna sá jeg þó í þessum dauða-
ir.erkta bæ, lifið hafa sigur og manns-
andann fagna. Aðrii- mentamenn eru
’óþektir, soltnir og illa klæddir. Pró-
fessor Silbermeyer er saddur, vel
klæddur og frægur. Skólinn hans er
dansskóli. Og uppgötvunin sú, að í
„Shimmy“ eigi menn að dansa inn-
skeifir en ekki útskeifir. pað er upp-
götvun, sem allur heimurinn talar um
eftir stuttan tíma. Og allir vita þá
hver prófessor Silbermeyer er.
--------o---------
-= DAfiBÚK. =-
%
lfigff. Guðbrandsson
klaedskeri
Síml «• Síma.; Vigfús A8«Istr. •
Fjðlbrsytt fstaefki- Lfl.saumastota
I. O. O. F.—H 1048288—Er.—O
Suffurland er nú komið á flot úr
Slippnum og liggur við Hauksbryggju
Búist er við að það byrji ferðir 4.
september. Á það að ganga milli
Borgarness og Revkjavíkur í stað
Skjaldar, sem hættir þeim ferðum.
Suðurland á að fara 2 ferðir á viku
til Borgarness mánuðina september
og október, en nokkru sjaldnar úr
því. Mikill rnunur er á því að fó
Snðurland í þessar ferðir í stað
Skjaldar, sem orðinn var olt of lítill
o~ óhentugur til fólksflutninga á þess-
ari fjölförnu leið. Má telja Suður-
land sæmilegt skip til þessara ferða
og líklegt til þess að geta fúllnægt
þörfinni.
Island fór frá Færeýjum seinni
Xiartinn í gær og er væntanlegt hing-
að í fyrramálið.
Botnía kom til Eaupmannahafnar
í gærmorgun.
Haustmót hafa íþróttafjelögin Ár-
mann og I. R. í dag á Iþróttavellin-
um. Verður þar kept í hlaupum og
köstum. Sumir bestu íþróttamennirnir
keppa þar, til dæmis Guðjón Jiilíus-
son hlaupari. Kept verður um bikar
þann, sem gefinn var í fyrra og Jón
Kaldal vann þá í 5 rasta hlaupi.
KnattspynmfjelagiS „Fram“ sendi
í fyrradag skevti hingað frá ísafirði
og sagði frá úrslitum kappleiks við
Isfirðinga. Hafði Fram unnið með
5 : 1.
Garðyrkjufelagið býður meðlimum
sínum að skoða garð Einars Helg-a-
sonar við gróðrarstöðina í dag. Segir
hann gestunum um leið ýmislegt urn
garðræktina.
Sölubúð opnar áfengisverslun ríkis-
ins á þriðjudaginn í Thomsens húsi.
Verður hún opin frá kl. 9—12 og
1—7 alla virka daga.
Knskur togari kom hingað í gæi*
frá Englandi. Með honmn komu Is-
lendingar þeir, sem fóru með togar-
ann til Englands, sem Geir náði út
af söndunum fyrir austan fyrir
skömmu. <
-------o-------
fieimanmundunnn
Malsfeld gekk hljóður við hlið
vinar síns og Púttner þóttist vita
að honum hefði þótt verra að
nokkur skyldi taka. eftir þessu
litla atviki, svo hann reyndi að
finna einhverja ástæðu til að geta
kvatt hann sem fyrst. En þá
spurði Malsfeld alt í einu:
— Veitst þú hver þetta er?
— Já! það var ungfrú Breit-
enhack, dóttir leyndarráðsins, sem
nýlega er dáinn.
— Þú þekkir hana þá?
— Mjer var sagt í dag, hver
hún væri, en við þekkjumst ekk-
ert og hún hefir enga hugmjaid
hver jeg er.
Nú varð aftur löng þögn; svo
lagði Malsfeld höndina á öxl vinar
síns eins og hann ætlaði að segja.
e’tthvað, sem hann ætti hágt með.
— Þú sást hvernig hún fór með
mig. Það er ekki til neins að
.neita því — það har ekki svo
lítið á því. En jeg vildi gjarna
gera þjer grein fyrir hvernig á
því stendur. Geturðu enn mist
I litla stund til að tala við mig.
— Alveg eins og þú vilt.
— Þá skulum við fara inn í
vínsöluhúsið þama. Þeir gengu inn
í þægilega litla stofu og settust
við afskekt horð þar sem þeir
voru vissir um að enginn gæti